Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 35

Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 35 h r- bjóstu á Hverfisgötu ásamt þinni fjölskyldu í þröngri íbúð án nauð- synlegra þæginda. En þarna leið okkur Ölvi litla yndislega vel, enda maður Ágústu, hann Stefán, öð- lingsmaður sem ég átti eftir að meta mikils á lífsleiðinni. Svo var nú Munda og Steini sem ekki slógu slöku við að leika við þann litla. - Þetta er bara eitt lítið dæmi af öllu sem þú gerðir fyrir mig og mína á lífsleiðinni, og er ég ekki grunlaus um að fleiri hafi svipaða sögu að segja af hlýju þinni og lvjálpsemi. En þú sjálf, Ágústa mín, áttir einn gimstein í eigu þinni, sem var þér dýrmætur. Ung að árum eign- aðist þú dóttur þína, Guðmundu, og hún fór ekki varhluta af ást þinni og umhyggju. Guðmunda giftist myndarlegum og góðum manni, Gunnari Petersen. Hún eignaðist soninn Steinar sem er kvæntur og á góða fjölskyldu, sem Ágústa var mjög ánægð með og reyndist henni afar vel á þessum erfiðu tímum hennar síðustu árin. Já, Guðmunda dóttir hennar! Hún var nú eins og jarðneskur engill við mömmu sína. Nú læt ég staðar numið, en af nógu er að taka í sambandi við þig, kæra vinkona. Þú bjóst yfir svo miklum mannkostum að í gamni sagði ég stundum að ég vildi láta þig endurfæðast og þá við betri aðstæður. Stundum töluðum við um annað líf og hvað við tæki eftir þetta. Við vorum samstíga í því eins og fleiru. Þér þótti einn draumur minn góður. Kannski er ekki viðeigandi að láta hann fylgja þessum orðum, en draumur er draumur og manni leyfist að taka mark á þeim eftir vild. í aðalatrið- um var hann svona:_ Árið er 1942-43: Áður en ég fór að sofa náði ég mér í bók eftir Sigurð Nordal, „Líf og dauði“. Ekki hafði ég lesið lengi er mig tók að syfja, enda mjög kvöldsvæf að eðlisfari og lesefnið torskilið og hafði ég ekki trú á að Sigurður Nordal vissi meira en aðrir um lífið eftir þetta líf. Ég sofnaði brátt, en vaknaði fljótlega aftur og sagði þá manni mínum hvað fyrir mig hafði borið í svefninum. - Hvað, ertu búin að sofa? sagði hann. Já, ég er nú hrædd um það. Mig dreymdi að ég væri á opnu skipi sem mér fannst líkjast súðbyrðingi eða knerri, eftir sögn, og var þetta úti á breiðu fljóti. Var þessi bátur með skarsúðir og loguðu lítil kertaljós á þremur hæðum sitt hvorum meg- in borðstokks. Á skipinu var nokk- uð af fólki sem ég þekkti ekki deili á, nema yngri dóttir mín var þarna. líka. Allt í einu kemur einhver og segir að leki sé kominn að skipinu, sem ekki verði ráðið við. Ég varð mjög hrædd, en jafna mig fljótt og hugsa með mér að ég hafi heyrt að það væri ekki svo vont að drukkna, - ég skyldi bara taka þessu með ró. Ég þyrfti aðeins að flýta mér að ná í Ingu dóttur mína sem var um 3ja ára. Nú hækkaði sjórinn í skipinu smám saman og það slokknar á neðstu kertunum og svo þeim í miðjunni. Þá var komið að þeim efstu. Ég sat róleg með Ingu í fanginu, en mjög spennt, nú værum við alveg að komast á landamæri lífs og dauða. Það slokknar á efstu kertunum. í því birtist vera sveipuð ljósum, mildum hjúp og var hún nokkuð hátt uppi í skýjunum. Hún hélt á logandi kerti og sagði aðeins: Þú skalt ekki efast. Ég er tilbúin að kveikja ljósið hérna megin þegar það slokknar hinum megin. Þóttist ég vita að þetta væri Jesús Krist- ur. Svo lítill munur fannst mér vera á þessum landamærum, að um leið og ég vaknaði ígrundaði ég: Hvort sagði hann á undan hérna megin eða hinum megin? Þessi draumur hefur verið mitt leiðarljós gegnum árin og komið mér til góða við ástvinamissi. Nú vona ég að Jesús Kristur lýsi þér, Ágústa mín, yfír landa- mærin og ég óska þér góðrar heim- komu. Með þökk fyrir allt. Hlíf Böðvarsdóttir. G ÚSTAV ADOLF BERGMANN + Gústav Adolf Bergmann, Mávabraut 8D, Keflavík, fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði, 19. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 11. febrúar síðastlið- inn. Móðir hans var Sigríður Svein- björnsdóttir, f. á Skálanesi við Seyð- isfjörð, en bjó hún lengst af á Hámund- arstöðum. Systir hans er Guðbjörg Olsen sem býr í Reykjavík. Gústav var sín fyrstu ár á Hámundarstöðum en fluttist ungur til systur sinn- ar á Hvammstanga. Hann lauk landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði og útskrifaðist sem íþróttakennari frá íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni 1952. Gústav kvæntist Þuríði Svövu Ásbjörnsdóttur frá Dísastöðum í Sandvíkurhreppi 9. október 1954, en hún lést 13. janúar 1996. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Guðjónsson frá Dísa- stöðum og Sigríður Guðmunds- dóttir frá Sólheimum í Hruna- mannahreppi. Gústav og Svava fluttust til Suðurnesja 1958 og settust að í Keflavík 1962. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörn Svavar, f. 27.7. 1955, kona hans er Laufey Auður Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur börn. 2) Hjalti, f. 30.6. 1960, kona hans er Margrét Þóra Einarsdóttir og eiga_ þau tvö börn. 3) Ásdís, f. 6.6. 1961, hennar maður er Helgi Bragason og eiga þau tvö börn. Uppkomin dóttir Ásdísar er Svava Ingþórsdóttir, maður hennar er Guðmundur Werner Emilsson. 4) Gunnar, f. 26.11. 1962, ókvæntur og barnlaus. Gústav starfaði sem lögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli frá 1956 eða í 41 ár. Hann var for- maður Lögreglufélags Suður- nesja og hafði mikinn áhuga á félagsmálum lögreglunnar og gegndi hinum ýmsu trúnaðar- störfum þar. Hann veitti öku- skóla varnarliðsins forstöðu frá 1966 til 1996, og starfaði þar að umferðaöryggismálum vam- arliðsmanna. Útför Gústavs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að kveðja vin minn, samstarfsmann um árabil og nágranna í hartnær 40 ár með nokkrum orðum. Það getur reynst manni allerfítt á stundu sem þess- ari, að koma orðum að því, sem mann langar helst til að segja, því þótt vitað væri um nokkurt skeið, hvert stefndi í baráttu Gústa fyrir lífí sínu, bar dauðann bráðar að en ég átti von á. Er ég leit við hjá honum í Sjúkrahúsinu í Keflavík hinn 6. þ.m., var hann að vísu ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, en hann sat þá uppi í rúminu og við gátum ræðst við án teljandi erfíðleika. En ekki kom mér þá í hug, að þetta væri í síð- asta sinn, sem við ættum saman viðræðustund. Þá fannst mér ekki tímabært að kveðja hann fyrir fullt og allt og þakka honum fyrir allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman á lífsleiðinni, bæði í starfí og einkalífi. Ég hóf störf í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í febrúar 1955 og ári síðar bættist Gústi, ásamt nokkrum öðrum, í hópinn. Hann gat sér strax gott orð fyrir dugn- að, lipurð og prúðmennsku og vann sér fjjótt traust samstarfsmanna okkar og einnig hins almenna borg- ara, því þótt hann væri fastur fyrir í skoðunum sínum, fór hann aldrei offari og beitti samborgarana aldr- ei ofríki. Það var oft mikið að gera á fyrstu árum okkar í lögreglunni, á meðan varnarstöðin var enn í upp- byggingu og alls konar rumpulýður var þar við störf. Þá þótti það sjálf- sagður hlutur að stela sem mestu frá hernum, enda voru þjófnaðir tíðir, nauðganir,_ ölvunarakstur og smygltilraunir. Á þeim árum sýndi Gústi best hvað í honum bjó, því sama var hvað og hvemig hinn almenni borgari kom fram gagn- vart okkur, við vorum skyldugir til að sýna lipurð og háttvísi og láta ekki reita okkur til reiði, á hveiju sem gekk. Með meðfæddri lipurð og sannfæringarkrafti, gat Gústi ætíð leyst stærstu vandamál far- sællega. Það kom sér vel fyrir Gústa í starfínu að vera vel enskumælandi, enda þjálfaði hann þann hæfileika samviskusamlega með því að lesa nær eingöngu skáldsögur á ensku. Við þurftum oft að eiga orðaskipti við varnarliðsmennina, bæði brota- menn og aðra og gat það oft orðið allvandræðalegt, ef við vorum ekki nógu góðir enskumælendur sjálfír. Og ósjaldan var leitað til Gústa til að leysa þann vanda, annað hvort með túlkun eða til að leiða vanda- málið til lykta. Allt slíkt gerði hann með ljúfu geði. Og þegar ökuskóli varnarliðsins var stofnsettur, ein- hvern tíma á sjöunda áratugnum, ég man ekki nákvæmlega hvenær, var Gústi fljótlega fenginn til að veita honum forstöðu og rækti hann það starf með mikilli prýði, alveg þar til fyrirkomulagi var breytt, fyrir u.þ.b. ári. Á þeim vett- vangi kom enskukunnáttan sér vel, fyrst og fremst vegna þess, að starfslið skólans var nær eingöngu skipað vamarliðsmönnum, sem ár- lega komu og fóru. Með lipurð og ljúfmennsku átti Gústi auðvelt með að virkja nýliðana sem best og laða þá að sér, því fyrir utan prúðmann- lega framkomu átti hann til að vera glettinn og spaugsamur, þegar svo bar undir. Hann eignaðist því marga persónulega vini meðal varnarliðsmanna, en þeirri vináttu hélt hann algjörlega aðskilinni frá starfí sínu sem lögreglumanns. Má búast við að hann hafí oft verið þreyttur, því flestum veitist nóg að rækja eitt erilsamt starf með fullum þrótti, þótt ekki séu þau tvö samtímis, eins og Gústi mátti reyna í mörg herrans ár. Aldrei varð maður var við neinn uppgjafartón í honum vegna þessa, hann lét aldrei deigan síga. Einn kost átti Gústi umfram marga aðra, var gæddur ríkum stjómunarhæfíleikum og átti auð- velt með að umgangast undirmenn sína með festu, en þó jafnan með umburðarlyndi og réttsýni. Það var því ekki að ófyrirsynju, að honum reyndist létt að feta sig upp met- orðastigann innan lögreglunnar. Um árabil var hann varðstjóri, en í nokkur undangengin ár hefur hann verið aðalvarðstjóri einnar vaktar af fjórum og ber öllum, sem reynt hafa, saman um, að gott væri að vinna undir hans stjórn. Góður yfirmaður getur engan veg- inn haft góða stjórn á undirmönn- um sínum, ef hann hefur ekki góða stjóm á sjálfum sér og staðreyndin var sú, að hann lagði ekki meira á undirmenn sína en sjálfan sig. Hann var gæddur ríku sjálfs- trausti, enda hafði hann enga ástæðu til minnimáttarkenndar. Frá upphafi vann hann mikið og gott starf í félagsmálum lögregl- unnar og vildi hag LS (Lögreglufé- lag Suðurnesja) sem mestan og það var ekki að ástæðulausu, að hann gegndi formannsstöðu þar oftar en nokkur annar. Hann átti gott með að koma fyrir sig orði og var ófeim- inn við að rísa upp og halda þrum- andi ræður, þegar það átti við. Hann var samningalipur og sat oftar en ekki sem fulltrúi LS á sambandsþingunum í Reykjavík. Áður en Gústi hóf störf í lögregl- unni, hafði hann lokið prófi við Íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni og kom það sér oft vel í starf- inu, enda var hann oftast fenginn til að kenna og þjálfa lögreglumenn til heiðursvarðar og fórst honum það vel úr hendi. Allar götur síðan 1959 höfum við Gústi verið nágrannar, fyrst í þijú til fjögur ár í svokölluðu Turn- erhverfi, en þar bjuggum við, ásamt nokkmm öðrum lögreglumönnum, tímabundið í bröggum, sem „her- inn“ var hættur að nota og biðu niðurrifs, eða þar til við fluttum 1962 í eitt af níu svonefndum „Framsóknarhúsum", fjögurra íbúða raðhúsum, sem þá var ný- búið að reisa við Faxabraut og Mávabraut í Keflavík. Þannig æxl- aðist til, að við lentum hlið við hlið í húsinu Mávabraut 8, ég í C og hann í D. Þar höfum við búið ætíð síðan og ævinlega farið vel á með okkur. Þar bjó hann Qolskyldu sinni brátt notalegt heimili og samgang- ur varð tíður viðburður milli ijöl- skyldna okkar. Konurnar okkar bundust fljótt ævilangri vináttu og börnin okkar léku sér oft saman, í sátt og samlyndi. Sárasjaldan kastaðist í kekki á milli okkar Gústa, en þegar slíkt átti sér stað, var það oftast út af einhveiju lítil- ræði, sem auðvelt var að leiða til lykta, mátti líkja við stormsveip, sem líður hjá á augabragði. Áður en varði var allt fallið í ljúfa löð og atvikin gleymd og grafin. En þrátt fyrir að vera dagfarsprúður að öllu jöfnu, var hann ekki alveg skaplaus og gat rokið augnablik upp út af minnsta tilefni, ef allt gekk ekki eins og hann ætlaðist til. En er hann sá hvert stefndi og í stað þess að láta skapið hlaupa með sig í gönur, sló hann öllu upp í grín og brosti í kampinn á sinn sérstæða og viðmótsþýða hátt. Varla er hægt að segja að Gústi hafí verið í meira lagi vínhneigður maður, en hafði þó gaman af því að „væta kverkarnar" á góðri stund og í góðra vina hópi og var þá hrókur alls fagnaðar. Við fengum okkur ekki oft í glas saman, en þegar það átti sér stað, voru ævin- lega einhver haldgóð tilefni til þess. Og það urðu mér ógleymanlegar stundir, því þá var Gústi í essinu sínu, sagði frá skemmtilegum at- vikum, sem hann hafði upplifað, bæði á æskustöðvum sínum í Vopnafirði og í veiðiferðum síðar á ævinni. Ég man sérstakiega eftir því, að þegar við byggðum bílskúr- ana hér um árið fannst Gústa vel við hæfí að skála fyrir hveijum nýjum áfanga sem náðist; fyrst grunninum, síðan veggjunum og loks þakinu. Nágranni okkar og samstarfsmaður frá fyrstu tíð, Sig- urður Björn Jónsson, var og er mikill veiðimaður villtra fugla og dýra, bæði á sjó og landi. Þeir Gústi voru nánir vinir alla tíð og fóru saman í ófáar veiðiferðir, sér í lagi á gæsaveiðar og áttu í þeim ferðum mörg skondin atvik sér stað, sem Gústi var ófeiminn að skýra skemmtilega frá, eftir að hafa innbyrt tvö til þijú viskíglös. Bæði ég og aðrir sem á hlýddu, höfðu gaman af og hlógum dátt, enda hafði Gústi sérstakan frá- sagnarstíl, sem ekki fyrirfannst i jafnríkum mæli hjá öðrum. Eitt tómstundagaman iðkaði Gústi öðru fremur, en það var pílu- kastskeppni sem hópur íslendinga, þ.á m. nokkrir lögregluþjónar og allmargir vamarliðsmenn, stundaði i klúbbum varnarliðsins, lengst af í yfírmannaklúbbnum, einu sinni til tvisvar í viku. Þrátt fyrir langan og strangan vinnudag, lét Gústi fátt aftra sér frá að sækja þessa afþreyingu. Einstaka sinnum var ég þama sem áhorfandi og komst þá ekki hjá því að veita því at- hygli hversu mikillar virðingar Gústi naut af hálfu vamarliðs- mannanna, sem þarna voru saman- ^ komnir, í sömu erindagjörðum og hann: Áð eiga góða kvöldstund í vinahópi, drekka nokkra bjóra og kasta pílum af brennandi áhuga. Nú er þar skarð fyrir skildi og eiga margir eftir að sakna hans í þessum hópi, sem og annars staðar. Það var mikið áfall fyrir Gústa að missa sína elskulegu eiginkonu. Svövu, fyrir rúmu ári og bar hann aldrei sitt barr eftir það. Ekki var annað hægt að merkja en samlíf þeirra hafí verið einstaklega gott, enda Svava ákaflega elskuleg kona, glaðvær og hláturmild. Hann bar mikla virðingu fyrir henni og kall- aði hann oftast „mömmu“ er hann ræddi um hana við aðra. Við hjónin þökkum Gústa og Svövu hjartanlega fyrir samfylgd- ina á lífsleiðinni og vottum afkom- endum þeirra okkar dýpstu samúð. Megi almættið styrkja þau og styðja á komandi árum. Sigurgeir og Guðrún. Gústav Adolf Bergmann, aðal- varðstjóri, er látinn eftir stutt veik- indi. Gústav byijaði í ríkislögregl- unni á Keflavíkurflugvelli, árið 1954 og var þvi búinn að starfa í ** lögreglunni í um 43 ár. Gústav hafði allt það til að bera sem prýða má góðan lögreglumann. Hann var karlmannlegur og hermannlegur í fasi og bar einkennisföt sérstaklega vel, enda kom það oft í hans hlut að stjórna heiðursverði við komu erlendra þjóðhöfðingja til landsins. Þá kemur upp i huga mér heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til íslands fyrir nokkrum árum. Eftir að páf- inn hafði gengið niður landgang- inn, kropið á jörðina og kysst hana,4 gekk hann rakleitt að Gústav og heilsaði honum, en síðan heilsaði hann þeim sem voru í móttöku- nefnd íslenska ríkisins. Gústav mun því vera fyrsti íslendingurinn sem páfínn i Róm heilsar á íslenskri grund. Gústav var félagslyndur maður og tók virkan þátt í félags- og íþróttastarfi lögreglunnar og var ásamt Sveini Björnssyni, fyrrver- andi yfírlögregluþjóni í Hafnar- firði, karla elstur í innanhússknatt- spyrnumótum lögreglunnar. Gústav var íþróttakennari að mennt og kom það sér vel í iög- reglustarfinu, enda var Gústav alla r - tíð vel á sig kominn. Leiðir okkar Gústavs lágu fyrst saman þegar ég hóf störf hjá ríkis- lögreglunni _á Keflavíkurflugvelli vorið 1972. Ég ungur og bláeygð- ur, en Gústav reyndur lögreglu- maður i blóma lifs síns. Þetta var svokölluð Unnsteins-vakt, og auk Unnsteins Jóhannssonar, varð- stjóra, voru á vaktinni: Sigurgeir Þorvaldsson, Sigurður Bjöm Jóns- son og Grétar Finnbogason. Þessir félagar okkar eru allir komnir á eftirlaun. Það var sérstök stund þegar Gústav settist niður á vaktinni sæll á svip og opnaði nestispakkann sinn. Öllu var þar snyrtilega fyrir komið, kökur og marglitar tertur sem „mamma“ hafði bakað. Gústav kallaði Svövu, eiginkonu sína, alltaf mömmu og festist það viðumefni við hana þjá okkur vaktfélögunum. Svava lést á síðasta ári og var það mikill missir fyrir Gústav, enda þau hjón mjög samrýnd. Blessuð sé minning hennar. Við fráfall Gústavs stendur lög- reglan á Keflavíkurflugvelli eftir fátækari, enda fallinn frá góður drengur og félagi. Ég óska „Gus“ velfarnaðar á þeirri leið sem hann** hefur nú haldið út á. Bömum Gústavs, tengdabömum, bama- börnum, vinum hans og vanda- mönnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. 4*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.