Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Helena Sigur-
geirsdóttir and-
aðist á Landspital-
anum að morgni 9.
febrúar síðastlið-
inn. Hún fæddist á
Drangsnesi á
Ströndum 17. april
1935. Foreldrar
hennar voru Sigur-
geir Askelsson, f.
22.5. 1901, d. 26.5.
1975, og Ólöf Gests-
dóttir, f. 22.8. 1907.
Systkini Helenu eru
Jóhanna, f. 7.11.
1926, býr með móð-
ur sinni í Reykjavík, og Garð-
ar, f. 11.6. 1948, búsettur í
Noregi. Einnig átti hún tvo
bræður, sem eru látnir. Helena
fluttist til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum 1940.
Hinn 22. júní 1956 giftist
Lát Helenu kom okkur vinum
hennar öllum á óvart. Fólk, sem er
jafnglaðlynt, æðrulaust, góðviljað
og gefandi og hún, virðist ekki þess-
legt að það sé á förum. Eftir stend-
ur ófyllt skarð, tómleiki og söknuð-
ur. Það grunaði víst engan, þegar
hún fór á spítalann, að hún ætti
ekki afturkvæmt til heimilisins hlý-
lega, sem hún hafði búið eigin-
manni sínum og börnum í Brekku-
seli 18. Þar réðu gestrisnin og
greiðasemin ríkjum, hver sem í hlut
átti. Minningamar um Lenu þyrp-
ast að dansandi í ljósinu. Hlátur-
mildi hennar og æðruleysi léttu
mörgum sporið. Gestrisni hennar
bjó mörgum heimili, bæði um stund-
. arsakir og um lengri tíma, enda
voru þau hjónin samtaka um að
Helena eftirlifandi
manni sínum, Bær-
ingi Guðvarðssyni,
múrara, f. 9.6.1928.
Þau hafa alltaf búið
í Reykjavík, síðast-
liðin 14 ár í Brekk-
useli 18. Börn
þeirra eru: 1)
Guðný, f. 12.6.1963.
2) Áslaug, f. 8.6.
1964. Hennar mað-
ur er Jóhann Hall-
dórsson, sjómaður.
Þau eiga þijár dæt-
ur. 3) Olöf Jóhanna,
f. 11.5. 1970. Hún á
tvær dætur. Sonur Bærings fyr-
ir hjónaband er Ingi Rafn, með-
ferðarfulltrúi hjá SÁÁ, f. 10.3.
1955. Hann á þrjú börn.
Utför Helenu verður gerð frá
Áskirkju i dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
öllum liði vel þar sem þau áttu
heima. Þakklætið fyrir allar góðu
stundimar á heimili Lenu og Bær-
ings mun lifa í hjarta okkar sem
nutum þeirra.
Óhjákvæmilega verður skugg-
sýnt hjá þeim, sem í ríkustum
mæli nutu birtunnar og ylsins, sem
af henni lagði. Þannig hlýtur alltaf
að vera, þegar það fólk kveður, sem
mikil eftirsjón er að. Þess vegna
sendum við Ólöfu, Áslaugu,
Guðnýju og Inga Rafni sérstakar
samúðarkveðjur. Mikilvægt er að
koma auga á björtu hliðarnar, sem
sækja má huggun til. í ljós kom,
að Helena var haldin ólæknandi
alvarlegum sjúkdómi. En í huga
kristinna manna er dauðinn ekki
endalokin, heldur fæðing til fram-
haldslífs, þar sem auðlegð hjartans
er mælikvarði manngildis. Lítum á
atburðina af sjónarhóli eilífðarinnar
fremur en þúfunni okkar, sem eftir
stöndum á tímans slóð. Var þessi
lausn ekki náðargjöf úr því sem
komið var? Henni var leyft að fara
án þess að þreyta þrautagöngu, sem
ella hefði beðið hennar. Enginn
þarf að efast um, að þvílíku ljóssins
barni sem hún var hlaut að vera
tekið opnum örmum í ríki kærleik-
ans.
Þakkætið fyrir að hafa átt Hel-
enu að vini mun búa með okkur svo
lengi sem við lifum, þó að hún hafi
um stund horfið okkur á huldar
lendur þar sem við vonumst eftir
að hitta hana aftur, þegar að okkur
kemur.
„Nú sjáum vér svo sem í skugg-
sjá í óljósri mynd, en þá munum
vér sjá augliti til auglitis. Nú er
þekking mín í molum en þá mun
ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur
gjörþekktur orðinn. En nú varir trú,
von og kærleikur þetta þrennt, en
þeirra er kærleikurinn mestur." (1.
Kor. 13, 12-13)
Fyrir hönd systkina Bærings og
maka þeirra,
Ulfur Ragnarsson, læknir.
Mín kæra vinkona Helena, eða
Lena eins og hún var gjaman köll-
uð, er farin í ferðina löngu. Við
höfðum gert okkur vonir um að hún
hefði betur í baráttunni við þennan
erfíða sjúkdóm en sú von brást,
Sláttumaðurinn slyngi hafði betur
eins og svo oft. Hún lést eftir stutta
legu, aðeins 61 árs gömul.
Dauðinn hefur skilið okkur að,
en eftir lifír minningin um góða
vinkonu og góðar stundir. Það er
margs að minnast, á mörgum ámm
en við höfum þekkst frá fermingar-
aldri. Það sem einkenndi Lenu var
glaðværðin, hláturinn og hæfíleik-
inn til að sjá spaugilegu hliðamar
á tilvemnni. Hún var hrókur alls
fagnaðar og vildi allt fyrir alla gera.
Ef leitað var til hennar var hún vön
að segja: „Komdu bara, ég er með
heitt á könnunni."
Þegar við vomm ungar bjó Lena
á Ægisíðu við Kleppsveg sem þá
var nánast fyrir utan bæinn en ég
vestast í vesturbænum. Vegalengd-
in aftraði okkur þó ekki frá því að
hittast og bralla margt saman. Mér
er einnig sérstaklega minnisstæð
Ítalíuferðin með saumaklúbbnum
þar sem Lena var hrókur alls fagn-
aðar eins og henni var lagið. Henn-
ar á ekki síst eftir að verða sárt
saknað í saumaklúbbnum sem hist
hefur reglulega í 24 ár. Lena átti
fallegt heimili þar sem alltaf var
gott að sækja hana heim í faðm
fjölskyldunnar.
Góð vinkona hefur kvatt þennan
heim og ég kveð hana með sökn-
uði. Ástvinum hennar votta ég mína
dýpstu samúð.
Sigmunda Hákonardóttir
(Sísí).
í fáum orðum vil ég minnast
kærrar vinkonu, sem svo óvænt er
burt horfin. Flensan sem hún fékk
fyrir jólin reyndist annað og meira
mein. Lena, eins og við kölluðum
hana, lést eftir stutta sjúkrahús-
legu.
Lena ólst upp í kærleika hjá for-
eldrum sínum og systkinum, í húsi
þeirra, Ægisíðu við Kleppsveg. Þá
var þessi staður eins og sveit, hrein-
asta paradís fyrir okkur krakkana.
Túnin og íjaran í Vatnagörðunum
var aðalleiksvæði okkar.
Það er margs að minnast eftir
hálfrar aldar kynni. Bernskan svo
björt, unglingsárin i glaumi og
gleði og alltaf var Lena svo létt-
lynd og hrókur alls fagnaðar. Al-
varan og ábyrgðin tóku við með
giftingu, barnauppeldi, að byggja
upp fallegt og hlýlegt heimili með
HELENA HÓLM
* SIG URGEIRSDÓTTIR
t
ÁGÚSTA SIGBJÖRNSDÓTTIR
frá Vík
■ Fáskrúðsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmunda og Gunnar Petersen,
Greta og Steinar Petersen,
Birna, Gunnar Már og Eva Hrönn.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR JÚLIUSSON
verkfrœðingur,
Krókabyggð 24,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 24. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á Hjartavernd.
Karen Lövdahl,
Jóhanna Þórðardóttir, Rúnar Björgvinsson,
Snorri Þórðarson, Inga Jónsdóttir,
Hildur Þórðardóttir, Ingemar Báck
og barnabörn.
-Jt
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÍNA JENSEN
frá Kúvíkum,
Hrafnistu í Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn 17.
febrúar sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðrikka Sigurðardóttir,
Rut Sigurðardóttir,
Pétur Sigurðsson,
Kristjana Sigurðardóttir,
Hjördfs Sigurðardóttir,
Karl Jensen Sigurðsson,
Matthildur Sigurðardóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Friðbjörn Gunnlaugsson,
Guðjón Júníusson.
Hilmir Sigurðsson,
Ágúst Karlsson,
Elín Þórdís Björnsdóttir,
Tómas Þórhallsson,
Sigurbjörn Árnason,
Nanna Hansdóttir,
Einar Gunnarsson,
Hjördís Hjörleifsdóttir,
SIGRÍÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR
tilbúin að hjálpa mér
og hugga. Ég vildi að
ég hefði getað verið hjá
þér síðustu stundimar,
en ég veit að þú skilur
hvers vegna ég gat það
ekki.
Elsku amma mín, ég
gleymi þér aldrei. Guð-
jón og Svandís eiga
eftir að sakna þín eins
og svo margir aðrir.
Amma góða, eins og
Svandís sagði alltaf.
Guð blessi þig, elsku
amma mín.
+ Sigríður Þórð-
ardóttir fæddist
í Hraunsmúla í Kol-
beinsstaðahreppi
15. september 1907.
Hún lést á Elli-
heimilinu Grund 10.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Herdís
Kristjánsdóttir og
Guðmundur Þórður
Jónasson.
Sigríður hóf sam-
búð með Júlíusi
Þorkelssyni og
eignaðist með hon-
um flmm börn sem eru: Svan-
dís, f. 17. 10. 1934, Hulda, f.
19.4. 1936, Birna, f. 27.4. 1937,
Hrafnhildur, f. 25.1. 1940 og
Þráinn, f. 3.3.1946. Bamabörn-
in eru 17 og barnabarnabörnin
2L
Útför Sigríðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku amma Sigga. Mig langar
að kveðja þig og minnast þín með
örfáum orðum, þó að það sé sárt
og ég sakni þín svo mikið, elsku
amma mín. Þó er ég ánægð því ég
veit að nú líður þér vel og þú ert
komin til Guðs.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig sem ömmu. Alltaf varst þú
til staðar þegar ég þurfti og alltaf
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði .sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Bryiya.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá
að þú grætur vegna þess, sem áður
var gleði þín.“ (Spámaðurinn)
Elsku amma, nú þegar við kveðj-
um þig hinsta sinn, minnumst við
allra góðu stundanna sem við áttum
með þér. Við áttum margar
skemmtilegar stundir saman.
Sem börn hlökkuðum við alltaf
til að heimsækja þig á sunnudögum.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem Qallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
eiginmanni sínum Bæringi. Síðar
kom að sumarbústaðabyggingum,
ferðalögum bæði utan- og innan-
lands.
í hinum 30 ára gamla sauma-
klúbbi Vatnadísunum var margt
ráðgert og síðast en ekki síst koma
upp í hugann hinar notalegu morg-
unstundir sem við áttum saman
vinkonurnar, þar sem hin ýmsu mál
voru tekin upp og þá oftar en ekki
hlegið mikið og hátt.
Allt eru þetta dýrmætar minn-
ingar sem koma upp í hugann nú
þegar sorgin kveður dyra. En þetta
eru kærar minningar um kæra vin-
konu sem munu lifa áfram.
Um leið og við hjónin sendum
eiginmanni hennar, móður, börnum,
tengdabörnum, bamabörnum og
systkinum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, kveðjum við kæra vin-
konu með þakklæti og söknuði og
biðjum henni Guðs blessunar.
Þín vinkona,
Sigríður Guðnadóttir (Sísí).
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt,
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Hve oft leyndist strengur í bijósti, sem brast
við biturt andsvar, getið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Ben.)
Það er hræðilegt að vera í burtu
þegar svona gerist. Ég frétti ekki
af þessu fyrr en sl. föstudag og
mig langar svo heim.
Amma var yndisleg kona og ég
á margar góðar minningar frá
heimili hennar og afa. Hún átti
alltaf til bros og hafði mjög góða
kímnigáfu. Við sjáumst aftur,
amma mín.
Til ættingja minna sendi ég sam-
úðarkveðjur. Ég vildi óska þess að
ég kæmist til ykkar.
Hildur Ýr.
Þá kom ijölskyldan saman í kaffi.
Þú sást alltaf til þess að kaffiborð-
ið væri hlaðið kræsingum og frá
þér fór enginn svangur út. Væntan-
lega eigum við öll barnabörnin og
barnabarnabömin þín hlýjar lopa-
peysur sem þú pijónaðir handa okk-
ur^og erum við ekki svo fá.
í minningu okkar ert þú yndis-
leg, blíð og góð. Þú barst alltaf hag
okkar fyrir bijósti sem og allra
annarra.
Elsku amma, við kveðjum þig
nú með söknuði og sorg. Minning
þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Ingunn, Markús og
Sigríður.
Elsku amma mín er dáin. Hún var
mér svo kær og stór hetja í mínum
augum. Fyrir utan að vera dugnað-
arforkur og bráðgreind var hún
umhyggjusöm með eindæmum og
umhyggjan sem hún sýndi mér alla
tíð var slík að það hálfa hefði verið
nóg. Amma var hetja af gamla skól-
anum, þegar það var dygð að hugsa
um aðra á undan sjálfum sér og
gefa frekar en að þiggja.
Ég veit að guð tekur vel á móti
ömmu, því hún var öllum góð og
gerði aldrei neinum neitt til miska,
besta manneskja sem ég hef þekkt.
Þér mun ég aldrei gleyma og
alltaf sakna þín, elsku amma mín.
Far í friði og þökk fyrir allt og allt.
Þú ert fallinn amma okkar kær
sem ætíð vildir hjálpa, blessa, styðja.
Þinn hinsti blundur megi verða vær
við getum aðeins kvatt með því að biðja.
Ég minnist þín svo marga góða stund
morgna, daga, nætur, kvöld og árin,
leiðin best að fara á þinn fund
þér fannst það Ijúft að þerra bamatárin.
Og nú er okkar hinsta kveðja klökk,
það kemur aldrei það sem burt er farið.
Við kistu þína hvísla hjörtun þökk,
á kerti þínu út er bmnnið skarið.
(Ók. höf.)
Karl Valur.