Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 38
««88 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
RAÐAUGi YSINGAR
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Laugargerðisskóli
Kennara vantar til forfallakennslu tíma-
bundið frá 1. mars 1997.
Allar upplýsingar gefur skólastjóri Laugar-
gerðisskóla í síma: 435 6600 eða 435 6601.
Eftirlitsstofnun
EFTA
auglýsir lausar stöður tveggja sérfræðinga
og eins skjalavarðar.
Meginhlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA er að
tryggja að EFTA-ríkin standi við skuldbind-
ingar sínar samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES) og að þau
beiti rétt reglum samningsins um fyrirtæki.
Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel ætlar að ráða
tvo sérfræðinga í deild, sem annast málefni
á sviði frjálsra flutninga manna, þjónustu-
starfsemi og fjármagnsflutninga og einn
skjalavörð í skjalasafn.
Miðað er við að störf hefjist 1. júlí 1997.
Laus staða nr. 1/97: Sérfræðingur
sem ber ábyrgð á málefnum sem varða:
• Fjarskiptaþjónustu,
• hljóð- og myndmiðlun,
• flutninga á vegum, járnbrautum, skip-
gengum vatnaleiðum og á sjó.
Laus staða nr. 2/97: Sérfræðingur
sem ber ábyrgð á málefnum sem varða:
• Öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum,
• gagnkvæma viðurkenningu á starfs-
menntun og hæfi.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
í lögum eða annarrí grein, sem gerir viðkom-
andi kleyft að stunda störf á einu eða fleiri
fyrrnefndra sviða. Einnig er krafist nokkurra
ára reynslu á að minnsta kosti einu þeirra,
helst fjarskiptasviði, hvað varðar stöðu nr.
1/97 og helst á sviði öryggis og hollustu-
hátta á vinnustöðum fyrir stöðu nr. 2/97.
Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á
EES-samningnum og löggjöf Evrópusam-
bandsins á viðkomandi sviðum og á hlut-
verki og starfsemi Eftirlitsstofnunar EFTA
og/eða framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins.
Laus staða nr. 3/97: Yfirskjalavörður
sem ber ábyrgð á skráningu á öllu efni, sem
berst stofnuninni og sent er frá henni, sem
og innri bréfaskiptum samkvæmt sérhæfðu
skjalaskráningarkerfi og jafnframt á skjala-
skráningu og vörslu á öllum málaskrám.
Ef starfsmaður, sem þegar starfar hjá stofn-
uninni, verður ráðinn í stöðuna, kann staða
-r* aðstoðarmanns við skjalavörslu eða ritara
að losna.
Ef umsækjandi hefur áhuga á slíkri stöðu,
skal hann geta þess í umsókninni.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar um allar stöð-
urnar þrjár: Fullkomið vald á ritaðri og tal-
aðri ensku, sem er opinbert tungumál stofn-
unarinnar, svo og þýsku, íslensku eða
norsku. Kunnátta í frönsku og reynsla frá
alþjóðastofnun er æskileg.
Frekari upplýsingar og upplýsingaeyðublöð
^ (nr. /97) fást hjá:
Eftirlitsstofnun EFTA,
Director of Administration,
Rue de Tréves 74,
B-1040 Brussel, Belgíu.
Sími 00 32 2 286 18 91.
Bréfsími 00 32 228618 00.
~ Síðasti umsóknardagur er 28. febrúar 1997.
Gula Bókin '97
Ggla bókin 1997 kemur út 28.febrúar nk. 11 árgangur. Gula bókin er frumkvöðull
á Islandí i útgáfu upplýsingarita um rekstur og þjónustu fyrirækja fyrir almenning.
Ný kynslóð af þessum ritum verður kynnt með útgáfu Gulu bókarinnar 1997. Hjá
Gulu bókinni starfa nú að jafnaði 20 manns. Skráning I Gulu bókina 1998 hefst
3.mars nk.. Vegna mikilla verkefna framundan og stækkun bókarinnar hefur verið
ákveðið að bæta við nokkrum framtiðarstarfsmönnum.
Skráningarfulltrúar á vettvangi og með símaviðtölum: Fulltrúar
Gulu bókarinnar heimsækja 20 þúsund fyrirtæki á hverju ári. Þeir
yfirfara með rekstraraðilum upplýsingar sem fyrir eru í gagnabanka
bókarinnarog skrá leiðréttingar. Þá kynna þeir valkosti öflugri
skráninga og auglýsinga. Umsækjendur þurfa að vera vel að sér
í íslensku, hafa góða rithönd, góða framkomu, söluhæfileika, bíl
til umráða og vera tilbúnir að vinna krefjandi starf sem býður upp
á mikla tekjumöguleika og sjálfstæði. Nauðsynlegt er fyrir
símaviðtalsfulltrúa að hafa að auki þekkingu og reynslu af innslætti
á tölvu.
Sölumaður í gagnadeild: Gagnabanki Gulu bókarinnar inniheldpr
upplýsingar um 45 þúsund rekstraraðila á íslandi. Ur
gagnabankanum eru unnar ýmsar safnskrár sem seldar eru til
fyrirtækja. Umsækjendur þurfa að hafa góða innsýn í tölvur, góða
framkomu og söiuhæfileika, geta unnið eftir skipulagðri dagskrá,
vera sjálfstæðir, hafa góða rithönd og menntun við hæfi. Um nýja
stöðu er að ræða þannig að nýr starfsmaður tekur þátt í þróun starfs
síns.
Umsóknir skulu vera skriflegar ( eiginhandar | og innihalda nauðsynlegar
upplýsingar um viðkomandi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skifstofu
okkar að Suðurlandsbraut 20. Umsóknum skal skilað merktar viðkomandi
starfi á sama stað fyrir 21. febrúar nk. Viðtöl er hægt að panta i sima 588-
1200 á skrifstofutima.
Einbýlishús í Fossvogi
óskast
Staðgreiðsla íboði
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að út-
vega 250-300 fm einbýlishús í Fossvogi.
Bein kaup. Allt greitt strax í peningum og
húsbréfum. Æskilegur afhendingartími er
1. júní nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Krist-
insson.
Ahyrg þjónusta í ártugi
Sfmi 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir
Kristinsson, lögg. fas.e.s.
Hella - húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á skrifstofu-
og geymsluhúsnæði fyrir Skattstofu Suður-
landsumdæmis á Hellu, samtals u.þ.b.
450-500 m2.
Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð og
allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi
með tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár- og efni, brunabóta- og fasteigna-
mat, afhendingartíma og söluverð, sendist
eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli,
150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1997.
Fjármálaráðuneytið, 17. febrúar 1997.
TIL SÖLU
Menntamálaráðuneytið
Styrkveiting úr
Þróunarsjóði leikskóla
Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð
leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að
þróunarverkefnum í leikskólum. Með þróun-
arverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og
nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta
sótt sveitarstjórnir/leikskólastjórar/leikskóla-
kennarar. Sækja má um styrk til nýrra verk-
efna og verkefna sem þegar eru hafin. Um-
sókn skal fylgja umsögn viðkomandi rekstr-
araðila leikskóla.
Styrkumsóknir skulu berast menntamála-
ráðuneytinu fyrir 1. apríl næstkomandi á þar
til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í
afgreiðslu menntamálaráðuneytisins,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
FJðLBRAUTASXÚUNN
BRE1ÐH01JI
Námskeið fyrir sjúkraliða
Tengslamyndun við sjúklinga
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur
öðlist meira sjálfstraust í samskiptum við
skjólstæðinga og samstarfsmenn. Að geta
flutt mál sitt áheyrilega, sagt frá og komið
hugsun sinni í orð. Námskeiðið er 6 stundir.
Kennt verður 26. og 27. feb. nk. í Fjölbrauta-
skólanum Breiðholti.
Námskeiðið hefst kl. 16.15 báða dagana.
Enn eru nokkur sæti laus. Skráning á skrif-
stofu skólans og í síma 557 5600.
Skólameistari.
Konur á Norðurlöndum
Velkomnar til Kalmar í Svíþjóð dagana
20.-25. maí 1997. Þá breytist bærinn í móts-
stað kvenna frá öllum Norðurlöndunum.
Á „Kvinnor sá I Norden“-hátíðinni verður
vörusýning, áhugaverðirfyrirlestrar, markað-
ir o.m.fl.
Laugardaginn 22. febrúar kl. 15.00 verður
Lena Garucob, markaðsstjóri hátíðarinnar,
með kynningarfund í Kornhlöðunni við
Bankastræti í Reykjavík. Allar konur hjartan-
lega velkomnar. Sérstaklega hvetjum við
konur sem hafa áhuga á að taka þátt í vöru-
sýningunni að mæta.
Nánari upplýsingar hjá Elínu Antonsdóttur,
Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, í síma 461 2740
og hjá Handverki & hönnun í síma 551 7595.
Fiskvinnsla sem starfrækt er á Norðurlandi
auglýsir hér með til sölu gelpokaframleiðslu
fyrirtækisins. Áætluð eru ca 2-3 stöðugildi
við framleiðsluna og myndi hún henta vel til
flutnings hvert á land sem er. Framleiðslan
þarf ca 80-100 fm pláss. Kaupunum fylgja
þau tæki sem þarf til framleiðslunnar, lager
og viðskiptamannalisti. Allar nánari upplýs-
ingar gefa sölumenn fyrirtækjasölu Hóls.
Tilboð
Sögunefnd Keflavíkur auglýsir eftir tilboði í
prentvinnu við 2. bindi af sögu Keflavíkur.
Verklýsing og tilboðsgögn fást hjá Bjarna
Guðmarssyni, Hringbraut 47, 107 Reykjavík,
sími 552 4435. Tilboðum sé skilað eigi síðar
en 27. febrúar 1997.
Sögunefnd Keflavíkur.