Morgunblaðið - 19.02.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 41
Ljósálfar
leita nýrra
meðlima
UÓSMYNDAFÉLAGIÐ Ljósálfar
er félag áhugafólks um ljósmynd-
un. „Félagið leitar nú eftir fólki
með ferskar hugmyndir og áræði
til að framkvæma þær. Það er
öllum opið, jafnt áhugamönnum
sem og atvinnumönnum, segir í
I fréttatilkynningu.
Félagsmenn verða með kynn-
ingu á starfseminni og munu inn-
rita nýja meðlimi laugardaginn 22.
febrúar frá kl. 14-16 í nýju hús-
næði Ljósmyndamiðstöðvarinnar
Myndáss, Skólavörðustíg 41. Þá
munu félagar í tilefni af ársaf-
mæli félagsins verða með
) skyggnu- og ljósmyndasýningu í
j sýningarsal Myndáss á sama stað.
>
Margmiðl-
unardiskur
frá Islandia
> MARGMIÐLUNARDISKUR sem
) Islandia er að leggja lokahönd á
|| um þessar mundir, mun vera sá
fyrsti sinnar tegundar á íslandi.
„Diskurinn ræsir sjálfvirkt upp
feril sem leiðir notandann beint
að netinu, leysir hann því margs-
konar vandamál sem notandi_ lend-
ir í við notkun netsins. Ásamt
þessu inniheldur diskurinn um 300
forrit sem tölvunotendur geta nýtt
y sér, má þar m.a. nefna tölvuleiki,
, ýmis áhöld, grafísk forrit, hljóðfor-
^ rit, alnetshugbúnað og kerfistól",
P segir í fréttatilkynningu frá Islan-
dia.
Diskurinn er fyrst og fremst
hannaður fyrir alnetsnotendur en
kemur einnig að góðum notum
fyrir þá sem ekki eru tengdir alnet-
inu.
Ennfremur segir: „Diskurinn
_ hefur þá sérstöðu að gagnast
bæði Macintosh- og PC-tölvum,
| stækkar þar af leiðandi markaðs-
| hópurinn til muna og má því gera
ráð fyrir að diskurinn endi í flest-
um tölvum landsmanna, hvort sem
um er að ræða fyrirtækis- eða
einkatölvur. Disknum verður
dreift án endurgjalds í helstu
tölvu- og bókaverslunum lands-
ins.“
Diskurinn mun fara á markað
3 í lok febrúar.
l Snyrtifræð-
ingar þinga
NORÐURLANDAÞING snyrti-
fræðinga verður haldið í Helsinki,
Pinnlandi, dagana 21.-23. febrúar.
„Keppni verður í líkamsförðun
— og þemað er þjóðareinkenni þitt.
Undina Sigmundsdóttir tekur þátt
í keppninni fyrir íslands hönd,“ seg-
■ ir í fréttatilkynningu frá Félagi ís-
lenskra snyrtifræðinga.
FRÉTTIR
Astand mannrétt-
indamála í Búrma
MANNRÉTTINDASAMTÖKIN
Amnesty Intemational hafa gefið
út ítarlega skýrslu um ástand í
mannréttindamálum í Myanmar
(Burma). í skýrslunni er gerð grein
fyrir handtökum og þvingunarað-
gerðum stjórnvalda í garð stjómar-
andstæðinga. „Á árinu 1996 er
vitað um allt að 2.000 handtökur,
vegna stjómmálaþátttöku. Þótt
margir hafi verið leystir úr haldi
em hundmð manna og kvenna enn
í fangelsum af stjórnmálaástæð-
um. Allt síðasta ár hefur herfor-
ingjastjórnin reynt með öllum ráð-
um að koma í veg fyrir að stjórnar-
andstæðingar efndu til fundar-
halda. Yfirvöld handtaka fólk hóp-
um saman, slæm meðhöndlun og
NÝLEGA var haldið lögliða-
námskeið fyrir björgunarsveit-
armenn Slysavarnafélags ís-
lands í Mosfellsbæ og Kjalar-
nesi. Námskeiðið var haldið í
húsakynnum SVFÍ í Mosfellsbæ
en leiðbeinendur á námskeiðinu
komu frá lögreglunni í Reykja-
vík, Eiríkur Beck, varðstjóri og
Sævar Gunnarsson, aðalvarð-
stjóri.
Tilefni námskeiðsins var
tvenns konar: Annars vegar er
gert ráð fyrir björgunarsveitum
við verndunar- og gæslustörf
innan skipulags Almannavarna
ríkisins og var undirritað sér-
stakt samkomulag þess efnis
milli almannavarnayfirvalda í
Kjósarsýslu og björgunaraðila í
héraðinu í febrúar 1996 og var
námskeiðið liður í þjálfun sem
gert er ráð fyrir skv. þvi sam-
komulagi.
Hins vegar var tilefnið það
að skort hefur skilning björgun-
arsveitarfólks á hlutverki lög-
reglunnar í almennum björgun-
araðgerðum, t.d. þegar maður
hrasar í fjallgöngu og lögreglan
óskar eftir aðstoð björgunar-
SENDIHERRA Ungveijalands hjá
Atlantshafsbandalaginu, NATO, í
Brussel, András Símonyi, flytur er-
indi á hádegisverðarfundi Samtaka
um vestræna samvinnu og Varð-
bergs á Hótel Sögu á laugardag um
væntanlega stækkun bandalagsins
til austurs.
Gert er ráð fyrir að ákveðið verði
á leiðtogafundi NATO í sumar að
bjóða Pólveijum, Tékkum, Ungveij-
um og ef til vill fleiri þjóðum aðild
að NATO en enn er þó deilt um stefn-
una í þessum málum í bandalaginu.
Rússar hafa lagst eindregið gegn því
að fyrrverandi kommúnistaríki í Mið-
pyndingar við yfirheyrslur eru
tíðkaðar, og hópréttarhöld notuð
til að hræða almenning og neita
fólki um grundvallarmannréttindi
eins og tjáningar- og fundafrelsi.
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur skipað sérstakan
eftirlitsmann með mannréttinda-
ástandinu í Myanmar, en þrátt
fyrir alþjóðlegar skuídbindingar
hafa yfirvöld í Myanmar hvorki
veitt eftirlitsmanninum né öðrum
fulltrúum Sameinuðu þjóðanna
lejrfí til að koma til landsins. Mann-
réttindasamtökin Amnesty Intern-
ational hafa ítrekað reynt að fá
rannsóknarleyfi í landinu en án
árangurs," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Amnesty International.
sveitar við að koma honum nið-
ur úr fjallinu. Þar fer lögreglan
formlega með yfirsljórn og slík
björgunaraðgerð er lögreglu-
mál og slíkt gildir um öll mál
þar sem lögreglan óskar aðstoð-
ar björgunarsveita.
Á námskeiðinu var farið yfir
helstu atriði sem lúta að björg-
unarsveitarmanninum sem
sinnir lögreglustörfum. Farið
var yfir helstu reglur varðandi
umferðarstjórnun, reglur og
aðferðir varðandi handtöku og
leysiaðferðir, óróastjórnun
(crowd control), helstu þætti
sem þarf að hafa í huga þegar
vettvangsrannsókn er gerð,
helstu þætti sem þurfa að koma
fram í skýrslugerð lögreglu-
mannsins varðandi atvik sem
björgunarsveitir koma að,
gæsla óvarðra eigna, líkvarsla
- tilgangur hennar og störf
ID-nefndar. Einnig var rætt um
hlutverk lögreglunnar í al-
mennum aðgerðum t.d. við leit
að týndu barni eða í snjóflóði
þar sem manna væri leitað. Var
mönnum kynntur allur aðdrag-
andi að útkalli og eftirmáli.
og Austur-Evrópu fái aðild og telja
að stækkun bandalagsins til austurs
sé ógnun við öryggi Rússlands.
Símonyi er fæddur 1952, hann
eyddi sex árum æsku sinnar í Dan-
mörku og er menntaður í hagfræði.
Hann vann mjög að stúdentaskiptum
Ungveija við ýmis ríki Evrópu og
Bandaríkin en árið 1989 gerðist
hann starfsmaður utanríkisráðu-
neytisins og var um hríð aðstoðar-
maður Lázló Kovácz sem nú er utan-
ríkisráðherra Ungveijalands. Sendi-
herra hjá NATO og Vestur-Evrópu-
sambandinu, VES, í Brussel varð
Símonyi 1995.
Ferðagleði
á Hótel Sögu
SAMVINNUFERÐIR-Landsýn
efna til ferðagleði í tilefni útkomu
ferðabæklings ferðaskrifstofunn-
ar. Skemmtunin verður haldin í
Súlnasal Hótel Sögu fimmtudag-
inn 27. febrúar kl. 18.30.
Hátíðin hefst með ávarpi fram-
kvæmdastjóra Samvinnuferða-
Landsýnar, Helga Jóhannssonar.
Kvöldverður verður borinn fram
og undir borðhaldinu verður lagið
tekið við undirleik. Steinunn Ing-
varsdóttir hjúkrunarfræðingur
mun stjóma fjöldasöng. Kristín
Sigurðardóttir og Lilja Hilmars-
dóttir kynna ferðamöguleika árs-
ins fyrir Káta daga, Kátt fólk og
dregið verður í happdrætti. Hljóm-
sveit mun síðan leika fyrir dansi.
Þar sem færri komust að en
vildu á síðustu skemmtun, verða
aðgöngumiðar seldir á skrifstofu
Samvinnuferða-Landsýnar,
Austurstræti 12. Verð aðgöngum-
iða er 1.900 kr.
Samband
móður og
barns
FYRSTI félagsfundur Félags ís-
lenskra háskólakvenna og Kven-
stúdentafélags íslands á nýbyijuðu
ári verður haldinn fimmtudaginn
20. febrúar nk. kl. 18 í Þingholti,
Hótel Holti. Þar flytur Valgerður
Ólafsdóttir félagssálfræðingur er-
indi um samband móður og bams
á íslandi. Fyrirlesturinn byggir hún
á tveim rannsóknum, sem hún
hefur gert hér á landi á sambandi
móður og bams. Valgerður hefur
. verið búsett í Bandaíkjunum, í
Boston og Chicago, síðastliðin 15
ár. Að venju er fyrirlesturinn opinn
öllum meðan húsrúm leyfir.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 6. febrúar sl. Stjómin var
endurkjörin en hana skipa: Geir-
laug Þorvaldsdóttir formaður. Aðr-
ar í stjórn eru Margrét Sigurðar-
dóttir, Brynja Runólfsdóttir, Ásdís
Guðmundsdóttir, Áslaug Ottesen,
Krisín Njarðvík og Ragnheiður
Ágústsdóttir.
„Lítill
laugardagur“
FYRSTI „litli laugardagurinn" á
Nelly’s Café, á horni Þingholts-
strætis og Bankastrætis, verður
miðvikudagskvöldið 19. febrúar.
Kvennahljómsveitin Ótukt mun
troða upp en hún er skipuð hljóm-
listarkonunum Kiddu, Kristínu Ey-
steins, Stínu Bongó ásamt Önnu
Möggu og Elízu Kolrössum.
Hitaveitu-
stokkurinn
genginn
í MIÐVIKUDAGSGÖNGU sinni
18. febrúar heldur Hafnagöngu-
hópurinn áfram að minna á hinn
sérstæða berggrunn höfuðborgar-
svæðisins. Genginn verður fyrsti
áfanginn í ferðaröð sem farin verð-
ur frá aðaldælustöð Hitaveitu
Reykjavíkur við Bolholt upp að
hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð og
þaðan upp í Mosfellsdal. Fylgt
verður hitaveitulögninni eins og
kostur er. Svo vill til að þessi leið
liggur mikið til samhliða elstu fom-
leið landsins, leiðinni sem fyrsta
íslenska fjölskyldan myndaði og
varð sennilega að þjóðleið um árið
900.
Farið verður frá Hafnarhúsinu
kl. 20 með SVR inn að dælustöð-
inni við Bolholt. Þar hefst gangan
kl. 20.30 og aðalhitaveituæðinni
fylgt upp í Perlu og þaðan inn
undir Élliðaárnar. Þaðan verður
hægt að fara með SVR til baka.
Guð, garpar, geð-
sjúklingar og fleiri
Erindi um
færeyskar
þýðingar
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar með Höskuldi Þráinssyni
málfræðingi í Skólabæ, Suðurgötu
26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 19.
febrúar kl. 20.30. Hann nefnir er-
indi sitt Guð, garpar, geðsjúklingar
og fieiri.
Höskuldur er prófessor í ís-
lenskri málfræði við Háskóla ís-
lands. Hann mun í erindinu fjalla
um nokkrar færeyskar þýðingar,
nánar tiltekið þýðingu Mattheusar-
guðspjalls, Færeyingasögu og bók-
anna Englar alheimsins og I afa-
húsi. Hugað verður að völdum
setningafræðilegum atriðum í
þessum þýðingum og reynt að
komast að því að hvaða marki þær
endurspegla ólíkar mállýskur og
að hve miklu leyti þær eru undir
setningafræðilegum áhrifum frá
framtextanum.
Eftir framsögu Höskuldar verða
almennar umræður. Fundurinn er
öllum opinn.
Þýzkaland og
stækkun ESB
„ÞÝZKALAND og stækkun Evr-
ópusambandsins til austurs," er
yfirskrift fundar, sem haldinn
verður á vegum Evrópusamtak-
anna í kvöld, miðvikudag, í Litlu-
brekku við Lækjarbrekku.
Frummælandi á fundinum verður
dr. Ludger Kúhnhardt, prófessor í
stjórnmálafræði við háskólann í
Freiburg í Þýzkalandi. Flytur hann
erindi sitt á ensku.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og er
öllum opinn. Fundargjald er 500
kr., kaffi innifalið.
Biskup aug-
lýsir tvö
prestaköll
BISKUP íslands hefur auglýst
lausar stöður sóknarprests í Garða-
prestakalli, Kjalamesprófasts-
dæmi, og stöðu sóknarprests í
Ljósavatnsprestakalli, Þingeyjar-
prófastsdæmi.
Séra Bragi Friðriksson, sóknar-
prestur og prófastur í Garðapresta-
kalli, Kjalamesprófastsdæmi, hef-
ur sótt um lausn frá embætti sínu
frá og með 1. apríl nk. vegna ald-
urs.
Séra Magnús G. Gunnarsson
sem hefur verið sóknarprestur í
Ljósavatnsprestakalli, Þingeyjar-
prófastsdæmi, hefur sem kunnugt
er verið Iqorinn sóknarprestur í
Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar-
prófastsdæmi.
Umsóknarfrestur er til 17. mars
nk.
LEIÐRÉTT
Sýning á fimmtudag
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær,
þriðjudag, um sýningu Kristjáns
Guðmundssonar í Ingólfsstræti 8
stóð, að hún hæfist „í dag, fímmtu-
daginn 20. febrúar". Sem lesa
mátti urðu mistök við birtingu
þessarar fréttar, því sýningin hefst
á fimmtudaginn, en byrjaði ekki í
gær. Beðizt er velvirðingar á þess-
um mistökum.
ÞÁTTTAKENDUR og leiðbeinendur í lögliðanámskeiðinu.
Lögliðanámskeið haldið
fyrir björgunarsveitir
Fundur um
stækkun NATO