Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 43
BREF TIL BLAÐSINS
Vit í tilverunni?
íslenskir vísinda-
biskupar á 16. öld
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
„ER VIT í vísindum", er spuming,
sem oft hefur mátt heyra endurtekna
að undanförnu. Einfalt svar við henni
er, að án vits væru engin vísindi,
enda virðist þá spumingin óþörf. En
hins mætti spyrja hvort ekki muni
vera misjafnlega mikið vit í hinum
ýmsu vísindakenningum. Mér kom
þetta í hug meðan ég var að lesa
grein Einars H. Guðmundssonar
stjarnfræðings (Lesbók 14. des.’96)
um Tycho Brahe og Íslendinga. Eru
þar dregin fram á fróðlegan hátt
ýmis atriði um vísindabiskupana ís-
lensku á 16. öld: Guðbrand á Hólum
og Odd í Skálholti, samband þeirra
við hinn danska mælingameistara,
og mælingu pólhæðar á Hólum. En
jafnvel í þessari ágætu grein þykir
mér naumast nógu mikill munur
gerður á list mælingameistarans -
Tychos - og snilli hins eiginlega vís-
indabrautryðjanda - Keplers.
Þess verður að gæta, að brot
Tychos gegn vísindunum var ekki
það eitt að setja saman klúðurslega
mynd af sólhverfinu - sem stefnt
var gegn uppgötvun Kópernikusar,
heldur einnig hitt, að láta hinn unga
Kepler sveija sér þann eið að styðja
aldrei Kópernikus. Með slíku var
Tycho að lýsa yfir andstöðu við sann-
ieikann og það verður þá líka skiljan-
legra, hversvegna hann lét sem hann
vissi ekki af skýringum Brúnós á
því, að miðanir tii fastastjarna á
hálfs árs fresti sýna lítinn sem eng-
an afstöðumun, einungis vegna
hinna geysimiklu fjarlægða. Tycho
þorði sig hvergi að hreyfa til varnar
Brúnó - en var þó í bestu aðstöðu
til þess - einmitt um það leyti sem
Oddur Einarsson heimsótti hann
(1589). - Þrátt fyrir þetta má ekki
gleyma, að Tycho lagði með mæl-
ingastarfí sínu undirstöðu, sem var
vísindunum mikilvæg.
Einar H. Guðmundsson rekur á
afar fróðlegan hátt samskipti Tychos
og Odds Einarssonar í sambandi við
komu hins síðarnefnda til Kaup-
mannahafnar haustið 1589 og einnig
samskipti Keplers við Odd síðar
meir. Hann drepur einnig á himinlík-
an sem Guðbrandur smíðaði og gaf
Bockholt höfuðsmanni á Bessastöð-
um, meðan vinskapur þeirra stóð. -
Það er furðulegt, hvað íslendingar
hafa lengi farið dult með hið nána
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
Við blöndum
litinn...
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
samband íslenskra manna við þróun
evrópskra vísinda á þeim tímum.
Hvernig hefðu menn átt að „fylgjast
vel með“ ef þeir voru ekki færir sjálf-
ir? Sannleikurinn er sá að Guðbrand-
ur hefði mátt verða sá stjörnufræð-
ingur, sem best hefði dugað framför-
um Evrópu og hinum rétta málstað,
ef hann hefði fengið konungsstyrk-
inn heldur en Tycho. Því að Guð-
brandur var farinn að fást við þau
mál á undan Tycho - eins og nú
skal sýnt fram á.
I ævikvæði sem vinur hans og
aðdáandi, Magnús prófastur og fom-
fræðingur í Laufási (1573-1636),
Olafsson, orti að honum látnum -
meir en 100 vísur með hrynhendum
hætti - segir frá því að meðan Guð-
brandur var í Khöfn við nám
(1567-69) smíðaði hann í hjáverkum
himinlíkan (globus), sem mikla að-
dáun vakti þar í borg hjá hinum lærð-
ustu mönnum. „Heimsbölltur“ var
það kallað og síðan segir í 27.vísu:
..efnishnöttur af efni sköfnu -
annar þótti ei réttari kannast - frekt
að verki dáðist doktor - dijúgum
hrærður og sýndi lærðum“.
„Doktorinn“ var víst Nic. Heming-
ius, rektor háskólans. - „Annar þótti
ei réttari kannast“, þýðir, að ekki
hafi áður þekkst betra líkan í Dana-
veldi og e.t.v. víðar, eða m.ö.o. Guð-
brandur er kominn af stað með þessa
list, í Khöfn ekki síðar en 1569, en
það er ekki fyrr en 3 árum síðar
(1572) sem Tycho sér „nýju stjörn-
una“ og fer að gefa sig að stjörnu-
mælingum.
Astæða er til að fagna því að
áhugi fræðimanna á íslenskri vís-
indasögu fer vaxandi, og óskandi
að framhald verði þar á.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Vísindalegar niðurstöður:
“Bætt útlit, betri iíban, seinkar öldrun,,
DHEA, sem líkaminn framleiðir og
minnkar með aldrinum, gegnir
lykilhlutverki í baráttunni gegn öldrun.
Life Extension hæfir bæði konum og
körlum.
Sendum i póstkröfu. Útsölustaðir og
ráögjöf:
Celsus, sími 551 5995
Snyrti- og tískuhús Heiðars.
Laugavegi 66, 2. hæð sími 562 3160
Nú fáanVegt a
DHEA
Inniskór frá 490
kuldaskór frá 1990
smáskór
í biáu húsi
v/Fákafen
Tifooð Fluguhnakkur.
MR búðin býður til sérstakra hestadaga þar sem vakin er athygli hestamanna
á vaxandi vöruúrvali í reiðtvgjum, skeifum, verkfærum og fatnaði.
Um sérstöðu okkar í fóðurvörum vita flestir
og um þægindin af því að aka inn í fóðurdeildina.
Nýir viðskiptavinir velkomnir um leið og við þökkum og fögnum þeim gömlu.
MR
FÓÐUR
VTTAMIN
&
STEINEFIMI
„Racing" 20 kg...2.990,- -15%
Saltsteinar 2 kg.. 120,- -10%
Saltsteinar 10 kg. 495,- -20%
..51.000,-
Fjölbreytt úrval
af verkfærum
Hnakkur með öllu
nema ístöðum...........17.000,-
Stallmúlar................ 400,- -10%
Höfuðleður...............1.000,- -20%
Beislismél................ 700,- -20%
Gjarðir................... 900,- -20%
ístaðsólar...............1.400,- -20%
Reiðar...................1.200,- -20%
Fléttaðir leðurtaumar...1.100,- -20%
Hnakktöskur, leður...... 4.800,- -20%
Hnakktaska...............1.400,- -20%
Pískar.................... 500,- -20%
Viftur
(pRJ
Töboðsverð-12%
-15%;i
Verð frá ...20,265
Aratuga rcynsla
af MULTIFAN viftum
Hjólbörur
Einstakt tilboð
85-100 1, frá...5.580,- -15%
Lengdur afgreiðslutími
Miðvikudagur 19. kl. 8:00-19:00
Fimmtudagur 20. kl. 8:00-19:00
Föstudagur 21. kl. 8:00-19:00
Laugardagur 22. kl. 9:00-17:00
Kaffi og kex frá Frón bíða ykkar.
Bjóðum heimkeyrslu á fóður-
vörum og fleiru á laugardag.
MR búðin*Laugavegi 164
Sími 551 1125.552 4355
Hðnnun: Gfsli B.