Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 44

Morgunblaðið - 19.02.1997, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kasparov vann úrslitaskákina I DAG SKAK Umsjðn Margeir Pétursson Staðan kom upp á öflugu skákmóti í Ubeda á Spáni, sem haldið var samhliða Linares stórmótinu. Hollendingurinn Jan Timman (2.630) var með hvítt, en Úkraínumaðurinn Alexander Beljavski (2665), sem nú teflir fyrir Slóveníu hafði svart og átti leik. 45. - Hxf4! 46. Hfel (Eftir 46. Hxf4 - Hdl er hvítur óverj- andi mát á al) 46. - Hxh4 47. Hxe6 - He4! og Timman gafst upp, því eftir 48. H6xe4 - fxe4 ræður hann ekk- ert við svörtu frí- peðin. Staðan í Ubedá eftir sex umferð- ir: 1. Lautier, Frakklandi 4'A v., 2. Beljavskí, Slóveníu 4 v., 3.-4. Barejev, Rúss- landi og Andersson, Sví- þjóð 3 ‘A v„ 5.-7. Khalif- man, Rússlandi, Leko, Ungveijalandi og Akopj- an, Armeníu 3 v., 8.-10. Kortsnoj, Sviss, Júsupov, Þýskalandi og Almasi, Ungveijalandi 2'A v., 11.-12. Timman, Hollandi og Illescas, Spáni 2 v. Skákkeppni stofnana og fyrirtælqa. Keppni í B flokki hefst í kvöld í félags- heimili TR, Faxafeni 12. I * « Wm, • SVARTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu Ást er. að standa saman íbllðu og8tríðu. S.O.J ÁÐUR en við höldum lengra, ungi maður, ætla ég að láta þig vita það, að ég hef verið sjúklingur síðan þú varst bara blik í augum foreldra þinna. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Þakkir fyrir góða þjónustu ÉG VIL senda kærar þakkir til hjónanna sem tóku mig upp í bílinn sinn hjá bláu húsunum við Suðurlandsbraut og keyrðu mig í Glæsibæ. Einnig vil ég senda starfsfólkinu á hár- greiðslustofunni í Glæsibæ og starfsfólki 10-11 fyrir góða þjónustu. Síðast fær bíistjórinn sem keyrði mig heim kærar þakkir fyrir aðstoðina. Lára Ásgeirsdóttir. Tapað/fundið Skíðagleraugu fundust SKÍÐ AGLERAU GU strætisvagnaskýli við Digranesveg í Kópavogi þann 15. janúar. Upplýsingar í síma 567 6205. Hanskar töpuðust SVARTIR skinnhanskar, kvenmanns, töpuðust föstudaginn 18. janúar á pósthúsinu eða Lands- bankanum í Strandgötu, Hafnarfirði. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 555 3207. Lyklar töpuðust BÍLLYKILL á kippu tap- aðist fyrir utan Hótel Borg í hádeginu sl. litlum svörtum poka, af mánudag. Finnandi er gerðinni Briko, fundust vinsamlega beðinn að skammt frá hringja í síma 551 6069. Munið eftir smáfuglunum Nú þegar kalt er í veðri ætti fólk að huga að smáfuglunum sem oft eiga erfitt uppdráttar og gefa þeim t.d. fuglakorn eða feitmeti. ÞETTA verður ekkert mál, ég át svo mikinn hvítlauk í hádeginu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reylgavík Víkveiji skrifar... SKAK Linares, Spáni STÓRMÓT Gary Kasparov, stigahæsti skákmað- ur heims, bætti enn einni fjöður í hatt sinn er hann sigraði á stórmót- inu í Linares á Spáni. 3.-16. febrúar. KASPAROV tefldi frábærlega djarflega og vel á mótinu og vann landa sinn Vladímir Kramnik örugg- lega í síðustu umferðinni á sunnudag- inn. Kramnik tefldi ekki slavneska vöm eins og hann á vanda til, en beitti í stað þess Nimzoindverskri vöm. Honum varð á ónákvæmni í 13. leik og fékk lakari stöðu. Skákin ein- kenndist af því að Kasparov hafði tvo biskupa gegn tveimur riddurum. Þar sem staðan var fremur opin nutu bisk- upamir sín afar vel og Kasparov knúði fram ömggan sigur í 57 ieikjum. Hann hefur enn einu sinni tryggt stöðu sína sem sterkasti skákmaður heims. Anatólí Karpov, FIDE-heims- meistari, tók ekki þátt í mótinu. Hann stóð í kosningabaráttu í Túla í Rússlandi um þingsæti í rússnesku dúmunni. Hann hafði ekki erindi þar sem erfiði, lenti í þriðja sæti. Úrslitaskákin Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vladímir Kramnik Nimzoindversk vörn d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - 0-0 5. Bd3 - c5 6. Rf3 - d5 7. 0-0 - Rc6 8. a3 - Bxc3 9. bxc3 - dxc4 10. Bxc4 - Dc7 11. Ba2 - b6 12. Hel - e5 13. e4 - Bg4?! Eftir þetta fær svartur erfiða stöðu. Hann varð líklega að láta reyna á það hvernig Kasparov ætlaði að endurbæta taflmennsku hvíts í , vel þekktri skák: 13. - cxd4 14. ~ cxd4 - exd4 15. Bg5 - Bg4 16. Bxf6 - gxf6 17. h3 - Bxf3 18. Dxf3 - De5 19. Hadl og staðan er óljós, Rainer Knaak - Csaba Hor- vath, Dresden 1988. Þeirri skák lauk með jafntefli í 57 leikjum. 14. dxc5! - bxc5 15. h3 - Had8 16. De2 - Bxf3 Hvítur stendur einnig betur eftir 16. - Bh5 17. De3 - Dd6 18. Rh4 - Re7 19. a4. 17. Dxf3 - Hd6 18. Bg5 - h6 19. Bh4 - Hfd8 20. Habl Biskupapar gegn riddarapari tryggir talsverða stöðuyfirburði nema staðan sé lokuð. Kasparov er kominn vel áleiðis að settu marki. 20. - Re7 21. Bc4 - Rc8 22. Bg3 - Rb6 23. Bb5 - He6 24. a4 - c4 25. De2 - Hd3 26. a5 - Rc8 27. Hb4 - Hxc3 28. Hxc4 - Hxc4 29. * Dxc4 - Db8 30. Dc5 - Rd6 31. Bd3 - Rd7 32. Da3 - Rf8 33. Hbl - Dc7 34. Hcl - Dd8 35. a6 - Rg6 36. Dc5 - He7 37. f3 - Re8 38. Bfl - Hc7 39. De3 - Hd7 40. Kh2 - He7 41. Hc6 - Kh7 42. Dcl - Rc7 43. Dc3 - Dd7 44. Hc5 - Dd6 45. Bf2 - Re6 46. Hd5 - Db8 47. Hb5 - Dd6 48. Hb7 - Rd4 49. Db4 - Df6 50. Dc5 - Rc6 51. Be3 - He6 52. Bc4 - He7 53. Bd5 - Rd4 54. Hxa7 - Hxa7 55. Dxa7 - Re7 56. Bc4 - h5 57. Dc5 og svart- ur gafst upp. Hannes í þriðja sæti Rússneski landsliðsmaðurinn Pet- er Svidler sigraði á fímmta norræna VISA-bikarmótinu í Þórshöfn í Færeyjum, sem lauk á sunnudags- kvöldið. Ivan Sokolov frá Bosníu hreppti annað sætið, en Hannes Hlíf- ar Stefánsson varð þriðji og efstur Norðurlandabúa. Curt Hansen Norð- urlandameistari mátti sætta sig við fjórða sætið. Úrslit í tveimur loka- skákum íslensku keppendanna urðu þau að Hannes Hlífar gerði jafntefli við Ivan Sokolov í næstsíðustu um- ferð, en vann Tisdall á sunnudaginn. Þröstur Þórhallsson vann Conquest, en tapaði fyrir Ivan Sokolov. Helgi Áss Grétarsson vann Danina Jöm Sloth og Ole Jakobsen. Áskell Öm tapaði á laugardaginn fyrir Sune Berg Hansen, Danmörku, en hefndi sín daginn eftir með góðum sigri á Dananum Bjarke Kristensen, sem sigraði einmitt á Guðmundar Ara- sonarmótinu í desember. Sævar Bjamason gerði jafntefli við Danann Kaj Bjerring en vann írann John Nicholson. 1. Svidler, Rússlandi 7‘A v. 2. I. Sokolov, Bosníu 7 v. 3. Hannes Hlífar 6‘A v. 4. Curt Hansen, Danm. 6 v. 5. -11. Þröstur Þórhallsson, Ákesson, Brynell og Lejlic, Svíþjóð, Schandorff og Sune Berg Hansen, Danmörku og Djur- huus, Noregi 5 'A v. 12.-18. Helgi Áss Grétarsson, Áskell Öm Kárason, Conquest, Englandi, Carsten Höi og Antonsen, Danmörku, Hillarp-Persson, Svíþjóð og Tisdall, Noregi 5 v. Sævar Bjamason varð í 23.-32. sæti með 4 v. Ljósmynd Haraldur Baldursson. DAGUR Arngrímsson, t.v. nýorð- inn tíu ára og Guðmundur Kjart- ansson, 8 ára, tefldu til úrslita á íslandsmóti barna í skák. íslandsmót í barnaflokki Skákþing íslands í flokki þeirra allra yngstu, þ.e. árgangs 1986 og yngri, fór fram um helgina. Dagur Amgrímsson varð hlutskarpastur eftir harða keppni við Guðmund Kjartansson. Þeir hiutu báðir átta vinninga af níu mögulegum, en í aukakeppni hafði Dagur betur. 1. Dagur Amgrímsson 8 v. 2. Guðmundur Kjartansson 8 v. 3. Hilmar Þorsteinsson 7'A v. 4. -5. Benedikt Öm Bjamason og Pálm- ar Jónsson 6'A v. 6.-10. Elvar Þór Hjörleifsson, Hendrik Tómasson, Sölvi Guðmundsson, Magnús Júlíusson og Þórður Þorsteinsson 6 v. Þátttakendur voru 51 talsins. Skákstjóri var Haraldur Baldursson. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja Þessi árlega keppni hefst í kvöld hjá Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þá verður teflt í A-riðli, en keppnin í B-riðli hefst annað kvöld, miðvikudaginn 19. febrúar. Nýjar sveitir hefja keppni í B-riðli. Margeir Pétursson NÚ ER upprunninn sá árstími þegar Islendingar flykkjast í hundruða vís suður á bóginn til Evrópu, í þeim tilgangi að renna sér á skíðum. Skíðalendur eru víða frábærar í Evrópu. Sennilega fara flestir skíðaunnendur, sem á annað borð fara til annarra landa í skíðafrí, til Austurríkis, en einn- ig fara margir til Frakklands, ít- alíu og Sviss. Flugleiðir bjóða vikulega upp á beint flug til Miinchen á meðan aðalskíðavert- íðin í Evrópu stendur og var fyrsta slíka flugið þann 1. febrúar sl. Víkveiji var í hópi þeirra ferða- langa, sem fóru í þessa fyrstu ferð og það var skemmtilegt að sjá hversu mörg kunnugleg andlit voru mætt á Keflavíkurflugvelli - kunnugleg annað hvort úr Blá- fjöllum eða fyrri skíðaferðum til Austurríkis. xxx EGJA má að sérstök og skemmtileg stemmning myndist í þessum flugferðum, því ferðalangar eru að fara á ýmsa áfangastaði og bera saman bækur sínar við upphaf farar, í flughöfn og um borð í vélinni. Síðan tvístr- ast hópurinn þegar komið er til Miinchen, og skiptist í smærri hópa sem taka stefnuna á mis- munandi áfangastaði. Við heim- för hittist hópurinn svo aftur í flughöfninni í Miinchen og þá hefjast yfirheyrslur um hvernig færið hafi verið á viðkomandi stað, veðrið, hótelið og svo fram- vegis. Upp til hópa virðist það vera afar hresst og lífsglatt fólk sem fer í svona skíðaferðir - Vík- verji getur vart hugsað sér ánægjulegri félagsskap á ferða- lögum. Enda var það áberandi á báðum leiðum, hvað starfsfólk Flugleiða var ánægt með farþega sína og veitti þeim lipra þjónustu og hinar ágætustu máltíðir. Lítið er um ferskan fisk á þeim veit- ingastöðum sem skíðamenn sækja aðallega á meðan þeir dveljast á skíðasvæðum erlendis og því var nýja ýsan þegin með þökkum á heimleiðinni sl. laugardagskvöld. xxx AÐ VAKTI sérstaka athygli Víkveija á meðan hann dvaldist í þýsku Ölpunum, nánar tiltekið á skíðasvæði Garmisch- Partenkirchen, hversu miklu fram- ar Þjóðveijar standa okkur íslend- ingum í flokkun sorps. Það var sama hvar var komið við, á járn- brautarstöðvum, í flughöfninni, í verslunarkeðjum, veitingahúsum eða heimahúsum - alls staðar eru ruslafötur og öskutunnur sem gera ráð fyrir þrenns konar flokkun sorps. Raunar virðist þessi háttur vera orðinn svo rótgróinn að hann er eins og Þjóðverjum í blóð bor- inn. Víkveiji fékk orð í eyra fyrir að hafa hent tómri flösku í rusla- fötu sem einungis átti að taka við papparusli og honum var bent á að við svona broti væru ákveðnar sektir, ef upp kæmist. Hvenær skyldum við ná þessu stigi í flokk- un sorps? LINARES 1997 Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð: 1 KASPAROV Rússl. 2795 1 1 1 1 1 0 ’/* 1 14 14 1 8% 1. 2 KRAMNIK Rússl. 2740 0 14 1 1 ’4 1 14 14 1 1 14 714 2. 3 ADAMS Enqland 2655 0 14 ■ 14 14 ’/2 14 1 14 1 14 1 614 3-4. 4 TOPALOV Búlgaría 2725 0 0 14 'A ’/a 1 1 1 1 1 0 6’/2 3-4. 5 POLGAR Un.qvl. 2645 0 0 ’A % 0 1 'A 1 1 1 14 6 5. 6 ANAND Indland 2765 0 14 14 'A 1 14 'A 0 1 ’/2 ’A 514 6. 7 IVANTSJÚK ÚKralna 2740 1 0 'A 0 0 'A ’/» 0 1 1 5 7-8. 8 GELFAND Hv-Rús 2700 ’/i 14 0 0 % 14 14 1 14 ’4 ’/z 5 7-8. 9 NIKOLIC Bosnía 2655 0 'A 0 0 1 14 0 14 ’/* 1 414 9. 10 DREJEV Rússl. 2650 ’/* 0 0 0 0 0 1 14 % ■ 1 14 4 10. 11 PIKET Holland 2640 14 0 'A 0 0 ’/a 0 ’/2 14 0 1 314 11-12. 12 SHIROV Spánn 2690 0 14 0 1 % 14 0 14 0 14 0 3’/2 11-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.