Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 53

Morgunblaðið - 19.02.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 53 \. MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP - SJONVARP MYNDBOND < ( ( Traustir vinir geta gert kraftaverk Ed (Ed)_____________________ Gamanmynd ‘A Leikstjóri: Bill Couturié. Handrit: David Mickey Evans. Kvikmynda- taka: Alan Caso. Aðalhlutverk: Matt Le Blanc, Jack Warden, Jayne Brook. 92 mín. Bandarísk. Univer- sal/CIC myndbönd. Leyfð öllum aldurshópum. I í I Sjónvarps- þættimir um Vinina góðu hafa notið mik- illa vinsælda að undanförnu og gert aðalleikar- ana sex að stjörnum sem geta gert kröf- ur. í hjáverkum hafa þeir síðan verið að láta á það reyna hvemig þeir plummi sig upp VINIRNIR Matt Le Blanc og „apamaðurinn“ Ed. á eigin spýtur, með því að spreyta sig í heimi kvikmyndanna. Hinn snoppufríði Matt Le Blanc, sá sem leikur hinn vitgranna og vonlausa kvennabósa Joey í þáttunum, virðist hafa tekið þá ákvörðun að halda sig við það sem hann kann, að leika vin. Munurinn er hins vegar sá að í þetta sinn er hann ekki vinur fímm ferlega flottra krakka á þrítugsaldri heldur apans Eds, eða öllu heldur manns í apabúningi, sem er ofsalega góð- ur í hafnabolta. Að nokkrum skuli geta dottið í hug nú til dags að hægt sé að blekkja áhorfendur með því að láta menn í búningi leika apa er ótrúlegt. Það er satt best að segja pínlegt að horfa á þennan svokallaða ,apa“ hreinlega breyta stærðum í gríð og erg, eftir því hvort maður í búningi er að leika hann eða alvöru api. Mynd sem leggur svo mikið upp úr samleik manna og dýrs líður vitaskuld mik- ið fyrir slík svik, sem fara ekki einu sinni fram hjá yngstu áhorf- endunum. Það verður þó ekki úti- iokað að sá hópur kunni þrátt fyr- ir allt að meta sum uppátæki Eds. Matt Le Blanc greyinu er vork- unn af því að þurfa að hafa slíkan mótleikara og einkennist leikur hans af fádæma stirðbusahætti og vandræðagangi. Hann kann greini- lega betur við sig í hópi sinna gömlu vina sem virðast geta gert það kraftaverk að láta líta út fyrir að hann kunni að leika. Skarphéðinn Guðmundsson Misnotað handrit Dauöl og djöfull. (Diabolique)____________ Spcnnumynd ★ Framleiðandi: Morgan Creek Productions. Leikstjóri: Jeremiah Chechik. Handritshöfundar: Don Ross. Kvikmyndataka: Peter Jam- es. Tónlist: Randy Edelman. Aðal- hlutverk: Sharon Stone, Isabella Adjani, Chazz Palminteri og Kathy Bates. 103 mín. Bandaríkin. Warner Home Video/Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 17. febrúar. FRANSKA myndin eftir Clouzot „Les Diaboliques“ frá 1955 er frábær mynd sem held- ur þér í heljar- greipum fram á seinustu stundu, að þú uppgötvar plottið. Nú (ekki í fyrsta skipti) ætla Bandaríkja- menn að endurgera myndina, sem þeir ættu fullkomlega að ráða við, en klikka svo á aðalatriðunum. Sagan segir af illgjörnum og ströngum skólastjóra sem er drep- inn af konu sinni og ástkonu, sem eru orðnar löngu þreyttar á ofríki hans og illsku. Þær losa sig við líkið í sundlaug á skólalóðinni, en þegar hún er svo tæmd er líkið horfið. Hefst nú leitin að líkinu, þær stöllur fyllast miklum ótta þar sem einhver virðist hafa tekið fram fýrir hendurnar á þeim. Listrænt séð er myndin ágætlega unnin. Hér eru frábærir leikarar á ferð og ótrúlegt að þeir skuli ekki koma hlutverkum sínum frá sér með meiri sannfæringu en raun ber vitni, og verður það að skrifast á reikning leikstjórans miðað við það sem hann hafði að moða úr. Hand- ritið var fullkomið eins og það var, og hefðu Bandaríkjamenn bet- ur látið það ógert að krukka í það. Óvæntur endir, ásamt vaxandi spennu og óhugnaði er það sem það byggir á. Hér er bætt inn óþarfa atriðum sem tæta niður uppbygginguna, og koma smám saman upp um plottið. Auk þess þurftu þeir náttúrlega að breyta endinum. í frönsku myndinni er áhorfandinn fullkomlega í sporum eiginkonunnar, og fær engar meiri upplýsingar en hún, og í því liggur galdurinn. Þetta yfírsást Könunum og þessi mynd er ekki nema svipur hjá sjón. Hildur Loftsdóttir. GUNNLAUGUR SCHEVING Síðasti dagur sölusýningarinnar. HÖFUM OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12-22 „Nokkur meiriháttar verk eru á sýningunni. (Bragi Ásgeirsson Mbl. 18. febrúar 1997) BÖRG Aöalstræti 6, sími 552 4211. I heitir nýjasta matar- stellið okkar sem kemur frá Spáni. Þetta er vandað og fallegt matarstell úr postulíni sem setja má í örbylgjuofna og uppþvottavélar. Gulir, rauðir, bláir eða munstraðir súpu og matardiskar. Þú velur og raðar eftir þínum smekk. Einnig fáanlegir einlitir og munstraðir stórir undirdiskar og allir aðrir fylgihlutir. Verðdæmi: Einlitur matardiskur kr. 520,- munstraður kr. 810,- Ath. við bjóðum upp á hagstæð greiðslukjör með lágmarks afborgun kr. 3.500,- á mánuði. scr • Egilsstaðir * * Egilsstaðir • Egilsstaðir • Island að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugleiðir innanlands bjðða flug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Sii/ á Egilsstöðum Velkomln! ligilsstaöabar n & Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér f ógleymanlega helgarferð til Egilsstaða _ ^ með Flugleiðum innanlands. ÉGiLSSTAÐiR ÖRVA? S * AMittartiafti 09 flugvall- mkattur innifalinn. Vtrð pr. minn. itfrm Mkty. rftmmn Föstudagur 21. fabrúan Papapöbb Laugardagur 22. febrúar. Papaball Helgi til heilsubótar Selskógur slær tóninn fyrir Gjugghelgina 21.-23. febrúar. Þá lifnar skógurinn, tónlistarmenn leika I rjóðrum, óvæntir atburðir við útileikhúsið, troðnar skíða- og göngubrautir varðaðar logandi kyndlum. Elnnig hestamennska, jeppaferðir, jógakynning og heilnæmt fæði, lifrænt, grænt og gott. 23. febrúar er Konudagur!! Ji X VjfcA ||mmú^|| tfkAzaJkA sf, hftlfítfaatu, mi, ^Ároxjir, J Iti ' SJJyjifffl KtItT7I~/TÍ1 'H WlWfÍKrRÍ 'tlij X ViómÍMMMiA: * 50 ára afmœli Egilsstaðabœjar. Sérstök dagskrá 27. - 29. júní nk. ^ * 10 ira afmæli "Jasshitiðar á Egilsstöðum". ® ^ Sérstök afmælisdagskrá 26. - 29. júni. Leikfélag Rjótsdalshóraðs: Draumur á Jónsmessunótt sýnt á útileiksviði i Egilsstaöaskógi (Selskógi) 24. júni i Jónsmessu. - heimsókn (handverksmiðstöðina að Miðhúsum * sund í nýrri og glæsilegri sundlaug - badminton og körfuboita í íþróttahúsinu - skíðaferðir í Fjarðarheiði og Oddsskarð (frítt í skíðalyftur fyrir Gjugg-farþega) - stuttar hestaferðir með leiðsögn - gönguferðir með leiðsögn - tónlist myndlist. leiklist - gönguskiði í Selskógi Sðu mv!sr ■ ItUISfilltlf efcl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.