Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ o VAAA, sjáið þið bara hvað hann „skattaléttir“ ætlar að gefa ykkur í skóinn ef þið verðið þægir og góðir, strákar. . . Morgunblaðið/Ásdís Vatnsæð tengd í snjónum Dæmt í máli Liibberts, Ósvarar og Frosta í Hæstarétti Héraðs- dómur staðfestur HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða um sýknu yfir Björgvini Bjarnasyni, fyrrum framkvæmdastjóra Ósvar- ar í Bolungarvík, og Ingimar Hall- dórssyni, framkvæmdastjóra Frosta í Súðavík, og sakfellingu íslensks starfsmanns fyrirtækisins Lúbbert í Bremerhaven í Þýska- landi. Héraðsdómur dæmdi í málinu í apríl sl. Ríkissaksóknari skaut sýknu mannanna tveggja til Hæstaréttar og sá sem sakfelldur var áfrýjaði dóminum hvað sig varðaði. Tveir menn sem einnig voru sakfelldir - fískútflytjandi í Reykjavík og fyrrum útgerðarstjóri Ósvarar - áfrýjuðu ekki. Mönnunum þremur voru gefin að sök lögbrot, m.a. í tengslum við kvótaviðskipti Ósvarar og Frosta við þýska fisksölufyrirtækið Lúbb- ert. Fleiri innlend fiskvinnslufyrir- tæki komu við sögu og taldi ákæru- valdið að þau hefðu í reynd verið verktakar hins erlenda fyrirtækis. Talið var að viðskiptin hefðu fært Lúbbert yfirráð yfir um _ 1.000 tonnum af karfakvóta á ísland- smiðum. Hæstiréttur staðfesti í gær þá niðurstöðu að dæma hinn íslenska starfsmann Lúbberts í 60 daga varðhald, skilorðsbundið til tveggja ára. Að auki ber manninum að greiða tveggja milljóna króna sekt, en afplána fjögurra mánaða varð- hald verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Auk þess er manninum gert að greiða áfrýjunarkostnað og mál- svarnarlaun en málsvarnarlaun og saksóknarkostnaður varðandi þá tvo sem sýknaðir voru verður greiddur úr ríkissjóði. STARFSMENN Vatnsveitu Reykjavíkur leggja hér síðustu hönd á tengingu á stofnæð við Bústaðaveg. Er þá lokið end- urnýjun á gamalli 2 km langri lögn með Bústaðavegi frá Reykjanesbraut til móts við TÍU sóttu um stöðu forstjóra Lög- gildingarstofu sem tekið hefur til starfa eftir sameiningu Löggild- ingarstofunnar og Rafmagnseftir- lits ríkisins. Þeir sem sóttu um stöðuna eru: Ágúst Karlsson rafmagnsverk- fræðingur, Ársæll Þorsteinsson vélaverkfræðingur, Bima Hreið- arsdóttir héraðsdómslögmaður, Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn Péturs Kristjánssonar, rekstrarstjóra, hófust fram- kvæmdir í sumar og var verkinu lokið í haust en beðið hefur verið færis til að tengja æðina þar til nú. Garðar Sverrisson vélaverkfræð- ingur, Gísli Jón Kristjánsson við- skiptafræðingur, Guðrún Rögn- valdardóttir rafmagnsverkfræð- ingur, Gylfi Gautur Pétursson lög- fræðingur, Jónas Gauti Friðþjófs- son hagverkfræðingur, Kári Ein- arsson rafmagnsverkfræðingur og Valdimar Björnsson verkfræðingur og MBA. Löggildingarstofa Tíu sóttu um stöðu forstjóra Sá óheppnasti í þýsku knattspyrnunni? Félagarnir gera grín að mér ÞÓRÐUR hefur verið með eindæmum óheppinn vegna meiðsla og veikinda í vetur og svo langt hefur gengið að þýskir Ijölmiðlar eru famir að kalia hann óheppnasta leikmann þýsku 1. deildar- keppninnar. „Það var mikið búið að fjalla um óheppni mína en ég reyni að taka þessu af stakri ró. Það þýðir ekkert að svekkja sig of mikið þó ég sé auðvitað alveg rosalega vonsvikinn yfir þessu,“ sagði hann við Morgunblaðið. Hvernig hefur keppnis- tímabilið gengið fyrir sig hjá þér? „Ég missti úr þijár vikur af fjórum á undirbúnings- tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn í liðið fyrr en eftir fimm eða sex leiki. Þá vann ég mér sæti í liðinu og skoraði 2 mörk í bikarleik. Síðan fór í lands- leikina gegn Litháen og Rúmeníu, sleppti úr leik í deildinni vegna þeirra og eftir það kom ég bara inná sem varamaður fram að jól- um.“ Sástu eftir því að hafa farið í landsleikina? „Ég átti ekki annarra kosta völ þá. Félagið setti reyndar mikla pressu á mig um að fara ekki því áttum að spila við [þýsku meistar- ana] Dortmund sömu helgi og landsliðið lék í Litháen. Mér hafði gengið vel í í leikjunum á undan og reyndi að fá mig lausan frá leiknum í Litháen en það var ekki til umræðu af hálfu KSÍ.“ Hvað svo? „Ég hæfði mjög vel í vetrarfríinu og byrjaði undirbúningstímabilið vel en daginn áður en liðið fór til Spánar í æfingaferð þurfti ég að leggjast mjög snöggt inn á sjúkra- hús og fara í aðgerð vegna veik- inda. Ég fór því ekkert til Spánar en náði samt að komast í liðið fyr- ir fyrsta leik eftir vetrarfríið en náði ekki að spiia nema 21 mínútu - var þá rekinn út af fyrir ekki neitt!“ Það þótti nánast brandari að þú Þórður Guðjónsson ►Þórður Guðjónsson fæddist á Akranesi 14. október 1973. Hann hóf ungur að leika knatt- spyrnu með IA og eftir að hann varð Islandsmeistari og marka- kóngur með Skagamönnum 1993 gerðist hann atvinnumaður með VfL Bochum í Þýskalandi þar sem hann er enn á mála. Eiginkona Þórðar er Anna Lilja Valsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Valdísi Marselíu, sem er tveggja ára. missa af Bayern-leiknum í stað- inn.“ En einn þeirra hiýtur a.m.k. að vera ánægður - sá sem kemur inn í liðið í þinn stað? „Já. Það er Króati sem kemur inn fyrir mig og hann er auðvitað mjög ánægður með þetta. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort ég fer inn í liðið aftur. Það veltur allt á því hvernig liðinu gengur gegn Bayem. Ég verð eiginlega að vona að við vinnum en Króatinn spili illa. Eins dauði er annars brauð í þessu.“ Hvers vegna varstu dæmdur í bann þrátt fyrir að nánast allir hafi verið sammála um að þú hefð- ir verið hafður fyrir rangri rök þegar þú varst rekinn útaf um síð- ustu helgi? „Dómarinn var ekki tilbúinn að skyldir rekinn af velli, varþað ekki? bakka með ákvörðun sína. Hann „Jú, atvikið var algjör brandari túlkar atvikið svo að ég hafi brotið en það þótti dæmigert að ég skyldi lenda í þessu. Svo var það lán í óláni að ég var bara dæmdur í eins leiks bann og átti þar af leiðandi að missa af leiknum gegn St. Pauli á útivelli á þriðjudaginn var - frestuðum ieik úr fyrri umferðinni - en þegar til kom varð að aflýsa honum vegna illviðris!" Forráðamenn Bochum áfrýjuðu ekki úrskurðinum um eins leiks bannið vegna þess að liðið átti að mæta Bochum, en svo fer að þú missir af viðureigninni við Bayern Miinchen. Þið hljótið að naga ykkur í handarbökin yfir því að hafa ekki áfrýjað? Þá hefðirðu hugsanlega getað verið með. „Já, viðureignin við Bayem [í dag] er leikur ársins hjá Bochum. Það er mikill vinskapur á milli félag- anna og stuðningsmannaklúbba þeirra og það var uppselt á leikinn I desember.“ Höfum komið á óvart í vetur fyrir góða knattspyrnu á andstæðingi mínum, þó svo ég telji að svo hafi alls ekki verið. Ég stóð fyrir framan hann, en þessi leikmaður sagði reyndar í viðtali eftir leikinn að ég hefði rif- ið hann niður aftan frá. Ég skýrði mína hlið í viðtali strax eftir leik, en atvikið sést því miður ekki al- veg nógu vel í sjónvarpsupptöku vegna þess að einn leikmaður er fyrir. Kannski má segja að það sé enn ein óheppni mín að í þessum leik var ekki sjónvarpsmyndavél fyrir aftan markið eins og er í nánast hveijum einasta leik. Atvik- ið hefði sést mjög vel þaðan.“ Aðeins að liði Boc- hum. Þið hafið komið mjög á óvart í vetur fyrir góða frammi- “ stöðu. „Já, mjög. Við stefndum reyndar að því strax í haust að ná Evrópu- sæti þannig að við erum á þeim stað í deildinni sem við ætluðum Er ekki súrt að þurfa að horfa okkur, en ég held að engir aðrir Jr. n n n fn n lít* oflllril? b OI* 1 l’n l lrr. n A w. n A L..t «31 13213_ _. _ __3 á félagana ofan úr stúku? „Mjög svo. Þetta er toppleikur dagsins hér í Þýskalandi og verður sýndur beint í sjónvarpinu. Það verður hræðilegt að sitja í stúk- unni, alveg grátlegt." hafi reiknað með því að liðinu gengi svona vel. Það hefur líka vakið mikla athygli hve góða knatt- spyrnu við höfum leikið. Lið sem koma upp úr 2. deild leika yfirleitt ekki svona vel; þau eru í því að Hvað segja félagamir í liðinu beijast af miklum krafti, veijast vegna þessarar óheppni sem hefur og beita skyndisóknum. Það gerum elt þig? við hins vegar ekki, við reynum „Þeir gerðu ansi mikið grín að að leika góða knattspymu og það mér þegar þeir komu frá Hamborg segir sína sögu að af 17 leikjum eftir að leiknum við St. Pauli var okkar í deildinni hafa níu verið í frestað, og ljóst var að ég myndi beinni sjónvarpsútsendingu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.