Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 49 + Anna Jóhannes- dóttir var fædd að Fremri-Filjuni í Fitjárdal í V-Húna- vatnssýslu 24. mars 1902. Hún lést 18. febrúar síðastliðinn á Kumbaravogi. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríð- ur Jóhannesdóttir, f. 28.8. 1863 að Mjóabóli í Dala- sýslu, d. 6.12. 1941, og Jóhannes Kri- stófersson, f. 13.10. 1866 á Brekkulæk í Miðfirði, d. 12.7. 1951. Þau bjuggu í nokkur ár á Finnmörk en lengst af á Fremri-Filjum. Systkini Önnu: Jakob, f. 8.7. 1891, d. 21.10. 1941, Skarphéð- inn, f. 2.7. 1892, d. 2.2. 1978, Kristófer, f. 31.10. 1893, d. 2.2. 1977, Lára, f. 18.8. 1896, d. 16.11. 1977, Guðmundur, f. 10.2. 1899, d. 15.1. 1983, Tryggvi, f. 18.9. 1903, Lúðvík, f. 8.3. 1905, d. 28.3. 1984. Hinn 23. maí 1929 giftist Anna Sigmundi Sigurðssyni frá Miklaholti í Hraunhreppi í Mý- rasýslu, f. 8.3. 1903. Þau hófu búskap að Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi en fjöl- skylda Sigmundar hafði flust þangað vorið 1928. Sigmundur í dag verður gerð frá Hrepphóla- kirkju útför Önnu Jóhannesdóttur, húsfreyju í Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. Með Önnu er gengin glæsileg og gáfuð mann- kostakona. Einlæg og hlý vinátta hennar var einstök og var til þess tekið hversu smekkvísi og nær- gætni gætti ávallt í hennar fari og gjörðum. Tignarleg framganga hennar og svipmót bar vott um sterkan vilja og festu í athöfn og hugsun. Alla ólst upp á heimili foreldra sinna að Fremri-Fitjum í Miðfirði og á stóran og merkan frændgarð í Húnavatnssýslu. Ung kynntist hún mannsefni sínu, Sigmundi Sigurðs- syni, ættuðum úr Hraunhreppi í Mýrasýslu, en Anna var við störf á bændaskólanum á Hvanneyri, en Sigmundur þar við búfræðinám veturna 1924 til 1926. Með mikilli fyrirhyggju festi Sigmundur kaup á Syðra-Langholti, sem er afbragðs bújörð í kostamikilli sveit og í fögru veðri. Hinn 3. maí 1928 flutti Sig- mundur og flest skyldulið hans að vestan tii framtíðarheimilisins, að Syðra-Langholti. Ári síðar gekk Sigmundur á fund sinnar heilladísar og var brúðkaupsdagur Önnu og Sigmundar 23. maí 1929. Verkefni framtíðar voru margvísleg og kröfðust atorku og hagsýni hinna ungu hjóna, sem með giftusamlegu ævistarfi gerðu Syðra-Langholt að einu helsta stórbýli Iandsins. Slík afrek vinna ekki aðrir en þeir, sem gera sér grein fyrir því, að ekkert er sjálfsagt, heldur skilar sér að verðleikum. Samhugur og einlæg hamingja einkenndi samveru Önnu og Sigmundar, þar ríkti gagnkvæm virðing og kærleikurinn eins og af sjálfum sér. Sigmundur lést árið 1981 og höfðu Anna og Sigmundur þá fylgst að í 52 ár. Afkomendur þeirra eru dugmikið sæmdarfólk og er við heimsóttum Önnu síðast á björtum sumardegi, mátti sjá sam- an fjóra ættliði á bæjarhlaðinu í Syðra-Langholti. Fundum okkar Önnu bar fyrst saman á björtum vordegi árið 1951, er ég tíu ára gamal| var kominn tií sumardvalar hjá Önnu og Sig- mundi. Varð það úr, að ég var þijú heil sumur í Syðra-Langholti og síðar systur mínar Kristín og Marta María. Vinátta foreldra okkar og fjölskyldu við sæmdarhjónin í Syðra-Langholti og fjölskyldu þeirra hefur verið órofa heild af lífí okkar, vinátta sem aldrei bar lést 12. mars 1981. Anna dvaldi áfram í Syðra-Langholti þar til á sl. vori er hún varð að leggjast á Sjúkrahús Suður- lands á Selfossi. Síð- astiiðna fimm mán- uði dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu að Kumbaravogi. Börn Önnu og Sig- mundar: 1) Alda, f. 10.4. 1930, d. 18.11. 1931. 2) Jóhannes, f. 18.11. 1931, kvæntur Hrafnhildi Svövu Jónsdóttur frá Sauðár- króki og eiga þau sjö börn og tíu bamaböm. 3) Álda Krist- jana, f. 16.6. 1933, gift Bryiyólfi Geir Pálssyni, Dalbæ 2, og eiga þau fimm böm og átta bama- böm. 4) Sigurgeir Oskar, f. 16.3. 1938, d. 9.2. 1997, kvæntur Sól- veigu Ólafsdóttur frá Borgar- nesi. Böm þeirra era fjögur og bamabömin fjögur. 5) Sigurð- ur, f. 16.3. 1938, blaðamaður, nú búsettur í Dalbæ 1. 6) Sverr- ir, f. 13.9. 1944, sambýliskona hans er Anna Bjarnadóttir úr Skagafírði. Hann á einn son úr fyrra hjónabandi. Útför Önnu fer fram frá Hrepphólakirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. skugga á. Þannig hefur Syðra- Langholt verið í huga mínum sem mitt annað heimili og Hrepparnir yndislegastir sveita. Anna og Sigmundur voru höfð- ingjar heim að sækja á sínu glæsi- lega menningarheimili. Þar ríkti frábær gestrisni og ljúfmennska og allt virtist svo fyrirhafnarlaust og sjálfsagt. Sigmundur var lengi odd- viti sveitarinnar og ötull forystu- maður í ýmsum þjóðnytjamálum. Vettvangur heimilisins var Önnu ærið lífsstarf, en hún tók einnig mikinn þátt í búsýslunni og var manni sínum einatt hollur ráðgjafí í margbreytilegum störfum hans á opinberum vettvangi. Ekki er liðin nema vika frá því að gerð var útför sonar Önnu, Sig- urgeirs Óskars Sigmundssonar, kaupmanns á Flúðum, er varð bráð- kvaddur í blóma lífs síns 9. febrúar síðastliðinn. Frumburð sinn, dóttur- ina Öldu, misstu þau Anna og Sig- mundur, hún þá aðeins á öðru ári. Anna mætti harmi sínum í styrk- leika staðfastrar trúar. Lífsýn henn- ar var björt og hreinskiptin. Móðir mín, Eyvör Þorsteinsdóttir, sem ekki á heimangengt í dag, kveður með þakklæti sína ljúfu vinkonu og sendir með okkur Valgerði Báru samúðarkveðjur til barna Önnu og annarra ástvina hennar. Blessuð sé minning góðrar konu. Jón Oddsson Árið 1928 fluttu að Syðra-Lang- holti ung hjón, Sigmundur Sigurðs- son og Anna Jóhannesdóttir, ásamt foreldrum hans og systkinum, og hófu þar búskap. Nokkru seinna kom svo að Birtingaholti ung kona, Sigríður Sigurfínnsdóttir, og fór að búa þar með manni sínum, Sigurði Ágústssyni. Milli þessara ungu ná- grannakvenna tókst einlæg og óijúfanleg vinátta. Þær áttu það sameiginlegt að báðar voru nokkuð langt að komnar. Og þá var ekki laust við að stundum örlaði á dálít- illi heimþrá og leiða. En það full- yrtu þær báðar að þessi vinátta þeirra hefði átt stóran þátt í að þetta sameiginlega vandamál þeirra hvarf brátt, og þær festu báðar það yndi sem entist alla tíð og óx með árunum. Okkur systkinunum frá Birtinga- holti er það eftirminnilegt hve gam- an var að labba með mömmu út að Langholti þegar hún var að heimsækja vinkonu sína, því þar var öllum jafn vel tekið, hvort sem það voru fullorðnir eða börn. Anna var einstaklega vel verki farin og kom það sér vel fyrir hús- móður á stóru heimili, þar sem gestagangur var mikill, enda þau hjónin gestrisin með afbrigðum. í Syðra-Langholti voru oft marg- ir unglingar í sumardvöl, og þar tengdust fljótt langvarandi_ vináttu- bönd sem entust alla tíð. í febrúar 1951 gerðist það að íbúðarhúsið í Birtingaholti brann til kaldra kola á stuttri stund. Þá sýndi Langholts- fjölskyldan að sá er vinur sem í raun reynist, því ekki var við annað komandi en að nágrannafólkið ætti athvarf í Syðra-Langholti. Önnur stofan var rýmd svo vel gæti farið um aðkomufólkið, og víða var bætt við rúmi í herbergjum hjá heimilisfólkinu. Og liðkað var til í eldhúsi og búri, svo vel færi um alla. Þessi tími, sem við nutum þessar- ar góðvildar og hjálpsemi Önnu og Sigmundar og allrar fjölskyldunnar, er okkur alveg ógleymanlegur og mikils virði í minningunni. Fyrir allt þetta og margt fleira færum við Ónnu hjartans þakkir og kveðj- ur frá okkur systkinunum og fjöl- skyldum okkar. Anna var alla tíð heilsuhraust, en þar kom að ellin náði yfírhönd- inni, enda var orðið stutt í 95 ára afmæli hennar. Það er aðeins vika síðan við kvöddum Sigurgeir son hennar með söknuði. Og nú komum við aftur saman á kveðjustund, og þá er okkur fyrst og fremst þakk- læti í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt samleið með þessari góðu og mikilhæfu konu, og þakklæti til skaparans að hafa nú leyst hana frá þeim þrautum sem fylgja svo hárri elli, og þeirri hrömun sem óhjákvæmilega fylgir með. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Systkinin frá Birtingaholti. Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Það er kallað og spurt um kviðann sem nagar skóginn í bijósti mér. Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Ég sé hvemig laufið er farið að hrynja og Ijúka af greinum þér. Kyrrðin er djúp þegar kvölda fer. Og sumarið kveður með söknuði skóginn sem syngur í bijósti mér. (Matthías Johannessen) Með þessu kvæði viljum við kveðja ömmu okkar og þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum árin. Anna Lára og Asdís Erla. Á ungdómstíð í ævidraum þá klifin vom óskafjöll. Hjá bunulæk og bláum straum við byggðum lífsins bjarta höll. Ó himins bjarta víðátt, vagga Ijóss og drauma, hve veröld þá var fógur og loftið angan fyllt. Eg heyri yfir fjöllin strengjatök og strauma, í storminum er bergmál sem hjarta mínu er skylt. Anna Jóhannesdóttir fyrrum hús- freyja á Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu er látin. Anna var húnvetnskrar ættar, og uppalin á Fremri-Fitjum í Miðfírði, hún giftist 1928 og fluttist þá að Syðra-Langholti, þar hún bjó allan sinn búskap. Maður hennar var Sig- mundur Sigurðsson, mikill fram- taksmaður og búsýslufrömuður, hann andaðist 1981, 78 ára gamall. Langt er um liðið síðan við vorum lítil börn á bænum heima, hvor sín- um megin við ána, þar sem foreldr- ar okkar bjuggu. Þá var lífsgangan önnur en nú er í þjóðlífinu, viðhorf- in breytt. Nú þegar ævidögum minnar kæru leiksystur er lokið koma fram í hugann fagrar minn- ingar frá æskudögum okkar. Ég minnist ótal unaðsstunda við leik og glaðar samverustundir, og minn- ist Önnu í djúpum söknuði og hlýrri þökk fyrir löng ævikynni og góða vináttu, sem alltaf var söm þó fund- um fækkaði. Yfír henni hvíldi alla tíð tiginn svipur göfgi og háttprýði, sem bar ægishjálm yfir fas hennar, orð og athöfn. Á æskudögum okkar var ljúft að koma saman. Mikill sam- gangur var milli heimila okkar, við systkinin vorum átta en hennar sex, öll á líkum aldri, auk fleira fólks sem var á báðum bæjunum. Fyrsta minning mín var er ég var sendur með mjólkurflöskur, rétt fyrir jólin, sem átti að baka úr, því alltaf um jól og hátíðir var fastur siður að koma saman, skemmta sér við leiki, dans og spil. Að þessu sinni vorum við enn svo lítil að við lágum á hnjánum hvert sínu megin við bekkinn og spiluðum Marías og höfðum ljós á kerti milli okkar á bekknum og hugsuðum að jólin væru komin. Seinna man ég eftir að hún leiðrétti mig, því hún var einu og hálfu ári eldri en ég og sagði: „Þú átt ekki að nota lýsingar- orðið skelfíng nema í neikvæðri merkingu. Þegar þú dásamar gött veður mátt þú ekki segja skelfíng er veðrið gott.“ Þannig koma minningarnar fram og minna á sig við leiðarlokin. Anna var vel gefin, gáfuð og tiginn svip- ur hennar er hún bar með sér gat bent til að hún væri borin og upp- vaxin af aðalsættum. Mun það svip- mót hafa fylgt henni alla tíð og mótað hennar stóra heimili, þar risna og fyrirbúnaður bar vott um háttprýði á dagfar og menningar- legt viðmót allrar fjölskyldu henn- ar. Þau hjón eignuðust sex börn, fjögur lifa móður sína ásamt hópi barnabarna sem öll minnast hennar með ást og virðingu. Ég flyt þeim öllum innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og Jónínu syst- ur minni sem er á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Okkar kæru leik- systur og vinkonu færum við kærar þakkir fyrir góðar stundir sem við áttum saman og felum hana góðum Guði. Arinbjörn Árnason. Nú fækkar óðum í eldri kynslóð- inni frá Syðra-Langholti. Nú býr yngra fólkið þar, með nýja búskap- arhætti. Við systkinin munum enn er Sigmundur bróðir kom með Önnu konu sína norðan frá Fremri-Fitj- um. Nú er bara Tryggvi bróðir Önnu einn eftir af þeim Fitjasystk- inum. Anna var mikil myndarkona, við vitum það manna best, sem ólumst upp í Langholti. Alltaf var þar mannmargt heimili. Sérstaklega á sumrin. Allir báru virðingu fyrir hús- bændunum Önnu og Sigmundi. Margt af því kaupafólki er í ævi- löngu vinfengi við heimilið. Okkur er minnisstætt að allt heimilisfólkið fór á alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 og við litlu systkinin fengum líka að fara. Við erum alltaf þakk- lát fyrir það eins og margt annað á því heimili. Hjá Önnu og Sigmundi áttu for- eldrar okkar góða daga í hárri elli. Þetta fallega umhverfí Langholts verður okkur alltaf kært. Þangað leita hlýjar hugsanir er við kveðjum með þakklæti mágkonu okkar hana Önnu. Guð blessi minningu hennar. Ásta og Bjami. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN HJALTASON, Álfheimum 38, Reykjavík, lést á Kumbaravogi, aðfaranótt föstu- dagsins 21. febrúar. Berit Gutsveen, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir, GEIR FRIÐBERGSSON hjúkrunarfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 19. febrúar. Hólmfríður Geirdal, Össur Geirsson, Bergur Geirsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, séra GUÐMUNDUR SVEINSSON fyrrverandi skólameistari, Flúðaseli 30, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Guðlaug Einarsdóttir og dætur. ANNA JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.