Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ráðgjafarverkefni á vegum Iðntæknistofnunar ýtt úr vör Ný tækni nýtt betur Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSKU ráðgjafarnir unnu í hópum á lokadegi námskeiðsins. SÓKN til betri afkomu er heiti á ráðgjafarverkefni sem nýsköpunar- og framleiðnideild Iðntæknistofn- unar er að ýta úr vör þessa dagana, en markmið verkefnisins, sem styrkt er af Evrópusambandinu, Iðntækni- stofnun, Iðnlánasjóði og Byggða- stofnun, er að aðstoða stjórnendur fyrirtækja við að auka samkeppnis- hæfni og bæta afkomu fyrirtækj- anna með stefnumótun, sem nýtir nýjungar og nýja tækni. Þessi ráð- gjafartækni er vel þekkt í Evrópu, ekki síst í Noregi þar sem henni hefur verið beitt með góðum ár- angri og undanfarna fjóra daga hafa norskir kennarar kynnt tólf íslensk- um ráðgjöfum hana. Ætlunin er síð- an að þessir ráðgjafar beiti tækninni í fyrirtækjum sem verða valin til þess að taka þátt í verkefninu en fyrirtæki geta sótt um þátttöku í því til 12. mars næstkomandi. Verkefnið var kynnt blaðamönn- um í gær en þá lauk ráðgjafarnám- skeiðinu sem markar upphaf verk- efnisins. Ráðgjafaranir tólf sem þátt tóku í námsskeiðinu voru valdir með tilliti til menntunar, starfsreynslu og reynsiu af ráðgjöf og er meðal þeirra að finna fulltrúa frá öilum stærri ráðgjafarfyrirtækjum í land- inu. Þeir munu fá þjálfun hjá erlendu sérfræðingunum til þess að sinna verkefninu sem stendur yfir í átján mánuði og verða reynslufundir haldnir reglulega á því tímabili, þar sem þátttakendur bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum um framvindu mála. í lokin verður síðan haldin ráðstefna þar sem grein verð- ur gerð fyrir árangrinum af verkefn- inu. 15 íslensk fyrirtæki valin Fimmtán íslensk fyrirtæki verða valin til þess að taka þátt í verkefn- inu. Þau þurfa að vera framleiðslu- fyrirtæki af stærðinni 15-250 árs- verk með stöðugan íjárhag, eiga góða vaxtarmöguleika og hafa vilja til þess að innleiða nýja tækni og aðferðir. Hægt er að sækja um þátt- töku til Iðntæknistofnunar til 12. mars næstkomandi, en fyrirtækin fá styrk fyrir langstærstum hluta af kostnaði við ráðgjöfina. Fyrirtækin velja sér ráðgjafa úr framangreind- um tólf manna hópi sem mun síðan á næstu tveimur mánuðum leiða stöðugreiningu í viðkomandi fyrir- tækjum og hafa umsjón með umbót- um. Kristján M. Ólafsson hjá Iðn- tæknistofnun stýrir verkefninu. Hann segir að það sé hugsað fyrir vel rekin fyrirtæki. Það sé ekki um það að ræða að verkefnið beinist að einhveijum vandamálafyrirtækjum. Fara eigi inn í vel rekin fyrirtæki, skoða alla þætti í rekstri þeirra og finna hvar skórinn kreppir. Það sé vel þekkt að þó fyrirtæki séu á yfir- borðinu vel rekin, sé reyndin sú að það sé ýmislegt hægt að gera til að bæta rekstur þeirra. Síðan sé við það miðað að sú þekking sem ráð- gjafinn komi með inn í fyrirtækið verði eftir innan þeirra. Þessi að- ferðafræði hafi skilað mjög góðum árangri í Noregi, en þar hafi reynsi- an verið sú að veltuaukning fyrir- tækjanna hafi verið á bilinu 8-12% meðan á aðstoðinni stóð. Ný tækni taki mið af þörfum fyrirtækjanna Geir Kuvás, annar þeirra tveggja norsku leiðbeinenda sem hér hafa verið til að kynna íslensku ráðgjöf- unum verkefnið og hugmyndafræð- ina að baki, sagði að það beindist að því að gera stjórnendur fyrirtækja meðvitaða um að fjárfesta ekki í nýrri tækni nema ljóst væri að þörf væri fyrir hana og markaðurinn gerði kröfu til hennar. Það yrði að vera ljóst að viðskiptavinirnir væru tilbún- ir til þess að greiða þann aukakostn- að sem tæknin kallaði á og að hún skilaði sér í meiri afköstum. Þannig væri reynt að tengja saman þekkingu og þarfir fyrirtækjanna. Þessi að- ferðafræði, sem ætti rætur sínar að rekja til viðskiptaháskólans í Harvard í Bandaríkjunum, en hefði verið að- löguð aðstæðum í Noregi, hefði skilað mjög góðum árangri þar í landi. Til marks um það væri að veltuaukning fyrirtækja sem þátt hefðu tekið í verkefninu hefði verið á bilinu 10-19% eftir því við hvað væri miðað á sama tíma og aukningin hjá öðrum fyrirtækjum hefði verið um 2%. uppynp Hraðbúðir Olís - Uppgrip eru staðsettar á eftirfarandi stöðum: @ Sæbrautvið Kleppsveg ©. Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ @ Gullinbrú í Grafarvogi @ Langatanga í Mosfellsbæ @ Álfheimum við Glæsibæ ©. Miðbæ í Hafnarfirði Háaleitisbraut við Lágmúla Tryggvabraut á Akureyri Uppgrip eru þægilegar verslanir þar sem þú færð ótrúlega margt fyrir þig, heimilið og bílinn. létfir þér lífiS Útboð á lyfjum sparar 23 millj. ÚTBOÐ á lyijum á vegum Ríkis- kaupa fyrir sjúkrahús spöruðu 23,2 milljónir í útgjöldum á árinu 1996 að því er fram kemur í fréttabréfi Rikiskaupa. Útboðin eru nú orðin fimm tals- ins og eru haldin í samstarfi ríkis og borgar. í upphafi voru einungis Landsspítalinn, Sjúkrahús Reykja- víkur og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með í þessum útboðum, en nú hafa bæst við Sjúkrahúsin á Akranesi og Suðuriandi, auk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. í fyrra voru 34% af heildarlyfja- notkun sjúkrahúsanna boðin út og lækkaði kostnaður vegna staðdeyfi- lylja um 24% og krappameinslyfja um 29%. Þá lækkaði kostnaður við 12 tegundir lyfja sem boðin voru út saman um 19% og 50 lyfja til viðbótar um 9%. SAMNINGUR undirritaður, f.v. eru Sigfús Á. Kárason, fjár- mögnunarráðgjafi hjá Glitni, Páll G. Þórhallsson, forstöðumaður innheimtu- og lögfræðisviðs Glitnis, Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, Benedikt Björnsson, stjórnarfomaður Umslags, Sveinbjörn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Umslags, Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi hjá Þema. Glitnir fjármagnar húsnæði Umslags UMSLAG ehf. og Glitnir hf. undir- rituðu í desember sl. samning um íjármögnun 1 þúsund fermetra at- vinnuhúsnæðis Umslags ehf. í Lágmúla 5. Samningurinn er sá fyrsti sem Glitnir gerir um fjár- mögnun atvinnuhúsnæðis. Fram kemur í frétt frá fyrirtækj- unum að með samningnum hafi Umslag tryggt sér gott leiguhús- næði á þægilegan og fljótvirkan hátt. Húsnæðisþörf félagsins sé fullnægt til framtíðar án þess að það þurfi að binda rekstrarfé sitt. Umslag sérhæfir sig í að setja gögn í umslög og prentun með full- komnustu tækni sem völ er á. Fastir viðskiptavinir Umslags ehf. eru margir, m.a. tryggingafélög og op- inberir aðilar. Þá er þjónusta fyr- irtækisins nýtt af þeim sem senda frá sér markpóst og aðrar fjölda- sendingar. Hjá Umslagi er á þennan hátt gengið frá um 7 milljónum umslaga á ári. Fyrirtækið hefur hefur verið til húsa á Veghúsastíg 7. Hið nýja húsnæði þykir hentar fyrirtækinu vel, sérstaklega með tilliti til aðkeyrslu fyrir póstbílana, sem sækja þangað póst daglega. Glitnir fetar með samningnum inn á nýja braut. Fyrirtækið hefur hingað til sérhæft sig í fjármögnun atvinnutækja og fjármögnun fólks- bíla fyrir einstaklinga og fyrirtæki en nú er áformað að gera samninga um atvinnuhúsnæði við traust fyrir- tæki. Ýmist getur verið um að ræða kaupleigu- eða fjármögnunarleigu- samninga til allt að 25 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.