Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Fá blindir sýn? Kristinn Pétursson skilyrði á brugðust hinir verstu við og beittu óspart hroka og yfirlæti til að gera lítið úr kenn- ingunni. En nú þrem- ur árum síðar, þegar uppsveiflan hefur skil- að sér á íslandsmið í formi mikillar upp- sveiflu í uppsjávar- stofnum (loðna, síld) þá - kemur sérfræð- ingur Hafrannsókn- arstofnunar í uppsjáv- arstofnum fram í fjöl- miðlum og segir okkur að það hafi engin upp- sveifla komið í sjávar- slandsmiðum. (?) HJÁLMAR Vil- hjálmsson fiskifræð- ingur skrifar grein í Verið (Morgunblaðið) 29. janúar 1997um meintan misskilning kollega sinna á Veiði- málastofnun um skyldleika uppsveiflu í Barentshafinu og á íslandsmiðum þremur árum. Mikil vonbrigði eru það að fiskifræð- ingar á Hafró skuli haldnir blindu á um- hverfi sitt eins og kemur fram í grein Hjálmars. Þrír sér- fræðingar Veiðimálastofnunar héldu því fram fyrir þremur árum að uppsveifla í Barentshafínu yrðu að öllum líkindum þrjú ár að skiia sér á íslanasmið. Kenning þessara ágætu manna var vel rökstudd og mér fannst hún merkilegt og gott innlegg í umræðuna. Þá brá svo við að sérfræðingar á Hafró Blindan í þorskveiðiráðgjöfinni Hjálmar beitir þeim rökstuðn- ingi að nýliðun í þorskstofninum hafi ekkert batnað. Það er eins og Hjálmar viti ekki að nýliðunin mælist varla öll fyrr en leyft verð- Betra er að reyna að áætla skekkjuna og vera nær sannleikanum, skrifar Kristinn Pétursson, en að breiða upp fyrir haus og hafa enga hufflnynd um hvar menn eru staddir í myrkrinu. ur að veiða þorskinn og hann skrá- ist inní aflabókhald Hafró.(!) Nýl- iðun mælist líka langtum verr þar sem öfgarnar í veiðistjórninni leiða til þess að smáþorskurinn leitar út um lensportið í sjóinn aftur (!) Blindan virðist mest í þorskveiðir- áðgjöfinni og ráðgjafar vilja ekki sjá að langtum meira er af þorski ISLENSKT MAL FÉLAGI minn í mörg ár, Sverrir Páll Erlendsson, mennta- skólakennari, rýfur nú langa þögn og sendir mér bréf af venju- legum röskleika. Bréfið er í fjór- um liðum og setur umsjónarmað- 4 ur stundum fáein orð frá sjálfum sér á eftir efnisatriðum, ef hon- um þykir ástæða til. Enn skal bréfriturum þakkað að standa vörð um íslenskt mál og halda uppi þessum þætti. Jafnframt er ítrekað að þættinum hefur aldrei verið ætlað að vera dómstóll, heldur vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Að svo mæltu fær Sverrir Páll orðið: „Mig langar til að nefna við þig fáein atriði um islenskt nú- tímamál. Þau eru mismerkileg, en hafa samt haldið fyrir mér vöku að undanförnu. I. í fyrsta lagi hefur lengi kvalið mig afar vond og að mínu skapi vitlaus regla sem mig grunar að einhver sérvitringur hafi hand- smíðað og þröngvað inn á frétta- fólk. Þetta er trúlega orðað eitt- hvað á þá leið að orð sem leidd eru af þjóðaheitum megi aldrei enda á -ani eða -anskur nema heiti þjóðarinnar endi á -an. Með þessari reglu má maður vera Japani og vera japanskur. Gott er það út af fyrir sig. En á sama tíma virðist bannað að maður, sem áratugum, eða öldum saman hefur verið Mexíkani og mexík- anskur, fái að halda áfram að vera það. Frá því þessi óregla var látin vaða uppi hafa menn verið að reyna að taka sér í munn alls kyns óyrði yfir þetta ágæta fólk, mexíkóskur (!!!), Mexíkói (skelfílegt) eða Mexíkómaður, sem er í sjálfu sér nothæft orð. Svipaður vandræðagangur hefur ríkt um það ágæta fólk sem byggir Kúbu. Þar er reynt að fjasa um Kúbverja (!!!), Kúbu- menn (sem er út af fyrir sig nothæft orð) og að þeir sem þar búa séu kúbverskir (þeir skyldu þó ekki vera frá Kúbveijalandi!) eða jafnvel kúbskir (!!!). Af hveiju má ég ekki éta mex- íkanskan mat? Af hveiju mátti Ási í Bæ ekki yrkja um Mexíkana- hatt? Af hveiju má ég ekki hlusta á kúbanskan djass? Er kannski líka bannað að vera Ameríkani? Umsjónarmaður Gísli Jónsson 889. þáttur Aðalspurningin er kannski þessi: Hvaða vit er í því að hand- stýra málinu með þessu móti og algerlega að tilgangslausu? Venjulegir íslendingar eru smátt og smátt farnir að trúa að það sé rangt að segja Mexíkani og kúbanskur. Viltu ekki standa með mér og slá þessa óreglu af?“ [Umsjónarmaður vill það ekki. Hann hefur alltaf verið á Árna Böðvarssonar-línunni í þessu efni, sjá Orðalykil hans. Er til einhver millivegur? Eða sam- komulagsgrundvöllur?] „II. Ég brá mér burt af landi í næstum heilt ár. Mér fór að vísu ekki eins og manninum sem fór í mánaðarferð til útlanda og skildi ekki málið þegar hann kom heim. Hins vegar þótti mér margt breytt þegar ég fékk að heyra íslensku á ný. Mest undr- aðist ég þó á öllu þessu aðkomu- fólki sem sagt var frá í annarri hverri frétt fjölmiðla. Svo og svo margir komu að þessu, og ein- hveijir höfðu komið að hinu. Bókstaflega allir voru sí og æ að koma að. Allt í einu kviknaði á týrunni og ég sá að hér var komin ný tíska. Og hún hefur leyst af hólmi marga gamla leppana. Nú heyr- ist varla lengur að einhveijir taki þátt í, eigi hlut að, fylgist með, vinni að, vinni með, vinni saman, eigi aðild, leggi hönd á plóg, eða komi til liðs við einhvern. Nei. Nú er þetta orðið svo Ijómandi einfalt. Menn bara koma að og þess vegna eru allir meira og minna orðnir aðkomumenn, sem hlýtur að vera nýja orðið yfir þátttakendur. En er þetta ekki óþarfaeinhæfni?" [Jú, það finnst umsjónar- manni.] „Þar fyrir utan er allur fjand- inn orðinn sjálfbær, og ég veit ekki alveg hvað það er. Kannski ær og kýr séu sjálfbærar ef ekki þarf að hjálpa til við burðinn.“ [Já, því ekki það. Og nú verð- ur umsjónarmaður að vitna í þætti 853, 857 og 859.] „III. Fyrir svo sem fimm eða tíu árum þekktist á íslandi orðasam- bandið á bak við eða einfaldlega bak við, stundum skrifað bak- við. Þetta virðist nú horfíð úr málinu, að minnsta kosti í fjöl- miðlum. Nú segja fréttamenn hver um annan þveran: Fyrir aftan þetta hús. Hér fyrir aftan mig... Kústurinn er fyrir aftan hurðina. Ég hef meira að segja heyrt sagt: Myndin datt fyrir aftan skápinn! Ég hefði trúlega sagt upp fyrir. IV. Mjög algengt er, þegar fólk telur upp einstaklinga í hóp, sem það er sjálft hluti af, að það segi: Þarna voru ég, Nonni, Sigga, Gunni Sveins og pabbi. Svona upptalning er röng, skv. uppeldi mínu og frumskólanámi (kannski það sé partur af því sem Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála kallar GRUNN- FÆRNI!). Mér var kennt í bernsku að það væri dónaskap- ur, þegar maður segði frá hóp, að telja sjálfan sig fyrstan. Það væri sjálfsögð tillitssemi við aðra og sjálfsagt lítillæti að nefna sjálfan sig ævinlega síðastan i hóp. Segja: Þarna voru Nonni, Sigga, Gunni Sveins, pabbi og ég. Ég held að Sigurður Þórar- insson hafi verið sama sinnis þegar hann orti: Þar voru Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á Goðan- um og Denni í Efstabæ - og einnig ég. Mér finnst alveg mega kynna fólki þessa reglu. Ég hef reynt það í skólanum mínum, en satt að segja þykir furðumörgum unglingum svona fornaldarkurt- eisi hálfgerð gríska. Með bestu kveðju.“ ★ Þjóðhildur þaðan kvað: Lagði Tryggvina stundir á tónverkið og Tobias fíktist á sjóverkið, en Ásgautur sleggja vildi undir sig leggja „allt heila heilvítis móverkið". Auk þess kváðu forsetningar vera vondar samkvæmt skil- greiningu, því að þær „stýra falli“. En Samúel Örn Erlingsson fær stig fyrir að segja: „von Griinigen renndi sér af öryggi.“ Hugsið ykkur smekkleysuna og lágkúruna, ef hann hefði sagt „skíðaði“ niður brekkuna. en bókhald þeirra segir til um. Þorskstofninn hér við land er nú trúlega 1,2 milljón tonna en ekki 700 þúsund eins og Hafrann- sóknastofnun heldur fram. Rökin fyrir því eru hérumbil svona: Skekkjur í stof nstær ðar mati 1. Hent er a.m.k. 50 þúsud tonnum af þorski (og landað fram- hjá) árlega. Þetta veldur skekkju í stofnstærðarmati upp á a.m.k. 150 þúsund tonn þar sem þessi afli kemur ekki fram í aflabók- haldi Hafró. 2. Mælingin „þorskafli á út- haldsdag“ togara er snarvitlaus vegna þess að skipstjórar forðast þorsk meira með hveiju árinu. Hvað yrði sagt um smiði sem brytu einn part af tommustokknum á ári og þegar tveir bútar væru eft- ir notuðu þeir stubbinn áfram sem 100 cm. Þarna er skekkja til stækkunar stofnsins um jafnvel 100 þúsund tonn. 3. í þriðja lagi hefur verið vax- andi uppsveifla í uppsjávarstofn- um sl. tvö ár og þorskstofninn braggast langtum betur en áætlun gerir ráð fyrir af þeirri ástæðu. Þarna áætla ég vanmat upp á 250 þúsund tonn sem þorskstofninn hefur stækkað umfram bókhald Hafró vegna aukins fæðuframboðs (minnkandi sjálfáts) og betri um- hverfisskilyrða. Munar um 500.000 tonnum Þannig áætla ég að skekkja sé í stofnstærðarmati þorsks um 500 þúsund tonn nú. Betra er að reyna að áætla skekkjuna og vera nær sannleikanum en að breiða upp fyrir haus og hafa enga hugmynd um hvar menn eru staddir í myr- krinu. Auðvitað mætti auka þorskkvótann nú þegar um 125 þúsund tonn án nokkurrar áhætta. Áhættan er aðallega - að mínu mati - stórvarasamt reiknilíkan sem heitir ýmist „fískihagfræði“ eða „stærðfræðilega fiskifærði" og átti að mínu mati stærstan þátt í að rústa þorskstofninn við Kanada. Þetta get ég rökstutt og er augljóst ef gögn þaðan eru skoðuð. Barentshaf Snúum okkur að Barentshafinu. Fyrir nokkrum árum töldu físki- fræðingar á norsku Hafró að þorskstofninn þar væri langtum minni en sjómenn héldu fram - (svipað og hér við land í dag). Þá var gerður út leiðangur til að berg- málsmæla þorskstofninn þar og í þeirri mælingu mældist meira en helmingi meiri þorskur en „bók- hald“ norsku Hafró sagði til um. Ráðgjafar hjá norsku Hafró stein- þögðu yfir þessu fyrst. Duglegur blaðamaður hjá „Fiskaren“ komst í málið og allt sprakk framan í ráðgjafana. Einn þorskasérfræðingur á ísl. Hafró skrifaði þá kjallaragrein í DV og hneykslaðist á því að „ósvífinn blaðamaður hefði komist yfir inn- anhússplagg hjá norsku Hafró“. Hvern andsk ... varðar þjóðina um stærð þorskstofnsins (?). Þetta er „innanhússmál" á Skúlagötu 4, ekki satt (??!!). Hvað varðar þjóðina um það ef ráðgjöfin er tóm della. „Ríkið, það er ég,“ sagði Loðvík fjórtándi. Eftir mikið fjölm- iðlafár í Noregi í kjölfar fréttarinn- ar í „Fiskaren" neyddust ráðgjafar í Noregi til þess að viðurkenna að stofninn væri mun stærri en þeir töldu og þá komu menn með aðals- merkið; - hrokann - og fullyrtu að þetta væri „árangur af upp- byggingunni11 (svipað og hér nú) og þú mátt auka kvótann sem „árangur af uppbyggingunni“ (!!!). Sjálfsblekking Fullyrðingar um að stækkun þorskstofns hér við land nú, sé „árangur af uppbyggingunni“ er algjör sjálfsblekking. Þó menn geti ráðskast með ýmislegt að geðþótta á Skúlagötu 4, þá stjórna menn ekki sjávarskilyrðum, eða gangi himintungla. Kjarni málsins virðist vera sá að náttúran virðist aðlaga sig að aðstæðum. Ef við veiðum mikið framleiðir náttúran mikið - ef við minnkum veiði - þá virðist náttúran draga úr fram- leiðslu. Gögn um þorskstofna benda til þess að aðallega gangi þetta svona fyrir sig. Enginn vissi fyrir þremur árum að uppsveifla myndi verða nú í sjávarskilyrðum. Hvernig hefði farið fyrir þorsk- stofninum hér ef niðursveifla hefði ríkt hér sl. 3 ár? Trúlega svipað og við Labrador. Sagan þaðan er skelfileg. Þar virðist hafa farið saman þorskfriðun og léleg um- hverfisskilyrði og stofninn hrundi. Reiknimódelið (stærðfræðileg fiskifræði) tekur ekkert tillit til umhverfisþátta. Vaxtarhraða er enginn gaumur gefin til stjórnunar eins og grundvallaratriði í fiskilíf- fræði gera ráð fyrir. Ég á eftir að minna ráðgjafa margoft á þessa sögu. Hvernig fór í Barentshafinu 1983-1985 við mikla nýliðun, samfara niðursveiflu í umhverfis- skilyrðum og mikilli fiskvernd (??). Vaxtarhraði hrundi og allt klúðr- aðist hjá ráðgjöfum. „Stærðfræði- leg fiskifræði“ (uppbygging fiski- stofna) virðist hafa klúðrað dæm- inu í þessum tveim tilvikum með gífurlegri niðursveiflu í vaxtar- hraða og stofnstærð. Síðan þegar náttúran fer að jafna sig eftir áfallið eða umhverfisskilyrði batna er „uppbyggingin að skila ár- angri“. Hvílík blinda (!). Berja höfði við steininn Að lokum þetta: Því lengur sem ráðgjafar í „stærðfræðilegri fiski- fræði“ berja höfðinu við steininn og neita að viðurkenna að reynslan af ráðgjöfinni geti verið stórhættu- leg (sbr. Kanada) því stærri verður skandallinn þegar tjaldið fellur. Þessi della tekur enda eins og aðrar slíkar dellur. Fyrir 300 árum héldu menn því fram að jörðin væri flöt „samkvæmt bestu ríkj- andi vísindalegri þekkingu“. (Kannast menn við textann (?). Við fjölmiðlamenn vil ég segja: Kynnið ykkur muninn á stærð- fræðilegri og líffræðilegri fiski- fræði (fiskilíffræði) og - kynnið ykkur svo söguna í ráðgjöfinni við ýmsa þorskstofna í Atlantshafinu. Sumir fjölmiðlamenn koma fram eins og þeir séu blaðafulltrúar fyr- ir tískubóluna „stærðfræðilega fiskifræði" (fiskihagfræði), - en að „líffræðileg fiskifræði" (fiskilíf- fræði) sé einhver „drullupolla- speki“ sem eigi bara við um heiða- vötn. Mér finnst að fjölmiðlar séu skyldugir til þess að fjalla efnis- lega um líffræðilegu sjónarmiðin. Það hafa þeir lítið gert. Helst hef- ur ríkisútvarpið reynt að fjalla um málið. Þau miklu fræðilegu átök sem í reynd eru milli fræðimanna um þessi málefni eru verðugt umijöllunarefni. Hvor kenningin stenst betur í ljósi reynslunnar? Ég hef kynnt mér þessi málefni og niðurstaðan er sú að líffræðileg grundvallaratriði hafi gjörsamlega verið sniðgengin við fískveiðiráðg- jöf á Skúlagötu 4. Fiskveiðistjórn- un sem styðst við „vísindi" sem virðist hæpna stoð eiga í veruleik- anum hlýtur að vera afskaplega alvarlegt mál. Er allt kvótabraskið og ofstjórnin á misskilningi byggt? Hafa alþingismenn látið plata sig á misskildum forsendum? Fólk missir vinnuna í stórum stíl og fiskvinnsla í landi er að leggjast af. Ég vona að það fari að styttast í að blindir fái einhveija sýn. Að lokum er hér vísa eftir Pál Ólafsson sem hann orti eitt sinn er hann kom úr lélegum róðri: Það er engan þorsk að fá, í þessum firði. Þeir eru landi allir á, og einskis virði. Höfuudur er fiskverkandi. C: < ( ( ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.