Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ A. landamær- um St/arta- Krahhlands Það vakti óskipta athygli þegar fréttir bár- ust af því að ungt íslenskt tónlistarfólk hefði sest á skólabekk í listaskóla í Liver- pool. Þóroddur Bjarnason brá sér til borg- arinnar og grennslaðist fyrir um hvað þau Heiðrún Anna Björnsdóttur tónlistarnemi ist Björn, sposkur á svip, hafa rekist á Paul McCartney fyr- ir nokkru. „Ég rakst á hann á ganginum. Ég nikkaði til hans og hann virtist kannast við mig en ég var nú ekkert að trufla hann frekar. Okkur er upp- álagt að vera ekkert að abbast uppá þetta fólk ef það kemur í heimsókn. Sting er til dæmis vænt- anlegur með vorinu." Fame" shál- ínn HeiÖRÚNa “Jornsdótti °£ Rjörn Jön, 'ndiir 'riðbjó+^bIaðiM>ón Jornsso„. ór°ddur og Björn Jörundur Friðbjörnsson leiklist- arnemi eru að gera í „poppskólanum“, sem í daglegu tali er kenndur við Bítilinn Sir Paul McCartney. 1KÓLINN stendur uppi á |hæð, skammt frá brautar- 'stöðinni í Liverpool, í skjóli hinnar glæsilegu dómkirkju borgar- innar, Liverpool Cathedral. í þess- ari borg ólust Bítlarnir upp og þama er heimavöllur hins sigursæla knattspymuliðs Liverpool, Anfield Road. Það var öll vitneskjan sem blaðamaðm- hafði í farteskinu þegar hann steig upp í lestina á leið til borgarinnar. nauðsynlegt á stað þar sem fólk á að geta numið allt er lýtur að skemmti- bransanum. Kannski er það satt sem skólastjórinn, Mark Feather- stone Witty, sagði síðar í samtali við blaðamann, að það væra forréttindi að fá að sitja þar á skólabekk. PappsU.nli l\lý DansUrar Erænmeti ag raUUstjarnur í matsal skólans er boðið upp á grænmetisfæði að hætti Lindu og Pauls McCartney. Eftir að blaða- maður hafði snætt í salnum, sem er kirfilega skreyttur myndum af popp- og rokkstjömum, fór hann með þeim Heiðrúnu Önnu og Birni Jörandi í skoðunarferð um skólann. Þriðji landinn, Jón Jónsson, var vant við látinn í þetta skiptið en hann stundar nám á tæknibraut. Ferðin var ekki siður mikið ævintýri fyrir íslenska námsfólkið enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fá aðgang að öllum krókum og kimum skólans því öryggisgæsla í skólan- um er ströng og aðgangskort þarf að öllum dyram. Skólinn er vissulega glæsilegur. Hvert hljóðverið öðra fullkomnara og vel tækjum búinn. Tölvukostur er hér ríkulegur, næg kennsluher- bergi virðast vera í skólanum og nemendur geta gengið að litlum æf- ingaherbergjum sem búin era hljóð- færam. Stórt leikhús er inni í bygg- ingunni og þar er allt til alls enda Nemendur vora nýbúnir að fá einkunnir úr jólaprófum í hendum- ar. Blaðamaður krafðist þess að fá að sjá svart á hvítu hvemig fyrsta önn íslendinganna hefði gengið og þeir vora mjög fúsir til þess enda einkunimar í háu meðallagi. „Ég hef ekki komið nálægt námi í níu ár, svo ég er bara mjög ánægður. Það er bara mesta furða. Eftir grannskóla hef ég einungis útskrifast úr popp- skóla Ný Dönsk,“ segir Bjöm og hlær. Þau verða, líkt og aðrir „fátækir“ námsmenn að sætta sig við að búa í ódýra húsnæði og það er einkum að finna í skuggahverfum borgarinnar, sem reyndar era steinsnar frá skól- anum. „ Við búum eiginlega á landa- mæram Svarta-Krakklands,“ segir Bjöm Jörandur og brosir og kvaðst vera að flytja lengra inn í „slömmið“ á næstunni. Heiðrún var nýflutt inn í nýja íbúð og sagðist vera að leita sér að rimlum til að setja fyrir svefnher- bergisgluggann, allur er varinn góð- ur. Þau segja að mikið sé um að vera í borginni og næturlíf gott enda era góðir háskólar á staðnum og mikið af námsfólki sem sækir þá. Líkt og í öðram enskum skólum á háskólastigi eru skólagjöld fyrir nemendur utan landa Evrópu- bandalagsins mjög há í LIPA, eða um 800.000 krónur á ári. Blaðamann fýsti því að vita hvort þeim þætti námið við skólann peninganna virði. „Það er spuming,“ segir Heiðrún. „Mér finnst það vera pínu- lítið blóðugt hve þetta er dýrt. Það er ekkert vist að maður hafi efni á því að vera héma meira en eitt ár en kannski fær maður styrk eða eitt- hvað svoleiðis til að hjálpa sér áfram, annars lætur maður bara eitt ár duga í bili.“ „Mér finnst námið vera þess virði því það er svo gott að skipta um um- hverfi og prófa að búa annarsstaðar en á Islandi," segir Bjöm sem ætlar að vera þama næstu þrjú árin hvað sem það kostar. Aðstaðan í skólan- um er frábær, að hans sögn, til allra verka og kennslan góð. Heiðrún Anna er í tónlistarnámi og segir námið taka yfir vítt svið, jafnt tón- fræði, upptökustjóm, sem lagasmíð- ar og söngnám. „Síðan get ég valið mér dans og leiklist og þvíumlíkt og bætt því við mig.“ Mikið er lagt upp úr því að tónlistamemar eins og Heiðrún semji lög og þá era verk nemenda gagnrýnd ásamt því sem dæmt er eftir hvemig verkið er flutt og hvernig sviðsframkoman er en nemandinn þarf þá að setja saman hljómsveit og æfa hana upp. Heiðrún hefur nokkra reynslu af vinnu sem þessari og er einkum þekkt fyrir söng sinn með hljóm- sveitinni Cigarette en hún og kær- asti hennar Einar Tönsberg starf- rækja þá hljómsveit og hafa gefið út plötu undir hennar nafni. „Ég er svo miklu yngri en Bjössi," segir Heiðrún og hlær og segir þvi af- rekaskrá sína ekki eins fjölbreytta og Björns. Hún bendir þó blaða- manni á reynslu sína af leiklist en hún lék í bíómyndinni Nei er ekkert svar. Björn hefur töluverða reynslu af tónlist, með hljómsveitinni Ný Dönsk, sönglagasmíð fyrir leikrit og útgáfu eigin sólóplatna auk þess sem hann hefur leikið töluvert á sviði og í bíómyndum. En af hverju ákvað hann að einbeita sér nú að leiklistinni. „Mér finnst bara leiðinlegt að læra tónhst. Mér finnst einungis gaman að búa hana til og spila hana. Aftur á móti vissi ég lítið um leiklist og finnst gaman að leika og ákvað þvi að fara í leiklistarnám. Námið á mjög vel við mig, þetta er líkamleg vinna, mikil hreyfing og átök.“ „Þarftu þá eldd að stunda líkams- rækt? „Jú, ég þyrfti nú að gera það. Svo er maður látinn dansa og svoleiðis. Það er allt í lagi á meðan maður dettur ekki og meiðir sig,“ segir Björn, sem fær að eigin sögn í raun tvöfalt út úr veranni í skólanum þar sem hann getur stundað tónlistina samhliða. Hvemig tóku menn því þegar þið hurfuð af íslensku sjónarsviði einn góðan veðurdag og settust á skóla- bekk? _ „Flestir hafa bara tekið því vel. Ég veit þó ekki hvemig ég á að taka því,“ segir Bjöm og skellir upp úr. „Ég hef ekki fengið neitt nema já- kvæða strauma, maður verður bara að minna reglulega á sig heima því þrjú ár era langur tími fjarri þess- um bransa. Ég er til dæmis að spá í að gera plötu með Jóni Ólafssyni fyrir næstu jól.“ Pessi ár Uama aidrei til baUa IMiUUaði Paul „Mér finnst fínt að hverfa í smá- tíma,“ segir Heiðrún, „en er þó ekk- ert að flíka þessu námi.“ „Það er líka viðhorfið hjá mörgum poppurum sem era búnir að brjótast í gegnum lífið sjálfir án menntunar. Þeim finnst poppnám þá hálfgert húmbúkk. Ég finn þó lítið íyrir því gagnvart leiklistinni því það er al- mennt viðurkennt nám,“ segir Bjöm. Aðspurð hvort þau hefðu hitt eitt- hvað af frægu fólki í skólanum sagð- Blaðamaður vill vita hvort skólinn minni þau eitthvað á Fame-þættina og samnefnda bíómynd sem skólastjóri skól- ans hafði til hliðsjónar þegar hugmyndin um skólann var að mótast, en þættimir fjölluðu einmitt um ungt fólk í listaskóla og heilluðu margan unglinginn. Heiðrún og Björn segja skólalífið ekkert í líkingu við þættina. „Það fer ekkert jafnmikið í taugarnar á mér og þegar faiið er að segja að maður sé i einhverjum „Fame“ - skóla, þá vil ég helst ekkert kannast við að vera héma,“ segir Bjöm. Vitandi það að skóhnn mun kannski styðja við bakið á ykkur þegar þið klárið, er þá ekki freist- andi að reyna fyrir sér í Englandi? „Maður veit náttúrlega ekkert ennþá í hvaða sambönd maður kann að komast í á þessum tíma hér en auðvitað er það freistandi." Heiðrún: „Ég er þegar búin að setja mér fimm ára plan og ég er að vinna að því að koma mér áfram. Ég er með ýmis járn í eldinum og er þegar farin að skoða möguleika á að koma mér áfram hér ytra.“ Stofnandi skólans og stjórnandi hans, Marks Featherstone-Witty, gaf sér tíma til að hitta blaðamann og segja honum frá skólanum og rekstri hans: „Það er einstakt tækifæri fyrir nemendur að geta komið hingað og eytt þremur áram í að hugsa ein- ungis um sitt áhugamál og undirbúa starfsferil í skemmtanabransanum, án þess að kröfur samfélagsins hvíli á því. Því hvet ég nemendur til að nýta tímann vel því þessi ár koma aldrei til baka.“ Árið 1998 munu fyrstu nemend- umir útskrifast frá skólanum og segist Witty spenntur að sjá hvernig þeim á eftir að reiða af úti í hinum harða heimi en hefur þó trú á að þeir séu vel undirbúnir enda leggur skól- inn áherslu á að nemendumir hafi innsýn í flest það sem snýr að skemmtanaiðnaðinum, allt frá skipulagi og stjómun, að listræna þættinum sjálfum. „Ég er bjartsýnn Hvernig er hægt að þekkja lystarstol? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Hvemig getur maður þekkt hvort unglingur er með vott af lystarstoli og hvemig á maður að bregðast við ef maður hefur gran um að svo sé? Hvað veldur því að fólk, og þá einkum ungar stúlkur, grípur til slíkra örþrifaráða að svelta sig? Svar: Lystarstol (anorexia ner- vosa) er sjúkdómsástand sem kem- ur fram í því að viðkomandi neytir ekki matar nema í mjög takmörkuð- um mæli og léttist úr hófi fram. Al- gengast er að þetta komi fram hjá unglingsstúlkum á gelgjuskeiði, sjaldan hjá yngri telpum og konum yfir 25 ára aldri, og afar sjaldan hjá piltum. Þessu fylgir mikill ótti við að fitna, jafnvel þegar þyngd er orð- Listarstol in langt undir eðlilegum mörkum, og afneitun á heilsufarslegum af- leiðingum sveltisins. Sjálfsmyndin verður óhóflega mótuð af útliti og vaxtarlagi og líkamsmyndin getur jafnvel brenglast og dómgreind á eigið útlit raskast. Kennimörk og fylgifiskar lystarstols eru nokkrir að öðra leyti. Ofvirkni er algeng, viðkomandi hreyfir sig meira en gengur og gerist og stundar líkams- rækt í óvenju miklum mæli. Tíða- teppa er mjög algeng, sömuleiðis svefntraflanir. Viðkomandi er venjulega mjög vandfýsinn á mat og mjög nákvæmur um hvað hann læt- ur ofan í sig. Hungurtilfinning er sljóvguð. Oft framkalla lystarstols- sjúklingar uppköst til að tryggja sveltið betur. Ymsar tilgátur era um orsakir lystarstols. Sumir sem aðhyllast djjúpsálfræðilegar skýringar vilja líta svo á að svelti hjá ungum stúlk- um beri vott um tregðu við að verða fullorðinn og einkum ótta við að ná kynþroska og eiga kynferðisleg samskipti við aðra. Tilgangurinn sé að vera áfram bam. Sjálfsímyndin er því röskuð og meðhöndlun beinist að henni. Aðrir benda á hve matar- venjur era ríkur þáttur í uppeldi og samskiptum foreldra og bama, í sumum fjölskyldum er ofuráhersla á þennan þátt. Að neita að borða get> ur þvi verið viss uppreisn gegn for- eldram, en kallar jafnframt á at- hygli þeirra. Lystarstol bendir alltaf til þess að tilfinningalegir erfiðleikar liggi að baki og að það sé einkenni um hugsýki, og reynt hefur verið að vinna úr þessum erfiðleikum með sálfræðilegum aðferðum. Aðrir leggja meiri áherslu á hin ytri ein- kenni og hvemig atferlið hefur mót- ast af utanaðkomandi samfélagsleg- um áhrifum. Einkum á þetta við á undanförnum áram og áratugum, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á heilsurækt og grannur vöxtur stúlkna hefur verið í tísku. Þrýsting- urinn frá þeirri ímynd sem popp- stjömur, kvikmyndadísir og tísku- sýningarstúlkur gefa frá sér er mjöi sterkur og nægir vafalaust oft til að brengla sjálfsímynd ungra stúlkna, sem eiga í erfiðleikum með að finna sjálfar sig. Lystarstol hefur bæði verið með- höndlað með djúpsálfræðilegum að- ferðum í samtalsmeðferð, en atferl- ismeðferð er einnig einkar árang- ursrík í mörgum tilvikum. Þá bein- ist athyglin að matarvenjunum með fræðslu og umbun fyrir heppilegar venjur og aukna líkamsþyngd. Einnig er reynt að hafa áhrif á hugsanagang og styrkja rökréttar og jákvæðar hugsanir varðandi útli' og vöxt. Gerð er áætlun um hvaða markmiðum skuli náð og á hve löng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.