Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 19 VIÐSKIPTI Arðsemi hlutabréfa LVvar50,3% 1996 ARÐSEMI hlutabréfaeignar Lífeyr- issjóðs verslunarmanna var 50,3% á síðasta ári og ef litið er til heildararð- semi hlutabréfaeignar sjóðsins á sautján ára tímabili frá ársbyijun 1980 til ársloka 1996 kemur fram að árleg raunávöxtun hefur numið 14,3%. Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti hlutafé fyrir 382 milljónir króna á síðasta ári eða fyrir um 5% af heildarfjárfestingum sjóðsins sem numu rúmum 7,7 milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar voru keypt hlutabréf fyrir 42,5 milljónir króna á árinu 1995 eða fyrir 0,7% af heild- arijárfestingum ársins. Keypt voru hlutabréf í sautján félögum í fyrra. Þar á meðal keypti sjóðurinn hlutabréf í Aflvaka hf., íslenskum sjávarafurðum hf., Plast- prenti hf., og Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda hf., en sjóðurinn átti ekki fyrir hlutabréf í þessum félögum. Þá voru seld hluta- bréf í tuttugu félögum í fyrra sam- tals að upphæð 443 milljónir króna. Markaðsverðið hærra Samkvæmt upplýsingum Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er samkvæmt fjár- festingarstefnu sjóðsins hlutabréfa- eignin metin að þremur fjórðu hlut- um á framreiknuðu kostnaðarverði og að einum ijórða hluta á markaðs- verði. Bókfært verð hlutabréfaeign- ar sjóðsins um síðustu áramót nam 2.043 milljónum króna sem er 4,5% af heildareignum sjóðsins, en þær numu tæpum 45,5 milljörðum króna um áramótin síðustu. Ef verðmæti hlutabréfanna er reiknað miðað við markaðsverð á hlutabréfamarkaði um áramótin hækkar það um þriðj- ung og nemur 2.917 milljónum króna sem er 874 milljónum hærra en bókfærða verðið. Verðmæti hlutafjár sjóðsins er mest í íslandsbanka rúmar 540 milljónir króna, en sjóðurinn á 10,4% eignarhlut í bankanum sam- anborið við 10% í lok árs 1995. Hlutfallslega á sjóðurinn hins vegar mest í Þróunarfélagi íslands 12% eða bókfært tæpar 130 milljónir króna. Aðrir stórir eignarhlutir eru í Eimskipafélagi íslands þar sem bókfærður eignarhlutur er 326 milljónir króna, í Flugleiðum þar sem hann er 263 milljónir króna og Olíufélaginu hf., þar sem hann er 107 milljónir króna. Hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs verslunarmanna gnarhl. ífél. % 1996 Hlutabréfaeign Eignarhl. bóklært vero í fél. 31.12.1996 1995 Hlutabréfaeign E bókfært vero 31.12.1996 íslandsbanki Þús.kr. 541.220 10,4 419.192 10,0 Eimskipafélag íslands 326.232 3,7 285.977 4,1 Fluglelðir 262.842 5,3 219.493 6,2 Þróunarfélag íslands 129.761 12,0 114.722 12,7 Olíufélagið 107.465 2,8 91.068 3,2 Útgerðarf. Akureyringa 98.687 2,5 68.411 2,8 SÍF 95.164 4,8 0 0,0 Grandi 84.773 2,3 84.259 3,2 Skeljungur 80.003 3,1 67.233 3,1 Eignarhaldsf. Alþýðubankinn 74.084 7,7 66.579 7,6 Olís 52.276 2,5 35.017 2,4 Plastprent 28.395 2,3 0 0,0 Síldarvinnslan 27.222 1,3 24.221 3,1 Haraldur Böðvarsson 25.189 1,1 32.059 3,0 íslenskar sjávarafurðir 24.679 0,6 0 0,0 Hampiðjan 21.227 2,7 12.595 3,5 Jarðboranir 19.442 3,4 16.364 3,4 Aflvaki 15.000 10,1 0 0,0 Þormóður rammi 9.279 0,4 4.203 0,7 Máttarstólpar 6.923 9,3 6.923 9,3 Skinnaiðnaður 6.827 2,2 6.000 2,8 Samskip 3.340 0,4 3.930 0,4 Sjóvá-Almennar 2.798 0,1 3.857 0,2 Ármannsfell 416.7 0,4 463 0,4 Marel 0 0,0 7.738 3,6 Tollvörugeymslan 0 0,0 2.889 0,4 Skagstrendingur 0 0,0 3.817 4,3 Samtals 2.043.244 1.577.008 Afkoma Skýrr hf. varð lakari í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir Tapið 71 milljón króna TAP Skýrr hf. nam alls um 71 millj- ón króna á síðasta ári, en hagnaður fyrirtækisins árið áður nam 6,6 millj- ónum króna. Þetta er meira tap en áætlað var, en Stefán Kjærnested, forstjóri fyrirtækisins áætlaði að það yrði á bilinu 60-65 milljónir króna í frétt í Morgunblaðinu nýlega þar sem greint var frá útboði á 51% eign- arhluta í fyrirtækinu. Rekstrartekjur fyrirtækisins á síð- asta ári voru 746 milljónir króna en höfðu verið 720 milljónir króna árið áður _og hækkuðu því um 4% milli ára. í ársskýrslu fyrirtækisins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er í þessu samhengi bent á að véla- taxtar Skýrr hafi lækkað um 10% frá árinu 1989. Rekstrargjöld án fjármagnsgjalda námu 785 milljónum króna og hækk- uðu um 76 milljónir króna frá árinu 1995 þegar rekstrargjöldin voru 709 milljónir króna. Rekstargjöldin hækka þannig um 11% og er megin- skýringarnar sagðar þær að laun og launatengd gjöld hafi hækkað um 55 milljónir króna eða 15%. Það megi rekja til fjölgunar starfsmanna og breytinga á launum þegar Skýrr var breytt í hlutafélag. Annar rekst- arkostnaður hækkaði um 12,7 millj- ónir króna eða 15% og afskriftir hafi hækkað um 20 milljónir eða 33% vegna niðurfærslu á ýmsum eigum. Þá kemur fram að fjármagnsgjöld hafi verið um 39 milljónir króna, en hafi verið 10,8 milljónir árið 1995. Hækkunin sé 28 milljónir króna og megi rekja skýringuna til þess að við breytinguna í hlutafélag hafi fyrirtækið gefið út skuldabréf til eig- enda sinna vegna eftirlaunaskuld- bindinga að fjárhæð tæpar 267 millj- ónir króna. Um 140 starfsmenn voru að jafn- aði hjá Skýrr á síðasta ári og fjölg- aði um 15 sem einkum má rekja til margmiðlunarverkefna og ijármála- stjórnunarkerf a. V eltufj árhlutfall var í árslok 1,11 og handbært fé um 41,5 milljónir króna. Eiginfjár- hlutfall í árslok var um 27%. Skýrr hf. hét áður Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar og er að helmingi í eigu ríkisins og Reykja- víkurborg og Rafmagnsveitur Reykjavíkurborgar eiga sinn fjórð- unginn hvor aðili. Nýlega var starfs- mönnum síðan seldur 5% eignarhlut- ur í fyrirtækinu á genginu 1,3 og seldist það hlutafé upp á skömmum tíma. Nú stendur yfir fyrri áfangi í útboði á 51% hlutafjárins í Skýrr og rennur frestur til að skila inn tilboð- um út þann 14. mars nk. 26,3% í Glóbusi- Vélaveri til sölu VIÐSKIPTASTOFU íslandsbanka hf. hefur verið falið að selja 26,3% hlutafjár ' í fyrirtækinu Globusi- Vélaveri hf. Um er að ræða bréf að nafnvirði 26,2 milljónir króna sem bankinn á sjálfur, en upplýs- ingar lágu ekki fyrir í gær um hvernig þau komust í hans eigu. Globus-Vélaver hf. var stofnað í ársbyrjun 1995 þegar Globus hf. var klofið upp í tvö sjálfstæð hluta- félög. Globus-Vélaver tók við rekstri véladeildar, en heildsölu- deildin var áfram í gamla hlutafé- laginu. Hluthafar í Globusi-Vélaveri voru Globus hf., hópur lífeyris- sjóða, fyrirtæki og einstaklingar sem m.a. voru stjórnendur og lyk- ilstarfsmenn fyrirtækisins. Það hefur haft umboð fyrir Zetor, Ford, Fiat-dráttarvélar ásamt umboðum fyrir vinnuvélamerkið JCB, Alfa Laval mjaltavélar, lyft- ara og nokkur merki heyvinnu- véla. Morgunblaðið/RAX IHHHI ilipffel é tmWrn \ Jmx ÍzmMmfflr** ■■ -JéL I. WML T1 li "<fsm jfijl 35 fyrirtæki á kaupstefnu í NUUK HÓPUR íslendinga lagði leið sína á kaupstefnuna NuuRek í Nuuk í Grænlandi sem var form- lega opnuð á miðvikudagskvöld- ið. Kaupstefnunni lýkur á morg- un, sunnudag, en 35 íslensk fyr- irtæki taka þátt í henni. Útflutn- ingsráð hefur undanfarna mán- uði unnið að undirbúningi kaup- stefnunnar ásamt Eimskipafé- lagi íslands og samstarfsaðilum þeirra í Grænlandi, Royal Arctic Line. Hér er hópurinn saman- kominn fyrir framan hótel Hans Egede í Nuuk. Þriðja stóraðstoðin við Credit Lyonnais París. Reuter. ÞRIÐJA og síðasta tilraunin til að bjarga franska ríkisbankanum Cred- it Lyonnais stendur nú fyrir dyrum en hann var í raun gjaldþrota eftir ævintýralegt fj árfestingarfyllerí. Mun franska stjórnin fara fram á samþykki framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, ESB, við aðstoð- inni en ekki hefur verið upplýst hve mikil hún verður. Að því búnu verð- ur bankinn einkavæddur. Fyrir aðeins tveimur árum sam- þykkti framkvæmdastjórnin rúm- lega 550 milljarða ísl. kr. aðstoð við Credit Lyonnais, sjálft flaggskip franska bankakerfisins, og sam- kvæmt óstaðfestum heimildum þarf bankinn nú að fá hátt í 400 millj- arða kr. Á sama tíma eru talað um, að rekstur bankans á þessu muni skila miklum hagnaði. Þessar fréttir af miklum hagnaði eftir gífurlegan fjáraustur til hans af almannafé hafa vakið mikla reiði meðal keppinautanna, einkum hjá Societe Generale, en þar er þess krafist, að Credit Lyonnais verði tekinn til „skipulegra gjaldþrota- skipta". Innan ESB eru líka háværar raddir um, að nú sé komið meira en nóg. Ríkisafskipti eru rnikil í Frakk- landi en kreppan í kringum Credit Lyonnais virðist hafa breytt skoðun- um margra hvað það varðar. „Ég vona, að þessi slæma reynsla kenni okkur, að ríkið á ekki að hafa nein ítök í fyrirtækjum," sagði Jean Art- huis, fjármálaráðherra Frakklands. Stjórnendur Credit Lyonnais í valdatíð sósíalistaflokksins létu sig dreyma um að verða jafn stórir Deutsche Bank og í þeim tilgangi íjárfestu þeir fyrirhyggulaust á báða bóga og útlánastarfsemin var eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.