Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 44
- 44 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skattar - Jafnræði — Leikreglur SKATTAR á íslandi eru alltof háir, leggjast á of fáa, eru óréttlátir og framkvæmd þeirra er óskiljanleg. Skatta þarf að lækka og tryggja þarf að allir borgi sama hlutfall til sameiginlegs reksturs þjóðarinnar um leið og við hvetjum dugandi einstaklinga til dáða og fjárfestum í okkur eigin efnahag, efnahag íslensku þjóðarinnar. Nú er rætt um að breyta skattaálagn- ingu og láta alla borga jafnt hlutfall af sínum tekjum til ríkisins, sem er mjög áhugaverð hugmynd. Margir spyija þá sem von er: „Við að lækka skattahlutfallið og láta alla borga sama hlutfall, eykur það ekki byrði hins vinnandi íslendings?“ Hvað eigið þið við með vinnandi íslend- ingi? Er einstaklingur sem stofnað hefur sitt fyrirtæki og_ byggt upp ekki vinnandi maður? Ég get sagt ykkur að vinnutími þessara ein- staklinga er langur. Hvað með lækninn sem fær hálfa milljón á mánuði í kaup, sem er meira en forsætisráðherrann okkar þénar? Vinnur þessi læknir ekki? Ég held að hann geri það. Ég þekki vinnu- tíma lækna, hann er langur og fell- ur alls ekki inn í 9-5 vinnutímann. ^ Læknir á vakt fyrir heilan lands- hluta sem bregst við útkalli allan sólarhringinn. Það er vissulega rétt að þessir tveir einstaklingar, fyrir- tækiseigandinn og læknirinn, bera meir úr býtum en meðal íslending- urinn, en markaðurinn hér á landi hefur fyrir löngu ákveðið að vinna þess- ara einstaklinga sé meira virði en það sem sumir aðrir starfa við. Ef þú ert að verða blindur, getur verka- maðurinn ekki hjálpað þér; ekki frekar en lög- fræðingurinn. Læknir gæti það hins vegar. Þetta táknar ekki að læknirinn vinni ekki, kæri lesandi. Þetta táknar að vinna hans þarfnast meiri kunn- áttu og miklu lengri þjálfunar, og vegna þess er vinna hans hærra verði greidd. Hvað með körfuboltaleikmenn, handbolta- og fótboltakappa hér- lendis og erlendis? Þetta eru önnur dæmi um vinnu sem krefst mikillar kunnáttu og við reiknum með að sé vel greitt fyrir. Af hveiju er það? Þetta eru einstaklingar sem skara fram úr, í sumum tilvikum meðal þeirra 10 bestu í heiminum, og er því vel greitt fyrir. Ef ekki væri gert vel við þessa menn legðu þeir ekki fyrir sig þetta fag. Þeir héldu áfram sínum fyrri störfum, heimurinn væri fátækari fyrir vikið af afreksmönnum. Hér eru mark- aðsöflin aftur að störfum. Almennt séð leggst ég eindregið á móti því að draga einstaklinga í dilka eftir því við hvað þeir starfa eins og tíðkast hér á landi. Það er engin leið að afla sér heiðarlegs viðurværis hér á landi án þess að framleiða afurð eða veita þjónustu sem almenningur kaupir, og al- mennt talað, því meir sem þú legg- Sanngjamt er að allir beri hlutfallslega sömu byrðar. Þorsteinn Njálsson vill breyta skattaálagningunni. ur á þig og því betur sem þú stend- ur þig við þína vinnu, því meira þénar þú. Við skattleggjum til að ríkið geti framkvæmt og starfað. En við höf- um tapað áttum gjörsamlega. Við eigum að skattleggja á þann máta að skaði efnahagskerfis okkar verði sem minnstur. Skattar eru í eðli sínu neikvæðir, og þannig verður það, en við verðum í það minnsta að byggja skattkerfið upp á þann veg að það geri sem minnstan skaða, og hvetji jafnvel almenning til að nota fjármuni sína til að ýta undir starfsemi alls efnahagskerfis- ins. Nú ætti einhver að grípa fram í fyrir mér og skammast yfir því að það eina sem mér gangi til sé að skera niður tekjuskattinn, sem ein- ungis gagnist fáum, en aðrir líði fyrir. En þetta er ekki rétt. Við að lækka tekjuskatt hvetjum við al- menning til fjárfestingar. Leyfið mér að taka dæmi. Setjum svo að ég þéni 100 þúsund krónur. Ég borga skatta af þessum peningum, borga af lánum, borga af bílnum og kaupi mat. Afganginn nota ég til að fjárfesta í tölvufyrirtæki. Þetta tölvufyrirtæki notar pening- ana mína til að ráða sér starfs- Þorsteinn Njálsson mann. Þessi einstaklingur vinnur sitt starf líkt og ég geri, hann fram- leiðir afurð sem almenningur vill kaupa, fyrirtækið hagnast, og ég fæ hlutdeild í hagnaðinum. Ég borga skatt af arðinum. Þegar ég síðan sel hlutabréfin og kaupi hlut í öðru fyrirtæki getur það fyrirtæki ráðið einhvern annan. Ég borga skatt af söluhagnaðinum af hluta- bréfunum. Almenningur stingur peningum ekki lengur undir kodd- ann, og við viljum heldur ekki að það sé gert. Við viljum að fjárfest sé í íslandi og í samferðamönnum okkar. Þjóðfélag okkar snýst ekki um öfund. Þjóðfélag okkar snýst ekki um stéttabaráttu. Við búum ekki við stéttskipt þjóðfélag. Enginn segir íslendingum hvað þeir geti gert. Uppruni skiptir litlu máli. Við erum öll afkomendur bænda og sjó- manna, kotunga og þurrabúðafólks. Ef þjóðfélag okkar væri stéttskipt hvernig höfum við þá öll náð svona langt? Við verðum að lagfæra kerf- ið, og gera það á þann hátt að við hjálpum hvert öðru. Ef ísland býr við vanda í efnahagskerfinu, þá er það sá vandi að við sköpum ekki eins mörg tækifæri og við ættum og gætum gert. Kerfið er ekki full- komið. Reynum að laga það. Gengur kerfið ekki út á það að allir borgi sanngjaman skerf til samfélagsins? Hvað er sanngjamt? Er það ekki þannig að allir leggi jafnt til? Tíu prósent af einni milljón er samt 10 sinnum meira en 10% af 100 þúsundum, og tuttugu sinn- um meira en 10% af 50 þúsundum. Sanngirni á skattamáli táknar núna að taka alla þá peninga sem hægt er frá þeim sem standa sig vel og deila þeim út - og auðvitað ráða þeir ríku, eða þeir sem hafa mikilla hagsmuna að gæta, lögfræðinga, og stjórnmálamenn eða beita klækj- um til að fá alls konar undanþágur settar inn í lög, til að þeir verði ekki rúnir inn að skinni. Og við vitum að þessir þjóðfélagshópar em ekki rúnir inn að skinni - og hvað sitjum við uppi með. Endalaus lög og reglur sem gilda fram á við og aftur á bak og refsa harðduglegum einstaklingum mest. Við sitjum uppi með skrifstofubákn, endur- skoðendur og lögfræðinga og þrýstihópa og einhvers staðar hefur skattgreiðandinn gleymst. Ríkinu er nokkuð sama þó við skiljum ekki kerfíð eða réttlæti kerfisins sem á að þjóna okkur. Svona á þettá ekki að vera. Sanngjarnt táknar að allir beri hlutfallslega sömu byrðar. Sann- gjarnt táknar að kerfið leyfi okkur ekki bara að taka þátt í efnahagn- um heldur hvetji okkur til þess. Sanngirni táknar einföld og skiljan- leg lög þannig að almenningur viti hvar hann standi. Sanngirni stendur fyrir sama leikvöll fyrir alla, sömu leikreglur, og við refsum þeim ekki sem skora fyrir það að standa sig. Fyrir hinn almenna leikmann og skattgreiðanda virðast leikreglur og leikvöllurinn ekki vera sá sami fyrir alla. Hinn hljóði, iðni skatt- greiðandi situr uppi með byrðarnar. Allt sem umfram er aflað er tekið til að jafna út til hinna. Þrýstihópar koma síðan ár sinni fyrir borð og mata krókinn með því að hafa áhrif á þá sem setja leikreglurnar og ákvarða leikvöllinn. Hvemig getum við ætlast til að efnahagur þjóðar okkar dafni við þetta? Við drepum niður dug þjóðarinnar, viljann til að bjarga sér. Margir þekkja rússnesku söguna af ívani Ivanóvitsj, þessum sem átti kúna. Hann var duglegur, rækt- aði garðinn sinn, seldi afurðirnar og eignaðist kú. Nágrannar hans æfir af öfund skutu á neyðarfundi þar sem þeir samþykktu að taka kúna af Ivani því hann varð að vera sama liðleskjan og þeir hinir. Það bíður okkur ekkert annað en stöðnun og hnignun ef við hrist- um ekki af pkkur hugarfar ná- granna ívans ívanóvitsj, og setjum síðan sömu leikreglur og ákvörðum sama leikvöll fyrir alla. Höfundur er læknir og áhugamaður umjafnræði. Upplýsingatækni og menntun AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað mikil umræða um skólakerfið, námsefni og með hvaða hætti megi auka skilvirkni og árangur í menntakerfi íslands. Að sama skapi hefur einnig átt sér stað mikil um- ræða og stefnumótunarvinna varð- andi stöðu Islands í upplýsingasam- félagi framtíðarinnar. í þjóðhagslegu samhengi Ekki eru til (svo höfundur viti) upplýsingar um fjölda þeirra sem nota tölvur hérlendis. Hér er um verðugt rannsóknarverkefni að ræða, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil áhrif upplýsingatækn- in hefur á allt okkar líf í dag og í komandi framtíð. Á síðum sænsku hagstofunnar á alnetinu er á hinn bóginn hægt að 9 nálgast slíkar upplýsingar um Sví- þjóð fyrir árin 1984, 1989 og 1995. Þar kemur fram að 1984 hafi u.þ.b. 35% Svía á aldrinum 16-64 ára notað tölvur að einhveiju marki. Árið 1995 var sama hlutfall komið upp í rúm 60%. Hlutfall þeirra sem notuðu tölvur við vinnu sína virðist einnig hafa aukist gífurlega. Á ára- bilinu 1989-1995 jókst hlutfall at- vinnurekenda er það gerðu úr 20% í 46%, í einkageiranum í heild úr um 40% í 56% og í opinbera geiran- um úr u.þ.b. 58% í um 83%. A heild- t - ina litið virðist hlutfallið vera komið í a.m.k. 50% árið 1995. Þó ekki liggi fyrir tölulegar stað- reyndir til að sannreyna samsvar- andi upplýsingar fyrir íslenskt þjóð- félag má gera ráð fyrir að hlutföll- in séu ekki lægri hérlendis. Sam- kvæmt því má gera ráð fyrir að tölvur séu notaðar í a.m.k. 50% • starfa í íslensku atvinnulífi. Sé það hlutfall sett t.d. í samhengi við þjóð- arframleiðslu er ljóst hve gífurlega miklu máli það skiptir fyrir þjóðarbúið að ná tök- um á upplýsingatækn- inni og notkun tölva almennt, ekki síst með framtíðina í huga. Hyggjum að grunninum Ef við viðurkennum á annað borð mikilvægi þekkingar og hagnýt- ingar á upplýsinga- tækninni er ljóst að leggja verður mikla rækt við menntun á þessu sviði alveg niður í yngstu aldurshópa. Tölvur eru til staðar á mjög mörg- um heimilum í dag og tilkoma al- netsins og vinsældir þess hafa gert mikið til að ýta undir kaup alls al- mennings á tölvubúnaði. Sú hætta er því fyrir hendi að tekin verði upp röng vinr.ubrögð og rangar aðferðir ef ekki er á markvissan hátt stuðl- að að „réttum“ og hagnýtum vinnu- brögðum við öflun gagna, skrán- ingu, meðhöndlun og úrvinnslu. Vélritun er eitt dæmi um grunn- þátt sem ekki hefur verið sinnt nægilega vel. Kennsla í vélritun hefur hingað til nær einskorðast við eldri bekki grunnskólans og þá sem valfag. Meðan lyklaborð eru notuð til að að koma upplýsingum og hugmyndum í tölvutækt form er hveijum manni ljóst mikilvægi þess að öðiast hraða og öryggi við innsláttinn. Aðgerðir hérlendis Frændur okkar á Norðurlöndum og reyndar margar aðrar þjóðir hafa sett fram ákaflega metnaðar- full markmið í þessu sambandi og hrint í framkvæmd viðamikl- um verkefnum bæði svæðisbundnum og á landsvísu til að auka almennt tölvulæsi. Hér á Iandi hefur að sama skapi verið sett fram metnaðarfull sýn á framtíð upplýsinga- tækninnar og hagnýt- ingu hennar í þjóðfé- laginu og greinilegur vilji er til að gera vel á þessu sviði af hálfu stjórnvalda. Þetta end- urspeglast vel í þingsá- lyktunartillögu sem þrettán þingmenn úr öllum flokkum hafa nú lagt fram um aðgang nemenda að tölvum og tölvutæku námsefni. Þröngt sniðinn stakkur Það verður að segjast eins og er að menntakerfið hefur að mörgu leyti verið vanbúið til að takast á við þetta verkefni, allavega hingað til. Það kostar mikla fjármuni að gera því kleift að sinna því svo vel sé hvort sem litið er til vélbúnaðar- eða hugbúnaðarhlutans. Annað er það að erfitt getur reynst að fella menntun á þessu sviði inn í al- mennt kennsluumhverfi. Venjuleg- ar borðtölvur eru óhentugar í venju- legum kennslustofum, þar sem t.d. skjárinn og tölvan sjálf eru pláss- frek á borði, hamla samskiptum í stofunni, auk þess sem erfitt er að færa búnaðinn frá einum stað á annan. Svokallaðar fistölvur gætu sinnt þessu hlutverki að flestu leyti, ef ekki kæmi til hversu orkufrekar og dýrar þær eru og verða í fyrirsjá- anlegri framtíð. Einnig þarf að taka Átaks er þörf eigi að tryggja að við verðum virk í upplýsingasamfé- lagi framtíðarinnar. Jón Gunnar Borgþórsson bendir á lausnir sem hentað gætu til að hag- nýta tölvutækni við nám o g kennslu. tillit til hinnar öru þróunar sem á sér stað í vélbúnaði og hugbúnaði, þar sem tækni dagsins í dag er oft úrelt á morgun. Eins og kennsla í tölvu- og upplýsingafræðum hefur verið framkvæmd hingað til hefur í mörgum tilfellum þurft að færa nemendur úr sínu venjulega kennsluumhverfi inn í sérstök tölvu- ver við slíkt nám. Jafnt til vinnslu flókinna verkefna sem í þeim tilfell- um þar sem einungis hefur verið um að ræða kennslu í grunnþáttum eins og fingrasetningu eða innslátt texta. Lausn fundin? Hvernig er þá rökrétt að stilla upp lausn sem hentað getur til að hagnýta tölvutækni við nám og kennslu? Ein leið er að skilja að einhveiju leyti milli grunnvinnslu og flókinnar vinnslu með því að vera með Iéttan, ódýran, fyrirferðarlítinn og hand- hægan búnað til nota við grunn- þættina svo sem kennslu í fingra- setningu, innslátt texta og einfalda Jón Gunnar Borgþórsson meðhöndlun upplýsinga. Þennan sama búnað væri hægt að nota í venjulegu kennsluumhverfi og þ.a.l. einnig til textaritunar, einfaldari verkefnavinnu í skólanum, æfinga í grunnþáttum námsgreina o.s.frv. Þar sem hann tæki einungis til grunnvinnslu sem tekur í eðli sínu ekki eins stórum breytingum og úrvinnslan, úreltist hann ekki í lík- um mæli og fullkomnari búnaður- inn. Fyrirsjáanlega mætti draga allverulega úr pappírsnotkun og þegar frá liði má sjá fyrir sér eilít- ið meira svigrúm fyrir kennarann til að sinna leiðbeiningarhluta kennarastarfsins. Öflugari og full- komnari búnaður yrði þá notaður þar sem það á við til að fullvinna verkefni t.d. í grafísku umhverfi, s.s. í fullkominni ritvinnslu, útgáfu- forriti, gagnagrunnskerfi eða öðr- um þeim kerfum sem í boði eru. Með þeim hætti væri ekki ein- ungis stuðlað að „réttari" og mark- vissari vinnubrögðum heldur einnig betri og meiri nýtingu íjárfestingar í tölvubúnaði. Framtíðin við fingurgómana Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi tölvu- og upplýsinga- tækninnar í samfélagi okkar og bent á þörfina fyrir öfluga kennslu á því sviði. Enn sem komið er fer skráning og úrvinnsla í tölvum fyrst og fremst fram með notkun lykla- borðsins og er því hægt að taka undir með ráðherra að „framtíðin er við fingurgómana". Það er ljóst að myndarlegs átaks er þörf eigi að tryggja að íslenska þjóðin verði virkur þátttakandi í upplýsingasamfélagi framtíðarinn- ar. Vandinn er sá að finna leiðir til að svo verði og á sem hagkvæmast- an hátt. Höfundur er viðskipta-/rekstrarhagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.