Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 46
^46 LAUGÁRDÁGUR 22. FEBRÚÁR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Urskurðaður gjaldþrota EFTIR að hafa starfrækt sjálfstæðan atvinnurekstur í fjöru- tíu og tvö ár, með góðum árangri, og sjálfur kominn á átt- ræðisaldurinn, er þungbært að vera úskurðaður gjald- þrota. Eitthvað var ekki rétt. Hvað hafði farið úrskeiðis? Var 5>það sjálfum mér að kenna, eða var það stjórnun þjóðfélagsins að kenna? Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði 2.030 gjaldþrot á árunum 1993-95. Eitthvað var að í þjóðfélaginu. Einstöku gjaldþrot eru sett á svið til þess að hagnast á þeim, önnur stafa af eðlilegum aðstæðum, en í flestum tilfella á undanförnu árum hefur verið um óbeinar aftökur að ræða. í mínu tilfelli hallast ég að þeirri skoðun að hér hafi ríkisstjórnin átt mesta sök. I lok síðasta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins hrósuðu leiðtog- arnir sér fyrir að hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum á stutt- um tíma, en lítið var minnst á slóð- ina sem skilin var eftir, mannlegi þátturinn varð hreinlega útundan á hraðferðinni til þess að ná para- dís, ef hún er þá til? Allavega var þetta á engan veginn sanngjarnt. „f dag er ég ríkur - í dag vil ég gefa." Ég ólst upp við jafnaðarstefnu. jnVið nám mitt í Bandaríkjunum, þar sem ég tók meðal annars tvo kúrsa í almennri hagfræði við einn virtasta háskóla þar í landi, að- hylltist ég sjálfstæðisstefnuna, ein- staklingsframtakið, en þó aðeins ef góð stjórn færi með völd, þar sem hemill yrði hafður á lögmálum frumskógarins og mannlegi þátt- urinn fengi að njóta sín. Nú höfðu menn lært af krepp- unni miklu kringum 1930 þannig að hún ætti ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Enda hefur það sýnt sig að með stjórnun vaxta, skatta og eyðslu ríkis- sjóðs hefur Banda- ríkjamönnum tekist að afstýra meiriháttar kreppu- og verðbólgu- sveiflum. Það skal viðurkennt að fisk- veiði- og landbúnaðar- þjóðum er hættara við Jón H. sveiflum heldur en iðn- Björnsson ríkjum, en það ætti aðeins að þjálfa þær í að bregðast við þeim. Eg hef því kosið sjálfstæðisflokkinn þar til við síðustu kosningar að ég sat heima. „I dag er ég glaður - í dag vil ég syngja" í góðærinu fram til ársins 1988 hóf ég í fyrsta sinn á ævinni að byggja hús í gróðrarstöðinni í Breiðholti. Þetta skyldi vera vand- að hús, íbúðin um 150 fermetrar, auk vinnustofu fyrir mig, bílskúrs og geymslna í kjallara fyrir rekst- urinn og 100 fermetra gróðurskála þar sem ég ætlaði að fást við hugðarefni mín í ellinni, þá loks að tími gæfist til. En upp úr 1988 fór að verða vart heimatilbúinnar kreppu. Tekjur af rekstrinum, sem nú var aðallega orðinn blómasala, hríðféllu. Þar var ekki samkeppni um að kenna. Kjallari hússins var nú fullbúinn og hafði ég þá for- sjálni að hætta framkvæmdum og bíða betri tíma. En nú átti að fara að byggja álver og nú buðust húsbréf. Fór ég þá með hústeikningar mínar til Húsnæðisstofnunar ríkisins og eft- ir ítarlegt greiðslumat fékk ég lán í janúar 1992. Varð þetta til þess að ég afréð að halda framkvæmd- um áfram. En bið varð eftir betri tíð og nú var ekki aftur snúið. Vegna efnahagsástandsins fóru tekjur síminnkandi og það fór að bera á vanskilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna veitti mér þá lán, í mars, 1993, eftir að sérfræðingar höfðu kannað stöðu mína. Eignir mínar mátu þeir langt um helming fram yfir skuldir, en það dugði ekki til, og þrátt fyrir að bróðir minn sendi mér peninga frá Amer- íku, kom allt fyrir ekki. Rúmu ári eftir að ég fékk lífeyrissjóðslánið var mér veittur sex mánaða frestur til þess að selja eigur mínar, en það reyndist tóm endaleysa, það var ekkert hægt að selja, það þýddi bara aukinn kostnað. Eignir mínar voru síðan seldar fyrir hálfvirði á nauðungaruppboði í nóvember 1994. Tuttugu mánuðum eftir að ég var metinn lánhæfur einstakl- ingur af sérfræðingum voru um- talsverðar eignir mínar og ævistarf að engu orðið. Allar lánastofnan- irnar fengu allt sitt, og vel það, því hér hafa orðið talsverðir verð- mætaflutningar. Það urðu sem betur fer ekki margir sem ekki fengu uppgert og höfuðstóll þeirra skulda var ekki hár, en þá aðila vil ég biðja innilega afsökunar. „í dag er ég snauður og á ekki eyri" I dag á ég ekki neitt. í ellilíf- eyri og tekjutryggingu fæ ég 32.645 krónur og frá lífeyrissjóðn- um fæ ég 29.972 krónur mínus 298 krónur í skatta eða samtals 62.319 kónur á mánuði, af hverju húsaleigan vegur hvað þyngst. Það skal fyllilega viðurkennt að ég er enginn sérfræðingur í fjár- málum. Starf mitt hefur hins vegar verið að veita sérfræðiþekkingu á mínu sviði og því eðlilegt að ég leiti sérfræðiaðstoðar á sviði fjár- mála. Sérfræðingar Húsnæðis- stofnunar ríkisins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna unnu samvisku- samlega sitt verk, en ráðgjöf þeirra Þrátt fyrir að við búum hér við lýðræðislegt þjóðskipulag, segir Jón H. Björnsson, ber þjóð- kjörnum stjórnmála- mönnum að fara gæti- lega og valda ekki óþarfa tjóni. varð samt að tómri endaleysu vegna stjórnunar ríkisfjármála, þar sem frumskógarlögmálið fekk að ráða. Þegar maður hugleiðir öll þau gjaldþrot sem hér hafa orðið á undanförnum árum og þær afleið- ingar sem þau hafa haft fyrir þol- endurna og alla þeim tengda, verð- ur manni hugsað hvers konar þjóð- skipulag það er sem maður býr við. Hverjir bera hér ábyrgð? Gera þeir sér grein fyrir hvað þeir hafa gert? Eru þeir saklausir? Eru þeir e.t.v. saklausir af því að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu? „f dag er ég reiður - í dag vil ég brjóta" Eftirfarandi samlíking er tekin úr bók Milan Kundera: Obærilegur léttleiki tilverunnar, þýð. Friðrik Rafnsson: „Þeir sem álitu að kommúnista- stjórnir í Miðevrópu væru einungis verk glæpamanna, gleymdu því sem mestu skiptir: það voru ekki glæpamenn sem mynduðu glæpa- stjórnirnar, heldur menn sem voru haldnir ofurkappi og töldu sig hafa fundið veginn mjóa sem liggur til Paradísar. Og þann veg vörðu þeir af slíku harðfylgi að það kostaði fjölda fólks lífið. Síðar kom á dag- inn að Paradís var ekki til, og að hinir kappsömu voru morðingjar. Þá réðust allir gegn kommúnistum: það er ykkur að kenna hvernig komið er, þið eruð réttarmorðingj- ar! Hinir ákærðu svöruðu: Við viss- um ekkert! Við vorum beittir blekk- ingum! Við trúðum! Við erum í raun og veru saklausir! Kjarni málsins er ekki: Vissu þeir eða vissu þeir ekki? Heldur: Er fávís maður saklaus? Er fábjáni sem sit- ur á valdastóli firrtur allri ábyrgð vegna þess að hann er fábjáni? Felst ekki hið óbætanlega glappa- skot í því að segja: „Ég vissi ekki! Ég trúði?" Þrátt fyrir að við búum hér við líðræðislegt þjóðskipulag ber þjóð- kjörnum stjórnmálamönnum að fara gætilega og valda ekki óþarfa tjóni. „í dag er ég gamall - í dag er ég þreyttur" Eftir að hafa hlotið góða mennt- un og þjónað landi sínu eftir bestu getu alla ævi, verið frumkvöðull á sínu sérsviði, rekið gott fyrirtæki í 42 ár og komist í góð efni, er ekki sanngjarnt að þurfa að enda svona 73ja ára gamall. Það er ekki heldur sanngjarnt gagnvart fjöl- skyldunni. Martröð þeirri sem við tók ætla ég ekki að lýsa hér. Þeir sem hafa orðið gjaldþrota eru þög- ull hópur. Flestir kenna eflaust sjálfum sér um hvernig komið er. Eg tel að nauðsyn beri til að kanna afleiðingar gjaldþrota. Gjaldþrot skapar réttleysi á mörgum sviðum og gerir þeim sem yngri eru erfitt fyrir að rétta úr kútnum, að maður tali nú ekki um þá sem eldri eru. Grein þessi er skrifuð til þess að hægt verði að læra af henni og á ég þá fyrst og fremst við stjórn- málamenn og síðan þá sem þurfa að vara sig á stjórnmálamönnum. Sjálfur ætlast ég ekki til neins. „Vertu sæll! Ég er sár" Millifyrirsagnir og kveðjuorð eru úr ljóði Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti: í dag. Hðfundur er landslagsarkitekt og stofnandi Gróðrarstöðvarinnar Alaska. Þróunin má ekki rofna ^ MALEFNI fatlaðra standa nú á miklum tímamótum þar sem Alþingi hefur ákveðið að málaflokkurinn flytjist allur yfir til sveitarfélaganna árið 1999. Fyrir þá sem ekki þekkja mikið til fötl- unar eða þeirrar þjón- ustu sem fólk með fötlun þarf á að halda í meira eða minna mæli, hljómar þetta eins og hver önnur frétt. Þarna er sem sagt verið að flytja P* enn einn málaflokkinn yfir til sveitarfélaganna, samanber til að mynda flutning grunnskólans sem nú er nýafstaðinn. En svona einfalt er þetta nú ekki og verður reynt að rökstyðja það í þessari grein. Þjónusta við fólk með mikla fötl- un er eitt flóknasta, erfiðasta og viðkvæmasta verkefni í velferðar- kerfinu. Oft liggur við að hver ein- staklingur sem ber verulega mikla fötlun, þurfi einhverja sértæka þjónustu. -J Þessi þjónusta hefur verið að þróast með stöðugum framförum og nýjungum í endurhæfingu, hæfingu og læknisfræði undan- farna áratugi og á síðustu árum hefur orðið hrein bylting á þessum sviðum. Til að nýta þessar miklu •j^ framfarir og þessa miklu þekkingu þarf að hafa sérmenntað fólk til Hrafn Sæmundsson að vinna að þjón- ustunni og til að sam- ræma hana. Þetta fag- fólk þarf einnig að leggja á ráðin með faglegu þjónustumati og áætlanagerð fyrir aðra starfsmenn sem vinna að þjónustunni og ekki síst fyrir hina fötluðu sjálfa en þeirra vinna er oft undirstað- an að árangri. Að rétt sé staðið að þessum málum og að ytri að- stæður leyfi að hægt sé að nýta fyrirliggj- andi þekkingu, getur algerlega skipt sköp- um fyrir fólk með mikla fötlun eins og mörg dæmi sanna. Hér er um að ræða gríðarlega flókið og viðkvæmt verkefni sem stöðugt býður þeirri hættu heim, að ef ekki verði staðið að því á faglegum grundvelli þá glatist möguleikarnir á að nýta þekkingu og reynslu fagfólkins og að árang- urinn verði þá minni hjá hinum fötluðu. Ef illa tekst til í þessum efnum gætum við verið að glata árangri og ekki bara að stöðva þróunina heldur færa hana áratugi afturá- bak. Þessvegna er það mjög mikil- vægt að flutningur málaflokksins yfir til sveitarfélaganna verði skipulagður og unninn af raunsæi og þekkingu. Þessi flutningur málefna fatl- aðra yfír til sveitarfélaganna er Vel þarf að standa að flutningi málefha fatl- aðra yfír til sveitarfé- laganna. Hrafn Sæ- mundsson telur að árangur geti tapast ef illa tekst til. raunar þegar hafinn. Nokkur til- raunasveitarfélög hafa nú þegar yfirtekið málefni fatlaðra og tekið við „rekstri" þeirra. Að öðru leyti verður málið í biðstöðu en aðalyfir- takan, m.a. á þéttbýli suðvestur- hornsins, fer fram 1999. Það er gott að hafa þessa aðlög- un og geta séð eftir þennan tíma hvernig þessum sveitarfélögum hef- ur þá gengið. Hvort allt fólk með fötlun í þessum sveitarfélögum hef- ur fengið betri þjónustu en áður og hvort kostnaður við málaflokk- inn verður minni fyrir sveitarfélögin án skertrar þjónustu eins og látið er í veðri vaka. Allt þetta dæmi verður að gera upp af fullkominni hreinskilni þegar þar að kemur. Það er samt ekki hægt að gera beinan samanburð á þeim sveit- arfélögum sem tekið hafa við mála- flokknum og hinum sem eftir eru. Allavega ekki á þéttbýliskjörnum suðvestanlands. Þarna er ekki um sambærilega hluti að ræða. Til- raunasveitarfélögin sem nú hafa tekið við málaflokknum eru úti á landsbyggðinni og það vita allir sem þekkja eitthvað til málaflokks- ins að fólk með mikla fötlun flytur að stærstum hluta hingað í þéttbýl- ið þar sem það fær sértæka há- tækniþjónustu sem ekki er til og aldrei verður veitt úti á lands- byggðinni nema að litlu leyti. Vegna þessarar staðreyndar sérstaklega verður að fara mjög varlega í samanburðinn og yfirtök- una þegar þar að kemur. Undirritaður á sæti í Svæðisráði fatlaðra í Reykjaneskjördæmi og er einnig starfsmaður Félagsmála- stofnunar Kópavogs og er þar í tengslum við þennan málaflokk. Þessvegna hefur gefist tækifæri til að fylgjast nokkuð með þeirri þróun í málaflokknum sem átt hefur sér stað í kjördæminu. Og það hefur visssulega orðið mikil þróun og ör síðustu árin í þessum málaflokki í Reykjanes- kjördæmi. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra hefur fyrst og fremst stýrt þessari þróun á fag- lega og rekstrarlega sviðinu og starfsfólk hennar hefur mótað þá heildstæðu stefnu sem er grunn- tónninn í starfseminni. Með því að stýra málaflokknum frá einni miðstöð þar sem er Svæð- isskrifstofan þar sem vinnur frá- bært starfsfólk með margvíslega menntun og mikla starfsreynslu í þjónustu við fólk með fötlun hefur tekist að móta og koma í fram- kvæmd heildstæðri stefnu sem unnið er eftir. Og þessi vinnubröð eru í stöðugri þróun. Sem dæmi um þessa þróun og þann árangur sem orðið hefur má til að mynda nefna það samstarf sem Félagsmálastofnun Kópavogs og Svæðisskrifstofan hafa haft sín á milli undanfarin ár og nú hefur verið aukið og bætt jafnhliða meiri áherslu á málaflokkinn á Félags- málastofnun Kópavogs. Þetta samstarf nær til skipu- legra vinnubragða og samstillingar milli stofnananna í daglegu starfi en ekki síður í stefnumörkun sem mun leiða til markvissari og betri þjónustu við fólk með fötlun í Kópavogi í framtíðinni. Þetta starf væri útilokað án þeirrar sérþekk- ingar og reynslu sem Svæðisskrif- stofan getur veitt í þessu sam- starfi. Vonandi á þetta samstarf ásamt annarri þróun í kjördæminu eftir að þróast fram að aldamótunum og gera þá yfirtöku málaflokksins auðveldari og árangursríkari. Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist bendir eindregið til þess að hafa þurfi það í huga fyrst og fremst að við yfirtöku sveitarfélag- anna á málaflokknum verði ekki brotið niður það uppbyggingar- starf sem unnið hefur verið. Og að haft verði í huga einnig að í hvaða formi sem yfirtakan yrði framkvæmd rekstrarlega séð, má ekki splundra og brjóta niður þá miðstöð þekkingar og sér- menntunar sem nú er fyrir hendi á Svæðisskrifstofu Reykjaness. Ef ekki verður farið að með gát og fullri skynsemi við yfirtöku sveitarfélaganna á málefnum fatl- aðra getur orðið stórslys og mikil skerðing á faglegri þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórnarfólk verður að bera gæfu til að vinna þannig að málinu að þetta gerist ekki. Höfundur ásætií Svæðisráði um málefni fatlaðra á Reykjanesi og er starfsmaður Félagsmála- stofnunar Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.