Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skuggi á mann- lega tilveru? „MISSKILDAR þróunarhug- myndir er umfjöllunarefni hér“. Þannig_ hefst grein Einars Þor- steins Ásgeirssonar í Morgunblað- inu 14. desember síðastliðinn. Við- eigandi inngangur hefði verið , „Misskilningur minn um þróun“. Þar dregur hann hugmyndir fræði- manna og leikmanna um sögu mannkyns og þróun lífs á jörðinni saman í ruglingslega frásögn. Frá- sögninni virðist ætlað að kasta rýrð á margsannaðar staðreyndir um tilurð mannskepnunar, skepnu sem er einungis ómerkilegt lauf- blað á tré lífsins. Greinin er kafli í bók Einars „Innsýn í mannlega tilveru“ og er hún ekki góð auglýs- ing fyrir hana. I upphafi greinar- innar reynir Einar að útskýra þróun (enska evolution). Hann virð- ist rugla henni saman við framþróun (enska progress), þ.e. já- kvæða breytingu á ástandi. Framþróun mannkyns fæli t.d. í sér að allt yrði betra; fólk yrði ríkara, veikt- ist síður o.s.frv. Þróun merkir einungis breyt- ingu, óháð notagildi eða hvort hún bæti hag einhvers. Einar virkar sannfærður um -'•% að þróun sé einungis skilgreind sem framþróun. Hann segir: „Þó að við virðumst nú um stundir á efnislegri þróunarbraut, sem hefur varað í alls rúm sextíu ár á uppleið, getur hvenær sem er komið sá tími, að við verðum í stórri sveiflu niður á ný.“ Sem þýðir, allt er í heiminum hverfult, líka efnahagslegur uppgangur undanfarinna sextíu ára. Þetta er augljóst en það þýðir ekki að þró- unarhugtak nútímans merki framfarir. Þróun er breyting. Líf á jörðinni er af sama meiði. Bakteríur og heilkjörnungar að- skildust fyrir mörgum milljörðum ára. Sumir heilkjörnungar urðu að fjölfruma lífverum, plöntum eða dýrum. Meðal þeirra urðu til mörg form, t.d. svampar, mosar, ormar, tré og hryggdýr. Hryggdýrin gátu af sér m.a. fiska, froska, eðlur og spendýr. Til spendýra teljast t.d. hestar, apar og rottur. Einn nýj- asti hópurinn á þróunartré spen- dýra er mannapar. Rannsóknir benda til þess að menn hafi aðskil- ist simpönsum fyrir 5-7 milljónum ára. Það er staðreynd sem virðist vera mannskepnunum erfiður biti að kyngja. Einar reynir á fálm- kenndann hátt að rökstyðja að maðurinn hafi búið á jörðinni í tug eða hundruð milljónir ára. Hann W byggir mál sitt á tilvitnun í bók Cremo og Thompsons þar sem nokkur atriði eru tínd til sem rök fyrir því að maðurinn hafi búið á jörðinni í milljarða ára. Ólafur Halldórsson hrakti þær getgátur í grein frá 18. desember síðastliðn- um Cremo og Thompson eru með bamalegar samsæriskenningar sem Einar tekur grunlítill undir. Cremo segir: „Mínar rannsóknir sýna þvert á móti, að mannfræð- ingar síðustu 150 ára hafa endur- grafið helminginn af þeim upplýs- •yi, ingum, sem þeir hafa fundið." Þama skortir á grundvallarskiln- ing á því sem rekur fræðimenn áfram. Fátt veitir vísindamanni meiri gleði en að kollvarpa ríkjandi hugmyndum. Ekki er nóg að setja fram hugmynd, hana verður að sannreyna. Sem dæmi má nefna einfalda öndunartilraun. Kanna á hvaða lofttegund skiptir lífvem mestu máli. Rotta í lokuðum kassa sem inniheldur venjulegt loft lifir, en rotta sem fékk súrefnissnautt loft deyr. Lífvemr þurfa súrefni en nauðsynlegt er að hægt sé að setja upp tilraun til að sanna það. Vísindamenn verða að vinna á þessum grundvelli, allt verður að vera hægt að sanna. Niðurstöður rannsókna em ekki ræddar á leyni- reglufundum. Heldur fyrir opnum tjöldum, í vísindaritum og á ráð- stefnum. Fræðimenn leita sann- leikans og kunngjöra hann, ef hann finnst. Eilífar samsæriskenningar gera þeim sem hafa áhuga á um- ræðunni um sögu mannsins engan greiða, heldur ala á tortryggni og ofsóknarbrjálæði. Það er varla ósk Einars. Einar snýr sér næst að spumingunni um hverfulleika veraldar- innar og dregur sam- líkingu milli menning- arsamfélaga sem hafa orðið til og horfíð og tegunda sem aðgrein- ast og deyja út. Þótt mögulega sé eitthvert lögmál sem útskýri bæði ferlin er það ekki þróunarlögmálið. Darwin útskýrir þróun lífvera með náttúru- legu vali. Það er vél- ræn afleiðing af breytileika, erfðum og mishraðri æxlun lífvera. Menning- arsamfélög æxlast ekki eða geta börn. Einar reynir að útskýra hug- myndir Stephen J. Gould um hraða Fræðimenn leita sann- leikans, segir Arnar Pálsson, og kunngjöra hann. Ef hann fínnst. þróunar og segir þær svipta þróun- arkenninguna sannfæringarkrafti. Mikill misskilningur er þar á ferð. Rannsóknir Gould á steingervinga- sögunni sýna að náttúralegt val virkar mishratt. Stundum er sí- stöðuástand, tegundir haldist óbreyttar í langan tíma, en þróast síðan mjög hratt. Oft tengist þetta útdauðahrinum (enska mass ext- inction) þegar mikill hluti tegunda deyr út í einu, t.d. vegna jarðhrær- inga eða árekstra við loftstein. Nú eru þekktar minnst 5 útdauðahrin- ur þar sem meirihluti tegunda dó út á stuttum tíma. Við slíka út- dauðahrinu losnar um lifsrými fyr- ir eftirlifandi tegundir og þær þró- ast hraðar en áður. Segja má að umhverfið taki breytingum og þær lífverur sem ekki geta af sér líf- vænleg afkvæmi deyja út. Ef breytingar í umhverfi eru örar lifa einungis af þær lífverur sem geta þróast hratt. Breytilegur hraði þró- unar stangast ekki á við lögmál Darwins. Breytingarnar milli kyn- slóða eru jafn samfelldar þegar umhverfið breytist hægt eða hratt. Það mætti líkja þessu við vöxt trés á mismunandi árstímum. Sístöðu- ástandið væri vetur og í lok hans kæmi e.t.v. kuldakast að vori, margar greinamar kelur og deyja, þetta samsvarar útdauðahrinu. Hinar sem lifa nýta sér sumarið, vaxa og greinast. Loks kemur aft- ur vetur og svokallað jafnvægi. Þróun lífvera er staðreynd, óháð hraða breytinganna. Hér misskilur Einar staðreyndir hrapallega og ályktar: „Náttúran er að því er virðist hrein eyðslukló og fer ekki stystu leið að markinu.“ Auðvitað er náttúran eyðslukló, hún hugsar ekki og hún stefnir ekki að neinu marki. Lífverur lifa, eignast af- kvæmi sem geta af sér næstu kyn- slóð o.s.frv. Lífið hefur engan til- gang. Undir lok greinarinnar setur Einar jörðina og manninn í al- heimslegt samhengi. Hann leggur áherslu á hverfulleika tilverunnar. Þá eru honum hugleiknar hug- myndir um jafnvægi og hamfarir. Loftsteinar falla á jörðina og út- rýma lífverum, eldgos geta svipt fjölda lífvera björginni og óvæntar veðrabreytingar miklum hör- mungum. Þetta vita allir en Einar ályktar stórundarlega: „í rann- sóknum manna á steingervingum og dýrahræjum, sem geymst hafa í ískulda norðuskauts jarðar, hafa einmitt fundist ummerki, sem styðja þessa kenningu. En þau merki eru á skjön við okkar fal- legu þróunarkenningar og því er þeim úthýst úr hugmyndafræði menningarinnar." Þetta er satt, útdauðahrinur eru alþekktar í þró- unarsögunni en ályktun Einars er röng, þetta er ekki á skjön við þróunarlögmálið. Eins og útskýrt var áður þá þróast lífverur mis- hratt eftir umhverfisaðstæðum. Sú staðreynd að fjöldi tegunda deyr út á stuttum tíma og nýjar verða til kollvarpar því ekki. Ég er viss um að ef Gould læsi túlkan- ir Einars á niðurstöðum sínum myndi hann bilast af hlátri. í bók- um hans kemur skýrt fram að ekkert véfengir þróunarlögmálið. Þeim hluta hefur Einar kosið að sneiða hjá. Gera má því skóna að grein Einars sé illa skiljanleg þegar hún er ekki skoðuð í réttu samhengi, líklega sem hluti af röksemda- færslu bókar hans „Innsýn í mann- lega tilveru“. Það réttlætir ekki flaustursleg vinnubrögð og rang- túlkanir. Enginn myndi trúa manni sem lýsti gangi sólar þannig: „Ein- hver sagði að jörðin væri kúla og sólin líka. Það er ekki satt, ég hef það frá áreiðanlegum heimildum að jörðin sé pönnukaka og sólin, risastór eldhnöttur sem hangir neðan í súpermann sem flýgur um himinhvolfið. Allir stjömufræði- prófessorar vita þetta en þegja.“ Munurinn á þessari röksemda- færslu um gang sólar og Einars um mannlega tilveru er enginn. Greinar Einars ala lesendur á illa þroskuðum hugmyndum um nátt- úruna, spunnum úr hugarórum, staðleysum og rangtúlkuðum stað- reyndum. Tveir íslenskir eðlisfræðingar kaffærðu hugmyndir Einars um eilífðarvél fyrr í mánuðinum. í grein sinni gerðu þeir Morgunblað- inu ljóst að skrif hans eru blaðinu ekki til sóma og tek ég undir það. Óhæft er að stærsta blað landsins birti eingöngu skrif manns um vís- indi sem hefur jafn sérstakar skoð- anir og Einar. Nauðsynlegt er að skoðunum vísinda og fræðimanna verði gert jafnhátt undir höfði. Eflaust væri skynsamlegt fyrir blaðið að birta skrif Einars á sömu síðu og myndasögur moggans, því heimur þeirra virðist einkar keim- líkur. Niðurlag Kappnóg er til af vönduðum bókurn um þróun lífsins og manns- ins. Ég mæli með ritum eftir áður- nefndan Stephen J. Gould, Richard Dawkins og Emst Mayr sem ritað hafa skýrar og auðlesnar bækur um þróun. Einnig svíkur Darwin engan. Höfundur er líffræðingvr. Arnar Pálsson Gagnrýni á „umh ver fissj óð“ verslunarinnar ÞAÐ er sorglegt þegar peninga- menn taka þjóðþrifamál upp á sína arma með það fyrir augum að græða á þeim. Það á jafnt við um skóg- rækt og landgræðslubrölt olíufélag- anna og „umhverfissjóð" verslunar- innar. Þó er hér bitamunur á. Til- urð, fyrirkomulag og eðli þessa „um- hverfissjóðs" er með þeim hætti að full ástæða er til að fara um hann fáeinum orðum. Neytendur einir borga Þó sjóðurinn sé kirfilega markað- ur versluninni er vart hægt að sjá að kaupmenn eigi mikið í honum. Gjald sem lagt er á burðarpoka er látið standa undir sjóðnum. Með þessum hætti eru neyt- endur einir látnir borga; kaupmenn leggja ekkert til sjálfir. Olíufélögin hækkuðu ekki bensínverðið um leið og þau hófu sinn leik sem er því með öðrum blæ. Neytenda- samtökin hafa nýverið gert tímabærar at- hugasemdir við þetta fyrirkomulag svo óþarft er að staldra frekar við það hér. Auglýsingasj óður Þegar „umhverfis- sjóður" verslunarinnar var stofnaður sögðu kaupmenn að hann skyldi veita styrki sem eftir væri tekið og með þeim hætti að engum dyldist að féð væri frá þeim runnið. Sjóðurinn skyldi kaupa þeim velvild svo notuð Kaupmenn, segir Þráinn Signrðsson, leggja ekkerttil sjálfir. séu þeirra orð. Samkvæmt þessu er yfirlýst markmið sjóðsins að auglýsa kaupmenn sem umhverifsbótamenn og skal það gert á kostnað neyt- enda. Auðvitað greiða neytendur allar auglýsingar á endanum en oft- ast er reynt að dylaja það. Matvöru- kaupmenn nenna nú ekki lengur að leika feluleik og lýsa því yfir að þeir heimti fé af neytendum m.a. í þeim tilgangi að auglýsa sjálfa sig. Þetta er óvenjuleg ósvífni. Ófagleg vinnubrögð Fjaðrafokið kringum fyrstu styrkveitingu sjóðsins afhjúpaði auglýsingagildi hans og þá virðingu sem forráðamenn hans bera fyrir faglegum vinnubrögðum. Fyrsta styrkveiting var til uppgræðslu Hólasands. Verkið hófst með mikl- um glæsibrag, Hagkaupaforstjóri fór í vinnugalla og fjölmiðlar fylgd- ust með af áhuga og velþóknun. Þegar langt var liðið á sumar fór þó mesti glansinn af. Skipulags- stjóri ríkisins setti verkefninu vissar skorður sem lesendum eru trúlega kunnar. Forstjóranum sárnaði mjög. Hann lýsti frati á álit skipu- lagsstjóra, náttúrverndarráðs og náttúrufræðinga og kvaðst ekki búast við öðru en að halda sínu striki. Af þessum viðbrögðum má ráða að forráðamönnum sjóðsins er kær- ara auglýsingagildi hans en um- hverfismál sem slík. í stað þess að þakka góð ráð færustu sérfræðinga í plöntulíffræði bregðast þeir hinir verstu við. Þeir hafa greinilega meiri áhuga á að fá lofsamlega umfjöllun en að gera hlutina vel. Þetta er ein- kenni auglýsingamennsku; það skiptir engu máli hvað þú ert heldur aðeins hvað aðrir halda þig vera. Ef „umhverfissjóðsmenn" væru ábyrgir áhugamenn um umhverfís- mál bæru þeir trúlega meiri virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Eðli sjóðsins er hins vegar annað. Eitruð þversögn Síðasta atriðið er ég tæpi á er jafnframt það alvarlegasta. í eðli „umhverfissjóðs" verslunarinnar er fólgin dulin þversögn sem slævir vitund fólks um hin raunverulegu umhverfisvandamál sem mannkyn á við að glíma. Ég leyfi mér að fullyrða, án raka eða tilvitnana, að stærsta vandamál- ið sem jarðarbúar standa frammi fyrir er sívaxandi sóun á auðlindum jarðar. Sóun sem er ekki sprottin af sjálfri sér; hin óhóflega neysla kallar á hana. Allir þekkja birting- arformin. Við kaupum æ meira af umbúðum með síminnkandi inni- haldi. Einnota vörur hafa aldrei verið al- gengari; bleiur, diskar, fiöskur, myndavélar o.s.frv. Hlutir úreldast með áður óþekktum hraða og stöðugt þarf að endurnýja tæki eins og bíla, síma og tölvur. Þetta ber allt að sama brunni; auðlindum okk- ar er breytt í rusl. Hvað rekur þessa óheillaþróun; hveijir hagnast? Það eru fram- leiðendur og kaup- menn. Því meira sem verslunin selur því meira vænkast hagur hennar. Þess vegna hvetja kaupmenn okkur til að „kaupa meira, nota oftar og nota meira í hvert sinn“. En kaup- menn vita að samviskubitnir neyt- endur eru ekki eins neysluglaðir. Þeir grípa því til þess ráðs að læða inn þeirri tilfinningu hjá neytendum að þeir leggi umhverfinu lið með neyslu sinni en valdi því ekki skaða. Til þess stofna þeir „umhverfissjóð" verslunarinnar. Sjóðurinn er slæ- vandi lyf handa lýðnum, notað til að breyta neysluógleði af völdum samviskubits í hreina kaupgleði. „Umhverfissjóðurinn" fitnar því meir sem neyslan er meiri. Hann dafnar sem sagt á myndbirtingu helsta umhverfisvandamáls jarð- arbúa. Þetta kalla ég eitraða þver- sögn. Ef „umhverfissjóður“ verslunar- innar ætti að standa undir nafni þá rynni fé til hans af hagnaði versl- unarinnar sjálfrar og hann væri not- aður til þess að gera neysluhætti skaðminni fyrir umhverfið. Fé mætti veita til átaks gegn einnota vörum, t.d. hvetja foreldra til að nota tau- bleiur í stað einnota bréfbleia eða taka gos í endurnotanlegu gleri fram yfir plast og álpakkningar. Úr raun- verulegum umhverfissjóði væri fé veitt til að hvetja fólk til að nýta hluti í þaula og endurnýta með það að markmiði að draga úr títtnefndri neyslu og þar með sóun. Hvert barn getur séð að þetta mun „umhverfissjóður" verslunar- innar aldrei gera. Með því myndi verslunin grafa undan eigin tilveru. Sjóðurinn getur m.ö.o. aldrei látið grundvallar-umhverfismál til sín taka. Þetta er eitruð þversögn. Ég tel „umhverfissjóð" verslun- arinnar best kominn undir grænni torfu enda getur hann aldrei með réttu kallast umhverfissjóður. Geri ég það að tillögu minni (sem meiri- háttar hluthafi í sjóðnum) að hann verði lagður niður og það fé sem í honum er verði notað til að kaupa innkaupapoka úr lérefti sem dreift verði ókeypis til neytenda. Það myndi draga úr óhóflegri notkun á plastpokum sem eru í krafti fjölda síns og endingar umhverfisvandamál útaf fyrir sig. Höfundur er hcimavinnandi. Þráinn Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.