Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 53 nú í kærleika. Ég vil tileinka elsku Siggu minni þessar ljóðlínur úr Astaróði eftir Jóhannes úr Kötlum. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur guð! Elsku Hrefnu og öðrum ættingj- um votta ég einlæga samúð mína. Friðjón Björgvin Gunnarsson (Beggi). í dag er kvödd heiðurskonan Sig- ríður Magnúsdóttir, fyrrum hús- freyja í Borgareyrum, Vestur-Eyja- fjöllum. Minningar frá liðnum dög- um koma í hugann. Allar eru þær góðar, frá þeim stundum er við átt- um með Sigríði, hvort sem það var í Borgareyrum, eða annars staðar, þar sem leiðir lágu saman. Hún var alltaf sama tryggðatröllið, með hlýja viðmótið. Vel gefin, viðræðu- góð, og hafði frá mörgu að segja frá fyrri tímum, sem fróðlegt var, og lærdómsríkt þeim er yngri voru. Sigríður var góður málsvari þeirra sem minnimáttar voru, og var fund- vís á gullkornin, er gjarnan fundust hjá þeim, en brosti góðlátlega að þeim er lögðu ofurmat á hin verald- legu auðæfi, en vanhagaði um ýmis- legt, sem henni fannst skipta meiru máli. Sigríður undi vel sínu lífs- starfi. Hún var heimavinnandi hús- móðir, eins og það er kallað í dag. Hún átti ágætan eiginmann, Mark- ús Jónsson, söðlasmið og bónda, og með honum átti hún tíu vel gefin og góð börn. Engir voru fæðingar- styrkirnir á þessum tíma, eða barns- burðarleyfi á fuilum launum. Sigríð- ur hefur haft nóg að gera um ævina, og litlum tíma eytt í það að velta fyrir sér erfiðleikunum, heldur gengið beint til verks og gert hlut- ina, og notið þess að sjá barnahóp- inn sinn vaxa, og leika sér um tún og móa. Börnin uxu og hjálpuðu til við bústörfin eftir bestu getu, fylltu bæinn gleði og góðum anda. Það voru launin til góðrar og göfugrar móður. Eftir 59 ára sambúð missti Sigríður eiginmann sinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra 28. júlí 1988. Þá var Sigríður svo biluð í fótum að hún átti erfitt með gang, og þá illa fær að sjá um sig sjálf. Þá um haustið flutti hún til Hrefnu dóttur sinnar í Bláhamra 4, Reykja- vík. Þar naut hún umhyggju og ástúðar góðrar dóttur til hinstu stundar. Við heimsóttum Sigríði á 90 ára afmæli hennar, sem hún hélt uppá í Bláhömrum 30. apríl 1995, með miklum glæsibrag. Þar voru miklar og góðar veitingar, og fjölbreytt skemmtiatriði en ekki vín- veitingar. Það var gott hjá henni. Hún hefur kunnað betur við að hafa gesti sína með réttu ráði. Sigríður hélt fullri andlegri reisn til síðustu stundar. Við þökkum henni fyrir góða samfylgd á langri leið, og sendum afkomendum henn- ar og tengdafólki innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Magnúsdóttur. Ingibjörg og Ingólfur Jónsson. Söknuðurinn er mikill, en minn- inguna um Siggu frænku geymi ég > hjarta mínu. Efst í huga mínum er hve mikið geislaði alltaf af henni, eitthvað í svipnum sem heillaði alla. Hún hafði alltaf svör við öllum spurningum, svör sem komu fólki til að hugsa djúpt. Þær stundir sem við áttum saman síðustu ár eru mér ógleymanlegar, alltaf var hún hress í bragði, þótt stundum vissi ég að henni liði ekki vel, en að hún væri að kvarta, nei, það var ekki Sigga frænka. Hún sagði mér svo margt sem er mér svo dýrmætt, sögur úr sveitinni, lýsti svo vel fólki á sinn sérstaka hátt, fólki sem bæði er skylt mér °g nijög tengt eins og Kötu á Arnar- hóli, sem ég er skírð eftir. Allir sem þekktu Siggu vita að hún var mjög vel að sér um ættfræði, stundum var erfitt að fylgja henni eftir. Það var hrein unun að hlusta á hana. Ég gleymi ekki afmælisdeginum hennar þegar hún var 90 ára. Hún var svo falleg þennan dag. Allt þetta fólk laðaði hún að sér eins og hún gerði alltaf án þess að hafa neitt fyrir því. Elsku Sigga frænka. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman eins og bestu vinkon- ur, þótt „smá“ aldursmunur væri, en hann skipti aldrei máli hjá okkur. Katrín (Kata). Elsku amma Sigga er dáin. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en daginn eftir að þetta var virkilega satt, jafnvel þó að það hafi legið í loftinu í nokkra daga. Ég hafði stundum velt því fyrir mér hvernig mér liði þegar þú myndir deyja en ég gat ekki ímyndað mér að þetta yrði svona erfitt. Amma, þú varst alltaf svo kát og hress og þegar þú varst veik og fannst til, þá gat maður ekki séð það því þú faldir það svo vel. Þú varst ekki sú manngerð sem lætur vorkenna sér. Ég gleymi aldrei hvað það var gott að koma til ykkar Markúsar afa í sveitina, þú vildir alltaf vera að gefa manni eitthvað og þá var aldeilis ekki verið að spara. Þér fannst lax alltaf svo góður og þú kenndir mér að borða lax með bræddu smjöri sem er minn uppá- haldsmatur og þér þótti verst að geta ekki komið pabba upp á að borða brætt smjör með laxinum. Ég man að það var yndislegt að skríða smástund upp í rúm til ykk- ar afa, þá var manni hlýjað og sagð- ar sögur og af sögunum áttir þú aldeilis nóg. Þú varst hreinskilin og sagðir alltaf þína meiningu og einu sinni sagðir þú mér að það hafi ekki alltaf verið vel liðið. Ég sá þig aldrei reiða og ég man að þegar ég og frænka mín vorum litlar þá klipptum við blóm sem voru fýrir utan útidyrnar á húsinu ykkar afa því við ætluðum að gera graut. Margar ömmur hefðu skammað krakka fyrir svona uppá- tæki en ekki þú amma, þú hlóst bara. Þegar ég var 10 ára dvaldir þú hjá okkur í Reykjavík og einn dag- inn kom ég heim úr skólanum og gat varla gengið vegna þess að ég hafði tognað í frímínútunum. Ég var dauðhrædd, hélt ég væri stórslösuð, en þú huggaðir mig og hughreystir, sagðist skyldu lána mér hækjurnar þínar. Þú sagðist bara geta notað stafinn. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum því að þegar þú hlóst þá hlóstu með öllum líkamanum og mér dettur þú alltaf í hug þegar ég finn lykt af þvotti sem hefur verið þurrkaður úti. Þá lykt kalla ég alltaf „ömmu Siggu lykt“. Amma, þegar þú kvaddir mig sagðir þú ætíð „Guð geymi þig blómið mitt“, og ég veit að Guð mun geyma þig. Ég er sannfærð um að fagnaðar- fundirnir eru miklir í himmnaríki þar sem þú ert núna hjá Markúsi afa, Ester, Magga og Huldu. En söknuðurinn er mikill hjá öllum sem eftir lifa og voru svo lánsöm að kynnast þér. Elsku amma Sigga, okkur Árna bróður langar til að kveðja þið með vísu sem Markús afi orti þegar þið stóðuð í varpanum í Álfhólahjáleigu og honum fannst sem þú myndir hugsa á þessa leið: Aldrei verður gengin æska gleymd, þá glatt skein sól eða máni lýsti hjam. I minningunum gullin eru geymd, sem glöddu mig, þá ég var lítið barn. Kæra amma Sigga, takk fyrir allt. Edda Traustadóttir. Mér fannst hún alltaf svo gáfuð og skýr í hugsun. Þessi litla knáa kona, með frán augu. Henni lá allt- af svo mikið á hjarta, hafði skoðan- ir á mönnum og málefnum, orð- heppin með afbrigðum, talaði fal- legt, fornt alþýðumál, sem mér fannst svo skemmtilegt og oft skondið. Allt fas Sigríðar í Borgar- eyrum bar þess vitni, að þar fór ákveðin kona og allsendis ókúguð, þrátt fyrir óblítt aldarfar. Fyrir rúmum þtjátíu árum kynnti bróðir hennar hana svo fyrir mér: „Þetta er hún Sigga systir mín“. í orðunum fólst mikil hlýja og bróður- kærleikur. Þar sá ég þau í fyrsta skipti, hjónin frá Borgareyrum, Sig- ríði og bónda hennar Markús söðla- smið. Hún stóð þar á íslenskum búning, brúneyg og snareyg, hann dökkklæddur, strokinn og grár fyr- ir hærum. Ég minnist ekki annarra veislugesta, svo mikil var reisn þeirra hjóna og persónuleiki þeirra sterkur. Þau höfðu þá þegar eign- ast tíu börn, sjö dætur og þrjá syni. Komið þeim öllum á legg nema einni dóttur er þau misstu á bernsku- skeiði. Mörg önnur börn, sem ég kann ekki að nefna, ýmist vensluð eða óvanabundin, ólust upp á heim- ilinu, auk allra sumarbarnanna, er þar dvöldust, þeirra á meðal dóttir mín sem var bróðurdóttir Sigríðar. Á heimili þeirra Borgareyrahjóna var ekki vinnuharka. En viðbragðs- flýtir til verka og áhugi húsmóður- innar um að verk gengju vel var slíkur að það varð að orðtaki á heim- ili mínu ef illa gekk: „Þetta hefði ekki Siggu í Borgareyrum líkað". Fljótlega eignaðist ég hlutdeild í lífi þeirra hjóna. Var það ekki minnst að þakka frásagnargleði Sigríðar, sem auk þess var stál- minnug og ættfróð, auk heldur var málfar hennar svo skemmtilegt og óspillt af ítroðslu langskólanáms að maður hlaut að sperra við eyru. Hjartkæra æskuvinkonu hennar fannst mér ég þekkja, þó svo ég hefði aldrei litið hana augum, svo var um flest hennar samferðafólk, aldarfar og búskaparhætti. Ég minnist þess aldrei að hún hafi sagt mér sömu söguna tvisvar, þótt kom- in væri á tíræðis aldur. Gestrisni þeirra Borgareyrahjóna var með eindæmum. Sigríður naut þess að veita gestum mat og drykk eins og sá einn er reynt hefír það að hafa lítið á milli handanna, helst vildi hún nesta mann með nýbökuðu flatbrauði og heimagerðri kæfu. Þegar hún var orðin ekkja og hætt búsforráðum gaf hún af gnótt hjart- ans með hlýjum og fallegum orðum á kveðjustund. Það var gott að koma í Bláhamrana til þeirra Sig- ríðar og Hrefnu dóttur hennar. Allt- af fórum við mæðgur glaðari af þeirra fundi. Hrefna, dóttir Sigríðar, hefir annast móður sína af kostgæfni og fórnfýsi síðasta áratuginn, sem við ættingjar og vinir höfum dáðst að og metið mikils. Þó svo að þjóðfélagið - heilbrigðiskerfið, kunni ekki að meta slíkt framlag, sem innt er af hendi af konum inn- an veggja heimilanna, um leið og það þó heiðrar þá sem stýrt hafa fallvöltum stofnunum þessa sama kerfis. Ég sé Sigríði fyrir mér skunda á fund almættisins, ásamt Bjarna bróður sínum, en lát hans frétti Sigríður sex dögum áður en hún sjálf yfirgaf þetta líf. En með þeim systkinunum öllum frá Álfhólahjá- leigu í Austur-Landeyjum ríkti mjög fallegt og kærleiksríkt systkina- samband þrátt fyrir að hópurinn tvístraðist við ótímabært fráfall föð- ur þeirra, er systkinin voru enn á æskuskeiði. Yngsta systirin, Magn- þóra, sem ásamt Magnúsi bróður sínum, var skírð yfir kistu föður þeirra, er nú ein eftirlifandi af hópi sjö systkina. Það vekur mér sífellt ánægju er ég verð vitni að kynfylgju þessara góðu systkina hjá afkomendum mínum, þó ekki sé nema blik í auga sem minnir á Sigríði vinkonu mína og mágkonu þegar henni lá mikið á hjarta. Ég votta bömum hennar og ást- vinum öllum innilegustu samúð mína og barna minna, en samgleðst þeim um leið að hafa átt svo góða móður og fengið að njóta hennar svo lengi án langtímavistunar á stofnun, sem svo sannarlega ber að þakka. Hrönn Jónsdóttir. EYRÚN BJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR + Eyrún Björg Guðfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1976. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 21. febrúar. Ljós friðarengils leiðir Eyrúnu Björgu og vísar henni veginn í heimi sem henni er búinn. Hún kveður ömmu og pabba sinn og þakkar fyrir allt sem þau best henni gerðu. Kærleikur guðs vemdi þig og gefi frið. Sofðu rótt, góða nótt. Aðaibjörg ömmusystir. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Okkur fannst sumarið hennar líða allt of fljótt. Við kynntumst Eyrúnu haustið 1987 þegar hún kom í okkar fjöruga og fjölmenna bekk og féll hún strax inn í þennan samheldna hóp. Þegar við hugsum til baka koma margar fallegar og skemmtilegar minningar upp í huga okkar. Hún var virk í félagslífinu og tók þátt í öllum okkar kjána- legu uppátækjum, þar á meðal þegar við tók- um upp á því að vilja ekki kennarann inn í stofuna og læstum hann úti. Eyrún lét ekki neitt stöðva sig þegar hún ætlaði sér eitthvað og dæmi um það var þegar við fórum í skíðaferða- lag. Hafði hún ekki mikla reynslu af skíða- iðkun, en engu að síður fór hún upp á topp og lét sig vaða niður án þess að kunna að stoppa o g þar af leiðandi klessti hún á skíða- skálann og hlógum við mikið að því og þá sérstaklega hún sjálf. En þetta er bara lítið brot af öll- um þeim skemmtilegu minningum sem við eigum um Eyrúnu. Við þökkum fyrir stundinar sem við áttum saman þótt við hefðum óskað að þær yrðu fleiri. Núna er stórt skarð komið í okkar samheldna hóp og það skarð mun aldrei verða fyllt aftur. Minning Eyrúnar mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Sviplega voru stöðvuð unglingsár, eilífðin kom með gíslatöku sína. (Guðm. I. Kristj.) Elsku Guðfinnur, Tommi og aðr- ir aðstandendur, guð gefi ykkur styrk á þessum erfíða tíma. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar úr Grunnskóla Bolungarvíkur. AXEL ÖRN YCOT + Axel Örn Ycot fæddist í Reykjavík 25. október 1996. Hann lést á Landspítalan- um 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Þórunn Maggý Jónsdóttir og Epimaco C. Ycot. Útför Axels Arn- ar fór fram frá kap- ellu Fossvogskirkju 17. febrúar. Ó, þú fallega sak- Iausa barn, þú varst kallaður fyrr en okkur hafði nokkurntíma grunað, skelli- hlæjandi eina stundina og svo far- inn þá næstu. Þessi heimur er mun harðari en ég hafði nokkurn tímann grun um. Axel Örn minn, hvers vegna þú? Af hveiju ekki ég? Þú hafðir rétt þtjá og hálfan mánuð til að leyfa mér að kynnast þér og þú mér. En núna ert þú kominn yfir í betri og mýkri heim, og allir heimsins engl- ar gæta þín. Það er eins og himinn- inn gráti af söknuði eftir þér með litlum fallegum snjókornum. En mundu að mamma elskar þig og bíður eftir þeirri stundu að fá að halda utan um þig og kyssa. Héma er ljóð úr bók Braga Skúlasonar, Von: Þú litla barn, sem ég þráði að faðma, umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa, og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. Þín elskandi mamma, Þórunn Maggý. Elsku litla barn, við erum öll harmi slegin, þú sem fylltir hjörtu okkar af gleði með tilvist þinni og fallegu brosi. Það er svo skrýtið að þú hafir þurft að kveðja okkur svona skyndilega og án nokkurra skýringa fyrir okkur hin í þessari jarðvist. En Guð gaf og Guð tók, og hver tilgangurinn er fáum við ekki fullskilið fyrr en síðar. Elsku litli Axel Örn, þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu, og fallegar minningar lifa. Sjáumst seinna, elsku litli dreng- urinn minn. Þín elskandi, Bylgja amma. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.