Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 39 ____________AÐSENPAR GREIMAR_ Þjóðfélag rökleysunnar í VETUR rann mörgum íslend- ingum kalt vatn milli skinns og hörunds þegar birtar voru upplýs- ingar frá erlendum aðilum sem gáfu til kynna að raungreinakunn- átta íslenskra skólabarna væri ekki upp á það besta. Uppi varð fótur og fit og einhverra hluta vegna komust ýmsir forráðamenn að þeirri niðurstöðu að höfuðsöku- dólgurinn væri kennaramenntun í landinu. Sjáifum finnst mér ólík- legt að þar sé að finna orsök „vandamálsins" og finnst reyndar að rökhyggja íslenskra skólabarna sé að mörgu ieyti á hærra plani en þeirra sem bera ábyrgð á há- skólamenntun kennara í þessu landi. En hvað með það, ekki leið á löngu þar til þrír rektorar há- skóla sem mennta kennara þessa lands gengu á fund menntamála- ráðherra klyfjaðir skýrslum sem sjálfsagt höfðu inni að halda ýtar- legar skýringar á orsökum vand- ans og pottþéttar tillögur til úr- bóta. Ekki er mér kunnugt um hvort heimsóknin var af frum- kvæði ráðherrans eða rektoranna sjálfra og læt mig það litlu varða með tilliti til þessarar umfjöllunar. Það hlýtur að vera þægileg tilfinn- ing að hafa öðlast þá þjóðfélags- stöðu að menn séu sjálfkrafa gerð- ir að dómurum í eigin sök, réttri eða ímyndaðri. Ef skipstjóri á báti lenti í þeirri ógæfu að sigla fari sínu fullur upp í fjöru og gæti afgreitt málið með því að ganga á fund sýslumanns með greinargerð um orsakir og aðdraganda „slyssins" og tillögur til úrbóta er ég hræddur um að fjölmiðlar þessa lands hefðu tekið heldur betur við sér. En enginn fjölmiðlamaður virðist hafa séð þessa hlið málsins, enda er ekki óliklegt að búið sé að fikta við sjón flestra þeirra í einhverjum af ofan- greindum háskólum. Er menntun fötlun? Sá sem horft hefur á sögusvið íslenska þjóðfélagsins undan- farna áratugi og beðið þess að sjá árangur aukinnar menntunar skila sér í bættu þjóð- félagi öllum þegnum þess til handa, hlýtur nú orðið að velta því fyrir sér hvað tefji orminn langa. Getur verið að fullyrðingar um nauðsyn menntun- ar nú á upplýsingaöld Sveinbjörn hafi verið orðum aukn- Jónsson ar? Því trúi ég ekki. Ég hef hins vegar grun um að innrætt viðhorf menntamanna sjálfra til þekkingarinnar sé sjúkt og þar sé að finna skýringuna á því hversu illa þjóðfélaginu nýtist hin annars ágæta menntun margra þeirra. Ef hlustað er vel á útskriftar- ræður rektors Háskóla íslands undanfarin ár fer ekki hjá því að heyra megi ásökun í garð stjórn- valda og atvinnulífs vegna þess hve illa þau taka á móti og búi að afurðum stofnunar hans. Fyrir sveitamann eins og mig hljómar þetta undarlega þar sem ég hélt að flestir sökudólgarnir væru komnir úr fyrri árgöngum afurða sömu stofnunar. En það er ekki að marka mig því ég hef ávallt talið þekkinguna vera tæki sem verður hluti þess einstaklings sem höndlar hana og þar sem einstakl- ingar geta verið mjög mismunandi þrátt fyrir sömu menntun sé ég ekki ástæðu til að beita henni sér- staklega til kröfugerðar vegna eins þjóðfélagshóps á hendur öðrum. Þegar afurðir skólanna koma svo út á markað raunveruleikans mynda þær gjaman með sér hópa sem virðast hafa það eina markmið að auka efnislega velferð og öryggi þegna sinna, oft á kostnað annarra. Miðað við tilætlunar- semi þeirra gagnvart samfélaginu mætti helst halda að þeir flokkuðu menntun sína undir einhvers konar fötlun. Þeir fá jafnvel löggjafann til að veija sig gegn utan- aðkomandi samkeppni með því að skerða frelsi allra annarra til að iðka sérgreinina og tryggja sér þannig einkarétt á sínu sviði. Ekki þykir mér þetta bera vott um mikið traust á menntuninni. Og hver er svo árangurinn? Láglauna þjóðfé- lag þar sem meira að segja er að finna margar hámenntaðar lág- launastéttir. Stórir hópar fólks sem hélt að menntunin væri trygging fyrir góðri þjóðfélagsstöðu og af- komu en lifir nú fyrir það eitt að bæta við sig kommu hér og punkti þar vegna aldurs eða námskeiða, eða bíður þess að verða þeirrar hamingju aðnjótandi að hljóta náð fyrir augum einhvers valdamanns sem getur hyglað að því góðum bita eða feitu brauði. Aætlunarbúskapur menntakerfisins Framleiðendur gæða bera flestir hverjir ábyrgð á eigin framleiðslu í hinu frálsa hagkerfi. Ef árangur íslenska háskólakerfsins er metinn út frá svipuðum ábyrgðarkröfum sýnist mér að það fái falleinkunn. Aætlunarbúskapur hefur þau ein- kenni að þegar mistekst að sjá fyrir þarfir samfélagsins og upp- fylla þær breytist hann oft í tilætl- unarbúskap með öllum sínum höft- Aðalástæða niðurlæg- ingarinnar er, að mati Sveinbjörns Jónsson- ar, röng uppbygging menntakerfisins. um og hörmungum. Þegar slíkt gerist verður það ekki lengur hlut- verk kerfisins að uppfylla þarfir samfélagsins heldur miðast at- hafnir einstaklinga og samfélags við það að uppfylla væntingar kerf- isins. Enginn þorir að aðhafast nokkuð sem gæti rýrt velþóknun valdhafanna á honum og skert þannig afkomumöguleika hans í Íengd og bráð. Mér þykir margt benda til að svona sé komið fyrir mörgum sérfræðingahópum þessa samfélags og get reyndar ekki áfellst þá þar sem ég tel mig þekkja nokkur dæmi um að mönnum hafi verið refsað fyrir að láta í ljós sjálf- stæðar skoðanir sem ekki féllu valdhöfum í geð. Jafnframt er rétt að hafa í huga að eðli þekkingar- innar er þannig að sjaidan getur verið um að ræða algjöra fullvissu um nokkurn skapaðan hlut og ger- ir það mönnum auðveldara að þegja jafnvel þó þeir telji sig vita betur. Ég tel að ein af aðalástæðunum fyrir þessari niðurlægingu þekk- ingarinnar sé röng uppbygging menntakerfisins, sérstaklega þeirra skóla sem fást við svonefnda æðri menntun. Margir af stjórn- endum þessara skóla hafa undan- farin misseri verið boðberar svo- kallaðrar markaðshyggju þegar þeir fjalla um efnahagslíf þjóðar- innar. Þar sem ég er að mestu leyti sammála þeim um mikilvægi fijálsra viðskipta fyrir blómlegt efnahagslíf veldur það mér sífellt meiri undrun að þeir skuli nú ár- visst ganga bónleiðir til búðar til að innheimta fjármuni til starfsemi sinnar frá einum aðila fyrir þjón- ustu sem þeir veita öðrum. Ékki minnkar það undrun mína að vita að flestir ráðamanna þjóðfélagsins eru svipaðrar skoðunar um yfir- burði ftjálsra einstaklinga á fijáls- um markaði jrfir öðrum þjóðfélgs- formum sem reynd hafa verið. Hvers vegna beinir þjóðfélagið ekki öllum stuðningi sínum beint til þeirra einstaklinga sem hyggj- ast sækja sér æðri menntun og leyfir svo skólunum að beijast um viðfangsefnin á fijálsum markaði? Ég er nokkuð viss um að slíkt fyrir- komulag, þar sem sérhver viðkom- ' andi aðila bæri ábyrgð á ákvörðun- um sínum og framtíð mundi færa okkur betri skóla og betri mennta- menn. Ég yrði illa svikinn ef kjör menntamanna og reyndar þjóðar- innar allrar mundu ekki batna verulega ef slík breyting yrði gerð á menntakerfinu. Ég ber einnig þá von í bijósti að við slíkar að- stæður læri einstaklingarnir að treysta þekkingu sinni og þurfi því ekki að nota prófskírteini sín sem lögvernduð sérleyfi eða líti á þau sem vegabréf inn í biðraðir launa- kerfa hámenntaðra láglauna- manna. Það er nóg af raunveruleg- um félagslegum vandamálum sem þjóðfélagið þarf að glíma við af meiri myndugleik en nú er gert, þó svo skólarnir ali ekki á vænting- um heilbrigðra og hæfra einstakl- inga um fyrirhafnarlitla og trygga framfærslu af þess hálfu. Menntunin er ein leiðanna til þekkingarinnar. Þekkingin er mátt- ur sem beita má til góðs og ills. Við skulum treysta á það góða í manninum. Jafnvel þó einhveijir bregðist okkur valda þeir okkur minni skaða sem einstaklingar í fijálsu þjóðfélagi en forkólfar kerfa sem þeir eru vísir til að sölsa undir sig í þjóðfélagi forræðishyggjunnar. Lifið heil. Höfundur er sjómaður á Súgandafirði. Hvar er misréttið, manni? í BRÁÐSKEMMTILEGRI sýningu Kvennaskólanema á tuttugu ára gömlu leikriti Péturs Gunnarssonar, Grænjöxlum, er atriði þar sem leik- skólabörn fara út í þjóðfélagið að leita að verðbólgunni, sem þau skynja sem óáþreifanlega en mikla ógn við líf sitt. Svörin sem þau fá eru flest út í hött. Við kaupum aldrei merki. Hún er þtjú. Ég er búin að lesa hana. Æ, ég er ekkert inni í pólitík. I grein sem birtist í Morgunblaðinu 7. febr. vakti ég athygli á þeim mikla mun sem er á fjárframlögum (og hvatningu) forystu íþróttahreyfingarinnar annars vegar og stjórn- ar Kvikmyndasjóðs hins vegar til einstakl- inga eftir því hvort þeir eru af karlkyni eða kvenkyni, eins og þessi munur hefur birst í fjöl- miðlum að undanförnu. Ég get endurtekið að mér er Ijóst að þeim sem úthluta af al- mannafé til þessara málefna er mikill vandi á höndum, og ég lít svo á að þeir hjá Kvikmyndasjóði vinni verk sitt af kostgæfni og mér er kunnugt um að margir í forystu íþróttahreyf- ingarinnar hafa lagt á sig mikið og fórnfúst starf í þágu íþróttanna. Niðurstaða mín er samt sem áður sú að ábyrgðaraðilar séu lítt meðvit- aðir um jafnréttislögin í landinu og aðild íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismun- unar gegn konum. Þegar tugmilljóna munur er á þeim styrkjum sem út- hlutað er til karla annars vegar og kvenna hins vegar, sem eru að fást við svipaða hluti á sama markaði með sambærilegum árangri, lít ég svo á að um grófa mismunun kynj- anna sé að ræða. Við kaupum aldrei merki Steinar J. Lúðvíksson situr í stjórn Afreksmannasjóðs ÍSÍ og svarar fyr- ir hönd síns sjóðs í Mbl. 13. febr- úar. Og hann er með hreinan skjöld. Hins vegar heldur hann því fram að ég blandi saman óskyldum hlut- um til þess að fá fram „meinta mismunun" eins og hann orðar það, þar sem hana sé alls ekki að finna. „Úthlut- unarreglur Afreks- mannasjóðs eru skýrar" segir hann. „Þar er eng- inn greinarmunur gerð- ur á því, hvort karlar eða konur eiga í hlut.“ Það er gott enda fjallaði grein mín ekki um út- hlutanir úr Afreks- mannasjóði, þótt ég nefndi hann einu sinni á nafn, heldur þá út- komu sem fæst þegar forysta íþróttahreyfing- arinnar á landsvísu tek- ur sig saman við forystumenn í til- teknu bæjarfélagi og fleiri aðila og skrapar saman í 25 milljóna styrk handa einum fremsta íþróttamanni landsins af karlkyni til þess að koma honum á ólympíuleikana í Sydney 2000. Og er sá framúrskarandi íþróttamaður alls góðs maklegur. Én það eru nokkrar afrekskonur líka og enn hefur engin sambærileg hreyfing sést í kringum þær, hvað sem verður. Steinar J. er reyndar svo snjall að kasta boltanum til þriggja forystukvenna í borgarstjórn Reykjavíkur og ég vænti þess að þær svari því hvað borgin geri til þess Enn hefur engin sam- bærileg hreyfing, segir Steinunn Jóhannes- dóttir, sést í kringum íþróttakonurnar. að stuðla að jafnrétti kynjanna í íþróttaheiminum. Hjá Iþrótta- og tómstundaráði fengust aftur á móti þær upplýsingar að engar umsóknir hefðu borist Afreks- og styrktarsjóði borgarinnar frá stjórnum fijáls- íþróttadeilda Ármanns og ÍR vegna skærustu kvenstjarnanna í þeirra röðum, sem gætu þó átt möguleika á að komast til Sydney árið 2000 ef vel er að staðið. Hvað fá konur? Hjá framkvæmdastjórn íþrótta- sambands íslands liggja ekki á lausu tölulegar upplýsingar um hlutfalls- lega skiptingu á fjárframlögum til kvennaíþrótta annars vegar og karlaíþrótta hins vegar. Hitt er ljóst að á skrifstofunni hafa menn það á tilfinningunni að karlarnir hafi al- mennt meira upp úr krafsinu en konurnar. Það hafa líka þær þing- konur úr öllum flokkum sem á und- anförnum árum hafa komið með fyrirspurnir á Alþingi og fengið sam- þykkta þingsályktunartillögu um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Og ekki þarf að fletta íþrótt- asíðum blaðanna lengi til þess að vita hvorir fá meiri athygli, strákarn- ir eða stelpurnar. Á síðasta íþrótta- þingi ÍSÍ var samþykkt að skera niður 1,8 milljónir á fjárhagsáætlun 1997-8 af lið sem heitir íþróttir fyrir alla. íþróttir fyrir alla snúast Steinunn Jóhannesdóttir aðallega um skipulag Kvennahlaups- ins, sem mörg þúsund konur taka þátt í árlega, margar með krakkana sína í eftirdragi, sem óneitanlega dregur nokkuð úr hraða þeirra eins og verða vill í lífinu. Manni, hvar er misréttið? Það er mikið mál að kortleggja misrétti kynjanna af vísindalegri nákvæmni því það teygir anga sína um alla kima mannlífsins. Þar fyrir utan liggur það í augum uppi, þeim sem vilja sjá. Eða eins og ungur vísindaheimspekingur orðaði það af öryggi og ögrandi hreinskilni í morg- unútvarpinu fyrir skömmu þegar spurt var hvort strákar ættu tölvu- öldina í tilefni af jafnréttisdögum í Háskóla íslands: „Já, auðvitað, eins og þeir eiga allt annað sem er gam- an og skemmtilegt og gróðavæn- legt.“ Þessu andmælti reyndar ung kona, nemi í tölvunarfræði, sem sagði í Degi-Tímanum: „Tölvuöldin er eins opin okkur og hugur okkar er opinn." Við skulum bara vona að hún reki sig ekki á annað. fyrír WIND0WS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: glKERFISÞRÓUNHF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum felur í sér víðtæka viljayfilýsingu um að hér verði þær þjóðfélagsbreytingar sem stórbæti stöðu kvenna. Því marki verður ekki náð nema allar stofnan- ir þjóðfélagsins, fyrirtæki og félaga- samtök, sveitarfélög, fjölmiðlar, íþróttahreyfingin, löggjafínn, lista- heimurinn, verkalýðshreyfíngin, kirkja og dómstólar taki inntak hans til sín og láti hann móta ákvarðanir sínar. Þegar spurt er um misréttið getur enginn látið eins og hann kannist ekki við heimilisfangið. Grænjaxlar spurðu: Manni, hvar er verðbólgan? og fengu það svar að lokum að líklega væri hún alls staðar í þjóðfélaginu. Verðbólgan var kveðin niður með samstilltu átaki. Misrétti kynjanna á sér vissu- lega margfalt dýpri rætur, samt vil ég vera bjartsýn eins og tölvukonan og trúa því að það megi kveða niður með samstilltu og laaaaaaaangvar- andi átaki. Höfundur er rithöfundur. FERMINGARMYNDIR Nú fer hver a& veröa síöastur BARNA ^rjðLSKVLDU LJÓSMYNDIR Sítni 588-7644 Armúla 38 <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.