Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnun síðan Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti Þjóðvaki Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokkanna eftir landshlutum ----Reykjavík ----Reykjanes [7-] Landsbyggðin Aðrir flokkar Kvennalisti Þjóðvaki Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Nóv.1996 Feb.1997 Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokkanna eftir aldri kjósenda 413 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára .M 45-59 ára JULJUB- 60-75ára 4J M m Áí •34^35,5 31,0 aöp4! Jafnðarmannafl. Aðrir flokkar 18.2K5- XLl Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti ojMMJLMM. Þjóðvaki Könnun á fylgi flokka og afstöðu til ríkisstjórnar Fylgi Sjálfstæðis- flokks 36,9% og Fram- sóknarflokks 18,4% EF gengið væri til þingkosninga nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 36,9% atkvæða, Framsóknar- flokkurinn 18,4%, Alþýðubanda- lag 18,2%, Alþýðuflokkur 17,8%, Kvennalistinn 3,1% og Þjóðvaki 0,4%, að því er fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórnmálaflokka og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Við síðustu alþingiskosningar, í apríl 1995, fékk Sjálfstæðisflokkur 37,1%, Framsóknarflokkur 23,3%, Al- þýðubandalag 14,3%, Alþýðu- flokkur 11,4%, Kvennalistinn 4,9% og Þjóðvaki 7,2%. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 45% styðja ríkisstjómina, 36,7% vera henni andvíg, en 18,3% sögðust hlutlaus. Dregið hefur úr stuðn- ingi við ríkisstjórnina frá síðustu könnun, þegar 46,6% sögðust styðja hana. Könnunin var unnin fyrir Morg- unblaðið dagana 15.-17. febrúar sl. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu land- inu. Svör fengust frá 1001, eða 73,4% aðspurðra. Svör um stuðning við flokka eru nokkuð misjöfn eftir búsetu, kyni og aldri svarenda. Þannig standa Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn betur að vígi í Reykja- vík og á Reykjanesi en á lands- byggðinni, en Framsóknarflokkur- inn á mestu fylgi að fagna utan þessara tveggja kjördæma. Al- þýðubandalagið er einnig ívið sterkara á landsbyggðinni, en Kvennalistinn stendur best að vígi á Reykjanesi. 3,8% aðspurðra nefndu að þeir myndu kjósa Jafn- aðarmannaflokk og sækir hann fylgi sitt fremur til Reykjavíkur og Reykjaness en landsbyggðar- innar. Ungir kjósendur Sjálfstæðisflokks Karlar eru fjölmennari en kon- ur í hópi kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, en konur kjósa fremur Alþýðubandalagið og Kvennalist- ann. Ef fylgi flokkanna er skipt upp eftir aldri kjósenda kemur í ljós að Alþýðuflokkurinn sækir hlut- fallslega mest fylgi til fólks á aldr- inum 35-44 ára, en Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn til fólks á aldrinum 18-24 ára. Hjá Alþýðubandalagi er hlut- fallslega mest fylgi hjá kjósendum 60-75 ára og hjá Kvennalista er fylgið hlutfallslega mest hjá fólki á aldrinum 25-34 ára. Stuðningur við ríkissljórnina Ef litið er til stuðnings við ríkis- stjórnina miðað við fylg'i flokka, kemur í ljós að 84% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja ríkis- stjórnina, en 66,1% kjósenda Framsóknarflokksins. í hópi þeirra sem nefndu að þeir myndu kjósa „einhvern vinstri“ flokk styðja 25,2% ríkisstjórnina, 14,8% kjósenda Alþýðuflokksins eru henni hlynntir, 11,1% kjósenda Kvennalistans og 7,2% kjósenda Alþýðubandalags. í samræmi við þetta er mesta andstöðu við ríkisstjórnina að finna í hópi kjósenda Alþýðu- bandalagsins, 81,1%. Þar næst koma kjósendur Kvennalistans, en 77,8% þeirra eru andvíg ríkis- stjórninni og 65,7% kjósenda Al- þýðuflokks. 17% kjósenda Fram- sóknarflokks eru andvíg ríkis- stjórninni og 7,5% kjósenda Sjálf- stæðisflokks. 66,1% villhag- ræða þó röskun verði á byggð AFSTAÐA fólk til þess, hvort stuðla eigi að aukinni hag- kvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þótt það kosti byggðaröskun, er hin sama nú og árið 1991, þegar Félagsvísindastofnun spurði hins sama. Þá svöruðu 68,8% þeirra sem tóku afstöðu spurningunni játandi, en nú gera 66,1% það. í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar kemur fram, að vikmörk á hlutfalls- tölum eru um 2,5-3% og er munurinn á svörum nú og fyrir sex árum því ekki marktækur. Nokkur munur er á svörum kynjanna. Þannig svara 63,4% karla játandi, en 48,4% kvenna, en í hópi kvenna eru tvöfalt fleiri hlutlausir eða óákveðnir, eða 21,1% á móti 9,8% karla. Flestir eru fylgjandi aukinni hagræðingu, þóii hún kosti byggðaröskun, í aldurshópun- um 25-34 ára (65,4%) og 35-44 ára (65,1%). Aðeins í aldurs- hópnum 60-75 ára eru fleiri andvígir hugmyndinni en fylgj- andi, eða 39% á móti 37,9%, en í þeim aldurshópi segjast flest- ir vera hlutlausir eða óákveðn- ir, eða 23,1%, Stjórnendur og æðstu emb- ættismenn, sem og sérfræðing- ar, skera sig nokkuð úr öðrum stéttum vegna hlutfallslegs fjölda þeirra sem svara ját- andi, en það gera 71,3% í þess- um hópum. Næstir koma iðn- aðarmenn (63,5%), afgreiðslu- fólk og fólk í ýmsum þjónustu- störfum (53,5%), sjómenn (52,2%), skrifstofufólk, fulltrú- | ar o.fl. (51,4%), en hugmyndin nýtur minnst stuðnings meðal verkafólks (44,6%). Háskólamenntað fólk er hlynntast hugmyndinni (77,1%), þar næst koma þeir sem lokið hafa bóklegu námi á framhaldsskólastigi (59,9%), þeir sem lokið hafa iðnnámi, vélsljórn eða búfræði (59,8%), grunnskóla- eða barnaskóla- prófi (45,3%) og minnst fylgis nýtur hugmyndin meðal þeirra sem lokið hafa starfsnámi (45%). Reykvíkingar svara hlut- fallslega flestir játandi, eða 61%, þar á eftir fylgja Reyknes- ingar (57,7%), en fólk á lands- byggðinni svarar síður játandi (49,1%). Af þeim sem fylgja Sjálf- stæðisflokknum að málum segjast 63,4% fylgjandi auk- inni hagræðingu þótt hún kost- aði byggðaröskun, 55,6% kjós- enda Kvennalista, 54,8% kjós- enda Alþýðuflokks, 52,3% kjósenda Alþýðubandalags og { 50,5% kjósenda Framsóknar- 1 flokks. Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. feb. 1997: SPURT VAR: Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að útgerðarmenn greiði veiði- leyfagjald fyrir veiðiheimildir sem stjórnvöld úthluta þeim? Bakgrunns- greining: Hlynnt(ur) Hvorki ná Andvíg(ur) /veit ekki ALLIR: 80 % 100 EFTIR KYNI: Karlar Konur EFTIR ALDRI: 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60-75 ára EFTIR Stjórnendur og æðstu emb.menn STÉTT: Sérfræðingar Skrifst.fólk, fulltr., tæknar o.fl. Afgreiðslu- og ýmis þjónustystörf Iðnaðarmenn Bændur Sjómenn Verkafólk Ekki útivinnandl EFTIR Grunnskóla- / barnaskólaprðf MENNT.: Starfsnám Iðnnám / vélstjóm / búfræði Bóklegt nám á framhaldsskólastigi Nám á háskólastigi EFTIR BÚSETU: Reykjavík Reykjanes Landsbyggð EFTIR ÞVÍ HVAÐ MENN MYNDU KJÓSA: Alþýðuflokk Framsóknarflokk Sjáifstæðlsflokk Alþýðubandalag Kvennalista Jafnaðarmenn Annað en Sjálfstæð isf lokk Aðra flokka eða lista Myndu ekkl kjósa Neita eða eru óvissir 1.500 marnia slembiiirtak úr þjóOskrá. 1.061 svaraöi. 80 % 100 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.