Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 6

Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnun síðan Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti Þjóðvaki Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokkanna eftir landshlutum ----Reykjavík ----Reykjanes [7-] Landsbyggðin Aðrir flokkar Kvennalisti Þjóðvaki Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Nóv.1996 Feb.1997 Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. febrúar 1997: Fylgi stjórnmálaflokkanna eftir aldri kjósenda 413 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára .M 45-59 ára JULJUB- 60-75ára 4J M m Áí •34^35,5 31,0 aöp4! Jafnðarmannafl. Aðrir flokkar 18.2K5- XLl Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti ojMMJLMM. Þjóðvaki Könnun á fylgi flokka og afstöðu til ríkisstjórnar Fylgi Sjálfstæðis- flokks 36,9% og Fram- sóknarflokks 18,4% EF gengið væri til þingkosninga nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 36,9% atkvæða, Framsóknar- flokkurinn 18,4%, Alþýðubanda- lag 18,2%, Alþýðuflokkur 17,8%, Kvennalistinn 3,1% og Þjóðvaki 0,4%, að því er fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi stjórnmálaflokka og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Við síðustu alþingiskosningar, í apríl 1995, fékk Sjálfstæðisflokkur 37,1%, Framsóknarflokkur 23,3%, Al- þýðubandalag 14,3%, Alþýðu- flokkur 11,4%, Kvennalistinn 4,9% og Þjóðvaki 7,2%. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 45% styðja ríkisstjómina, 36,7% vera henni andvíg, en 18,3% sögðust hlutlaus. Dregið hefur úr stuðn- ingi við ríkisstjórnina frá síðustu könnun, þegar 46,6% sögðust styðja hana. Könnunin var unnin fyrir Morg- unblaðið dagana 15.-17. febrúar sl. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu land- inu. Svör fengust frá 1001, eða 73,4% aðspurðra. Svör um stuðning við flokka eru nokkuð misjöfn eftir búsetu, kyni og aldri svarenda. Þannig standa Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn betur að vígi í Reykja- vík og á Reykjanesi en á lands- byggðinni, en Framsóknarflokkur- inn á mestu fylgi að fagna utan þessara tveggja kjördæma. Al- þýðubandalagið er einnig ívið sterkara á landsbyggðinni, en Kvennalistinn stendur best að vígi á Reykjanesi. 3,8% aðspurðra nefndu að þeir myndu kjósa Jafn- aðarmannaflokk og sækir hann fylgi sitt fremur til Reykjavíkur og Reykjaness en landsbyggðar- innar. Ungir kjósendur Sjálfstæðisflokks Karlar eru fjölmennari en kon- ur í hópi kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, en konur kjósa fremur Alþýðubandalagið og Kvennalist- ann. Ef fylgi flokkanna er skipt upp eftir aldri kjósenda kemur í ljós að Alþýðuflokkurinn sækir hlut- fallslega mest fylgi til fólks á aldr- inum 35-44 ára, en Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn til fólks á aldrinum 18-24 ára. Hjá Alþýðubandalagi er hlut- fallslega mest fylgi hjá kjósendum 60-75 ára og hjá Kvennalista er fylgið hlutfallslega mest hjá fólki á aldrinum 25-34 ára. Stuðningur við ríkissljórnina Ef litið er til stuðnings við ríkis- stjórnina miðað við fylg'i flokka, kemur í ljós að 84% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja ríkis- stjórnina, en 66,1% kjósenda Framsóknarflokksins. í hópi þeirra sem nefndu að þeir myndu kjósa „einhvern vinstri“ flokk styðja 25,2% ríkisstjórnina, 14,8% kjósenda Alþýðuflokksins eru henni hlynntir, 11,1% kjósenda Kvennalistans og 7,2% kjósenda Alþýðubandalags. í samræmi við þetta er mesta andstöðu við ríkisstjórnina að finna í hópi kjósenda Alþýðu- bandalagsins, 81,1%. Þar næst koma kjósendur Kvennalistans, en 77,8% þeirra eru andvíg ríkis- stjórninni og 65,7% kjósenda Al- þýðuflokks. 17% kjósenda Fram- sóknarflokks eru andvíg ríkis- stjórninni og 7,5% kjósenda Sjálf- stæðisflokks. 66,1% villhag- ræða þó röskun verði á byggð AFSTAÐA fólk til þess, hvort stuðla eigi að aukinni hag- kvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þótt það kosti byggðaröskun, er hin sama nú og árið 1991, þegar Félagsvísindastofnun spurði hins sama. Þá svöruðu 68,8% þeirra sem tóku afstöðu spurningunni játandi, en nú gera 66,1% það. í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar kemur fram, að vikmörk á hlutfalls- tölum eru um 2,5-3% og er munurinn á svörum nú og fyrir sex árum því ekki marktækur. Nokkur munur er á svörum kynjanna. Þannig svara 63,4% karla játandi, en 48,4% kvenna, en í hópi kvenna eru tvöfalt fleiri hlutlausir eða óákveðnir, eða 21,1% á móti 9,8% karla. Flestir eru fylgjandi aukinni hagræðingu, þóii hún kosti byggðaröskun, í aldurshópun- um 25-34 ára (65,4%) og 35-44 ára (65,1%). Aðeins í aldurs- hópnum 60-75 ára eru fleiri andvígir hugmyndinni en fylgj- andi, eða 39% á móti 37,9%, en í þeim aldurshópi segjast flest- ir vera hlutlausir eða óákveðn- ir, eða 23,1%, Stjórnendur og æðstu emb- ættismenn, sem og sérfræðing- ar, skera sig nokkuð úr öðrum stéttum vegna hlutfallslegs fjölda þeirra sem svara ját- andi, en það gera 71,3% í þess- um hópum. Næstir koma iðn- aðarmenn (63,5%), afgreiðslu- fólk og fólk í ýmsum þjónustu- störfum (53,5%), sjómenn (52,2%), skrifstofufólk, fulltrú- | ar o.fl. (51,4%), en hugmyndin nýtur minnst stuðnings meðal verkafólks (44,6%). Háskólamenntað fólk er hlynntast hugmyndinni (77,1%), þar næst koma þeir sem lokið hafa bóklegu námi á framhaldsskólastigi (59,9%), þeir sem lokið hafa iðnnámi, vélsljórn eða búfræði (59,8%), grunnskóla- eða barnaskóla- prófi (45,3%) og minnst fylgis nýtur hugmyndin meðal þeirra sem lokið hafa starfsnámi (45%). Reykvíkingar svara hlut- fallslega flestir játandi, eða 61%, þar á eftir fylgja Reyknes- ingar (57,7%), en fólk á lands- byggðinni svarar síður játandi (49,1%). Af þeim sem fylgja Sjálf- stæðisflokknum að málum segjast 63,4% fylgjandi auk- inni hagræðingu þótt hún kost- aði byggðaröskun, 55,6% kjós- enda Kvennalista, 54,8% kjós- enda Alþýðuflokks, 52,3% kjósenda Alþýðubandalags og { 50,5% kjósenda Framsóknar- 1 flokks. Könnun Félagsvísindastofnunar 15.-17. feb. 1997: SPURT VAR: Ertu hlynnt(ur) því eða andvíg(ur) að útgerðarmenn greiði veiði- leyfagjald fyrir veiðiheimildir sem stjórnvöld úthluta þeim? Bakgrunns- greining: Hlynnt(ur) Hvorki ná Andvíg(ur) /veit ekki ALLIR: 80 % 100 EFTIR KYNI: Karlar Konur EFTIR ALDRI: 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60-75 ára EFTIR Stjórnendur og æðstu emb.menn STÉTT: Sérfræðingar Skrifst.fólk, fulltr., tæknar o.fl. Afgreiðslu- og ýmis þjónustystörf Iðnaðarmenn Bændur Sjómenn Verkafólk Ekki útivinnandl EFTIR Grunnskóla- / barnaskólaprðf MENNT.: Starfsnám Iðnnám / vélstjóm / búfræði Bóklegt nám á framhaldsskólastigi Nám á háskólastigi EFTIR BÚSETU: Reykjavík Reykjanes Landsbyggð EFTIR ÞVÍ HVAÐ MENN MYNDU KJÓSA: Alþýðuflokk Framsóknarflokk Sjáifstæðlsflokk Alþýðubandalag Kvennalista Jafnaðarmenn Annað en Sjálfstæð isf lokk Aðra flokka eða lista Myndu ekkl kjósa Neita eða eru óvissir 1.500 marnia slembiiirtak úr þjóOskrá. 1.061 svaraöi. 80 % 100 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.