Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Keppnislið Menntaskólans á Egilsstöðum lenti í hrakningum á heimleið frá Akureyri Menntskælingar sátu næturlangt í fastri rútunni Vaðjirekku, Jökuldal. Morgunblaðið. FJÖRUTÍU nemendur Mennta- skólans á Egilsstöðum lentu í erfiðleikum á ferð norðan af Akureyri til Egilsstaða eftir að hafa keppt i spurningakeppni framhaldsskólanna á fimmtu- dagskvöld. Rúta sem þau ferð- uðust með fauk útaf veginum norðan í Grjótgarðshálsi í Jök- uldalsheiði og sat þar föst i fimm klukkutíma. Að sögn Helga Omars Braga- sonar, skólameistara Mennta- skólans á Egilsstöðum, sem var með í ferðinni, lögðu ferðalang- arnir af stað frá Akureyri um klukkan 20 á fimmtudagskvöld og sóttist ferðin þokkalega yfir Mývatnsöræfi og austur á Möðrudalsöræfi var þokkaleg færð, en þegar kom i Austari- Fjallgarð þyngdist færðin og þar þurfti að grípa til rekunnar og moka fyrir rútuna. Það var svo klukkan fimm á föstudagsmorgun eftir níu tíma ferðalag frá Akureyri að rútan fékk á sig vindhviðu og fauk afturhluti hennar út í ruðning og sat hún þar föst. Þá var hún stödd rétt austan við Lindará í norðanverðum Þrívörðuhálsi. Vigfús Friðriksson og Hrafn- kell Lárusson, sem voru í rút- unni, sögðu að krakkarnir hefðu tekið því misvel þegar rútan fauk útaf og verið mis- lengi að róa sig niður en allt hafi þó fallið í ljúfa löð Ujót- lega. Fljótlega fór að kólna í rútunni og Hrafnkell sagði að tvisvar hefðu komið vindhviður er nærri hefðu verið búnar að leggja rútuna á hliðina. Krakkarnir voru misvel búnir þótt flestir hafi verið vel búnir, í göllum eða sambærilegum fatnaði. Vigfús sagði að nem- endaráðið hafi staðið sig virki- lega vel í að miðla fötum til þeirra er er kuldi fór að ásækja frá þeim er hlýrra var og skjól- flíkur væru þar sem þeirra væri mest þörf. Fjögurra tíma ferð Björgunarmenn neðan af Jökuldai lögðu í hann rétt fyrir klukkan sex um morguninn á tveim tólf sæta skólabilum og fjórum jeppum til móts við rút- una og sóttist ferðin mjög seint. Að sögn Benedikts Arnórsson- ar, bílstjóra á öðrum skólabíln- um, var alveg snarvitlaust veð- ur. Ferðin gekk mjög hægt því bílarnir gengu illa og fennti inná lofthreinsarana á bílunum. Einnig var mjög erfitt ef jepp- arnir lentu útaf veginum að finna veginn aftur og tók fjóra tima að komast að rútunni sem tekur innan við hálfa klukku- stund í sumarfæri. Það var síðan um klukkan tíu á föstudagsmorguninn að veðr- ið skánaði aðeins og Sveini Sig- bjarnarsyni bílstjóra tókst þá að losa rútuna í sama mund og jeppamir komu neðan úr Jök- uldal. Helgi Ómar sagði að krakk- arnir hefðu verið færðir til í rútunni og þegar veðrið gekk aðeins niður gat Sveinn farið út og mokað frá rútunni og hægt var að keyra hana upp. Þegar jepparnir komu að var krökkunum skipt niður á jepp- ana og urðu fáir eftir í rút- unni. Rútan og jepparnir fóru Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KRAKKARNIR í rútunni eftir að komið var niður í Skjöldólfsstaðaskóla. VIGFÚS Friðriksson og Hrafnkell Lámsson eyddu nóttinni í rútunni. síðan í samfloti áleiðis niður á Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuld- al. Þar tók Eygló Ormarsdóttir matráðskona á móti hópnum um hádegisbil i gær og gaf ferðalöngunum og björgunar- mönnunum að borða brauð, kjöt og heitt kakó. Alls tók þó ferðin tuttugu tíma frá Akur- eyri til Egilsstaða, en moka SESSELJA Stefánsdóttir. þurfti snjó á fimm stöðum fyr- ir rútuna. Óþarfa hætta Hrafnkell og Vigfús voru óánægðir með að farið skyldi af stað austur í þessu veðurút- liti og taka hafi átt mið af að ferðin norður tók sex klukku- tíma, en með því að fara austur aðfaranótt föstudags hefði þeim verið stofnað i óþarfa hættu. Sesselja Stefánsdóttir, for- maður nemendaráðs ME, segir ferðina verða bráðskemmtilega i endurminningunni þótt hún hafi ekki verið eins skemmtileg meðan á henni stóð. Sesselja sagði það hafa komið til greina að fresta ferðinni austur, en þar sem veðurspá fyrir daginn í gær hafi verið mjög slæm hafi sú ákvörðun verið tekin í samráði bílstjóra, skólameistara og nemendaráðs að fara austur í fyrrakvöld og freista þess að ná austur áður en versta veðrið skylli á. Ses- selja segir að þrátt fyrir allt sé það álit krakkanna að ferðin hafi borgað sig, þó hægt hafi gengið á köflum, því sigur vannst altént í spurningakeppn- inni. Sesselja vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Sveins Sigbjarnarsonar bíl- stjóra fyrir fádæma ósérhlífni hans i allri ferðinni. Æsufell 2, 3. hæð — opíð hús Mikið standsett 3ja herb. 87 fm íb. á 3. hæð í Æsufelli 2. Ásett verð 6,4 millj. Áhv. 3,5 millj. Opið hús sunnudag kl. 14—17, Bragi. rrn 11 rn CCO 107Í1 iárust>.vaidimarsson,framkvæmdastjóbi UUl I I uU'UUL I u/U JáHANNÞÓRBARSQN,HRL.LÖBBiLJUHFASTEI9NASALI. Ný á fasteignamarkaðnum m.a. eigna: Á vinsælum stað í Hlíðunum Rúmgóð 3ja herb. ibúð í kjallara. Nýlegt gler. Nýlegt parket á stofu. Danfoss-kerfi. Langtímalán. Gjafverð. Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar Sólrlk 3ja herb. íbúð á 2. hæð rúmir 80 fm. Vel umgengin. Stór og góð geymsla í kjallara. Ný endurbætt sameign. Tilboð óskast. Skammt frá Árbæjarskóla Glæsilegt raðhús með mjög rúmgóðri 6 herb. íbúð á tveimur hæðum. Mikið og gott vinnu-/föndurhúsnæði í kjallara. Skipti möguleg. Ein bestu kaup á markaðnum i dag. Grindavík - einbýlishús - skipti Gott steinhús ein hæð 130,2 fm. Sólskáli um 30 fm. Góður bílsk. 60 fm. Ræktuð lóð 875 fm. Vinsæll staður I góðu atvinnuplássi. Margskonar skipti möguleg. Lítið einbýlishús í gamla bænum Járnklætt timburhús á steinkjallara með 3ja-4ra herb. íb. Mikið endurbætt. Langtímalán kr. 4 millj. Eignarlóð. Tilboð óskast. Útborgun aðeins kr. 500 þús. Ný endurbyggt 2ja herb. risíb. í reisulegu steinhúsi skammt frá Sundhöll Reykjavíkur. Nýtt eldhús, nýtt sturtubað með sérþv.aðstöðu. Allar leiðslur og lagnir i húsinu eru nýjar. Ásett verð kr. 4,2 millj. Tilboð óskast. • • • Opiðídagfrákl. 10-14. Vestan Elliðaáa óskast verslunarhúsnæði um 500 fm.fyrir landsþekkt fyrirtæki. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Mikil snjóþyngsli og kóf ollu vegfarendum víða vandræðum Bílarnir sátu fastir og . snjóflóð tepptu vegina 1 NOKKRIR tugir bfla sátu fastir í Hvalfirði í fyrrinótt og er talið að yfir hundrað manns hafi þurft að hírast í bifreiðunum um nóttina, eða þangað til hægt var að ryðja veginn um fjörðinn. Vegfarendur höfðu þá verið fastir í 5-6 klukkustundir. Snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Óshlíð í fyrrinótt og gærmorgun og lokuðu vegum. Allir vegir sem snjóflóð féllu á hafa verið lokaðir frá því í fyrri- nótt, að sögn lögreglunnar á Isafirði. Blint en ekki hvasst í Hvalfirði stóðu bifreiðar fastar í Hvítanesbrekku og Hlaðhamri rétt sunnan við Botnsskála og einnig við líparítnámuna. Lögregl- an lokaði veginum um Kjalarnes um kl. 11 í fyrrakvöld. „Bílarnir voru þarna í kös, um 20-30 í Hvíta- nesbrekku og víðar í Hvalfirði voru fleiri bílar, sem björgunarsveitin á Akranesi aðstoðaði,“ segir Árni Snorrason, liðsmaður björgunar- sveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. „Við huguðum að ökumönnum og farþegum og fylgdumst með bílum sem drepist hafði á, auk þess að tryggja að snjóruðningstæki kæmust leiðar sinnar. Ég held ekki að það hafí farið mjög illa um menn og þeir sem voru í köldum bílum fengu skjól í þeim bílum þar sem var hiti. Þegar ruðningstækin komu var farið að rofa til.“ Ölvaður ökumaður ók jafnframt bifreið sinni á aðra í Hvalfirði og voru hjálparsveitir kallaðar til að- stoðar á meðan lögreglan í Borgar- nesi gekk frá því máli. Hitastigið var um frostmark og segir lögregl- an lán að ekki hafí verið kaldara. Blint hafi verið en ekki mjög hvasst. Lögreglan í Stykkishólmi þurfti að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar, meðal annars í Kerl- ingarskarði og á leiðinni á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Snjór var mikill á þessum slóðum og kyngdi niður í fyrrinótt að sögn lögreglu, en veðrið var að öðru leyti ágætt. Lögreglan á ísafirði þurfti jafn- framt að aðstoða ökumann bifreið- ar sem hélt á sumardekkjum upp á Steingrímsfjarðarheiði. Lög- reglumaður á Hólmavík, sem var á leið þangað frá ísafirði, ók fram á bílinn og var þá dautt á honum og ökumanni orðið kalt. „Hér kyngir niður og margir lágþekjubílar eru orðnir háþekju- bílar,“ sagði lögreglumaður á ísafirði sem rætt var við, „en við höfum séð það svartara." Frestuðu að ryðja Vegagerðarmenn reyndu að • ryðja Súðavíkurhlíð en þá féll | snjóspýja skammt fyrir aftan þá ^ og ákváðu þeir þá að freista þess • að ljúka verkinu síðar. Víða annars staðar um landið var mikill snjór og ófærð, en án þess að kæmi til teljandi vandræða af þeim sökum. Lokaði hringveginum Flutningabíll lagðist á hliðina á | þjóðvegi eitt skammt frá Kvískeij- um í Skaftafellssýslu í gærmorgun, | með þeim afleiðingum að vegurinn ^ lokaðist í nokkrar stundir. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum og fauk bifreiðin til. í kjöl- farið lagðist vagn hennar á hlið- ina, þvert yfir veginn. Um sex klukkustundir tók að reisa bílinn við að nýju, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn í Hornafirði, ekki síst þar sem • veðrið var svo slæmt að erfitt var fyrir menn að athafna sig og í ^ raun ekki ferðaveður. Bíllinn • skemmdist lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.