Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 ______________________________________________MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Þrír menn látnir lausir eftir 18 ár bak við lás og slá Úrskurðurinn enn eitt áfall- ið fyrir breskt réttarkerfi London. Reuter. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur verður vitni í hæstarétti ÞRÍR menn, sem hafa setið í fang- elsi í átján ár fyrir morð á þrettán ára gömlum biaðburðardreng, voru látnir lausir í gær. Er mál þeirra talið enn eitt áfallið fyrir breska réttarkerfið en þeir voru látnir laus- ir á skilorði án skilyrða eftir tveggja stunda málflutning fyrir hæstarétti, þar sem ljóst væri að dómurinn yfir þeim væri byggður á afar vafasöm- um forsendum. Þremenningarnir; Michael Hic- key, frændi hans Vincent Hickey og James Robinson, hafa haldið fram sakleysi sínu frá því að þeir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi árið 1979 fyrir morðið á Carl Bridgewater, sem var skotinn er hann varð á vegi inn- brotsþjófa. Fögnuðu þeir ákaflega er þeir höfðu verið látnir lausir, en fjöldi tárvotra ættingja þeirra sam- fagnaði þeim er þeir yfírgáfu dóms- salinn. „Þetta er besta tilfinning sem til er,“ sagði Vincent Hickey og þakkaði öllum þeim sem trúðu á sakleysi þeirra. Theresa Robinson, ritari lögmanns, sem giftist Robin- son á meðan hann sat í fangelsi, grét hástöfum, og Robinson sagðist nánast hafa „farið yfir um“ er hann frétti að taka ætti mál þeirra fyrir. Lögmenn þremenninganna segja lögreglu hafa fengið fjórða manninn, Patrick Molloy, til að undirrita játn- ingu með því að segja honum að Vincent Hickey hefði játað. Sú játn- ing hefði hins vegar verið tilbúning- ur lögreglu. Var dómurinn yfir þre- menningunum byggður á játningu Molloy, sem lést í fangelsi árið 1981. Nú viðurkenna lögmenn saksókn- ara að réttarhöldin yfir mönnunum hafi í grundvallaratriðum verið göll- uð og dómurinn byggður á ótrygg- um sönnunum, sem væru játning Molloys. Þremenningarnir reyndu að fá málið tekið upp árið 1989 en því var neitað. Hafa þeir barist fyrir því með öllum ráðum, tekið sér mót- mælastöðu á þaki fangelsins sem þeim var haldið í og fjölskyldur þeirra hafa verið óþreytandi að skrifa til yfirvalda. Ann Whelan, móðir Michaels Hic- keys, sagðist þeirrar skoðunar að lögreglumennirnir sem bæru ábyrgð á fangelsisdómi mannanna, ættu heima á bak við lás og slá. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að málið yrði rannsakað að nýju en í apríl verður það formlega tekið fyrir. Á síðustu árum hefur hver lífstíð- ardómurinn á fætur öðrum verið tekinn til endurskoðunar, þar sem sakleysi dæmdra manna hefur verið sannað. Nægir að nefna mál sex- menninganna frá Birmingham, sem voru dæmdir fyrir sprengjuárás sem kostaði 21 mann lífið, og Guildford- fjórmenninganna, sem voru dæmdir fyrir sprengingu á krá sem varð fímm manns að bana. Er talið að þremenningarnir geti krafist skaða- bóta sem nemi yfir 100 milljónum ísl. kr. íslendingur verður vitni í hæstarétti Gísli Guðjónsson, réttarsálfræð- ingur og sérfræðingur í fölskum játningum, hefur unnið að Bridgew- ater-málinu í nokkra mánuði og et enn að rannsaka það. Gísli sagði í gær að lögfræðingur þremenninganna hefði beðið sig um aðstoð. Hann mun bera vitni sem sérfræðingur í málinu þegar það fer fyrir hæstarétt Bretlands í apríl. „Mitt hlutverk er að athuga þær breytingar, sem orðið hafa á vitn- eskju okkar um falskar játningar frá árinu 1978, hvað við vitum um kringumstæður og hvað vaidi fölsk- um játningum," sagði Gísli. Hans starf er einnig að fara í gegnum öll gögnin í málinu og skrifa um það skýrslu vegna þess að aðalmaðurinn, Patrick Molloy, er látinn og því ekki hægt að tala við hann. Gísli kvaðst telja að á tímabilinu 1970 til 1980 hafí verið um mörg mál að ræða þar sem menn hafi verið dæmdir á játningum, sem síðar hafi komið fram að ekki væri hægt að reiða sig á. Hann nefndi Birming- ham- og Guilford-málin, sem hann vann að, en alls hefur hann unnið að 800 sakamálum. Búast megi við því að ekki séu öll kurl komin til grafar í þessum efnum og fleiri mál muni koma upp á yfirborðið. Breskt réttarkerfi væri alltaf að breytast til batnaðar. Ný lög hefðu verið sett árið 1986 og nú væri allt skráð mun betur en áður og yrði til dæmis sérfræðingur eða ættingi að vera viðstaddur þegar vangefinn maður væri yfirheyrður. Eftir 1990 hefðu allar yfirheyrslur verið teknar upp á segulband. „Það er erfiðara nú að plata fólk í yfirheyrslum," sagði Gísli. „En það er hægt að plata fólk milli yfir- heyrslna eða á leiðinni í yfirheyrslu og þess eru dæmi.“ * Urkoma tefur björgunar- starf í Perú BJÖRGUNARSTARF á eðju- flóðasvæðum í Andesfjöllunum í Perú hefur gengið erfiðlega vegna úrkomu. Nokkrum. sinnum hefur orðið að gera hlé á leit að líkum allt að 300 fórnarlambavegna nýrrar flóðahættu. Á myndinni bera ættingjar lík nokkurra þeirra sem fórust til grafar í bænum Tamburco í Abancay-héraði, 480 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Líma. Reuter Reuter JASMINKA Lesic, ekkja Tom- islavs Lesic, leggur blóm á leiði hans við útförina sem fram fór í Zagreb. Sjúkling- ar bornir til grafar JARÐNESKAR leifar Tomislav Lesic, sem var myrtur fyrir rúmum fimm árum, ásamt 199 sjúklingum á sjúkrahúsinu í Vukovar, voru bornar til grafar í gær. Lík Lesic var hið fyrsta sem tókst að bera kennsl á en hann var Króati sem særðist í umsátrinu um Vukovar er Serb- ar náðu borginni á sitt vald árið 1991. í kjölfarið flutti júgóslav- neski herinn sjúklinga á sjúkra- húsinu á brott og spurðist ekki til þeirra fyrr en í lok síðasta árs er fjöldagröfin fannst við Ovcara. Ekki hefur tekist að bera kennsl á öll líkin en talið er fullvíst að langflestir hafi verið sjúklingar. Öll líkin eru af karlmönnum og drengjum, ekkert þeirra var í herklæðum og allir höfðu mennirnir látist af völdum skotsára, sem benti sterklega til aftöku, fremur en bardaga. Ovænt afsögn Hans Engells, formanns Ihaldsflokksins, vegna ölvunaraksturs Eykur óvissu á hægri væng danskra stjórnmála Afsögn Hans Engells, glaðlegs og strákslegs en varkárs formanns íhaldsflokksins, hefur gjörbreytt stöðunni á hægrí væng danskra stjómmála, eins og kemur fram hjá Sigrúnu Davíðsdóttur. VORKUNN og varkámi ein- kenndi viðbrögðin við af- _ sögn Hans Engells, for- manns íhaldsflokksins, eftir að hann var staðinn að ölvunarakstri. Gjör- breytir það stöðunni í dönskum stjórnmálum. Það liggur í loftinu að stjórn jafnaðarmanna muni ekki sitja til loka kjörtímabilsins haustið 1998. Að Engell frátöldum er Uffe Elle- mann-Jensen, formaður Venstre, eina sannfærandi forsætisráðherra- efni hægri flokkanna og ekki víst að það auki líkur á hægri stjórn. Og fyrir íhaldsflokkinn, sem smám saman var að rétta úr kútnum eftir Tamílamálið, er afsögn Engells þungbært áfall. Engell var að koma af veitinga- stað aðfaranótt fimmtudags og á leið að heimili sínu norðan Kaup- mannahafnar, þegar hann keyrði inn á afgirt framkvæmdasvæði. Bíllinn skemmdist mikið, en hann hringdi strax á Iögregluna, sem þótti af honum áfengisfnykur og lét hann blása í blöðru. Þegar fréttin barst síðdegis á fimmtudag viðurkenndi Engell strax yfirsjón sína og fékk stuðning flokksstjórnarinnar, en í gær var fyrirsögn leiðara Berlingske Tidende „Ölvunarökumaður og forsætisráð- herra". Þær raddir heyrðust víðar að flokkur, sem legði áherslu á lög og reglu gæti ekki haft lögbijót í fararbroddi. Þá sá Engell sína sæng upp reidda og í stað þess að leggja á sig og flokkinn langa þrautar- göngu undir óvægum augum fjöl- miðla ákvað Engell í gær að segja af sér flokksformannsstöðunni. Engell er þó formaður þingflokks- ins eftir sem áður, sem gæti gert stöðu eftirmanns hans erfiða. Hver hann verður er á reiki, en fyrst var nefnd til sögunnar Anne Birgitte Lundholt, fyrrum iðnaðarráðherra, og Helge Adam Moller, formælandi flokksins í dómsmálum, hefur Iýst sig fúsan til embættisins. Per Stig Moller, fyrrum ráðherra og sonur Poul Moller fyrrum ráðherra og helsta andstæðings íslendinga í handritamálinu, gæti orðið mála- miðlun, en Torben Rechendorff, sem er við aldur, gæti brúað bilið þar til annar yngri fyndist. Öll hafa þau verið áberandi í flokknum, en eru mílur vega frá þeim sessi, sem En- gell hefur áunnið sér. Flokksstjórnin kemur saman á mánudag og velur formann. Engell, sem er fæddur 1948, hef- ur verið í forsvari fyrir flokkinn frá því Poul Schlúter sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar Tamílamálsins 1993. Blaðamaðurinn Engell varð óvænt varnarmálaráð- herra 1982. Með hlýlegri og kump- ánlegri framkomu hefur Engell smám saman tekist að styrkja flokk- inn eftir Tamílamálið. í augum Dana lítur hann út eins og notalegur ná- granni, sem borðar ríflega af svínas- teik og rauðgraut með ijóma eins og allir hinir. Hægt og sígandi hefur hann feng- ið á sig sannfærandi yfirbragð for- sætisráðherra í hægristjórn, því þótt flokkurinn sé helmingi minni en Venstre, flokkur Uffe Ellemann- Jensens, höfðar hann fremur til hóf- samra og sáttfúsra Dana en hinn ögrandi Venstreformaður. Óreyndur eftirmaður Engells styrkir ekki Elle- mann-Jensen sem sagði í gær að róður hægriflokkanna yrði mun þyngri eftir þessa uppákomu. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra mun vart sakna hins vinsæla and- stæðings síns. En þó varkárni Engells hafí brugðist honum nú getur undirrituð vitnað um að Engell hafði augu kjós- enda í huga. í Stokkhólmi stóð hann eitt sinn ásamt fleiri þátttakendum á þingi Norðurlandaráðs gegnt rauðu gangbrautarljósi. Þar sem enginn var bíllinn arkaði íslending- urinn yfir ásamt öðrum landa. Þegar haft var orð á því við Engell á eftir að það væri nú meiri varkárnin að bíða á rauðu, þegar engin væri umferðin, sagðist hann hafa vanið sig á þetta, því aldrei væri að vita hvar augu laganna og kjósenda leyndust. Þessari góðu reglu hafði hann þó gleymt aðfaranótt fimmtudags. Um leið breytti hann ásjónu danskra stjórnmála, lagði flokkinn í enn eina úlfakreppuna og torveldaði myndun hægri stjórnar. > f ) t t I > \ I l I i B i I t I r i c I « r i r «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.