Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 18

Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 18
18 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ráðgjafarverkefni á vegum Iðntæknistofnunar ýtt úr vör Ný tækni nýtt betur Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSKU ráðgjafarnir unnu í hópum á lokadegi námskeiðsins. SÓKN til betri afkomu er heiti á ráðgjafarverkefni sem nýsköpunar- og framleiðnideild Iðntæknistofn- unar er að ýta úr vör þessa dagana, en markmið verkefnisins, sem styrkt er af Evrópusambandinu, Iðntækni- stofnun, Iðnlánasjóði og Byggða- stofnun, er að aðstoða stjórnendur fyrirtækja við að auka samkeppnis- hæfni og bæta afkomu fyrirtækj- anna með stefnumótun, sem nýtir nýjungar og nýja tækni. Þessi ráð- gjafartækni er vel þekkt í Evrópu, ekki síst í Noregi þar sem henni hefur verið beitt með góðum ár- angri og undanfarna fjóra daga hafa norskir kennarar kynnt tólf íslensk- um ráðgjöfum hana. Ætlunin er síð- an að þessir ráðgjafar beiti tækninni í fyrirtækjum sem verða valin til þess að taka þátt í verkefninu en fyrirtæki geta sótt um þátttöku í því til 12. mars næstkomandi. Verkefnið var kynnt blaðamönn- um í gær en þá lauk ráðgjafarnám- skeiðinu sem markar upphaf verk- efnisins. Ráðgjafaranir tólf sem þátt tóku í námsskeiðinu voru valdir með tilliti til menntunar, starfsreynslu og reynsiu af ráðgjöf og er meðal þeirra að finna fulltrúa frá öilum stærri ráðgjafarfyrirtækjum í land- inu. Þeir munu fá þjálfun hjá erlendu sérfræðingunum til þess að sinna verkefninu sem stendur yfir í átján mánuði og verða reynslufundir haldnir reglulega á því tímabili, þar sem þátttakendur bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum um framvindu mála. í lokin verður síðan haldin ráðstefna þar sem grein verð- ur gerð fyrir árangrinum af verkefn- inu. 15 íslensk fyrirtæki valin Fimmtán íslensk fyrirtæki verða valin til þess að taka þátt í verkefn- inu. Þau þurfa að vera framleiðslu- fyrirtæki af stærðinni 15-250 árs- verk með stöðugan íjárhag, eiga góða vaxtarmöguleika og hafa vilja til þess að innleiða nýja tækni og aðferðir. Hægt er að sækja um þátt- töku til Iðntæknistofnunar til 12. mars næstkomandi, en fyrirtækin fá styrk fyrir langstærstum hluta af kostnaði við ráðgjöfina. Fyrirtækin velja sér ráðgjafa úr framangreind- um tólf manna hópi sem mun síðan á næstu tveimur mánuðum leiða stöðugreiningu í viðkomandi fyrir- tækjum og hafa umsjón með umbót- um. Kristján M. Ólafsson hjá Iðn- tæknistofnun stýrir verkefninu. Hann segir að það sé hugsað fyrir vel rekin fyrirtæki. Það sé ekki um það að ræða að verkefnið beinist að einhveijum vandamálafyrirtækjum. Fara eigi inn í vel rekin fyrirtæki, skoða alla þætti í rekstri þeirra og finna hvar skórinn kreppir. Það sé vel þekkt að þó fyrirtæki séu á yfir- borðinu vel rekin, sé reyndin sú að það sé ýmislegt hægt að gera til að bæta rekstur þeirra. Síðan sé við það miðað að sú þekking sem ráð- gjafinn komi með inn í fyrirtækið verði eftir innan þeirra. Þessi að- ferðafræði hafi skilað mjög góðum árangri í Noregi, en þar hafi reynsi- an verið sú að veltuaukning fyrir- tækjanna hafi verið á bilinu 8-12% meðan á aðstoðinni stóð. Ný tækni taki mið af þörfum fyrirtækjanna Geir Kuvás, annar þeirra tveggja norsku leiðbeinenda sem hér hafa verið til að kynna íslensku ráðgjöf- unum verkefnið og hugmyndafræð- ina að baki, sagði að það beindist að því að gera stjórnendur fyrirtækja meðvitaða um að fjárfesta ekki í nýrri tækni nema ljóst væri að þörf væri fyrir hana og markaðurinn gerði kröfu til hennar. Það yrði að vera ljóst að viðskiptavinirnir væru tilbún- ir til þess að greiða þann aukakostn- að sem tæknin kallaði á og að hún skilaði sér í meiri afköstum. Þannig væri reynt að tengja saman þekkingu og þarfir fyrirtækjanna. Þessi að- ferðafræði, sem ætti rætur sínar að rekja til viðskiptaháskólans í Harvard í Bandaríkjunum, en hefði verið að- löguð aðstæðum í Noregi, hefði skilað mjög góðum árangri þar í landi. Til marks um það væri að veltuaukning fyrirtækja sem þátt hefðu tekið í verkefninu hefði verið á bilinu 10-19% eftir því við hvað væri miðað á sama tíma og aukningin hjá öðrum fyrirtækjum hefði verið um 2%. uppynp Hraðbúðir Olís - Uppgrip eru staðsettar á eftirfarandi stöðum: @ Sæbrautvið Kleppsveg ©. Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ @ Gullinbrú í Grafarvogi @ Langatanga í Mosfellsbæ @ Álfheimum við Glæsibæ ©. Miðbæ í Hafnarfirði Háaleitisbraut við Lágmúla Tryggvabraut á Akureyri Uppgrip eru þægilegar verslanir þar sem þú færð ótrúlega margt fyrir þig, heimilið og bílinn. létfir þér lífiS Útboð á lyfjum sparar 23 millj. ÚTBOÐ á lyijum á vegum Ríkis- kaupa fyrir sjúkrahús spöruðu 23,2 milljónir í útgjöldum á árinu 1996 að því er fram kemur í fréttabréfi Rikiskaupa. Útboðin eru nú orðin fimm tals- ins og eru haldin í samstarfi ríkis og borgar. í upphafi voru einungis Landsspítalinn, Sjúkrahús Reykja- víkur og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með í þessum útboðum, en nú hafa bæst við Sjúkrahúsin á Akranesi og Suðuriandi, auk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. í fyrra voru 34% af heildarlyfja- notkun sjúkrahúsanna boðin út og lækkaði kostnaður vegna staðdeyfi- lylja um 24% og krappameinslyfja um 29%. Þá lækkaði kostnaður við 12 tegundir lyfja sem boðin voru út saman um 19% og 50 lyfja til viðbótar um 9%. SAMNINGUR undirritaður, f.v. eru Sigfús Á. Kárason, fjár- mögnunarráðgjafi hjá Glitni, Páll G. Þórhallsson, forstöðumaður innheimtu- og lögfræðisviðs Glitnis, Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, Benedikt Björnsson, stjórnarfomaður Umslags, Sveinbjörn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Umslags, Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi hjá Þema. Glitnir fjármagnar húsnæði Umslags UMSLAG ehf. og Glitnir hf. undir- rituðu í desember sl. samning um íjármögnun 1 þúsund fermetra at- vinnuhúsnæðis Umslags ehf. í Lágmúla 5. Samningurinn er sá fyrsti sem Glitnir gerir um fjár- mögnun atvinnuhúsnæðis. Fram kemur í frétt frá fyrirtækj- unum að með samningnum hafi Umslag tryggt sér gott leiguhús- næði á þægilegan og fljótvirkan hátt. Húsnæðisþörf félagsins sé fullnægt til framtíðar án þess að það þurfi að binda rekstrarfé sitt. Umslag sérhæfir sig í að setja gögn í umslög og prentun með full- komnustu tækni sem völ er á. Fastir viðskiptavinir Umslags ehf. eru margir, m.a. tryggingafélög og op- inberir aðilar. Þá er þjónusta fyr- irtækisins nýtt af þeim sem senda frá sér markpóst og aðrar fjölda- sendingar. Hjá Umslagi er á þennan hátt gengið frá um 7 milljónum umslaga á ári. Fyrirtækið hefur hefur verið til húsa á Veghúsastíg 7. Hið nýja húsnæði þykir hentar fyrirtækinu vel, sérstaklega með tilliti til aðkeyrslu fyrir póstbílana, sem sækja þangað póst daglega. Glitnir fetar með samningnum inn á nýja braut. Fyrirtækið hefur hingað til sérhæft sig í fjármögnun atvinnutækja og fjármögnun fólks- bíla fyrir einstaklinga og fyrirtæki en nú er áformað að gera samninga um atvinnuhúsnæði við traust fyrir- tæki. Ýmist getur verið um að ræða kaupleigu- eða fjármögnunarleigu- samninga til allt að 25 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.