Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Formaður sj á varútvegsnefndar undrandi á bátakaupum Þróunarsjóðs
Athugandi að heimila sjóðn-
um sölu á bátum innanlands
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður sjávarútvegsnefndar Alþing-
is, segir vel koma til greina að taka
út eða endurskoða ákvæði laga um
að Þróunarsjóður megi ekki selja
íslenskum aðilum þá báta sem sjóð-
urinn hefur keypt til úreldingar, í
þeim tilvikum þar sem bátur er
aflagður í staðinn.
„Eg er tilbúinn til að skoða þetta
mál, ef það er svo að sjóðurinn á
betri skip en þau sem eru í notkun
eða menn úreldi af einhveijum
ástæðum þau skip sem eru fýrir.
Sjóðurinn þyrfti þá að vera tilbúinn
að taka slíkt hlutverk að sér,“ seg-
ir hann.
Styður ekki úreldingu
Smábátaeigandi í Vestmannaeyj-
um varð fyrir því óhappi fyrir
skömmu að bátur hans eyðilagðist
Starfsaðferðir
fíkniefnalögreglu
Ráðherra
ákveður
rannsókn
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
falið ríkissaksóknara að kanna hver
kunni að hafa verið tengsl fíkniefna-
lögreglunnar við meintan fíkniefna-
sala. Gagnrýni hefur komið fram á
starfsaðferðir fíkniefnalögreglunn-
ar, m.a. við umræður á Alþingi í
fyrradag.
Hjalti Zóphóníasson ráðuneytis-
stjóri upplýsti Morgunblaðið í gær-
kvöld um að reynt yrði að hraða
rannsókninni en Ijóst væri að hún
yrði tímafrek. Erfitt gæti reynst að
finna aðila sem ekki tengdist málinu
eða þeim sem yfirheyra þyrfti. Væri
því ljóst að leita yrði til fyrrverandi
lögreglumanna eða dómara til að
taka málið að sér en eiginleg rann-
sóknarnefnd yrði ekki skipuð. Upp-
lýst hefur verið að lögreglunni hefur
í stöku tilvikum verið heimilað að
kaupa upplýsingar frá afbrotamönn-
um en með rannsókninni á að kanna
hvort um óeðiileg tengsl milli þess-
ara aðila sé hugsanlega að ræða.
og hefur áhuga á að kaupa einn
þeirra fjölmörgu báta sem sjóðurinn
hefur keypt undanfarna mánuði,
auk þess að vera því fyigjandi að
smábátasjómenn eigi kost á að end-
urnýja gamla báta með því að kaupa
nýja af sjóðnum. Steingrímur segir
að stefna um úreldingu hafí upphaf-
lega verið tengd því að annaðhvort
yrði að selja bátana úr landi eða
farga þeim.
„Ég tek fram að ég hef ekki
endilega verið stuðningsmaður
þessara reglna, og þvert á móti
fremur verið í hópi þeirra sem lagt
hafa til breytingar. Margir helstu
postular úreldingar voru mjög stífir
á þessu ákvæði, þó svo að ég og
margir fleiri teldu óþarfa sóun að
brenna þessa báta eða saga þá í
sundur. Ýmsir höfðu hug á að eiga
þá sem skemmtibáta eða eiga þá
ELDUR kom upp í gær í húsi
við Hnífsdalsveg á Isafirði er
unnið var við rafsuðu í hluta
án veiðileyfis í öðru skyni, en var
bannað það þar til fyrir um tveimur
árum.
Þar fyrir utan fékk Þróunarsjóð-
ur sjálfstæða heimild til að endur-
kaupa eitthvað af þessum bátum
og ráðstafa þeim í þróunarverkefni
erlendis. En það hefur aldrei verið
gert ráð fyrir að sjóðurinn keypti
báta til að endurselja þá innan-
lands og slíkur möguleiki hefur
ekki verið ræddur," segir Stein-
grímur.
Hann kveðst undrandi yfír því
að sjóðurinn hafi seinustu mánuði
keypt marga báta sem bíði nú frek-
ari ráðstöfunar.
„Ég held að það hafi aldrei verið
ætlunin að sjóðurinn yrði eigandi
báta í umtalsverðum mæli, heldur
fyrst og fremst að veita úreldingar-
styrki meðan verið væri að minnka
hússins sem nota á sem lager.
Nokkrar skemmdir urðu í þeim
hluta hússins og reykur barst
flotann, auk þess að geta verið
þátttakandi í þróunarverkefnum í
sjávarútvegi erlendis og lagt báta
í þau. Ég hafði aldrei reiknað með
öðru en að bátaeign hans yrði til-
tölulega takmörkuð og það kemur
mér satt að segja á óvart að hann
eigi nokkra tugi báta, eins og raun-
in virðist vera,“ segir hann.
Fylgjandi endurskoðun
Steingrímur segir að tekjur sjóðs-
ins séu tryggar næsta áratug. „Að
mínu mati er öll þessi úreldingar-
regluvitleysa á brauðfótum og hefði
þurft að taka til heildarendurskoð-
unar, með það í huga að bakka út
úr þessu kerfí. Að vísu er það svo,
að meðan einhver hluti er á sóknar-
marki að einhveiju leyti verður að
halda utan um stærð þess flota,“
segir hann.
yfir í verkstæði í húsinu og upp
í íbúð á efri hæð. Slökkviliðið á
Isafirði réð skjótlega við eldinn.
Atvinnuleyfi >
til útlendinga
Pólverjar
eru fjöl- ,
mennastir i
VEITT voru 1016 tímabundin og
154 óbundin atvinnuleyfi til útlend-
inga á árinu 1996. Fjölmennastir í
báðum hópunum voru Pólveijar. I
flokki þeirra sem fengu ótímabundið
atvinnuleyfí voru 395 manns frá
Póllandi, eða nærri fjórfalt fleiri en
frá því landi sem næst kom. Þetta |
kemur fram í svari félagsmálaráð-
herra við fyrirspurn Kristínar Ást- I
geirsdóttur alþingismanns. }
Næstfjölmennastir þeirra sem at-
vinnuleyfí fengu, á eftir Pólveijum,
voru Filippseyingar, þá komu
Bandaríkjamenn og í fjórða sæti
voru Tælendingar.
Samkvæmt upplýsingum Útlend-
ingaeftirlitsins eru samtals innan við
1500 útlendingar frá ríkjum utan
Evrópska efnahagssvæðisins við |
störf hér á landi. Ríkisborgarar frá
EES-ríkjum þurfa ekki atvinnuleyfí »
til að starfa á íslandi. }
Óbundin atvinnuleyfí var fyrst
byijað að veita í ársbyijun 1995 og
voru á því ári veitt 401 leyfi af því
tagi og hefur þeim því fækkað, enda
var við því búist að flest yrðu veitt
í upphafi. Tímabundnum atvinnu-
leyfum hefur fjölgað töluvert, en þau
voru 738 árið 1995.
Konur eru fjölmennari en karlar L
5 báðum hópum. Árið 1986 fengu
128 konur óbundið atvinnuleyfí á |
móti 26 körlum og tímabundið leyfi |
fengu 665 konur á móti 351 karli.
-----» ♦-----
Bensíni
fyrir 180
þús. stolið |
BENSÍNKORT virðast í auknum
mæli freista þeirra sem bijótast inn
í bifreiðar samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu og eru nokkur dæmi
um að óprúttnum aðilum hafi tekist
að misnota slík kort. í nýlegu til-
viki tókst handhafa stolins bensín-
korts að taka út bensín fyrir 180
þúsund krónur á kortið, áður en |
þjófnaðurinn uppgötvaðist.
Lögreglan bendir fólki á að »
geyma ekki slík kort í bifreiðum p
og sé öruggara að bera þau í veskj-
um eða á öðrum stöðum sem erfið-
ara er fyrir óheiðarlega einstaklinga
að nálgast.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Eldur laus í verkstæði
spýtur eða í samstarfi við erlendar w
skipasmíðastöðvar.
Knýjandi þörf á öflugu skipi
Skýrsla og tillögur í ríkisstjórn um endurnýjun skipakosts Landhelgisgæslunnar
Hagkvæmast að
smíða nýtt varðskip
ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og
kirkjumalaráðherra, lagði til við
ríkisstjórnina í gær að hafinn yrði
undirbúningur að því að hanna og
bjóða út smíði nýs varðskips fyrir
Landhelgisgæsluna. Nefnd sem
ráðherrann skipaði haustið 1994
til þess að gera heildarúttekt á
skiparekstri Landhelgisgæslunnar
og gera tillögur um endurnýjun
skipakosts hennar hefur nú lokið
störfum og skilað af sér skýrslu
til ráðherra, sem kynnti hana ríkis-
stjórninni í gær.
Nefndin telur raunhæfast og að
endingu einnig hagkvæmast að
láta smíða nýtt varðskip, sem verði
sérstaklega hannað og útbúið með
aðstæður og þarfir Islands fyrir
augum. Það skip myndi koma í
stað varðskipsins Óðins, sem er
orðið nærri 40 ára gamalt og
þarfnast umfangsmikilla og kostn-
aðarsamra endurbóta.
Eftir vandlega athugun á alþjóð-
legum markaði komst nefndin að
þeirri niðurstöðu að ekki væri í
boði fýsilegt notað skip sem þjónað
gæti hlutverki varðskips hjá Land-
helgisgæslunni. Þá útilokaði
nefndin einnig þann möguleika að
kaupa notað herskip, m.a. vegna
þess að herskip eru ekki hönnuð
til siglinga í ís né til björgunar-
starfa, auk þess sem útgerð slíkra
skipa útheimtir að öllu jöfnu mjög
fjölmenna áhöfn og háan rekstrar-
kostnað, t.d. hvað varðar elds-
neytiseyðslu.
Áætlaður rekstrarkostnaður
um 176,6 milljónir króna á ári
Lagt er til að smíðað verði allt
að 3.000 brúttótonna fjölnota skip,
sem hafí um 20 sjómílna ganghraða
og mikinn togkraft. Skipið sé jafn-
framt sérstaklega styrkt til siglinga
í ís og útbúið þannig að þyrlur
Gæslunnar geti lent á því, auk þess
sem hægt verði að nota skipið til
mengunarvarna og vísindastarfa.
Gert er ráð fyrir að skipið verði
yfír 100 metra langt, 15 metra
breitt og hafí allt að sex metra djúp-
ristu.
I skýrslunni kemur fram að ætla
megi að gerðar verði kröfur um að
nýju varðskipi verði haldið lengur
úti til öryggis- og gæslustarfa á
ári hveiju en núverandi varðskipum,
eða allt upp í ellefu mánuði á ári.
Miðað við þær forsendur hefur
Landhelgisgæslan áætlað að rekstr-
arkostnaður nýs skips yrði um
176,6 milljónir króna á ári.
Nefndin leggur til að sem fyrst
verði hafíst handa við að setja niður
forsendur fyrir hönnun nýs varð-
skips. Síðan verði efnt til sam-
keppni um hönnunina og byggt á
ítarlegri smíðalýsingu hönnunar-
innar, en hvort tveggja sé nauðsyn-
legt til undirbúnings útboði. Smíði
nýja skipsins verði síðan boðin út
á alþjóðlegum skipasmíðamarkaði
en jafnframt verði sérstaklega hug-
að að möguleikum innlendra skipa-
smíðastöðva til að bjóða í og hljóta
slíkt verkefni, annað hvort á eigin
Þorsteinn Pálsson lagði til við
ríkisstjómina í gær að farið yrði
að niðurstöðum skýrslunnar og haf-
inn undirbúningur að því að hanna
og bjóða út skip af því tagi sem
þar er lýst. „Það hefur sýnt sig við
björgunar- og gæslustörf að að-
stæður hafa breyst svo mikið að
það er orðin knýjandi þörf á því að I
fá hingað öflug skip. Þar eru bæði ^
í húfí björgunarhagsmunir og hags- w
munir okkar af því að veija land-
helgina."
Ríkisstjórnin mun fyalla um málið
á næstunni og kveðst Þorsteinn
vænta þess að hún muni taka
ákvörðun um framhald þess áður
en langt um líður. „Þetta er vita-
skuld gríðarlega mikil fjárfesting L
þannig að umíjöllun í ríkisstjórn vj
mun taka einhvern tíma en ég vona }
þó að það verði ekki mjög langur ^
dráttur á því að niðurstaða fáist," •
segir Þorsteinn. .