Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 10
{ 10 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FRÉTTIR_____________________________________ Nýundirritaðir kjarasamningar Dagsbrúnar/Framsóknar voru kolfelldir í gærkvöldi Mikil óvissa er um framhald viðræðna Morgunblaðið/Ámi Sæberg FORYSTUMENN Dagsbrúnar, Framsóknar og samtaka atvinnurekenda takast í hendur að lokinni undirritun kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara síðdegis í gær. STÓRA samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar felldi nýgerðan kjarasamning félaganna á fundi í gærkvöldi með 70 atkvæðum gegn 28. Kom fram mikil óánægja með samninginn sem undirritaður hafði verið af samninganefndum félag- anna og vinnuveitenda á fimmta tím- anum í gærdag. í samtölum við Dagsbrúnarmenn í gærkvöldi kom m.a. fram óánægja með að lítið hefði náðst fram umfram kjarasamning sem Landssamband iðnverkafólks og Iðju gerði í seinustu viku þrátt fyrir verkföll undanfama níu daga en samningamir em hliðstæðir í mörg- um meginatriðum. „Held að það verði nyög langt verkfall" „Mér sýnist að það verði lítil hreyf- ing á okkar málum fyrr en eftir páska. Ég held að það verði mjög langt verkfall," sagði Halldór Bjöms- son, formaður Dagsbrúnar, þegar niðurstaða lá fyrir. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að viðræður yrðu teknar upp við vinnuveitendur á næstunni og að búast mætti við víð- tækum og hörðum verkfallsátökum, en boðað allsheijarverkfall félaganna hefst 23. mars. Halldór sagðist telja að félags- menn hefðu fyrst og fremst verið óánægðir með að ekki náðist fram krafan um 70 þúsund kr. lágmarks- laun. „Ég hef greinilega ekki áttað mig á því. Ég hélt að sérkjarasamn- ingamir væru það mikils virði fyrir þessa hópa, en það var ekki nóg, menn vildu fá eitthvað meira," sagði Halldór. Hann sagði að forysta fé- lagsins tæki niðurstöðuna ekki sem vantraust á sig þótt hún væri ekki í þægilegri stöðu nú. „Félagið hefur verið mjög heilsteypt á bak við okk- ur en það má segja að við höfum vanmetið þann styrk sem menn vilja leggja í baráttuna. Hún þarf kannski að þroskast meira til að menn átti sig á hlutunum," sagði Halldór. Óvissa í Karphúsinu Mikil óvissa ríkti í húsnæði ríkis- sáttasemjara í gærkvöldi þegar frétt- ir bárust af því að samningar Dags- brúnar og Framsóknar hefðu verið felldir. Þar stóðu þá yfir viðræður vinnuveitenda við Verkamannasam- bandið, Samiðn og Landssamband verslunarmanna og vom samninga- viðræður við Samiðn og LÍV á loka- stigi, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins. Einnig stóð til að undirrita kjarasamning vegna virkjanafram- kvæmda Landsvirkjunar. Undir mið- nætti ákvað ríkissáttasemjari að fresta frekari fundum til ki. 15 í dag til að gefa mönnum færi á að átta sig á þeirri nýju stöðu sem upp var komin. Fiskvinnslufólk óánægt Aðalsteinn Baldursson, formaður fískvinnsludeildar VMSÍ, sagði það ekki hafa komið sér á óvart að stóra samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar hafí fellt kjarasamning félaganna við vinnuveitendur. Kvaðst hann, í samtali við Morgun- blaðið seint í gærkvöldi, hafa verið mjög óánægðurmeð tilboð vinnuveit- enda og hefði hann aldrei skrifað undir það fyrir sitt fólk. Að mati Aðalsteins bar mikið í milli i samn- ingaviðræðum sambandsins og vinnuveitenda. Sagði hann að samn- ingamenn VMSÍ hafí gert athuga- semdir við 8-9 atriði í tilboði vinnu- veitenda sem öll væru óviðunandi. Aðspurður sagði hann að fískverka- fólk væri óánægt með reiknitölur í tilboðinu en ennfremur væri tekist á um ákvæði um fleytitíma og fyrir- tækjasamninga. Ríkisstjórn tilbúin með yfirlýsingu Þegar útlit var fyrir að kjara- samningar á almenna vinnumark- aðinum gætu náðst í gærdag hafði forysta ASí samband við ráðherra ríkisstjómarinnar og óskaði eftir skriflegri yfírlýsingu um þær að- gerðir sem ríkisstjórnin hygðist beita sér fyrir í skattamálum og fleiri málum. Var skrifieg yfirlýsing ríkisstjórnarinnar tilbúin í gærkvöldi en niðurstaða í atkvæðagreiðslu Dagsbrúnar og Framsóknar varð til þess að ákveðið var að bíða með að kynna hana samningsaðilum. Þegar samningarnir voru undirrit- aðir í gærdag lá einnig fyrir sam- komulag um sérkjarasamninga fjöl- margra hópa innan Dagsbrúnar og Framsóknar við viðsemjendur. Samningafundir höfðu þá staðið óslitið frá kl. 14 á mánudag. Samn- ingurinn sem felldur var í gærkvöldi átti að gilda til 15. október 1999. Líkt og í samningi iðnverkafólks var kveðið á um 4,2% almenna launa- hækkun við undirritun, 4% hækkun 1. janúar 1998 og 3,5% 1. janúar 1999. Fyrirtækjasamningar án afskipta félaganna Það sem skildi kjarasamninga Dagsbrúnar/Framsóknar frá samn- ingi iðnverkafólks var að í samningi félaganna var kveðið á um heimild starfsmanna og stjómenda fyrir- tækja til að gera fyrirtækjasamninga um tiltekin atriði beint og án af- skipta stéttarfélaga eða samtaka atvinnurekenda. Þá náðist sam- komulag um að í stað þess að hafa ákvæði um sveigjanlegan dagvinnu- tíma, eða það sem kallað hefur verið „fleytitími", í aðalkjarasamningi er sett inn ákvæði í kafla um fyrir- tækjasamninga um að heimilt verði að semja í einstökum fyrirtækjum um skipulag dagvinnu á tímabilinu frá kl. 6 á morgnana til kl. 20 á kvöldin. Endurmat ef ófyrirséð atvik raska kaupmáttarmarkmiðum Forysta launþegahreyfíngarinnar lagði mikla áherslu á að einhvers konar tryggingar eða opnunar- ákvæði yrðu í samningunum. Síðdeg- is í gær náðist svo samkomulag milli forystu launþega og vinnuveitenda um orðalag um samningsmarkmið sem sett var inn í samninga Dags- brúnar/Framsóknar og var gengið út frá að samskonar texti yrði í væntanlegum kjarasamningum þeirra landssambanda sem enn höfðu ekki náð samningum hjá sáttasemj- ara í gærdag. Ákvæðið er svohljóðandi: „Samn- ingsaðilar vænta þess að hagvöxtur og framleiðniaukning muni á næstu árum skapa forsendur fyrir því að launabreytingar samkvæmt samn- ingi þessum skili auknum kaup- mætti. Út frá því er gengið að kaup- máttaraukning ráðstöfunartekna verði meiri en að meðaltali f við- skiptalöndum okkar. Leiði ófyrirséð atvik til þess að kaupmáttarauki ráðstöfunartekna vaxi ekki með hlið- stæðum hætti og i viðskiptalöndum skulu fulltrúar heildarsamtaka Ieggja mat á þróunina og gera tillög- ur um viðbrögð." Byggt á trausti samningsaðila „Þetta ákvæði byggir á tilteknu trausti á milli samningsaðila, lýsir væntingum þeirra en án þess þó að neglt sé niður með einhveijum hótun- arblæ nákvæmlega hvað gerist ef illa tekst til. Þetta er enn eitt skref- ið á þeirri braut sem við höfum ver- ið að feta okkur á undangengin ár, að hverfa frá sjálfvirkum viðbrögð- um og fyrirvörum á borð við ná- kvæmar verðbólguspár eða rauð strik, sem hafa raunar ekki verið í samningum okkar undangengin ár,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Skora á banka- nicnn að fella Sími 555-1500 Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Kópavogur Foldasmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bilsk. Mögul. á tveimur Ib. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. (b. Reykjavík Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. Ib. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm Ib. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á litllli (b. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lftið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. FRIÐBERT Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, skoraði eindregið á félagsmenn sína að fella sáttatillögu ríkissáttasemj- ara á fjölmennum félagsfundi í Reykjavík í gær. Hann sagði tillög- una'mun verri en þau samningsdrög sem legið hefðu fyrir þegar upp úr viðræðum slitnaði í síðustu viku. Friðbert sagði miklar breytingar framundan á starfsumhverfi bank- anna sem myndu hafa áhrif á allt bankakerfið. Við þessar aðstæður væri útilokað fyrir bankamenn að semja til þriggja ára eins og sátta- tillagan gerði ráð fyrir. Bankamenn gætu heldur ekki sætt sig við að ekki væri komið til móts við kröfu þeirra um sérstaka hækkun til þeirra sem eru á lægstu töxtunum. Fulltrúar starfsmannafélaga flestra stærri bankastofnana í land- inu tóku til máls á fundinum og kynntu ályktanir félaganna. í þeim öllum var skorað á félagsmenn að fella sáttatillöguna. Miðað við tón- inn á fundinum verður að telja mestar líkur á að svo verði. Lög um kjarasamning starfs- manna banka gera ráð fyrir að 50% þeirra sem eru á kjörskrá verði að taka þátt í atkvæðagreiðslu til að fella sáttatillögu. Tillagan fellur ef 50% þeirra sem greiða atkvæði segja nei. Þetta þýðir að verði þátt- taka í atkvæðagreiðslunni 49% telst tillagan samþykkt óháð niðurstöð- unni. 20.000 kr. greiddar úr vinnudeilusjóði Stjórn vinnudeilusjóðs SÍB hefur samþykkt að greiða 20.000 kr. á viku til hvers félagsmanns í fullu starfí komi til verkfalls. 3.000 kr. til viðbótar verða greidd til félags- manna sem eru með barn innan 20 ára aldurs á framfæri. Ekki verður greitt úr sjóðnum nema verkfallið standi í a.m.k. 5 sólarhringa. Áætl- að er að kostnaður sjóðsins verði 10 milljónir á dag ef allir félags- menn fá greitt úr honum, en í hon- um eru aðeins 30 milljónir í dag. SÍB á hins vegar kost á að fá allt að einum milljarði kr. frá norrænum bankamönnum, sem þýðir að þeir geta verið í verkfalli í 3 mánuði, að sögn Vilhelms G. Kristinssonar, framkvæmdastjóra SÍB. Hann sagði á fundinum að bankamenn yrðu á komandi árum að efla vinnu- deilusjóð sinn. Þeir gætu ekki byggt samstarf við norræna bankamenn á því að fá fjármuni frá þeim í verk- föllum. Ríki og rafiðnaðar- menn reyna áfram Verkfall í kvöld ef ekki næst saman VIÐRÆÐUM fulltrúa rafíðnaðar- manna og ríkisins var haldið áfram klukkan 21 í gærkvöldi en síðdegis tóku samningamenn hlé. „Það slitnaði næstum því en hangir á þunnum þræði,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafíðnaðar- sambands Islands, og sagði að menn væru sammála um að reyna til þrautar. Helgi Gunnarsson í samninganefndinni sagði nokkru fyrir miðnætti að óvíst væri um framhald, brugðið gæti til beggja vona. Náist ekki saman kemur til verk- falls um 140 rafiðnaðarmanna í störfum hjá ríkinu á miðnætti í kvöld. Helgi Gunnarsson sagði í gærkvöldi að vinnan væri komin mjög langt. Taldi hann ekki hafa áhrif að samningar Dagsbrúnar og Framsóknar voru felldir í gær- kvöldi. Guðmundur Gunnarsson kvaðst í gærdag ekki mjög bjart- sýnn á að saman gengi í gærkvöldi en sagði samningsaðila áfjáða í að reyna til þrautar og því ákveðið að halda fundi áfram klukkan 21 í gærkvöldi. Sagði hann hugsanlegt að þoka málum svo í gærkvöldi að takast myndi að ljúka þeim í dag. „Ásteytingarsteinninn er kaup- hækkunin þótt hún sé síðan útfærð á mismunandi vegu. Á tölvuöld vit- um við nákvæmlega um launa- kostnaðarauka fyrirtækjanna og það er sama hvaða ákvæði kjara- samnings við erum að glíma við, öll snúast þau um kauphækkanir," sagði Guðmundur. Rafíðnaðarmenn hafa verið að kynna samningana á ýmsum vinnu- stöðum og voru þeir t.d. samþykkt- ir hjá Stöð 2 í gær. Atkvæða- greiðsla um samningana við Rarik stendur fram yfir páska. Margvísleg röskun Komi til verkfalls rafiðnaðar- manna í þjónustu ríkisins verða landsmenn einkum varir við að útsendingar útvarps og sjónvarps hætta og að ekki verður unnt að efna til leiksýninga í Þjóðleikhús- inu. Þá verður truflun hjá Haf- rannsóknastofnun og Flugmála- stjórn. Verkfallið nær einnig til tæknimanna á Landspítala en Guðmundur Gunnarsson sagði að ekki kæmi til truflana á læknisað- gerðum af hálfu rafiðnaðarmanna, einungis vinna við uppsetningu á nýjum tækjum eða slíku yrði felld niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.