Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Þór Halldórsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, undirrita samstarfssamning um forvarnaverkefni í grunnskólum Reykjavíkur gegfn vímuefnaneyslu nemenda. Samstarfssamningur um forvarnaverkefni í grunnskólum Reykjavíkur gegn vímuefnaneyslu nemenda Vímulaus grannskóli VÍMULAUS gfrunnskóli er meginmarkmið samstarfsverk- efnis sem hleypt var af stokkun- um á þriðjudag með undirritun samnings milli Reykjavíkurborg- ar, félagsmálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og Reykjavíkur- deildar Rauða kross Islands. Um er að ræða forvarnaverkefni i 8.-10. bekk grunnskóla Reykja- víkurborgar gegn vímuefna- neyslu nemenda og um starf- rækslu miðstöðvar í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Verkefnið hófst formlega við undirritun samningsins og stend- ur fram í janúar á næsta ári en starfsemi miðstöðvarinnar hefst 3. apríl nk. Áætlaðúr heildar- kostnaður við verkefnið er um 14 milljónir króna. Samið verður við óháðan aðila um að fylgjast með framvindu verkefnisins, gera á því úttekt og meta árang- ur þess. Með forvarnaverkefninu og starfrækslu miðstöðvarinnar, sem hvort tveggja er hluti af áætluninni „ísland án eiturlyfja 2002“, er m.a. stefnt að því að draga úr neyslu vímuefna meðal grunnskólanema, veita nemend- um og foreldrum þeirra greiðan aðgang að þjónustu, draga úr umburðarlyndi gagnvart barna- og unglingadrykkju og efla sam- vinnu og samráð á sem flestum sviðum vímuvarna. Leitarstarf eflt Framkvæmd verkefnisins felst í því að styrkja og samhæfa það starf sem fyrir er hjá stofnunum borgar og ríkis. Lögð verður áhersla á betra eftirlit með vímu- efnaneyslu grunnskólanema, samráð innan skólans og stuðn- ing við nemendur gegn vímuefn- um. Þá verður leitarstarf og samráð í hverfum borgarinnar eflt og tilkynningum til foreldra um neyslu unglinganna komið í skilvirkari farveg en áður. Árni Einarsson hjá Fræðslu- miðstöð í fíknivörnum hefur ver- ið ráðinn verkefnisstjóri. Hann heimsækir á næstunni alla grunnskóla borgarinnar og fer yfir markmið og framkvæmd verkefnisins með skólastjóra og kennurum. Þá skal hann eiga frumkvæði að því að kynna verk- efnið á fundum með foreldrafé- lögum og samráðshópum í hverf- um borgarinnar. Verkefnisstjór- inn skal einnig hafa umsjón með daglegu starfi miðstöðvarinnar í Heilsuverndarstöðinni. Á næstunni verður foreldrum allra grunnskólanemenda í 8.-10. bekk í Reykjavík sent bréf þar sem forvarnaverkefnið, mark- mið þess og tilgangur verður kynnt. Skólastjórar sjá um að kynna nemendum verkefnið og hvelja kennara til að vísa til nem- endaverndarráðs í viðkorr.andi skóla málum nemenda sem vitað er um eða grunur leikur á að séu í vímuefnaneyslu. Greining, ráðgjöf og meðferð Starfsemi miðstöðvarinnar skiptist í þijá þætti; greiningu, ráðgjöf og meðferð. Þar mun starfa fagfólk frá Barna- og unglingageðdeild, Stuðlum - meðferðarstöð ríkisins, Teigi - fíkniefnadeild Landspítalans og Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Miðstöðin verður fyrst um sinn opin þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga, kl. 15-18. Ráðgjafar- og meðferðarstarf miðstöðvarinnar verður tvíþætt, fyrir nemendur og foreldra. Unglingastarfið fer fram í hóp- um, með fyrirlestrum og ein- staklingsviðtölum auk tóm- stundastarfs. Foreldrunum stendur til boða ráðgjöf og með- ferð. Tyrkneskt blað Sophiu til varnar Verst að þessi grimmd verður til í nafni íslams SJÓNVARPSÞÁTTUR, sem sýnd- ur var í Tyrklandi á fímmtudag um mál Sophiu Hansen og dætra hennar, hefur vakið umtal og í grein á leiðarasíðu Saba.h, þriðja stærsta dagblaðs Tyrklands, sagði á laugardag að í þessum þætti hefði „allt Tyrkland horft á grimman föður, tvær heilaþvegnar dætur og þjáða móður“. í greininni, sem Can Atakli skrifar, sagði að á skjánum hefði mátt líta „grimmd og harmleik móður“. „Eg er viss um að allir foreldrar, sem horfðu á símtal Sophiu Hansen og dætra hennar, [Dagbjartar] Vesile og [Rúnu] Aysegul í Arena-þætti Agurs Dundars [á fimmtudag] fundu til sársauka í sál sinni og áttu erfitt með að hemja tárin,“ skrifaði Atakli. „Það versta er að þessi harmleikur eða grimmd verður til í nafni íslams." Tilefni greinarinnar var sjón- varpsþáttur þar sem Sophia Han- sen og ísak Halim Al, fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, sátu fyrir svörum. Dæturnar, Dagbjört og Rúna, komu fram í síma. I greininni er málið rakið, sagt að Halim A1 hafi breyst í strangan múslima við komuna aftur til Tyrklands og látið dæt- urnar ganga með sjal. Ekki sé að furða að hann hafi fengið stuðning einhverra róttækra sam- taka við þessi umskipti. Sagði einnig að dómstólum hefði ekki tekist að hafa nein jákvæð áhrif í vandræðum móðurinnar: „í stað heimsóknarréttinda gat hún ekki hitt dæturnar." I greininni sagði að ekki hefði verið hægt að standa kyrr og forðast undrun meðan dæturnar töluðu við móður sína: „Dæturnar sögðu „við viður- kennum þig ekki sem móður okk- ar“ á mjög kaldan hátt. Ekkert barn, sérstaklega ekki á þessum aldri, getur talað við móður sína með þessum hætti. Nema þá auð- vitað að börnin séu undir miklum þrýstingi eða hafi verið heilaþveg- in. Móðir er alltaf rnóðir." Sagði að Sophia hefði greini- lega fyllst skelfingu við að heyra orð dætranna, en faðirinn „hlust- aði á hin „ótrúlegu orð“ dætra sinna og ljómaði". Sagt hvað þær áttu að segja Greinarhöfundur tók sérstak- lega til þess að dæturnar hefðu sagt „við ákváðum þetta af fijáls- um vilja" í fimmgang og spurði: „Er eðlilegt að heyra slíkt frá 15 og 16 ára stúlkum? Það er greini- legt að þeim var sagt hvað þær áttu að segja eða voru jafnvel látnar hafa það skriflega." Höfundurinn skrifaði í Sabah að Halim A1 kallaði sig ef til vill múslima, en í íslam væri hvergi kveðið á um að skilja ætti að móður og börn. Stjórnanda þátt- arins hefði greinilega verið brugð- ið og hann bundið enda á þáttinn eftir að heyrðist í dætrunum fremur en að leyfa föðurnum að ráðast á móðurina að nýju. „Allt Tyrkland fylgdist með grimmum föður, tveimur heilaþvegnum dætrum og þjáðri móður,“ skrif- aði höfundurinn. „Allt var þetta harmleikur. Eg óska þess frá hinu dýrlega almætti að þessi undirför- uli maður eigi það líf, sem hann á skilið." Aðflug með GPS-tækni á Höfn AÐFLUG með GPS-staðsetningar- tækjum verður mögulegt að nokkr- um fiugvöllum landsins á næstunni. Verið er að undirbúa slíkt aðfiug úr norðri að flugvellinum við Höfn í Hornafirði. Ráðgert er að taka það í notkun í júní og að slíkt kerfi verði við fleiri velli á næstu árum. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að aðflug með GPS þýði að minna þurfi af tækjabúnaði á jörðu niðri. Oft sé einnig erfitt að komast að honum vegna viðhalds og við- gerða og því muni GPS-tæknin trú- lega smám saman koma í stað hinna hefðbundnu aðflugstækja, en hægt er einnig að nýta þessa kosti saman. Við Höfn liggur oft þoka úti fyrir ströndinni sem hamlað getur aðflugi úr suðri. Með aðflugi úr norðri, sem ekki hefur verið mögulegt til þessa, gæti flugdögum fjölgað. 4,4% atvinnu- leysi í febrúar ATVINNULEYSISDAGAR í febr- úar voru tæplega 124 þúsund á landinu öllu, 23 þús. færri en í jan- úar og um 15 þús. færri en í febr- úar 1996. Það jafngildir því að 5.720 manns, 4,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, sem eru 1.040 færri atvinnulausir en í janúar og 676 færri en í febr- úar í fyrra. í upplýsingum frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að atvinnuleysisdagar hjá konum hafi verið um 70 þúsund en tæplega 54 þúsund hjá körlum. Það þýðir 3,4% atvinnuleysi hjá körlum en 5,8% hjá konum. Hlutfallslegt atvinnuleysi er nú 4,4% en var 5,2% í janúar og 5% í febrúar í fyrra. Atvinnuástand batnar á öllum svæðum frá í janúar. Hlutfallslega dregur mest úr því á Austurlandi en atvinnulausum fækkar mest á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er nú alls staðar minna en í febrúar í fyrra nema á Norðurlandi vestra, Suðurnesjum og Vestfjörðum. Að meðaltali eru um 64% at- vinnulausra á höfuðborgarsvæðinu og um 36% á landsbyggðinni. Á Norðurlandi eystra eru um 10% atvinnulausra að meðaltali, um 7% á Suðurlandi, 5% á Suðurnesjum og á Vesturlandi, um 4% á Norður- landi vestra, um 3% á Austurlandi og um 2% á Vestfjörðum. VEST-V FIRÐIR Atvinnuleysi í des. ’96, jan. og feb. 1997 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Wí Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.685 atvinnulausir á bak við töluna 4,9% i febniar oghafði fækkað ufn 394 frá því í janúar. Alls voru 5.720 atvinnulausir v á landinu öllu (4,4%) i febrúar og hafði 4,4% fækkað um 1.040 frá því i janúar. LANDS- BYGGÐIN ™ 3,9 j: = NORÐUR- LAND EYSTRA NORBUR LAND VESTRA AUSTUR- LAND VESTURLAND LANDIÐ ALLT 5,2% 4,5% ■ 4,4% HOFUDBO SVÆÐIÐ SUÐURLANÐ SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.