Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 14

Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hagnaður af rekstri Samherja hf. var um 670 milljónir króna í fyrra Söluverð nýs hlutafjár rúm- ur milljarður Sölugengið í hlutafjárútboðinu sem hefst á föstudag er 9,0 SAMHERJI hf. Úr reikningum 1996 milillfl SiMSTíflA 1 Samstæða án Hrannar Rekstrarreikningur 1996 1995 1996 1995 Rekstrartekjur, milljónir kr. 5.772 4.913 5.136 4.333 Rekstrarqjöld 4.474 3.692 4.027 3.234 Hagnaður t. afskriftir 1.298 1.221 1.109 1.099 Afskriftlr 620 549 507 430 Fjármagnskostnaður 232 95 112 87 Hagn. af reglul. starfsemi 446 577 490 582 Aðrar tekjur (gjöld) 349 28 349 28 Reiknaðir tekiu- oq eiqnarsk. (163) (55) (170) (52) Haqnaður ársins 632 550 669 558 Veltufé irá rekstri 952 842 865 814 Efnahagsreikningur 31/12'96 31/12 '95 31/12 '96 31/12 '95 1 Eianir: 1 2.174 1.967 1.974 1.845 Veltufjármunir, milljónir kr. Fastafjármunir 6.813 5.449 5.284 3.836 Eignir samtals 8.987 7.416 7.258 5.681 1 Skuidir aa eiaið fé: 1 Skammtímaskuldir 2.423 2.008 2.143 1.743 Langtímaskuldir 4.329 3.852 3.360 2.835 Eigið fé 2.235 1.556 1.755 1.103 Skuldir og eigið fé samtals 8.987 7.416 7.258 5.681 Kennitölur 1996 1995 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 24,9% 21,0% 24,2% 19,4% Veltufjárhlutfall 0,90 0,98 0,92 1,06 Nettóskuldírveltufé frá rekstri 4,81 4,62 4,08 3,36 Veitufé frá rekstri/rekstrart. 16% 17% 17% 19% HAGNAÐUR af rekstri Samheija hf. var 669 milljónir króna á liðnu ári, en þar er um að ræða Sam- hetja og dótturfélög án Hrannar hf. á Isafirði en félögin tvö voru samein- uð í lok síðasta árs. Þetta er betri afkoma en var árið á undan þegar hagnaður af rekstri fyrirtækisins var 558 milljónir króna. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samheija, segist þakklátur fyrir fjárhagslega gott ár, enda hafi menn lagt sig fram um að gera vel og þetta sé niðurstaðan. „Við höfum í gegnum árin reynt að aðlaga okkar fiskveiðiflota þeim veiðiheimildum sem við höfum og þetta gekk upp.“ Aðalfundur Samheija var haldinn í gær en þar var afkoman kynnt. Rekstrartekjur Samheija voru á liðnu ári 5.136 milljónir króna og rekstrargjöld voru 4.027 milljónir króna, en þær tölur eru einnig mið- aðar við samstæðuna án Hrannar, en helstu kennitölur úr rekstrinum eru birtar í meðfylgjandi töflu. Aðspurður um framtíðina segir Þorsteinn Már að hún sé alltaf spumingamerki. „Það er þó ljóst að við erum að hluta til að róa á ný mið, Samheiji er að stækka og eigendahópurinn að breytast. Verk- efnið felst i því að við ráðum við að stjórna því fyrirtæki sem Sam- heiji er orðið í dag. Reksturinn fyrstu mánuði þessa árs hefur geng- ið vel og m.a. hafa loðnuveiðar og vinnsla, bæði fiysting og bræðsla gengið vel, þannig að árið fer vel af stað.“ Hlutafé aukið um 115 milljónir króna Einnig var væntanlegt hlutafjár- útboð félagsins kynnt en stefnt er að því að auka hlutafé um 115 milljónir króna með sölu nýrra hluta. Þrír stærstu hluthafarnir í félaginu ákváðu að nýta forkaups- rétt sinn að nafnvirði 70 milljónir króna í jDeim tilgangi að framselja hann. Utboðið hefst á föstudag, 21. mars og verða þá boðnar til sölu 45 milljónir króna á almennum markaði á genginu 9,0 sem er það sama og til forkaupsréttarhafa. Landsbréf á Norðurlandi annast þetta fyrsta útboð á hlutafé í Sam- heija og munu útboðsgögn liggja frammi hjá Landsbréfum og í útibúum Landsbanka íslands á föstudagsmorgun. Þorsteinn Már sagðist hafa fund- ið fyrir miklum áhuga fyrir hluta- fjárútboði fyrirtækisins. „Ég vona að vel takist til og að þetta muni styrkja fyrirtækið og breikka hlut- hafahópinn." Hámarkshlutur 100 þúsund að nafnverði Fyrirkomulag útboðsins verður þannig að þeir sem óska eftir að kaupa hlutafé skrá sig fyrir hlut, en hver og einn getur að hámarki skráð sig fyrir 100 þúsund króna hlut að nafnvirði, að sögn Sigurðar Sigurgeirssonar, forstöðumanns Landsbréfa á Norðurlandi. Eftir- spum mun ráða hvað hver fær mikið. Verði nægt hlutafé fá allir sem skrá sig hlutafé fyrir allt að 30 þúsund krónur að nafnvirði, en verði eftirspurn meiri en framboð lækkar upphæðin sem hver og einn fær. Útboðið stendur frá næsta föstudegi og fram til miðvikudags- ins fyrir páska, 26. mars. „Við- brögðin hafa verið mjög mikil. Það hefur mikið verið hringt og spurst fyrir allt frá því að fyrst var farið að ræða þetta síðasta haust,“ sagði Sigurður. Eftir fyrirhugaða sölu á nýju hlutafé og þegar lokið verður sam- runaferli Hrannar hf. við félagið sem og hlutabréfaskiptum við hlut- hafa Fiskimjöls og Iýsis hf. þar sem Samheiji eignast 98% hlut, verður heildarhlutafé Samheija 1.374 milljónir króna. Fjárfest í Bandaríkjunum Áformað er að nýta nýtt hlutafé til lækkunar skulda sem og til nýrra fjárfestinga. Er fyrirhugað að nýta 300 milljónir króna hins nýja hlut- afjár til fjárfestinga innanlands og 300 milljónir til verkefna í útlönd- um. Samheiji hefur aukið umsvif sín umtalsvert í útlöndum og nú síðast var gengið frá kaupum á hlut í tveimur útgerðarfyrirtækjum og einu vinnslufyrirtæki á austur- strönd Bandaríkjanna. Þessi fyrir- tæki gera út fjögur skip sem eink- um stunda veiðar á síld, makríl og smokkfiski. Tvö skipanna frysta aflann um borð. Framhaldsaðalfundur innan tveggja mánaða Á fundinum var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar innan tveggja mánaða en þá verður sam- runaferli Hrannar og Samheija væntanlega lokið. Þorsteinn Már segir að tíminn fram að framhalds- aðalfundinum verði notaður til að upplýsa hluthafa m.a. um kaupin í Bandaríkjunum og hann vildi því ekki tjá sig frekar um það mál á þessari stundu. Jazzklúbbur Akureyrar hefur starf að nýju JAZZKLÚBBUR Akureyrar hefur hafið starfsemi að nýju eftir nokk- urra ára hlé. Klúbburinn var form- lega stofnaður 13. mars 1983 og starfaði af krafti í nokkur ár. Hann stóð m.a. fyrir mörgum tónleikum víðþekktra djassleikara og hljóm- sveita á Akureyri. Undirbúningsnefnd sem valin var á djasstónleikum í nóvember 1995 hefur valið bráðabirgðastjórn. Stjómina skipa; Jón Rafnsson, for- maður, Jón Hlöðver Áskelsson, rit- ari, Ólafur Héðinsson, gjaldkeri og Erla Stefánsdóttir og Sverrir Páll Erlendsson, meðstjórnendur. Fram- undan eru nokkrir tónleikar sem klúbburinn mun standa að eða halda í samstarfí við aðra. Á morgun, fimmtudag mun ný- stofnuð djasshljómsveit „Na Nú Na“ leika á Café Olsen við Ráðhústorg kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. Sveitina skipa; Karl Petersen á trommur, Stefán Ingólfsson á raf- bassa, Heimir Freyr Hlöðversson á pínaó, Róbert Sturla Reynisson á rafgítar og Wolfgang Frost Sahr á saxófón. Þann 14. apríl munu Bjöm Thoroddsen, Egill Ólafsson, Ole Ras- mundsen og P-A Toolbom leika á Hótel KEA og 7. maí mun Kvartett Péturs Östlund leika á sama stað. Forsvarsmenn Jazzklúbbs Akur- eyrar hafa sett sig í samband við hinn nýja djassklúbb í Reykjavík, Múlann og em uppi áform um að gefa út sameiginlegt fréttabréf með Múlanum. Jafnframt verður leitað eftir því að félagar í Jazzklúbbi Akur- eyrar fái afslátt af plötum sem Jazz- ís gefur út, sem og að RÚREK og fleiri uppákomum. Skráðir félagar í Jazzklúbbi Akur- eyrar eru nú um 60 og að mati for- svarsmanna hans er nauðsynlegt að fjölga þeim svo klúbburinn geti orðið djasslífi á Akureyri verulegur stuðn- ingur og til að tryggja djassáhuga- mönnum reglulegt framboð af góðum og fjölbreyttum djasstónleikum í bænum. Áhugasamir geta skráð sig í klúbbinn á tónleikum „Na Nú Na“ á Café Olsen annað kvöld eða símleið- is hjá Jóni Rafnssyni, Jóni Hlöðver Áskelssyni, Ólafi Héðinssyni, Erlu Stefánsdóttur eða Sverri Páli Er- lendssyni. Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 10.00. Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoðenda. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillaga félagsstjórnar. 6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 7. Erindi deilda. 8. Þóknun stjórnar og endurskoðenda. 9. Samþykktabreytingar: Lögð verður fram tillagna um hækkun heimildar til útgáfu B-deildar hlutabréfa. Einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar er varða inngangseyri, fjölda aðalfundarfulltrúa og fjölda stjórnarmanna. 10. Kosningar. 11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Svæðisbundið sjónvarp á Akureyri Útsending hefst í lok maí FYRIRTÆKIÐ Aksjón ehf. hefur sett stefnuna á að hefja sjónvarps- útsendingar á Akureyri þann 31. maí nk. I júni verður svo fastur útsendingartími á laugardögum og í júlí bætist við útsending á sunnu- dögum. Á næstu tveimur mán- uðunum þar á eftir er ætlunin að Qölga útsendingardögunum í sex á viku og jafnframt að fjölga starfsmönnum úr tveimur í sex til átta. Aksjón sendir út efni í opinni dagskrá, einn klukkutíma í senn og mun fjármagna reksturinn með auglýsingum og þjónustutekjum. Til að byrja með mun útsendingin aðeins nást á Akureyri. Stefnt er að stækkun sendisvæðisins til Dal- víkur, Grenivíkur, Svalbarðseyrar, Ólafsfjarðar og Eyjafjarðarsveitar og ná þá til um 20.000 íbúa í Eyjafirði. Óvíst með samstarf við Sýn Forsvarsmenn Aksjónar, þeir Gísli Gunnlaugsson og Páll Sólnes, segja að efnið sem sent verði út, sé svæðisbundið og byggt á frétt- um, viðtölum, efni úr menningar- og félagslífi og ýmsu öðru. Fyrir- hugað er að senda út beint frá fundi bæjarstjórnar og fylgjast með öðru í stjórnsýslu bæjarins, t.d. störfum nefnda og ráða. Viðræður hafa farið fram milli forsvarsmanna Aksjónar og Sýnar um hugsanleg afnot Sýnar af sjón- varpsrás Aksjónar. í febrúar var gefin út viljayfirlýsing félaganna um samstarf. Eftir kaup Islenska útvarpsfélagsins á Stöð 3 hafa frekari viðræður hins vegar legið niðri og er alls óvíst með framhald málsins. Samstarf við Háskólann Félaginu var úthlutað þremur sendirásum á örbylgjutíðnisviði á síðasta ári. Í kjölfar mælinga sem Fjarskiptaeftirlit ríkisins fram- kvæmdi í samstarfi við Póst og síma í febrúar sl. var félaginu út- hlutað sjónvarpsrás númer 9 á VHF tíðnisviði, með staðsetningu sendis í landi Geldingsár í Sval- barðsstrandarhreppi. Einnig hefur félaginu verið úthlutað tíðni fyrir fjarskiptatengingu milli myndvers og sendistaðar við Geldingsá. Jafnframt hefur verið gerður samningur við eigendur jarðarinn- ar Halllands í Svalbarðsstrandar- hreppi um land undir 12 fermetra hús fyrir örbylgjusendingar. Stefnt er að samstarfi við Háskólann á Akureyri um fjarkennslu í sjón- varpi á örbylgjutíðnisviði, auk framleiðslu fræðslu- og kennslu- efnis fyrir almenning. Góð reynsla af slíkum stöðvum Gísli og Páll segja ekki fordæmi fyrir starfsemi af þessu tagi utan höfuðborgarsvæðisins en víða er- lendis hafi slíkar stöðvar verið starfræktar með góðum árangri. Aðgangur að sjónvarpi hefur að miklu leyti einskorðast við höfuð- borgarsvæðið en svæðisbundin sjónvarpsstöð geti höfðað sérstak- lega til íbúa byggðarlagsins, fjallað ítarlega um málefni sem eru á döfinni og stuðlað að eflingu menn- ingarstarfsemi og byggðar. Þeir benda á að Akureyri, sem stærsti byggðarkjarninn utan höf- uðborgarsvæðisins hafi mikilvægu hlutverki að gegna sem miðstöð atvinnu, þjónustu og menntunar. Akureyrskt sjónvarp muni því auka verulega fjölbreytileika þeirrar þjónustu sem svo stórt byggðarlag þarf að geta boðið íbúum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.