Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 19

Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 19 Leiðtogafundurinn í Helsinki Búa sig iindir erfiðar viðræður Helsinki, Moskvu, Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN og Rússar undirbjuggu í gær leiðtogafund, sem búist er við að verði sá erfið- asti frá því að kalda stríðinu lauk. Fundurinn hefst í Helsinki á fimmtudag og eru þær vonir bundnar við hann að hægt verði að höggva á þann hnút, sem kom- inn er á samskipti austurs og vest- urs vegna fyrirhugaðrar stækkunar Atlantshafsbandalagsins. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafði hægt um sig í gær eftir yfir- lýsingar mánudagsins. Eina málið á dagskrá var fundur með Jevgení Prímakov utanríkisráðherra, sem hugðist greina honum frá viðræð- um í þriggja daga heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Jeltsín sagði á mánudag að áætl- unum um að fjölga aðildarríkjum NATO mætti líkja við umsátur og krafðist þess að Rússar yrðu með- höndlaðir sem jafningjar ætti að koma í veg fyrir að nýtt kalt stríð brytist út. Rússneska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir Dmítrí Rjúríkov, ráðgjafa Jeltsíns í utanríkismálum, að í Kreml vonuðu menn enn að innan NATO yrði athugað hvort hverfa mætti frá stækkunaráform- um, ef ekki af pólitískum ástæðum, þá vegna hins mikla kostnaðar, sem þessum fyrirætlunum fylgdi. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandalagið vildi ganga til raunverulegs samstarfs við Rússa, en því yrði ekki komið til leiðar að NATO sviki loforð, sem hinum nýju lýðræðisríkjum A-Evrópu hefðu verið veitt. Þetta verður 11. fundur Clintons og Jeltsíns. Sagt er að samskipti milli þeirra séu góð og þeir nái vel saman. Fundurinn er sá fyrsti frá endurkjöri þeirra beggja á liðnu ári. Uppstokkun rússnesku stjórnarinnar Tsjúbaís boðar hraðari umbætur Moskvu. Reuter. ANATOLÍ Tsjúbaís, fyrsti aðstoð- varlegasta vandamál stjórnarinnar, arforsætisráðherra Rússlands, vangoldnar skuldir, bæði hins opin- sagði í gær að hin nýja stjórn lands- bera og einkaaðilja, svaraði hann: ins væri reiðubúin til að heija næsta „Til að leysa það vandamál þarf þátt umbóta. Einkavæðingu yrði fyrst að tryggja eignarréttinn, við hraðað, ný skattalög sett og eigna- þurfum að koma á verðbréfamark- rétturinn tryggður. aði og hraða einkavæðingu og það Tsjúbaís, sem var skipaður til að er nokkuð, sem er á stefnuskrá stjóma efnahagsmálum Rússlands stjórnarinnar." fyrir tíu dögum, sagði að næðist til- Tsjúbaís stjórnaði einkavæðing- ætlaður árangur með umbótunum aráætluninni, sem var sett af stað mundi það koma í veg fyrir að í eftir hrun Sovétríkjanna, og sagði Rússlandi brytist út sá glundroði og að þeir, sem nú hefði verið treyst ringulreið, sem réði ríkjum í Albaníu fyrir því að stjórna umbótunum, og öðrum Austur-Evrópuríkjum. hefðu lært af fyrri mistökum. Sú Þegar Tsjúbaís var spurður reynsla gerði þeim meira að segja hvernig hann hygðist leysa eitt al- kleift að stíga næsta skref. Skýrsla leyniþjónustu danska hersins Varað við stækkun NATO Tölvan er óumdeilanlega stoð og stytta þeirra sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni og því skiptir val á slíkum búnaði miklu máli. í>r% Za,ilbod^öi »7.700 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SKYRSLA leyniþjónustu danska hersins spáir því að stækkun Atl- antshafsbandalagsins dragi úr stöð- ugleika og öryggi í Danmörku og nágrenni. Þar sem Eystrasaltslöndin komist ekki með muni Rússland taka það sem staðfestingu á að þau séu á yfirráðasvæði þess og það geri aðstæður þar viðsjárverðari. Hans Hækkerup varnarmálaráðherra, sem er ákafur talsmaður stækkunar Nato, hafnar sjónarmiðum skýrsl- unnar. Þau hljóta hins vegar hljóm- grunn á vinstri vængnum, sem hefur varað ákaft við stækkuninni. Það var Jyllands-Posten sem birti útdrátt úr skýrslunni og er þetta í fyrsta skipti, sem skýrslu af þessu tagi er lekið í fjölmiðla. í skýrslunni er gengið út frá því að reiði Rússa yfir stækkun Nato sé ekki orðin tóm, heldur hafi áhrif á afstöðu og að- gerðir þeirra, þótt Rússland sé engin ógnun við heimsfriðinn þessi árin. Meðal annars er því spáð að Rússar muni auka kjarnorkuviðbúnað við Kalingrad, sem sé innan við 300 kílómetra frá Borgundarhólmi, og bent á að kjarnorkustyrkur Rússa sé sá hluti hernaðarstyrks þeirra, sem sé í bestu ásigkomulagi. í skýrslunni er því spáð að við stækkun Nato muni Rússar draga verulega úr samvinnu við Bandaríkin og Nato og hugsanlega hætta þátt- töku í friðarsamstarfi Nato. Hætt sé við að þeir muni heldur ekki standa við sinn hlut í Start Il-samn- ingunum um kjarnorkuafvopnun og að Rússar gætu hugsanlega tekið höndum saman við andstæðinga Bandaríkjamanna á alþjóða vett- vangi, til dæmis í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Til að öðlast aukið vægi gegn Nato muni Rússland væntanlega leggja aukna áherslu á samstarf við fyrrum Sovétlýðveldin og gæti til dæmis þrýst á um að her Hvíta-Rússlands yrði lagður undir rússneska yfirstjórn. Viðvörun skýrslunnar um áhrif stækkunarinnar á Eystrasaltslöndin gengur þvert á stefnu dönsku stjórn- arinnar. Hún heldur fram hlut Eyst- rasaltslandanna í stækkun Nato, en að öðrum kosti að þar verði náin samvinna á milli og eins að það væri löndunum styrkur á öryggis- sviðinu að gerast aðilar að Evrópu- sambandinu. Skýrslan varar hins vegar við að stækkun, sem varla taki til landanna þriggja, muni verða Rússlandi staðfesting á að löndin þijú liggi innan síns áhrifasvæðis. £ew}mgarfilb°í> / LASER Expression Pentium 133MHz • 16MB minni • 1.6 GB harður diskur • Geisladrif • Hljóðkort • Hátalarar • 15" lággeisla litaskjár • Skjákort með 2MB skjáminni • Windows 95 stýrikerfi • HP DeskJet 400 bleksprautuprentari 139.900 kr. stgr. IMLASER Æ) computer Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.