Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 26

Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFTURA BRAUT UMBÓTA UPPSTOKKUN Borísar Jeltsíns forseta Rússlands á ríkisstjórn landsins bendir til þess að hann hygg- ist halda áfram á braut róttækra efnahagsumbóta, sem hann hóf á fyrra kjörtímabili sínu. Flest bendir til að brottrekstur umbótasinna úr ríkisstjórninni í fyrra hafi fyrst og fremst verið pólitískt bragð Jeltsíns, ætlað til að slá vopnin úr höndum kommúnista og tryggja honum sigur í forsetakosningunum. Umbótasinnar ráða miklu í hinni nýju ríkisstjórn. Það vekur sérstaklega athygli að þótt nokkrir af íhaldssamari ráðherrunum sitji áfram, eru flest ráðu- neyti, sem fara með efnahagsmál, komin í hendur umbótasinna. Þetta bendir vonandi til þess að Jeltsín vilji nú gera gangskör að því að einkavæða ríkisfyrir- tæki og losa um hömlur í efnahagslífinu. Sama má segja um skipan nýs fyrsta aðstoðarforsæt- isráðherra, Borísar Jantsov. Hann er ekki eingöngu frægur fyrir að hafa svarað í sömu mynt er þjóðernis- öfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj skvetti yfir hann ávaxtasafa í beinni sjónvarpsútsendingu, heldur hefur hann beitt sér fyrir róttækum markaðsumbótum í bíla- framleiðsluborginni Nísní Novgorod og nærliggjandi héraði. Meðal annars hafa smáfyrirtæki verið seld á uppboði og vörubílastöðvar verið seldar bílstjórunum. Jantsov var jafnframt fyrsti héraðsstjórinn í Rúss- landi, sem beitti sér fyrir einkavæðingu samyrkjubús. Efnahagsbatinn í héraði Jantsovs hefur verið talinn til marks um hvaða árangri mætti ná í Rússlandi öllu ef tækist að brjóta á bak aftur andstöðu hins gamla sovétkerfis við efnahagsumbæturnar. Stóra spurningin, sem hinir ungu umbótasinnar i nýrri ríkisstjórn Rússlands hljóta að glíma við, er hins vegar hvort það sé að verða um seinan að ná raunveru- legum árangri. Reynslan frá öðrum fyrrverandi komm- únistaríkjum sýnir, að þar sem stjórnvöld réðust strax í róttækar umbætur, hefur jafnframt náðst beztur árangur og tekizt hefur að tryggja stuðning almenn- ings við breytingarnar vegna þess að árangurinn kom fljótlega í ljós. í Rússlandi er almenningur, ekki sízt í hinum dreifðu byggðum, orðinn þreyttur á langvarandi kreppu og áhugalaus um stjórnmál eða þá hallur undir þá, sem boða afturhvarf til áætlanabúskapar. Hins vegar sýna hagtölur tveggja undanfarinna mánaða að rússneskt efnahagslíf er að byija að rétta úr kútnum á ný, þótt hægt fari. Finni almenningur fyrir efnahagsbatanum í eigin pyngju má búast við að róður umbótasinna verði léttari. AÐHALD SAMKEPPNIS- YFIRVALDA ÞAÐ AÐHALD, sem samkeppnisyfirvöld hafa sýnt íslenzkum fyrirtækjum, stórum sem smáum og einkareknum jafnt og ríkisreknum, er lofsvert. Það sama má segja um staðfestingu úrskurðarnefndar sam- keppnismála á ákvörðun Samkeppnisráðs, um að stjórnar- og starfsmönnum Olíufélagsins og dótturfé- laga þess sé óheimilt að sitja í stjórn Olíuverzlunar íslands. Olíufélagið keypti stóran hlut í Olís fyrir nokkr- um misserum og er ákvörðun samkeppnisyfirvalda til þess ætluð að stuðla að samkeppni á milli fyrirtækj- anna á markaði, sem einkenndist sannast sagna ekki af harðri samkeppni fyrir. Hins vegar er ábending Geirs Magnússonar, for- stjóra Olíufélagsins, í Morgunblaðinu í gær umhugsun- arverð. Hann spyr hvort ekki séu víða álíka eigna- tengsl og í tilviki Olíufélagsins og Olís, og hvort víst sé að jafnræðisreglan sé alls staðar virt. Það er full ástæða til þess fyrir samkeppnisyfirvöld að kanna hvernig þessum málum er háttað í öðrum geirum at- vinnulífsins og gera sömu kröfur, þar sem við á og lög heimila. + Samkeppnisstofnun beinir varnaðarorðum og leiðbeiningum til Flug- leiða vegna eignarhalds á fyrirtækjum í ferðaþjónustu Skapar hættu á misnotkun á markaðsráðandi stöðu Samkeppnisstofnun hefur unnið skýrslu um flugrekstrarmarkaðinn hér á landi þar sem settar eru fram leiðbeiningar og vamaðarorð um tilvik sem kunna að stríða gegn samkeppn- isreglum. Meðal þess sem fram kemur í skýrsl- unni er að samkeppnisyfírvöld telja nauðsyn- legt að skilja að flugrekstur Flugleiða og starf- semi fyrirtækja í eigu Flugleiða á tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu þar sem eignar- hald Flugleiða á umræddum fyrirtækjum skapi hættu á misnotkun á markaðsráðandi stöðu. SAMKEPPNISSTOFNUN hóf að skoða markaðsaðstæður á fákeppnismörkuðum í ís- lensku viðskiptalífi síðastlið- ið vor, en í desember 1994 gaf sam- keppnisráð út skýrslu um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi. Þar kom fram að fákeppni væri al- geng hér á iandi og ákváðu samkeppn- isyfirvöld að ráðast í frekari athugun á fákeppnismörkuðum. í skýrslu Sam- keppnisstofnunar um flugrekstrar- markaðinn kemur fram að fljótlega hafi verið ákveðið að byija á þeim markaði þar sem hann einkennist af mikilli samþjöppun, jafnframt því sem náin tengsl séu á milli ráðandi fýrir- tækis á flugrekstrarmarkaðnum [Flugleiða] og sterkra fyrirtækja á öðrum mörkuðum í ferðaþjónustu og flutningum. Samkeppnisstofnun sneri sér til ýmissa aðila sem hlut eiga að máli og leitaði álits þeirra, og var þar um að ræða opinbera aðila, fyrirtæki og ein- staklinga, en m.a. var höfð hliðsjón af óformlegum ábendingum og kvört- unum sem stofnuninni hafa borist. Tekið er fram í skýrslunni að ýmsar upplýsingar, ábendingar og athuga- semdir hafí komið fram hjá þeim aðil- um sem leitað var til, en markmið þessarar athugunar sé hins vegar ekki að kanna til hlítar og úrskurða um brotlega hegðun heldur að setja fram leiðbeiningar um hvað séu eðlilegir samkeppnishættir á þessum mörkuð- um fýrirtækjum til eftirbreytni. Yfirburðir í skjóli einkaleyfa og opinbers stuðnings í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir að þeirri yfírburðastöðu sem Flugleiðir hafa í flugrekstri hér á landi og sterkri stöðu á tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu hafi fyrirtækið meðal annars náð í skjóli opinberra einka- leyfa og opinbers stuðnings sem enn sé til staðar á ýmsan hátt. Bent er á að sterk staða Flugleiða leggi félaginu ríkar skyldur á herðar um að misnota ekki aðstöðu sína þannig að skaði samkeppni og hindri nýja keppinauta í að hasla sér völl á markaðnum. Fram kemur að keppinautar Flug- leiða telji að viðbrögð fyrirtækisins við ferðatilboðum þeirra hljóti að vekja spumingar um hvort markmið fyrir- tækisins sé ekki að drepa af sér alla samkeppni, en Flugleiðum standi ekki sú ógn af smáum keppinautum sem hafí óveruleg áhrif á markaðnum að fyrirtækið þurfi að bijóta jafnharðan niður alla viðleitni þeirra til að keppa. Samkeppnisstofnun tekur í skýrslunni ekki afstöðu til þess hvort Flugleiðir hafí breytt á þennan hátt, en áréttar að ef tilgangurinn sé að nota yfir- burðastöðu til að losa sig við keppi- nauta og skaða með því samkeppni á markaðnum stríði það gegn sam- keppnislögum. „Sambærilegt því að misnota mark- aðsráðandi stöðu í flugi til þess að drepa niður verðsamkeppni gæti t.d. verið ef Flugleiðir reyndu að koma í veg fyrir að nýr keppinautur kæmist inn á markaðinn með því að laga brottfarartíma sina að brottfarartím- um hins nýja keppinautar. Á sama hátt myndi það stríða gegn samkeppn- islögum ef Flugleiðir neituðu keppi- naut, án gildra raka, um gagnkvæm skipti á farmiðum," segir í skýrslunni. Þar kemur fram að Flugleiðir hafí verið gagnrýndar fyrir að gæta ekki hlutleysis í kynningarstarfsemi hér á landi og erlendis. Ferðamálaráð og Flugleiðir hafí gert samning um að Flugleiðir annist íslandskynningu er- lendis og samkvæmt þeim samningi sé Flugleiðum óheimilt að mismuna innlendum ferðaþjónustufyrirtækjum í kynningarstarfínu. Samkeppnisstofnun lítur svo á að þrátt fyrir að samningar af þessu tagi væru ekki til staðar beri Flugleiðum krafti yfírburðastöðu sinnar og í skjóli opinberrar vernd- ar að gæta þess að hags- munir keppinauta Flug- leiðafyrirtækja séu ekki fyr- ir borð bomir, og sama gildi þegar Flugleiðir noti aðstöðu sína um borð í flugvélum félagsins til þess að kynna eigin fyrirtæki. Þama sé átt við ein- hliða kynningu á hótelum og bílaleigu Flugleiða, en slík hegðun hjá markaðs- ráðandi fyrirtæki sem hafí notið og njóti opinberrar vemdar samræmist ekki samkeppnisreglum. Auk flugstarfsemi reka Flugleiðir umfangsmikla starfsemi á tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu, þ.e. ferða- skrifstofur, hótel, bílaleigu o.fl., og bendir Samkeppnisstofnun á að yfir- burðastaða í fluginu hafi átt verulegan þátt í því hve staða fyrirtækjanna er sterk á þessum mörkuðum. Ný stefnu- mörkun Flugleiða í þá veru að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á þess- um mörkuðum sé ekki í samræmi við þróunina erlendis þar sem áætlunar- flugfélög séu fremur að draga sig út úr þátttöku á tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu. Tekið er fram að styrk- ing fyrirtækisins á stöðu sinni á þess- um mörkuðum þurfi ekki að stríða gegn samkeppnisiögum, en líkt og í fluginu sé Flugleiðum óheimilt að misnota markaðsyfirráð sín í flugi til framdráttar eigin fyrirtækjum á tengdum mörkuðum. „Þannig samrýmist það ekki sam- keppnisreglum að sterk staða Flug- leiða í flugi sé notuð til að greiða nið- ur, ívilna með öðrum hætti eða draga taum eigin fyrirtækja og skaða með því samkeppni á þessum mörkuðum. Nauðsynlegt er því að gera þessa markaði gegnsærri og skilja rekstur fyrirtækjanna algjörlega frá rekstri Flugleiða til að tryggja að ekki sé um óeðlilegar millifærslur að ræða,“ segir í skýrslunni. Vísað er til þess að keppinautar Flugleiða hafí gagnrýnt verðlagningu fyrirtækisins á alferðum, og sú gagn- rýni feli m.a. í sér að verð á alferðum Flugleiða sé í sumum tilvikum svipað og það verð sem Flugleiðir bjóði ferðaskrifstofum að selja flugfargjaldið eitt á. Athugasemdir af þessu tagi kalli enn frekar á fjárhags- legan aðskilnað og aukið gegnsæi markaðarins. Til skýringar á því hve brýnt sé að aðskilja rekstur fyrirtækjanna er nefnt að í alferðum sé flug undan- þegið virðisaukaskatti, en 14% skattur sé á gistingu og 24,5% skattur á bíla- leigu. Þetta sýni hve mikilvægt sé að hver þáttur sé verðlagður í samræmi við tilkostnað, en ef ekki sé rétt að verðlagningunni staðið geti sam- keppni á markaðnum skaðast. Þá segir í skýrslunni að aukin um- svif Flugleiða á ferðaskrifstofumark- aðnum, þar sem félagið hafí skipt markaðnum í dýrari og ódýrari hluta og spanni með því allt sviðið, hafi vakið upp spurningar hjá keppinaut- um um mismunandi kjör sem ferða- skrifstofur njóti hjá Flugleiðum. Er áréttað í þessu sambandi að Flugleið- um beri að gæta þess að mismuna ekki fyrirtækjum á tengdum mörkuð- um. Víxlstuðningur tii þess fallinn að skaða samkeppnisstöðu Sérstakur kafli í skýrslu Sam- keppnisstofnunar fjallar um vildar- kort, en aðaltilgangur kortanna sé söfnun ferðapunkta sem nota megi til kaupa á flugfarseðlum og tilgang- urinn sá að hvetja viðskiptavini til þess að halda sig við sama flugfélag. Með því sé athygli viðskiptavinarins beint að tilteknum fríðindum og verð- skyn hans sljóvgað. Bent er á að hvatning í söfnun punkta sé talin hafa mest áhrif í þeim tilvikum þar sem farmiði er greiddur af öðrum en flugfarþega, t.d. vinnu- veitanda, en viðkomandi einstaklingur fái að ráðstafa punktunum. Þetta fyr- irkomulag í sjálfu sér sé samkeppnis- hamlandi en ekki sé einfalt fyrir sam- keppnisyfirvöld að taka á því. Vildar- kortin séu almennt til staðar í alþjóð- legu flugi og einhliða bann á þeim af hálfu íslenskra samkeppnisyfir- valda væri einungis til þess fallið að skaða samkeppnisstöðu Flugleiða gagnvart erlendum keppinautum. Samkeppnisyfírvöld telja sig hins vegar ekki geta litið framhjá þeim áhrifum vildarkortanna sem einvörð- ungu koma fram á íslenska markaðn- um, en yfírburðastaða í flugi sé notuð til að auka markaðshlutdeild Flug- leiðafyrirtækja á tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu þegar einnig megi nýta áunna punkta í flugi hjá Flugleið- um til þess að kaupa gistingu á Flug- leiðahóteli innanlands og leigja bíla hjá bílaleigu Flugleiða. Þetta kerfí virki einnig í hina áttina þar sem við- skiptavinir Flugleiðahótela og bíla- leigu Flugleiða fái punkta til notkunar í flugi, og einnig nái þetta fyrirkomu- lag til kaupa á vamingi um borð í flugvélum Flugleiða. „Það fyrirkomulag sem hér hefur verið lýst felur í sér víxlstuðning á milli skyldra fyrirtækja á innlendum mörkuðum og er til þess fallið að skaða samkeppnisstöðu keppinauta Flugleiðafyrirtækja á íslenskum markaði. Þessu til viðbótar er vakin athygli á að sá kaupbætir sem í punkt- unum felst hafa verið skattfijáls hlunnindi sem skekkir myndina enn frekar," segir í skýrslunni. Einkaleyf i á innritun og flugafgreiðslu gagnrýnt Flugleiðir annast einar innritun far- þega og afgreiðslu flugvéla á Kefla- víkurflugvelli samkvæmt opinberu einkaleyfi og telur Samkeppnisstofn- un þetta fyrirkomulag til þess fallið að skaða samkeppnisstöðu keppinauta Flugleiða. Því væri æskilegt að fleirum yrði gert fært að sinna innritun og flugafgreiðslu, en sé það talið útilokað miðað við núverandi aðstæður sé markvissara til að tryggja hlutleysi og hafa samkeppnissjónarmið í heiðri að óháður aðili, eins og t.d. Flugmála- stjórn, annist þessa þjónustu. „Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á rekstur flugafgreiðslunnar og í meginatriðum er hún á þá lund að Flugleiðir notfæri sér aðstöðuna til að láta eigin starfsemi njóta for- gangs, en fyrirtækið meðhöndli aðra sem annars flokks viðskiptavini. Eigi þessi gagnrýni við rök að styðjast stríðir hegðun Flugleiða á þessum markaði gegn samkeppnislögum. Fyr- irtæki sem hefur markaðsráðandi stöðu á flugmarkaðnum og hefur jafn- framt einkaleyfi á innritun farþega og flugafgreiðslu verður að gæta þess sérstaklega vel að engar hindranir séu i vegi fyrir því að keppi- nautar, gamlir sem nýir, fái jafnan aðgang að nauðsyn- legri þjónustu á þessu sviði. Til þess að tryggja sem best sjálfstæðan og óháðan rekstur flugafgreiðslunnar, á meðan Flugleiðir annast hana, er nauðsynlegt að hún sé alger- lega skilin frá öðrum rekstri Flug- leiða, bæði fjárhagslega og stjómun- arlega." Kynnisferðir hf. gæti hlutleysis Fram kemur í skýrslunni að keppi- nautar Flugleiða á hótel- og bílaleigu- markaðnum telji að rekstur flugrút- unnar milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar veiti Flugleiðafyrirtækj- um forskot í samkeppni við þá, en Kynnisferðir hf., sem hefur sérleyfi á þessari leið, er að stærstum hluta í eigu Flugleiða og er aðsetur fyrir- tækisins á Hótel Loftleiðum. Fram kemur að sérstaklega hafi verið nefnt að aðstaðan þar hafi verið notuð til þess að ná viðskiptavinum til Flug- leiðafyrirtækja á kostnað keppinaut- anna. Samkeppnisstofnun tekur ekki af- stöðu til þess hvort einkaleyfið á rekstri flugrútunnar sé notað með þeim hætti sem keppinautar telja, en segir að hitt liggi ljóst fyrir að með því að hafa aðsetur Kynnisferða á Hótel Loftleiðum sé komið á tengslum sem unnt sé að nota fyrirtækjum Flugleiða til framdráttar. Væri óháð- um aðila falinn rekstur flugrútunnar myndi hann væntanlega hafa aðsetur á Bifreiðastöð fslands sem drægi úr vanköntum núverandi fyrirkomulags, en á meðan svo sé ekki beinir Sam- keppnisstofnun því til Kynnisferða að hlutleysis sé gætt þegar viðskipta- vinum eru kynnt fyrirtæki í ferða- þjónustu og fyrirspurnum svarað. Bókunar- og upplýsingakerfi veitir milulvæga aðstöðu Evrópska bókunar- og upplýsinga- kerfíð Ámadeus er ráðandi á íslenska markaðnum og er það rekið af um- boðsfyrirtækinu Amadeus íslandi hf., sem er að mestu í eigu Flugleiða. Þetta telur Samkeppnisstofnun veita Flugleiðum mikilvæga aðstöðu, en með því að annast alla innritun á Keflavíkurflugvelli hafí Flugleiðir til viðbótar aðgang að upplýsingum í innritunarkerfí sem þeir hafa fengið frá Aer Lingus. Fram kemur í skýrslu stofnunarinnar að keppinautar Flug- leiða hafí gagnrýnt þá aðstöðu sem fyrirtækið hafi með rekstri þessara tölvuvæddu kerfa. Þarna sé um enn einn markaðinn nátengdan flugrekstri sem Flugleiðir ráði yfír og á þessu sviði verði einnig að gera kröfur til fyrirtækisins um að það gæti jafnræð- is og misnoti ekki þá einstöku aðstöðu sem það hefur. „Gera þarf markaðinn gegnsærri með því m.a. að birta gjaldskrá kerf- anna, þ.m.t. afsláttarreglur, og gera þær þannig úr garði að þeim sem nýta sér þjónustuna sé á engan hátt mismunað. Þá þarf að gæta þess vand- lega að upplýsingar eins aðila séu ekki nýttar af keppinautum," segir í skýrslunni. Trúnaður þarf að ríkja í skýrslu Samkeppnisstofnunar er vikið að því að Eimskipafélag íslands sé stærsti eigandi Flugleiða með ríf- lega þriðjung hlutafjár og fjóra af níu stjórnarmönnum, þar á meðal form- ann stjómar. Eimskip sé markaðsráð- andi í sjóflutningum til og frá land- inu, og fyrirtækin séu því sameigin- lega ráðandi í flutningum milli íslands og annarra landa. Þessi sterka staða og hin nánu tengsl fyrirtækjanna séu til þess fallin að takmarka sam- keppni, og brýna nauðsyn beri því til að tryggja að viðskiptahagsmunir sem af þessum tengslum leiða skaði ekki hagsmuni neytenda. „Eignarhald Flugleiða á fyrirtækj- um á tengdum mörkuðum í ferðaþjón- ustu skapar hættu á misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Stjómarseta starfsmanna Flugleiða í þessum fyrir- tækjum orkar tvímælis þar sem trún- aður þarf að ríkja milli markaðsráð- andi flugfélags og fyrirtækja á tengd- um mörkuðum í ferðaiðnaði," segir í skýrslunni. Innsýn í hvað samrýmist góðum samkeppnisháttum í lokaorðum skýrslu Samkeppnis- stofnunar segir að flugrekstur hafí til skamms tíma verið háður verðlagseft- irliti, en samfara auknu frelsi í flugmálum hafi verð- lagsákvæði vikið og sam- keppnisreglur komið í stað- inn. Flugrekstur á íslandi, eins og viðast annars stað- ar, einkennist af markaðsy- fírráðum eins fyrirtækis. í ljósi þess hafí í skýrslunni verið tekið mið af þeim ramma sem samkeppnis- reglur setji við markaðsráðandi að- stæður og settar fram leiðbeiningar og vamaðarorð um hegðun á mörkuð- um í ferðaþjónustu. Tekið er fram að leiðsögnin sé ekki tæmandi en eigi að gefa stjórnvöldum, flugrekendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum innsýn í hvað samrýmist góð- um samkeppnisháttum á þessum mörkuðum. Stefnumörk- un ekki í sam- ræmi við þró- un erlendis Keppinautar fáí aðgang að nauðsynlegri þjónustu * Kaup Landsbankans á 50% í VIS Eiga að flýta fyrir einkavæð- ingu bankans FRIÐRIK Sophusson fjár- málaráðherra segir að fyr- irhuguð kaup Landsbank- ans á Vátryggingafélagi íslands eigi að ýta undir og flýta einkavæðingu bankans og hann útilokar ekki að áform ríkisstjórnar- innar muni færast í þessa átt með- an frumvarp um hlutafélagavæð- ingu ríkisbankanna er í meðförum Alþingis. Þingmenn stjómarand- stöðu og stjórnarflokkanna sem um málið ræddu í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær tóku undir að í ljósi þessara atburða yrði að end- urskoða frumvarpið. Friðrik sagði að einstakir ráð- herrar hafi vitað af fyrirhuguðum kaupum Landsbankans á VÍS skömmu áður en gefín var út yfir- lýsing um þau, en ekki hafi sérstak- lega verið leitað eftir áliti þeirra. „Eg sagði formanni bankaráðs Landsbankans að ég gerði ekki at- hugasemd við þessi áform, ef þetta væru aðgerðir til að styrkja bank- ann, og að þær byggðust á eðlileg- um viðskiptagrundvelli, enda brytu þær hvorki í bága við lög né alþjóða- samþykktir sem Island er skuld- bundið að fylgja.“ Ráðherrann sagði að málið hefði verið kynnt bankaeftirliti Seðla- bankans ítarlega. Einnig hefði Vá- tryggingaeftirlitinu og Samkeppn- isstofnun verið gert grein fyrir málinu, en engar athugasemdir hefðu borist. Fákeppni á fjármálamarkaði Ágúst Einarsson, þingflokki jafnaðarmanna, sem var upphafs- maður umræðunnar, fagnaði því að bankar væru loksins að hasla sér völl á tryggingamarkaðnum eins og lengi hefði tíðkast erlendis. Hann varaði hins vegar við því að fákeppni á fjármálamarkaðnum væri að aukast. Ágúst undraðist að Landsbank- inn sem fyrir skömmu hefði verið svo máttvana að hann hefði þurfti aðstoð skattborgaranna til að laga eiginfjárstöðu sína gæti nú staðið í slíkum stórfjárfestingum. Hann sagði að í ljósi þess að ekki væri ætlunin að einkavæða Landsbank- ann næstu fjögur árin væri ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks nú að stíga stærri skref til ríkisrekstrar í fjármála- heiminum en gert hefði verið um áratuga skeið. Fyrir hefði hlutur ríkisins á fjármálamarkaði verið sá stærsti í Vestur-Evrópu, en nú hefði hann enn stækkað. Ágúst spurði einnig hvernig eig- endur Brunabótafélagsins ættu að nálgast eignarhlut sinn í Vátrygg- ingafélaginu. „Það gera þeir varla nema þeir ætli að kaupa 35% hlut í Landsbankanum og ráða þannig bæði bankanum og VÍS. Nú er ef til vill komin skýring á því, að ekki er í lagatexta með bankafrumvarp- inu ákvæði um að dreifa eignar- aðild að þeim 35% í bankanum sem ætlunin er að selja. Er búið að eymamerkja það til vinveittra fyrir- tækja stjórnarflokkanna?“ spurði þingmaðurinn. Ríkisendurskoðun kanni kaupin Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðiflokki, lýsti miklum efasemd- um um kaupin, því þau væru skref í þá átt að auka ríkisrekstur á fjár- málamarkaðnum. Hann sagði nauð- synlegt að bæði Ríkisendurskoðun og Bankaeftirlitið færu vel yfir þau. Árni M. Mathiesen, flokksbróðir ^ hans, sagðist ekki efast um þau orð forsvarsmanna bankans að kaupin væru honum til hagsbóta til lengri tíma en sagði nauðsynlegt að nán- ari upplýsingar fengjust um kaup- samninginn. Alþingi bæri að hafa afskipti af ríkisbönkunum ef eigin- fjárstaða þeirra væri ekki í sam- ræmi við reglur og misvísandi upp- lýsingar um það hefðu komið fram frá talsmönnum bankans í fjölmiðl- um. Árni, og fleiri þingmenn, spáðu því að fleiri bankar myndu fylgja í fótspor Landsbankans og kaupa tryggingafyrirtæki. Árni sagði að vegna þessa yrði að hraða einka- ** væðingu ríkisbankanna. Ósvífnar og vitlausar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu Stjórnarnandstæðingar vöktu at- hygli á tengslum kaupa Landsbank- ans á VÍS og fyrirhugaðra breyt- inga á lífeyrissjóðakerfínu. Sjálf- stæðisflokkurinn kæmi að báðum málum því stjórnarformaður Lands- bankans væri jafnframt fram- kvæmdastjóri flokksins. ♦ Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, sagði áform ríkis- stjórnarinnar í lífeyristrygginga- málum bæði ósvífin og vitlaus. Hann gagnrýndi að ríkisstjórnin hefði farið með þessi mál á bak við tjöldin meðan gerð kjarasamninga stæði yfír. „Það er ótrúlega vitlaust, ef hæstvirt ríkisstjórn ætlar með þessu að hefja hér breytingar í líf- eyrissjóðsmálum sem byija að grafa undan því uppsöfnunarkerfí sam- tryggingarsjóða, sem við íslending- ar erum þó á góðri leið með að byggja upp með fullnægjandi hætti. Þetta uppsöfnunarkerfí samtrygg- . ingarsjóða skín eins og ljós í myrkri þegar vestrænar þjóðir horfa til þeirra viðfangsefna sem framundan eru, varðandi það að tryggja sí- stækkandi hlutfalli aldraðra lífeyri á komandi áratugum." Aldrei áformað að rústa sjóðina Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði engin áform uppi hjá ríkisstjórninni um að eyðileggja samhjálpartryggingu lífeyrisþeg- anna. „Það stendur ekki til og það verður ekki gert. Ríkisstjórnin hef- ur aldrei áformað né rætt, hvað þá ákveðið, að rústa lífeyrissjóðina., 4 Það liggur fyrir að þeir munu halda ” sínum tíu prósentum." Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi, sagði ósamræmi í yfir- lýsingum fjármálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra. „Ég vil vekja athygli á því að einstaklingsbundn- ir lífeyrisreikningar sem eru á kostnað samtryggingar eru jafn- framt á kostnað örorkubóta, barna- bóta og makabóta." Breytingar hugsanlegar ef opinberir starfsmenn vilja Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu einnig fjármálaráðherra hvort ætlunin væri að breyta lífeyr- issjóðakerfí opinberra starfsmanna. Ráðherrann svaraði því til að það kerfí væri bundið í lögum, en að vel kæmi til greina að breyta því einnig ef opinberir starfsmenn sýndu því áhuga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.