Morgunblaðið - 19.03.1997, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
019977Hbune Media
All righU reeerved.
AE> HAFAjg'HfÓtA
T&jkk a EFTiz óé/z!
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Wön! I U)ON! i'm THE
4AMPION! I U)ON!!
HEV, MOM!
I WON'!
ann! Ég er methaf- Mamma, ég vann!
3-/0
/mom! i think\
THAT D06
Vkicked MEU
Mamma, ég held að
þessi hundur hafi
sparkað í mig!
BREF
TIL BLADSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Fagna umræðu
um skólamál
Frá stjórn Foreldra- og kennarafé-
lags Hvassaleitisskóla
STJÓRN Foreldra- og kennarafé-
lags Hvassaleitisskóla fagnar þeirri
umræðu sem orðið hefur um skóla-
mál á undanfömum vikum og mán-
uðum. Svo virðist sem niðurstöður
fjölþjóðlegrar rannsóknar á árangri
nemenda í raungreinum (TIMSS)
hafi vakið fjölda fólks til umhugsun-
ar um stöðu íslenskra bama miðað
við börn í öðram löndum. Margir
drógu verulega í efa gæði skóla-
starfs á Islandi án þess að það
væri skilgreint nánar hvort um
væri að ræða lélega kennara, slæm
kennslugögn, óhentugt húsnæði
eða eitthvað annað.
Það frumkvæði skólastjóra
Hvassaleitisskóla að afla kennslu-
gagna í raungreinum frá Singapúr,
þar sem nemendur stóðu sig einna
best í könnuninni og samanburður
þeirra við íslensk kennslugögn vakti
verulega og verðskuldaða athygli.
Hvaða skoðun svo sem menn hafa
almennt á skólastarfi í Singapúr
verður ekki fram hjá því litið að
kennsluefni sem íslenskum grunn-
skólanemendum er boðið upp á í
raungreinum er til muna lakara en
það sem notað er í Singapúr. Af
þessu eigum við öll að læra, einnig
menntamálaráðuneyti og Náms-
gagnastofnun, fremur en að vera í
einhverri varnarstöðu gagnvart
þeim sem sýndu það framkvæði að
afla gagnanna. Framtak og frum-
kvæði skiptir veralegu máli, einnig
í skólastarfi og ætti fremur að ýta
undir það en hitt. Það virðist þó
ekki alltaf gert og er það miður.
Stjórn Foreldra- og kennarafé-
lags Hvassaleitisskóla telur að
framkvæði skólastjórans hafi beint
umfjöllun um gæði kennslu og
árangur nemenda í grunnskólum
inn á markvissari brautir. Þó að við
séum almennt hlynnt því að skóla-
húsnæði verði stækkað til að ná
fram markmiðum um einsetningu
skóla má ekki gleyma því að skóla-
húsnæði er ekki aðalatriði skóla-
starfs, heldur það sem fram fer í
skólastofunum. Kennslugögnin eru
einnig mikilvæg og auðvelda kenn-
urum og nemendum verulega að
ná árangri í starfi. Þó að nú séu
lagðir miklir fjármunir í skólahús-
næði um allt land má það ekki verða
til þess að dregið verði úr fjárveit-
ingum til endurskoðunar námsefnis
fjölgunar kennslustunda og beins
kennslukostnaðar.
F.h. stjórnar Foreldra- og kenn-
arafélags Hvassaleitisskóla,
ÞORGERÐUR ERLENDSDÓTTIR
formaður.
Upplýsmgar um
alnetstengingu við
Morgunblaðið
Tenging við heimasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heimasíðu
Morgunblaðsins, sláið inn slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar upp-
lýsingar um blaðið, s.s netföng
starfsmanna, upplýsingar um
hvernig skila á greinum til blaðs-
ins og helstu símanúmer.
Morgunblaðið á alnetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á alnetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengjast
heimasiðu Strengs hf. beint með
því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða
með því að tengjast heimasíðu
blaðsins og velja Morgunblaðið
þaðan.
Strengur hf. annast áskriftar-
sölu Morgunblaðsins á alnetinu
og kostar hún 1.000 krónur.
Sending efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um alnetið noti
netfangið: mbl@centrum.is.
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem má
finna á heimasíðu blaðsins. Það
tryggir öruggar sendingar og
einnig að efnið rati rétta leið í
blaðið. Senda má greinar, fréttir
og myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mismunandi tengingar
við alnetið
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik
að tengjast blaðinu. Einungis þarf
að slá inn þá slóð sem gefin er
upp hér að framan.
Þeir sem ekki hafa Netscape/
Mosaic-tengingu geta nálgast
þessar upplýsingar með Gopher-
forritinu. Slóðin er einfaldlega
slegin inn eftir að forritið hefur
verið ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forritinu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.