Morgunblaðið - 19.03.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 39
BRÉF TIL BLAÐSINS
Tóbaksvarnir - Þorvarðar
þáttur Ornólfssonar
Frá Ásgeiri R. Helgasyni:
ÞEGAR Þorvarður Örnólfsson lög-
fræðingur hóf störf hjá Krabba-
meinsfélaginu reykti ríflega helm-
ingur unglinga sem brautskráðust
úr grunnskóla og ekki var óal-
gengt að tólf ára börn væru byrjuð
að reykja. í nokkur ár þrammaði
Þorvarður einn síns liðs um landið
dragandi á eftir sér níðþunga kvik-
myndavél og hafði með í farteskinu
eftirminnilegar myndir um lungna-
uppskurði sem fljótlega urðu lands-
frægar og lifa enn í minningu
margra. Með tímanum byggði
hann upp tóbaksvarnadeild
Krabbameinsfélagsins sem á síðari
árum hefur heimsótt flesta nem-
endur í efstu bekkjum grunnskóla
árlega með tveggja tíma fræðslu-
dagskrá og hefur að auki útbúið
margskonar fræðsluefni um tóbak-
svarnir fyrir unga sem aldna.
En eftir að afstaðan til reykinga
tók stakkaskiptum hafa líka
áherslur fræðslunnar breyst. Upp-
skurðarmyndunum hefur fækkað
og aukin áhersla verið lögð á að
upplýsa unglinga um þær snörur
sem tóbaksiðnaðurinn og aðrir sem
hagnast á tóbakssölu leggja til að
fanga nýjar sálir í fjötra fíknarinn-
ar. Starfið hefur verið árangursríkt
því í dag er hlutfall þeirra sem
útskrifast púandi úr grunnskólum
komið niður í tvo af hveijum tíu
og reykingar eru nánast alveg
horfnar úr yngstu aldurshópunum.
Þótt alltaf megi um það deila
hveijum beri að þakka þegar fleiri
leggja hönd á plóginn, er það mitt
persónulega mat að Þorvarður eigi
langstærstan hlut J þeim árangri
sem náðst hefur. Ég leyfi mér að
telja þetta til mestu afreka fyrir-
byggjandi heilsuvemdar á síðari
árum á íslandi. Auk tóbaksvarna-
starfs í grunnskólum hefur Þor-
varður unnið ötullega að tóbaks-
vörnum á öðrum sviðum bæði á
vegum Krabbameinssamtakanna
og Tóbaksvarnarnefndar þar sem
hann hefur átt sæti í fjölda ára.
Áralöng seta hans þar hefur veitt
starfi nefndarinnar þá sögulega
kjölfestu sem er forsenda þess að
þróunin þokist fram á við og menn
séu ekki alltaf að endurtaka sömu
mistökin.
Ég átti því láni að fagna að
starfa með Þorvarði að tóbaks-
vörnum um tíu ára skeið á vegum
Krabbameinsfélagsins og veit af
eigin raun hve mikilvægt það er
að hafa aðgang að þeim hafsjó
þekkingar sem hann býr yfir. Þeg-
ar til þess er litið að u.þ.b. helming-
ur þeirra sem byijar að reykja og
hættir því ekki, deyr um aldur fram
vegna reykinga og hinir „heppnu“
sem lifa hljóta flestir ýmiskonar
örkuml fyrr eða síðar sem rekja
má til reykinganna, er ljóst að
þeir eru býsna margir sem þakkað
geta Þorvarði beint eða óbeint fyr-
ir líf sitt og heilsu.
Megi hann þökk hafa og von-
andi njótum við starfskrafta hans
áfram um ókomin ár.
ÁSGEIR R. HELGASON,
sálfræðingur,
Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
PÁSKAR Á HÓTEL ÖRK
Fjölbreyttar uppákomur alla hátíðardagana
Ratleikir fyrir bömin • Bingó • Snjósleðaferðir • Hestaferðir
• Barnabíó • Kúrekadansar • Kennsla í línudansi
• Dagbjartur Pálsson sýnir eitt stærsta pennasafn á landinu.
• Jóhann B. Jóhannsson Islandsmeistari unglinga.
í snóker leiðbeinir og margt fleira.
Lifandi tónlist • Hörður Olafsson skemmtir öll kvöld.
Gisting, morgunverður
Verð frá
af hlaðborði, 3 rétta
veislukvöldverður
Upplýsingar og pantanir
í síma 483 4700.
AÐEINS kr. 3.900
á sólarhring.
Frítt fyrir börn að
12 ára aldri í herbergi
LYKIL með foreldrum.
HÖTEL
Lykillinn að íslenskri gestrisni.
Hveragerði -
sími 483 4700,
bréfsími 483 4775.
R A
FUMOIR/ MANNFAGNADUR
Fundarhoð
+
Aukaadalfundur
Aukaaðalfundur Rauða kross íslands
verður haldinn að Borgartúni 6
í Reykjavík laugardaginn
19. apríl næst komandi.
Fundurinn hefst kl. 9.00.
+
Stjórn Rauða kross íslands
RAUÐI KROSS ISLANDS
TILBOÐ/UTBOÐ
UTEMI
»>
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Háskólans
á Akureyri, óskar eftir tilboöum í að breyta og
innrétta húsnæði fyrir bókasafn Háskólans að
Sólborg á Akureyri.
Breyta og endurnýja þarf lagnakerfi hússins,
klæða niður loft, mála, endurnýja gólfefni, byggja
nýja veggi, smíða og setja upp innihurðir og inn-
réttingar ásamt nokkrum gluggum og útihurð-
um.
Væntanlegum bjóðendum er boðið að kynna
sér aðstæður á verkstað mánudaginn 24. mars
ki. 13.00 í fylgd fulltrúa verkkaupa.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 5. ágúst 1997.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.225,-
frá kl. 13.00 þann 19. mars 1997 hjá Ríkiskaupum,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða
opnuð á sama stað þann 9. apríl kl. 11.00.
\|Sí RÍKISKAUP
Úfboð iki/a á r a n g r i I
BORGARTÚNI 7, 105 R E Y KJ AV í K SÍMI 552-6844,
B ré fa s ím i 562-6739-Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is
AUGLÝSINGA
* LISTMUNAUPPBOÐ H TILKYNNINGAR
Málverkauppboð
Málverkauppboð verður haldið fimmtudaginn
10. apríl nk. í Súlnasal Hótels Sögu kl. 20.30.
Þeir, sem óska eftir að koma málverkum og
öðrum listmunum á uppboðið, hafi samband
sem fyrst í síma 565 4360 og ekki síðar en 3.
apríl nk. Verkin verða til sýnis í Aðalstræti 9,
2. hæð, dagana 4.-9. apríl kl. 14—18 daglega
og á uppboðsstað á uppboðsdegi kl. 16—20.
LISTHÚS AÐALSTRÆTI 9 SÍMI 565 4360
Uppboðshaldarar: BárðurG. Halldórsson —
Haraldur Blöndal.
Frá Orlofsnefnd
húsmæðra í Reykjavík
Skráning stendur yfir í orlofsferðirnar. Farið
verðurtil Mallorka í apríl, Protoroz í maí og
Skotlands í júní. Hótel Örk og Akureyri í maí
og Stykkishólmur í júní.
Upplýsingar í síma 551 2617 milli kl. 17—19.
Orlofsnefnd húsmæðra.
ÝMISLEGT
FELAG
TAMNINGAMANNA
Stórsýning Félags
tamningamanna
Málverk
Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu
meistaranna. Leitum sérstaklega að verkum
eftir Kjarval, Kristínu Jónsdóttur og Jón Stef-
ánsson. Höfum hafið móttöku á verkum fyrir
næsta málverkauppboð.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst.
Aðalstræti 6,
sími 552 4211.
Opiðfrá kl. 12-18
virka daga.
LEIÐSÖGUSKÓLINN
ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL
Leiðsögukennarar, leiðsögumenn
Námskeið um samskipti
(Communication Seminar)
Rosalind Hutchinson, MBE, heldur námskeið
í Leiðsöguskóla íslands, Menntaskólanum i
Kópavogi (gengið inn frá Hávegi).
Fyrir leidsögukennara
fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 20.00-22.00.
Fyrir leiðsögumenn
laugardaginn 22. mars nk. kl. 9.00-16.00.
Hádegisverður er innifalinn.
Ofangreindum aðilum er bent á þetta einstæða
tækifæri til að hlusta á þennan þekkta leiðsögu-
kennara.
Leiðsöguskóli íslands.
BORGt
Reiðhöllinni í Víðidal 21.—23. mars
Kraftur - fegurð - fagmennska
Kvöldsýningarföstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Forsala aðgöngumiða hefst í Reiðhöllinni
fimmtudaginn 20. mars kl. 13.00.
Sími 567 3850.
Stúkumiðar kr. 2.000.
Önnur sæti kr. 1.500.
Númeraðir stólar í allri höllinni.
Nýjar innréttingar og stórbætt aðstaða.
Glæsileg sýningaratriði:
Úrvals stóðhestar, glæstar hryssur, gæðingar,
vekringar, stóðhestarnir Galsi, Hlekkur, Geysir,
Hjörvaro.fl. Heimsmeistaraefni, landsmóts-
stjörnur, listrænarfimiæfingar, Hólaskóli, leik-
ur og grín.
Undraveröld íslenska hestsins kynnt af Sigurði
Sæmundssyni landsliðseinvaldi og Hafliða
Halldórssyni sýningarstjóra.
Stórhátíð á Hótel íslandi.
Bjarni Arason og Milljónamæringarnir.
Öllum miðum á sýningu FTfylgir boðsmiði
á Hótel ísland laugardagskvöldið 22. mars að
lokinni sýningu.
Þeir, sem kaupa miða á sunnudagssýningu
fyrir laugardagskvöld, fá einnig boðsmiða
á Hótel Island.
Borgarfjörður — ættarmót
Bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir ættarmót,
nemendamót og önnur mannamót. Gott tjald-
stæði í skógivöxnu landi, einnig innigisting.
Þjónustumiðstöð er á staðnum ásamt veiði
og hestaleigu. Mjög fallegt útivistarsvæði.
Pantanir og nánari uppl. í síma 437 2345.