Morgunblaðið - 19.03.1997, Side 52
Happaþremtu/yrír áfganginn
'HYUNDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
® Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBl<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUÐAGUR 19. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Yfir 500
þús. tonn
í febrúar
Samningar Dagsbrúnar/Framsóknar voru felldir á fundi í gærkvöldi
Formaður Dagsbrúnar býst
við langvinnum verkföllum
STÓRA samninganefnd Dagsbrúnar
og Framsóknar felldi nýgerðan
kjarasamning félaganna á fundi í
gærkvöldi með 70 atkvæðum gegn
28. Yfirstandandi verkföll félaganna
halda því áfram. „Mér sýnist að það
verði lítil hreyfing á okkar málum
fyrr en eftir páska. Ég held að það
verði mjög langt verkfall,“ sagði
Halldór Björnsson, formaður Dags-
brúnar, seint í gærkvöldi.
Halldór sagðist ekki gera ráð fyrir
að viðræður yrðu teknar upp við
vinnuveitendur á næstunni og að
búast mætti við víðtækum og hörðum
verkfallsátökum, en boðað allsheijar-
verkfall félaganna hefst 23. mars.
Samningaviðræður vinnuveitenda
við Samiðn, Landssamband verslun-
VSÍ telur afgreiðsluna ólögmæta
arfólks og Verkamannasambandið
voru langt komnar hjá sáttasemjara
í gærkvöldi og jafnvel var talið að
tækist að ljúka gerð samninga í nótt.
Þegar fregnir bárust hins vegar um
að samningur Dagsbrúnar og Fram-
sóknar hefði verið felldur kom upp
mikil óvissa um stöðu mála og ákvað
sáttasemjari að fresta frekari fund-
arhöldum til kl. 15 í dag.
Vinnuveitendur líta svo á að ólög-
lega hafí verið staðið að afgreiðslu
mála hjá Dagsbrún og Framsókn.
„Við höfum óskað eftir því við sátta-
semjara að hann láti kanna lögfræði-
lega hvort afgreiðsla hinnar svo-
nefndu samninganefndar hafi nokkra
lögformlega þýðingu og eins þótt
viðræðunefndin hafi skrifað undir
með fyrirvara um samþykki þeirra.
Sá fyrirvari hljóti að vera gildislaus
þegar af þeirri ástæðu að hann bijóti
í bága við lög,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
„Við lítum svo á að í gildi sé bind-
andi samningur milli okkar og
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
og að sá samningur standi nema
hann verði felldur í leynilegri at-
kvæðagreiðslu félagsmanna. Við telj-
um með öðrum orðum að samningur
hafi komist á og hann þurfi að kom-
ast undir atkvæði félagsmanna til
þess að niðurstaða fáist," sagði hann.
Björn Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, sagði að aðalkjarasamningur
VMSÍ hefði verið mjög á svipuðum
nótum og trúlega hefði honum verið
lokið í gærkvöldi hefðu áðurnefnd
félög ekki fellt hann. „Við vorum
kannski að nálgast endapunkt í
kvöld en þegar svona fer erum við
búin að fá „tékk“ á hlutina,“ sagði
Björn Grétar. „Þarna voru atriði sem
ekki vöktu almenna kátínu og er ég
þar að tala um almenna kauptaxt-
ann. Krafa okkar um 70 þúsund
króna laun á mjög mikinn stuðning
og hún verður einfaldlega að koma
á réttan stað inn í samninginn,"
sagði hann.
■ Mikil óvissa/10
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samherji fjárfestir
í útgerð og vinnslu
í Bandaríkjunum
SAMHERJI hf. á Akureyri hefur
fest kaup á hlut í tveimur útgerð-
arfyrirtækjum og einu vinnslu-
fyrirtæki á austurströnd Banda-
ríkjanna, í Maine og Massachus-
etts. Þessi fyrirtæki gera út fjög-
ur skip sem einkum stunda veið-
ar á síld, makríl og smokkfiski,
tvö skipanna frysta aflann um
borð.
Aðalfundur Samheija var í
gær, en þar var afkoma félagsins
kynnt sem og hlutafjárútboð sem
hefst á föstudag, en stefnt er
að því að auka hlutafé um 115
milljónir króna. Gengi hlutabréf-
anna verður 9,0.
Hagnaður af rekstri Samheija
nam 669 milljónum á síðasta ári
sem er um 110 milljónum meiri
hagnaður en árið á undan. Heild-
arhlutafé Samheija verður 1.374
milljónir eftir sölu á nýju hlutafé
og þegar lokið verður samruna-
ferli við Hrönn hf. á ísafirði og
hlutabréfaskiptum við hluthafa í
Fiskimjöli og lýsi, en Samheiji
mun eignast 98% hlut í félaginu.
■ Söluverð/14
Samkeppnisstofnun um eignarhald Flugleiða á fyrirtækjum í ferðaþjónustu
Skilja þarf flugrekstur
frá öðrum rekstri
*
Oánægja
UM 100 manns í stóru samninga-
nefnd Dagsbrúnar/Framsóknar
felldu nýundirritaða kjarasamn-
inga félaganna á fundi í gær-
kvöldi. Mikil óánægja kom fram
á fundinum með að ekki hefðu
náðst fram kröfur um 70 þúsund
króna lágmarkslaun.
Rafiðnaðar-
menná
Suðurlandi
semja
SAMNINGAR hafa tekist milli
Félags rafiðnaðarmanna á Suð-
urlandi og atvinnurekenda.
I ályktun fundar rafiðnaðar-
manna í fyrrakvöld segir að
áður en til atkvæðagreiðslu um
samninginn kemur sé óskað
eftir að ríkisstjórnin geri ná-
kvæma grein fyrir því hvað hún
ætlar að bjóða launþegum mikla
skattalækkun og persónuafslátt
og hvað hún hyggist fyrir í líf-
eyrissjóðsmálum. „Ef þessi
greinargerð berst ekki er hætta
á að samningurinn verði felldur
í almennri atkvæðagreiðslu,"
segir í ályktuninni.
í SKÝRSLU sem Samkeppnisstofn-
un hefur unnið um flugrekstrar-
markaðinn hér á landi kemur fram
að það samrýmist ekki samkeppnis-
reglum að sterk staða Flugleiða í
flugi sé notuð til að greiða niður,
ívilna með öðrum hætti eða draga
taum eigiri fyrirtækja á tengdum
mörkuðum í ferðaþjónustu og skaða
með því samkeppni á þeim mörkuð-
um.
Telja samkeppnisyfírvöld því
nauðsynlegt að gera þessa markaði
gegnsærri og skilja rekstur fyrir-
tækjanna algjörlega frá rekstri
Flugleiða til að tryggja að ekki sé
um óeðlilegar millifærslur að ræða.
í skýrslunni segir að þeirri yfir-
burðastöðu sem Flugleiðir hafa í
flugrekstri hér á landi og sterkri
stöðu á tengdum mörkuðum i ferða-
þjónustu hafi fyrirtækið meðal ann-
ars náð f skjóli opinberra einkaleyfa
og opinbers stuðnings sem enn sé
til staðar á ýmsan hátt. Bent er á
að sterk staða Flugleiða leggi félag-
inu ríkar skyldur á herðar um að
misnota ekki aðstöðu sína þannig
að skaði samkeppni og hindri nýja
keppinauta í að hasla sér völl á
markaðnum.
Leiðbeiningar og varnaðarorð
í skýrslunni eru settar fram leið-
beiningar og varnaðarorð eftir því
sem fram komnar upplýsingar og
sjónarmið hafa gefið tilefni til, og
munu samkeppnisyfirvöld síðan
fylgja því eftir sem sett er fram í
skýrslunni þegar ástæða þykir til.
Meðal þess sem fjallað er um í
skýrslunni eru vildarkort Flugleiða
þar sem yfirburðastaða í flugi sé
notuð til að auka markaðshlutdeild
Flugleiða á tengdum mörkuðum í
ferðaþjónustu þegar nýta megi
áunna punkta í flugi hjá Flugleiðum
til þess að kaupa gistingu á Flug-
leiðahóteli innanlands og leigja bíla
hjá bílaleig-u Flugleiða. Þetta fyrir-
komulag feli í sér víxlstuðning á
milli skyldra fyrirtækja á innlendum
mörkuðum og sé til þess fallið að
skaða samkeppnisstöðu keppinauta
Flugleiðafyrirtækja á íslenskum
markaði.
Þá er fjallað um innritun farþega
og afgreiðslu flugvéla á Keflavíkur-
flugvelli, sem Flugleiðir annast einir
samkvæmt opinberu einkaleyfí, og
telur Samkeppnisstofnun þetta fyrir-
komulag til þess fallið að skaða sam-
keppnisstöðu keppinauta Flugleiða.
Því væri æskilegt að fleirum yrði
gert fært að sinna innritun og flugaf-
greiðslu, en sé það talið útilokað
miðað við núverandi aðstæður sé
markvissara til að tryggja hlutleysi
og hafa samkeppnissjónarmið í heiðri
FISKAFLI íslenskra skipa í febr-
úar var samtals 503.721 tonn sem
er tæpum 50 þúsund tonnum meiri
afli en í febrúar í fyrra, samkvæmt
aflatölum Fiskistofu. Munar þar
mest um stóraukna loðnuveiði en
alls báru íslensk skip um 457 þús-
und tonn af loðnu á land í febrúar
síðastliðnum, samanborið við rúm
408 þúsund tonn í febrúar í fyrra.
Það sem af er fiskveiðiárinu er
heildaraflinn því orðinn 980.344
tonn, sem er rúmum 66 þúsund
tonnum meira en á sama tímabili
síðasta fiskveiðiárs. Það sem af
er almanaksárinu er fiskafli ís-
lendinga orðinn um 607 þúsund
tonn.
■ Fiskaflinn í febrúar/Cl
að óháður aðili eins og t.d. Flugmála-
stjórn annist þessa þjónustu.
Meðal annarra atriða sem vikið
er að í skýrslu Samkeppnisstofnunar
er að Flugleiðir noti aðstöðu sína um
borð í flugvélum félagsins til þess
að kynna eigin fyrirtæki. Þarna sé
átt við einhliða kynningu á hótelum
og bílaleigu Flugleiða, en slík hegðun
hjá markaðsráðandi fyrirtæki sem
hafí notið og njóti opinberrar vernd-
ar samræmist ekki samkeppnisregl-
um.
Þá er gerð að umtalsefni eignar-
aðild Flugleiða að Kynnisferðum hf.
sem reka flugrútuna milli Reykjavík-
ur og Keflavíkurflugvallar, en r..eð
því að hafa aðsetur Kynnisferða á
Hótel Loftleiðum sé komið á tengsi-
um sem unnt sé að nota fyrirtækjum
Flugleiða til framdráttar.
■ Skapar hættu/26-27