Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vinningsmögn- leikarnir runnu út í sandinn GARRÍ Kasparov keppir við skáktölvuna Dimmblá. SKÁK Nc w Y o r k SEX SKÁKA EINVÍGI KASPAROVSOG DIMMBLÁRRAR Teflt dagana 3.-11. maí. Fimmta einvígisskákin hefst í dag kl. 19 að íslenskum tíma. ÞRÁTT fyrir sigurstranglega stöðu í hróksendatafli tóks heims- meistaranum Garrí Kaparov ekki að knýja fram sigur í fjórðu ein- vígisskákinni við ofurtölvuna Dimmbláa. Líkt og í þriðju einvíg- isskákinni varðist ofurtölvan af mikilli útsjónarsemi í erfiðri stöðu og þrátt fyrir að jafnteflisboðið hefði komið flatt upp á skákský- rendur var ekki meira að hafa í lokastöðunni. Staðan í einvíginu er því jöfn, 2-2, og síðustu tvær skákirnar skera úr um úrslitin en sigurvegarinn í einvíginu fær um 50 milljónir í sinn hlut. Eftir skákina viðurkenndi Kasparov að skákin hefði verið erfíð og af taflmennskunni að dæma hefur óhagstæð þróun síð- ustu viðureigna tekið sinn toll af baráttuþreki hans. Dimmblá stýrði hvítu mönnunum og hafði frumkvæðið eftir byijunina. Ka- sparov tefldi hraustlega og greip til þess ráðs að fórna peði. Fram- haldið tefldi Dimmblá afar óná- kvæmt. Hún lék tilgangslausum leikjum og veikti peðastöðuna á drottningarvæng. Að lokum kom upp hróksendatafl þar sem Ka- sparov hafði peði meira og betri stöðu að auki. Rannsóknir virðast staðfesta vinningsstöðu heims- meistarans en honum urðu á mi- stök og Dimmblárri tókst að halda jöfnu eftir 56 leikja taflmennsku. „Síðustu klukkustundimar vorum við að vonast eftir jafntefli,“ sagði Murray Campbell, einn aðstoðar- manna Dimmblárrar, um skákina og var ánægður með jafnteflið. Hvítt: Dimmblá. Svart: Garrí Kasparov. Óregluleg byijun. 1. e4 - c6 2. d4 - d6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - Bg4 5. h3 - Bh5 6. Bd3 - e6 7. De2 - d5 8. Bg5 - Be7 9. e5 - Rfd7 10. Bxe7 - Dxe7 11. g4 - Bg6 12. Bxg6 - hxg6 13. h4 - Ra6 14. 0-0-0 - 0-0-0 15. Hdgl - Rc7 16. Kbl - f6 17. exf6 - Dxf6 18. Hg3 - Hde8 19. Hel - Hhf8 20. Rdl - e5!? Hvítur hefur rýmri stöðu og Kasparov grípur til þess ráðs að fóma peði til þess að létta á stöð- unni. Stöðueinkennin breytast nokkuð og taflmennska hvíts er afar gagnrýniverð í framhald- inu. 21. dxe5 - Df4 22. a3? - Re6 23. Rc3 - Rdc5 24. b4? - Rd7 25. Dd3 - Df7 26. b5 - Rdc5 27. De3 - Df4 28. bxc6 - bxc6 29. Hdl - Kc7 30. Kal - Dxe3 31. fxe3 - Hf7 32. Hh3? - Hef8 33. Rd4 - Hf2 34. Hbl - Hg2 35. Rce2 - Hxg4 36. Rxe6 - Rxe6 37. Rd4 -Rxd4 38. exd4 - Hxd4 39. Hgl - Hc4 40. Hxg6 - Hxc2 41. Hxg7+ - Kb6 42. Hb3+ - Kc5 43. Hxa7 - Hfl+? Eftir 43. - Kc4! 44. Hab7 - c5 eru hótan- ir svarts óviðráðanlegar. 44. Hbl - Hff2 45. Hb4! - Hcl+ 46. Hbl - Hcc2 47. Hb4 - Hcl+ 48. Hbl - Hxbl+ 49. Kxbl - He2 50. He7 - Hh2 51. Hh7 - Kc4? 52. Hc7 - c5 53. e6 - Hxh4 54. e7 - He4 55. a4 - Kb3 56. Kcl (sjá stöðumynd) Mannlegir skákmenn hefðu flestir leikið 56. Hxc5 - Hel+ 57. Hcl - Hxe7 58. Hdl ogjafnteflið blasir við. Dimmblá hefur á hinn bóginn reiknað að í lokastöðunni þarf ekki að óttast 56. - c4 57. a5 - c3 vegna 58. Kdl. Samið um jafntefli. Aruna-skákmótið í Kaupmannahöfn Jóhann Hjartarson heldur áfram sigurgöngunni á mótinu og hefur tveggja vinninga forystu eftir sex umferðir. Staða efstu manna er þessi: eftir 6 umferðir 1. Jóhann Hjartarson 5 v. 2.-5. Margeir Pétursson 3 v. 2.-5. Danielsen 3 v. 2.-5. Sokolov 3 v. 2. -5. Kettlinghaus 3 v. Oðlingaskákmót Jón Torfason sigraði á skák- móti öðlinga eldri en 40 ára. Ólaf- ur Ásgrímsson hefur haft veg og vanda af mótunum sem notið hafa mikilla vinsælda og var mjög vel skipað að þessu sinni. Hraðskák- mót og verðlaunaafhending verða þriðjudaginn 13. maí kl. 20 í húsa- kynnum TR við Faxafen. 1. Jón Torfason 6 v. af 7 mögul. 2. Kristján Guðmundsson 5 v. 3. -6. Júlíus Friðjónsson 4 v. 3.-6. Bragi Halldórsson 4 v. 3.-6. Ögmundur Kristinsson 4 v. 3.-6. Áskell Ö. Kárason 4 v. Karl Þorsteins Jóhann Hjart- arson langefstur á Aruna-mótinu SKÁK Kaupmannahöfn ARUNA STÓRMEISTARAMÓTIÐ 2.-12 maí — Tíu þátttakendur. JÓHANN Hjartarson er með tveggja vinninga forskot á næstu menn eftir 6 umferðir á Aruna stór- meistaramótinu í Kaupmannahöfn. Hann er með 5 7* vinn- ing og eina jafnteflið sem hann hefur gert var gegn Margeiri Pét- urssyni. Margeir er enn í 2.-5. sæti og hefur fengið 3 7* vinn- ing. Nú eru þrjár um- ferðir eftir á mótinu. Jóhann á eftir að tefla við nokkuð erfíða and- stæðinga, þar á meðal tvo þeirra sem eru í 2.-5. sæti: Henrik Danielsen og Andrei Sokolov. Dagskráin hjá þeim sem eru með 3 'h vinning er hins vegar öllu Iéttari. Það má því búast við að eitthvað dragi saman með Jó- hanni og næstu mönnum í síðustu umferðunum. Staðan að loknum 6 umferðum er þessi: 1. Jóhann Hjartarson 57* v. 2. -5. Margeir Pétursson, Henrik Dani- elsen (SM, Danmörku), Ándrei Sokolov (AM, Lettlandi), Ludger Keitlinghaus (AM, Þýskalandi) 3 'h v. 6.-7. Jacob Aagaard (AM, Danmörku), Sune Berg Hansen (AM, Danmörku) 3 v. 8. Tiger Hillarp-Persson (AM, Svíþjóð) 2'A 9. Erling Mortensen (AM, Dan- mörku) 2 v. 10. Flemming Fuglsang (Danmörku) 0 v. í 7. umferð hefur Jóhann svart gegn Jacob Aagaard og Margeir hefur svart gegn Ludger Keitling- haus. Rúnar Sigurpálsson skákmeistari Norðurlands Skákþing Norðlendinga 1997 var haldið dagana 3.-6. apríl á Dalvík. í opnum flokki tefldu 22 skákmenn um titilinn skákmeistari Norður- lands 1997. Tefldar voru 7 umferð- ir, fyrst tvær atskákir og síðan 5 kappskákir. Sigurvegar varð Rúnar Sigurpálsson, hlaut 6 vinninga. Röð efstu manna varð þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 6 v. 2. Rúnar Búason 5'/2 v. 3. Stefán Kristjánsson 5 v. 4. -6. Jón Björgvinsson, Ólafur Kristjánsson og Þór Valtýsson 4 'A v. Það er ekki algengt að Reykvíkingar fjöl- menni á Skákþing Norðlendinga, en að þessu sinni tók skáklið Hagaskóla þátt í keppninni ásamt þjálf- aranum, Arngrími Gunnhallssyni. Einnig tók 10 ára gamall sonur hans, Dagur, þátt í opna flokknum og stóð sig með prýði. Stefán Krisjánsson, senr náði 3. sæti, teflir á 1. borði fyrir Haga- skóla. Stefán Bergsson sigraði í ungl- ingaflokki 13-16 ára og hlýtur þar með titilinn unglingameistari Norð- urlands 1997. Tefldar voru 7 um- ferðir með 45 mínútna umhugsun- artíma. I 2. sæti varð Halldór B. Halldórsson með 5 '/2 vinnning og í 3. sæti varð Eggert Gunnarsson, fékk 5 vinninga. Anna Kr. Þórhallsdóttir varð efst stúlkna í unglingaflokknum, fékk 3 vinninga og hlaut titilinn unglinga- meistari Norðurlands í stúlkna- flokki. Stella Christensen hlaut einnig 3 vinninga; en tapaði úrslita- skák um titilinn. I 3. sæti varð Lilja Sigurðardóttir með 2 vinninga. I barnaflokki, 12 ára og yngri, var Ómar Gylfason Norðurlands- meistari, fékk 6 vinninga af 7. Ágúst B. Bjömsson varð í 2. sæti með 5 '/2 vinning og Gunnar I. Valdi- marsson þriðji með 5 vinninga. Ester Ö. Sigurðardóttir hlaut stúlknatitilinn í þessum flokki. Rúnar Sigurpálsson varð einnig hraðskákmeistari Norðurlands, vann allar sínar skákir, 13 að tölu: 1. Rúnar Sigurpálsson 13 v. af 13 2. Amar Þorsteinsson 12 v. 3. -4. Jón Björgvinsson og Arngrímur Gunnhallsson 8 v. í unglingaflokki í hraðskák- keppninni varð röð efstu manna þessi: 1. Eggert Gunnarsson 8 v. af 9 2. Sverrir Amarson 7 v. 3. Stefán Bergsson 6 v. Dagur Arngrímsson, sem hafði tekið þátt í opna flokknum á skák- þinginu tefldi í barnaflokki í hrað- skákkeppninni og sigraði þar: 1. Dagur Amgrímsson 9 v. af 9 2. Siguróli M. Sigurðsson 7 v. 3. Gunnar I. Valdimarsson 7 v. Aðalfundur Skáksambands Austurlands Aðalfundur Skáksambands Aust- urlands var haldinn í Fellaskóla í Fellabæ þann 27. apríl. Sú breyting varð á stjórn, að úr henni gekk, að eigin ósk, Sverrir Unnarsson, Breið- dalsvík, en í staðinn kom Rúnar ísleifsson, Egilsstöðum. Stjórn Skáksambands Austurlands er nú þannig skipuð: Formaður: Guð- mundur Ingvi Jóhannsson, Egils- stöðum; ritari: Rúnar Isleifsson, Egilsstöðum og gjaldkeri Erlingur Þorsteinsson, Seyðisfirði. Vara- menn: Sigurður Amarson, Skriðdal og Viðar Jónsson, Stöðvarfirði. Sveitakeppni Skáksambands Austurlands 1997 Sveitakeppnin fór fram í Fella- skóla í Fellabæ þann 27. apríl. Að þessu sinni var teflt í þriggja manna sveitum. Fjórar sveitir tóku þátt. Þær vom Seyðisfjörður, Egilsstaðir, 701 (þ.e. svæðið umhverfis Egils- staði) og svo ungliðasveit sem skip- uð var tveimur skákmönnum úr Fellabæ og einum af Völlum. Leik- ar fóru svo, að 701-sveitin sigraði: 1. 701-sveitin 6'/2 v. 2. Egilsstaðir 5'/2 v. 3. Seyðisfjörður 5 v. 4. Ungliðasveitin 1 v. Sigursveitin var skipuð þeim Sverri Gestssyni, Fellabæ, Gunnari Finnssyni, Jökuldal og Sigurði Arn- arsyni, Skriðdal. Fyrir Egilsstaði tefldu Guðmundur Ingvi Jóhanns- son, Rúnar ísleifsson og Sölvi Aðal- bjamarson. Úrslit hraðmóta hjá SA í apríl Skákfélag Akureyrar efndi til nokkurra hraðmóta í apríl. Úrslitin urðu þessi: Haki Jóhannesson sigraði á 10 mínútna móti með skylduleikjum. Haldið var sérstakt hraðmót fyr- ir 45 ára og eldri. Sveinbjöm Sig- urðsson sigraði á mótinu. Umhugs- unartími var 10 mínútur. Ólafur Kristjánsson sigraði á 10 mínútna móti og endurtók síðan leikinn á 15 mínútna mótinu. Rúnar Sigurpálsson vinnur Amarobikarinn Hið árlega hraðskákmót Skákfé- lags Akureyrar um Amarobikarinn fór fram 20. apríl. Rúnar Sigurpáls- son sigraði á vel skipuðu móti. Röð efstu manna varð þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 10 'h v. 2. Þór Valtýsson 9'/2 v. 3. Ólafur Kristjánsson 8 v. 4. Gylfí Þórhallsson 7'/2 v. Gylfi Þórhallsson efstur á atskákmóti Skákfélag Akureyrar hélt at- skákmót dagana 24. og 27. april. Tefldar vom 7 umferðir eftir Monrad kerfi. 1. Gylfi Þórhallsson 5 '/2 v. 2. Rúnar Sigurpálsson 5 7* v. 3. Ólafur Kristjánsson 5 v. Efstu menn fengu peningaverð- laun. Efstir af unglingum 15 ára og yngri: 1. Halldór B. Halldórsson 2 v. 2. Egill Öm Jónsson 1 v. 3. Stefán Bergsson 1 v. Ný íslensk skákbók á Esperanto! Nú er að koma út ný íslensk skák- bók sem er um margt sérstök. Það sem er óvenjulegast við þessa bók er að hún er skrifuð á esperanto, en höfundurinn, Pétur Yngvi Gunn- laugsson, er mikill áhugamaður um útbreiðslu þessa einstaka tungu- máls. Efni bókarinnar ætti að koma lesendum Morgunblaðsins kunnug- lega fyrir sjónir, en hún inniheldur 273 stöðumyndir úr daglegum fléttudálkum Margeirs Péturssonar hér í blaðinu. Fléttumar era frá 1995. Þær hafa verið flokkaðar eft- ir löndum og í mörgum tilfellum hefur Pétur aukið við upphaflega umfjöllun Margeirs í tengslum við fléttumar. Íslenskir skákmenn eiga drjúgan hlut að máli og fléttumeist- aramir eru í mörgum tilfellum úr röðum yngstu kynslóðar íslenskra skákmanna. Það gefur bókinni auk- ið gildi, að aftast í henni er listi yfir skákmenn með tilvísunum í fléttumar. Samkvæmt lauslegri yfír- ferð yfir þann lista hefur hollenski stórmeistarinn Jeroen Piket birst oftast allra í fléttudálkunum árið 1995, eða 10 sinnum. Af íslenskum skákmönnum kemur Amar E. Gunn- arsson oftast fyrir, eða sex sinnum og í öll skipti nema eitt situr hann réttum megin við borðið! Bókin ber heitið Sakaj pozicioj, en tungumálið ætti ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir íslenska skák- menn, því öll afbrigði eru rakin á því alþjóðlega táknmáli, sem skák- menn eru vanir. Verð bókarinnar er kr. 1.140 og hana má panta með því að senda tölvupóst til mustramvortex.is, eða í síma 562-4866. Skáksambands Islands Aðalfundur Skáksambands ís- lands verður haldinn laugardaginn 24. maí klukkan 10 að Faxafeni 12, Reykjavík. Aðildarfélög Skák- sambandsins þurfa að senda skrá yfír fullgilda félagsmenn fyrir 10. maí. Félagaskráin á að miðast við 1. febrúar. Árgjald til Skáksam- bandsins þarf að vera greitt þegar aðalfundur hefst. Taflfélögum gefst kostur á að birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síðasta starfsári í ársskýrslu Skáksambands íslands. Hafi félögin áhuga á þessu þarf efni að hafa borist skrifstofu S.í. í síðasta lagi 10. maí. Daði Örn Jónsson. Jóhann Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.