Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 44

Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 44
44 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vinningsmögn- leikarnir runnu út í sandinn GARRÍ Kasparov keppir við skáktölvuna Dimmblá. SKÁK Nc w Y o r k SEX SKÁKA EINVÍGI KASPAROVSOG DIMMBLÁRRAR Teflt dagana 3.-11. maí. Fimmta einvígisskákin hefst í dag kl. 19 að íslenskum tíma. ÞRÁTT fyrir sigurstranglega stöðu í hróksendatafli tóks heims- meistaranum Garrí Kaparov ekki að knýja fram sigur í fjórðu ein- vígisskákinni við ofurtölvuna Dimmbláa. Líkt og í þriðju einvíg- isskákinni varðist ofurtölvan af mikilli útsjónarsemi í erfiðri stöðu og þrátt fyrir að jafnteflisboðið hefði komið flatt upp á skákský- rendur var ekki meira að hafa í lokastöðunni. Staðan í einvíginu er því jöfn, 2-2, og síðustu tvær skákirnar skera úr um úrslitin en sigurvegarinn í einvíginu fær um 50 milljónir í sinn hlut. Eftir skákina viðurkenndi Kasparov að skákin hefði verið erfíð og af taflmennskunni að dæma hefur óhagstæð þróun síð- ustu viðureigna tekið sinn toll af baráttuþreki hans. Dimmblá stýrði hvítu mönnunum og hafði frumkvæðið eftir byijunina. Ka- sparov tefldi hraustlega og greip til þess ráðs að fórna peði. Fram- haldið tefldi Dimmblá afar óná- kvæmt. Hún lék tilgangslausum leikjum og veikti peðastöðuna á drottningarvæng. Að lokum kom upp hróksendatafl þar sem Ka- sparov hafði peði meira og betri stöðu að auki. Rannsóknir virðast staðfesta vinningsstöðu heims- meistarans en honum urðu á mi- stök og Dimmblárri tókst að halda jöfnu eftir 56 leikja taflmennsku. „Síðustu klukkustundimar vorum við að vonast eftir jafntefli,“ sagði Murray Campbell, einn aðstoðar- manna Dimmblárrar, um skákina og var ánægður með jafnteflið. Hvítt: Dimmblá. Svart: Garrí Kasparov. Óregluleg byijun. 1. e4 - c6 2. d4 - d6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 - Bg4 5. h3 - Bh5 6. Bd3 - e6 7. De2 - d5 8. Bg5 - Be7 9. e5 - Rfd7 10. Bxe7 - Dxe7 11. g4 - Bg6 12. Bxg6 - hxg6 13. h4 - Ra6 14. 0-0-0 - 0-0-0 15. Hdgl - Rc7 16. Kbl - f6 17. exf6 - Dxf6 18. Hg3 - Hde8 19. Hel - Hhf8 20. Rdl - e5!? Hvítur hefur rýmri stöðu og Kasparov grípur til þess ráðs að fóma peði til þess að létta á stöð- unni. Stöðueinkennin breytast nokkuð og taflmennska hvíts er afar gagnrýniverð í framhald- inu. 21. dxe5 - Df4 22. a3? - Re6 23. Rc3 - Rdc5 24. b4? - Rd7 25. Dd3 - Df7 26. b5 - Rdc5 27. De3 - Df4 28. bxc6 - bxc6 29. Hdl - Kc7 30. Kal - Dxe3 31. fxe3 - Hf7 32. Hh3? - Hef8 33. Rd4 - Hf2 34. Hbl - Hg2 35. Rce2 - Hxg4 36. Rxe6 - Rxe6 37. Rd4 -Rxd4 38. exd4 - Hxd4 39. Hgl - Hc4 40. Hxg6 - Hxc2 41. Hxg7+ - Kb6 42. Hb3+ - Kc5 43. Hxa7 - Hfl+? Eftir 43. - Kc4! 44. Hab7 - c5 eru hótan- ir svarts óviðráðanlegar. 44. Hbl - Hff2 45. Hb4! - Hcl+ 46. Hbl - Hcc2 47. Hb4 - Hcl+ 48. Hbl - Hxbl+ 49. Kxbl - He2 50. He7 - Hh2 51. Hh7 - Kc4? 52. Hc7 - c5 53. e6 - Hxh4 54. e7 - He4 55. a4 - Kb3 56. Kcl (sjá stöðumynd) Mannlegir skákmenn hefðu flestir leikið 56. Hxc5 - Hel+ 57. Hcl - Hxe7 58. Hdl ogjafnteflið blasir við. Dimmblá hefur á hinn bóginn reiknað að í lokastöðunni þarf ekki að óttast 56. - c4 57. a5 - c3 vegna 58. Kdl. Samið um jafntefli. Aruna-skákmótið í Kaupmannahöfn Jóhann Hjartarson heldur áfram sigurgöngunni á mótinu og hefur tveggja vinninga forystu eftir sex umferðir. Staða efstu manna er þessi: eftir 6 umferðir 1. Jóhann Hjartarson 5 v. 2.-5. Margeir Pétursson 3 v. 2.-5. Danielsen 3 v. 2.-5. Sokolov 3 v. 2. -5. Kettlinghaus 3 v. Oðlingaskákmót Jón Torfason sigraði á skák- móti öðlinga eldri en 40 ára. Ólaf- ur Ásgrímsson hefur haft veg og vanda af mótunum sem notið hafa mikilla vinsælda og var mjög vel skipað að þessu sinni. Hraðskák- mót og verðlaunaafhending verða þriðjudaginn 13. maí kl. 20 í húsa- kynnum TR við Faxafen. 1. Jón Torfason 6 v. af 7 mögul. 2. Kristján Guðmundsson 5 v. 3. -6. Júlíus Friðjónsson 4 v. 3.-6. Bragi Halldórsson 4 v. 3.-6. Ögmundur Kristinsson 4 v. 3.-6. Áskell Ö. Kárason 4 v. Karl Þorsteins Jóhann Hjart- arson langefstur á Aruna-mótinu SKÁK Kaupmannahöfn ARUNA STÓRMEISTARAMÓTIÐ 2.-12 maí — Tíu þátttakendur. JÓHANN Hjartarson er með tveggja vinninga forskot á næstu menn eftir 6 umferðir á Aruna stór- meistaramótinu í Kaupmannahöfn. Hann er með 5 7* vinn- ing og eina jafnteflið sem hann hefur gert var gegn Margeiri Pét- urssyni. Margeir er enn í 2.-5. sæti og hefur fengið 3 7* vinn- ing. Nú eru þrjár um- ferðir eftir á mótinu. Jóhann á eftir að tefla við nokkuð erfíða and- stæðinga, þar á meðal tvo þeirra sem eru í 2.-5. sæti: Henrik Danielsen og Andrei Sokolov. Dagskráin hjá þeim sem eru með 3 'h vinning er hins vegar öllu Iéttari. Það má því búast við að eitthvað dragi saman með Jó- hanni og næstu mönnum í síðustu umferðunum. Staðan að loknum 6 umferðum er þessi: 1. Jóhann Hjartarson 57* v. 2. -5. Margeir Pétursson, Henrik Dani- elsen (SM, Danmörku), Ándrei Sokolov (AM, Lettlandi), Ludger Keitlinghaus (AM, Þýskalandi) 3 'h v. 6.-7. Jacob Aagaard (AM, Danmörku), Sune Berg Hansen (AM, Danmörku) 3 v. 8. Tiger Hillarp-Persson (AM, Svíþjóð) 2'A 9. Erling Mortensen (AM, Dan- mörku) 2 v. 10. Flemming Fuglsang (Danmörku) 0 v. í 7. umferð hefur Jóhann svart gegn Jacob Aagaard og Margeir hefur svart gegn Ludger Keitling- haus. Rúnar Sigurpálsson skákmeistari Norðurlands Skákþing Norðlendinga 1997 var haldið dagana 3.-6. apríl á Dalvík. í opnum flokki tefldu 22 skákmenn um titilinn skákmeistari Norður- lands 1997. Tefldar voru 7 umferð- ir, fyrst tvær atskákir og síðan 5 kappskákir. Sigurvegar varð Rúnar Sigurpálsson, hlaut 6 vinninga. Röð efstu manna varð þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 6 v. 2. Rúnar Búason 5'/2 v. 3. Stefán Kristjánsson 5 v. 4. -6. Jón Björgvinsson, Ólafur Kristjánsson og Þór Valtýsson 4 'A v. Það er ekki algengt að Reykvíkingar fjöl- menni á Skákþing Norðlendinga, en að þessu sinni tók skáklið Hagaskóla þátt í keppninni ásamt þjálf- aranum, Arngrími Gunnhallssyni. Einnig tók 10 ára gamall sonur hans, Dagur, þátt í opna flokknum og stóð sig með prýði. Stefán Krisjánsson, senr náði 3. sæti, teflir á 1. borði fyrir Haga- skóla. Stefán Bergsson sigraði í ungl- ingaflokki 13-16 ára og hlýtur þar með titilinn unglingameistari Norð- urlands 1997. Tefldar voru 7 um- ferðir með 45 mínútna umhugsun- artíma. I 2. sæti varð Halldór B. Halldórsson með 5 '/2 vinnning og í 3. sæti varð Eggert Gunnarsson, fékk 5 vinninga. Anna Kr. Þórhallsdóttir varð efst stúlkna í unglingaflokknum, fékk 3 vinninga og hlaut titilinn unglinga- meistari Norðurlands í stúlkna- flokki. Stella Christensen hlaut einnig 3 vinninga; en tapaði úrslita- skák um titilinn. I 3. sæti varð Lilja Sigurðardóttir með 2 vinninga. I barnaflokki, 12 ára og yngri, var Ómar Gylfason Norðurlands- meistari, fékk 6 vinninga af 7. Ágúst B. Bjömsson varð í 2. sæti með 5 '/2 vinning og Gunnar I. Valdi- marsson þriðji með 5 vinninga. Ester Ö. Sigurðardóttir hlaut stúlknatitilinn í þessum flokki. Rúnar Sigurpálsson varð einnig hraðskákmeistari Norðurlands, vann allar sínar skákir, 13 að tölu: 1. Rúnar Sigurpálsson 13 v. af 13 2. Amar Þorsteinsson 12 v. 3. -4. Jón Björgvinsson og Arngrímur Gunnhallsson 8 v. í unglingaflokki í hraðskák- keppninni varð röð efstu manna þessi: 1. Eggert Gunnarsson 8 v. af 9 2. Sverrir Amarson 7 v. 3. Stefán Bergsson 6 v. Dagur Arngrímsson, sem hafði tekið þátt í opna flokknum á skák- þinginu tefldi í barnaflokki í hrað- skákkeppninni og sigraði þar: 1. Dagur Amgrímsson 9 v. af 9 2. Siguróli M. Sigurðsson 7 v. 3. Gunnar I. Valdimarsson 7 v. Aðalfundur Skáksambands Austurlands Aðalfundur Skáksambands Aust- urlands var haldinn í Fellaskóla í Fellabæ þann 27. apríl. Sú breyting varð á stjórn, að úr henni gekk, að eigin ósk, Sverrir Unnarsson, Breið- dalsvík, en í staðinn kom Rúnar ísleifsson, Egilsstöðum. Stjórn Skáksambands Austurlands er nú þannig skipuð: Formaður: Guð- mundur Ingvi Jóhannsson, Egils- stöðum; ritari: Rúnar Isleifsson, Egilsstöðum og gjaldkeri Erlingur Þorsteinsson, Seyðisfirði. Vara- menn: Sigurður Amarson, Skriðdal og Viðar Jónsson, Stöðvarfirði. Sveitakeppni Skáksambands Austurlands 1997 Sveitakeppnin fór fram í Fella- skóla í Fellabæ þann 27. apríl. Að þessu sinni var teflt í þriggja manna sveitum. Fjórar sveitir tóku þátt. Þær vom Seyðisfjörður, Egilsstaðir, 701 (þ.e. svæðið umhverfis Egils- staði) og svo ungliðasveit sem skip- uð var tveimur skákmönnum úr Fellabæ og einum af Völlum. Leik- ar fóru svo, að 701-sveitin sigraði: 1. 701-sveitin 6'/2 v. 2. Egilsstaðir 5'/2 v. 3. Seyðisfjörður 5 v. 4. Ungliðasveitin 1 v. Sigursveitin var skipuð þeim Sverri Gestssyni, Fellabæ, Gunnari Finnssyni, Jökuldal og Sigurði Arn- arsyni, Skriðdal. Fyrir Egilsstaði tefldu Guðmundur Ingvi Jóhanns- son, Rúnar ísleifsson og Sölvi Aðal- bjamarson. Úrslit hraðmóta hjá SA í apríl Skákfélag Akureyrar efndi til nokkurra hraðmóta í apríl. Úrslitin urðu þessi: Haki Jóhannesson sigraði á 10 mínútna móti með skylduleikjum. Haldið var sérstakt hraðmót fyr- ir 45 ára og eldri. Sveinbjöm Sig- urðsson sigraði á mótinu. Umhugs- unartími var 10 mínútur. Ólafur Kristjánsson sigraði á 10 mínútna móti og endurtók síðan leikinn á 15 mínútna mótinu. Rúnar Sigurpálsson vinnur Amarobikarinn Hið árlega hraðskákmót Skákfé- lags Akureyrar um Amarobikarinn fór fram 20. apríl. Rúnar Sigurpáls- son sigraði á vel skipuðu móti. Röð efstu manna varð þessi: 1. Rúnar Sigurpálsson 10 'h v. 2. Þór Valtýsson 9'/2 v. 3. Ólafur Kristjánsson 8 v. 4. Gylfí Þórhallsson 7'/2 v. Gylfi Þórhallsson efstur á atskákmóti Skákfélag Akureyrar hélt at- skákmót dagana 24. og 27. april. Tefldar vom 7 umferðir eftir Monrad kerfi. 1. Gylfi Þórhallsson 5 '/2 v. 2. Rúnar Sigurpálsson 5 7* v. 3. Ólafur Kristjánsson 5 v. Efstu menn fengu peningaverð- laun. Efstir af unglingum 15 ára og yngri: 1. Halldór B. Halldórsson 2 v. 2. Egill Öm Jónsson 1 v. 3. Stefán Bergsson 1 v. Ný íslensk skákbók á Esperanto! Nú er að koma út ný íslensk skák- bók sem er um margt sérstök. Það sem er óvenjulegast við þessa bók er að hún er skrifuð á esperanto, en höfundurinn, Pétur Yngvi Gunn- laugsson, er mikill áhugamaður um útbreiðslu þessa einstaka tungu- máls. Efni bókarinnar ætti að koma lesendum Morgunblaðsins kunnug- lega fyrir sjónir, en hún inniheldur 273 stöðumyndir úr daglegum fléttudálkum Margeirs Péturssonar hér í blaðinu. Fléttumar era frá 1995. Þær hafa verið flokkaðar eft- ir löndum og í mörgum tilfellum hefur Pétur aukið við upphaflega umfjöllun Margeirs í tengslum við fléttumar. Íslenskir skákmenn eiga drjúgan hlut að máli og fléttumeist- aramir eru í mörgum tilfellum úr röðum yngstu kynslóðar íslenskra skákmanna. Það gefur bókinni auk- ið gildi, að aftast í henni er listi yfir skákmenn með tilvísunum í fléttumar. Samkvæmt lauslegri yfír- ferð yfir þann lista hefur hollenski stórmeistarinn Jeroen Piket birst oftast allra í fléttudálkunum árið 1995, eða 10 sinnum. Af íslenskum skákmönnum kemur Amar E. Gunn- arsson oftast fyrir, eða sex sinnum og í öll skipti nema eitt situr hann réttum megin við borðið! Bókin ber heitið Sakaj pozicioj, en tungumálið ætti ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir íslenska skák- menn, því öll afbrigði eru rakin á því alþjóðlega táknmáli, sem skák- menn eru vanir. Verð bókarinnar er kr. 1.140 og hana má panta með því að senda tölvupóst til mustramvortex.is, eða í síma 562-4866. Skáksambands Islands Aðalfundur Skáksambands ís- lands verður haldinn laugardaginn 24. maí klukkan 10 að Faxafeni 12, Reykjavík. Aðildarfélög Skák- sambandsins þurfa að senda skrá yfír fullgilda félagsmenn fyrir 10. maí. Félagaskráin á að miðast við 1. febrúar. Árgjald til Skáksam- bandsins þarf að vera greitt þegar aðalfundur hefst. Taflfélögum gefst kostur á að birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síðasta starfsári í ársskýrslu Skáksambands íslands. Hafi félögin áhuga á þessu þarf efni að hafa borist skrifstofu S.í. í síðasta lagi 10. maí. Daði Örn Jónsson. Jóhann Hjartarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.