Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 6
I
V ryyo f t /. t>* oo ciT yr> A CJr VTtf'htT'l
6 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
yrn > *a’/’Tr>rrmr
MORGUNBLAÐIÐ
Björg-unarsveitarmenn í Fiskakletti sækja egg í Krýsuvíkurberg- á hverju ári
FÉLAGAR í björgunarsveitinni
Fiskakletti gerðu sér ferð að
Krýsuvíkurbergi á laugardag til að
sækja svartfuglsegg sem eru í
miklum mæli í bjarginu, en sveitin
leigir nytjaréttinn af Hafnaríjatð-
arbæ. í ferðinni lenti einn sveitar-
manna f hrakningum og þurfti að
hanga í lausu lofti í tæpan hálftíma
án þess að geta björg sér veitt, eft-
ir að bilun varð í sigbúnaðinum.
Dagur Jónsson, einn björgunar-
sveitarmanna, segir að lauslega
áætlað séu tugir þúsunda eggja í
bjarginu og hafi sveitin sótt egg
þangað í um tvo áratugi. Þau eru
síðan seld verslunum á höfuðborg-
arsvæðinu til Qáröflunar fyrir
sveitina.
Bjargið „tæmt“ á tíu dögum
„Við erum farnir að þekkja
bjargið mjög vel og tel ég raunar
að fáir rati betur þar um, eins og
kom í ljós þegar við sigum niður að
flaki togarans Þorsteins GK, sem
strandaði fyrir neðan bjargið í vet-
ur,“ segir Dagur.
Um tíu daga tekur að fara um
bjargið og hafa sveitarmenn sótt
„nokkur þúsund egg“, að sögn
Dags. Sveitarmenn flokka eggin
sjálfir og beita við það verk heima-
smíðuðu tæki til að gegnlýsa þau,
svo að mikið stropuð egg rati ekki
í fyrsta eða annan flokk.
Sveitarmenn binda taugarnar í
bifreiðar sveitarinnar og notfæra
sér vélaraflið til að síga og hífa eft-
ir atvikum. Allt að fimmtán manns
taka þátt í hverri ferð að bjarginu,
en yfirleitt sígur aðeins einn í einu
á hvern bíl, sem eru þrír. Bergið er
hæst rúmlega 70 metrar, eða álíka
og turn Hallgrímskirkju.
„Þeir sem finna fyrir loft-
hræðslu sleppa því einfaldlega en
hinir hafa gaman af þessu prfli og
að sækja eggin. Fuglinn er ekki að-
gangsharður, fyrir utan kannski
álkuna sem ræðst stundum á okkur
PÁLMI kominn upp á brún, alls
hugar feginn að hafa fast land
undir fótum en Magnea Karls-
dóttir, félagi hans í Fiskakletti,
tæmir úr eggjapokanum í
geymslukassann. Með þeim er
áhugasamur áhorfandi sem var
í ferð að bjarginu í blíðviðrinu.
Bösas
VÍÍM
_ Morgunblaðið/Golli
PÁLMI Másson, einn félaga í björgunarsveitinni Fiskakletti, þurfti að hanga í lausu lofti um fimm metra frá
Krýsuvíkurbergi í tæpan hálftíma sl. laugardag og snúast um sjálfan sig meðan hann beið aðstoðar.
EFTIR að hann var dreginn að syllunni hélt hann áfram að leita
eggja, eins og ekkert hefði í skorist.
SVEITARMENN safna mörg þúsund svartfuglseggjum á hveiju ári
og hafa gert í um tvo áratugi.
í kröppum dansi
í Krýsuvíkurbergi
niðri í fjörunni þegar við stingum
hendi milli steinanna," segir Dag-
ur.
Ferðirnar að bjarginu hafa yfir-
leitt gengið eins og í sögu, en síð-
astliðinn laugardag varð undan-
tekning þar á, þegar einn sveitar-
manna var í sigi. I miðjum klíðum
brotnaði undan svo kölluðu brúna-
hjóli, sem hlífir tauginni við nún-
ingi á brúninni, þannig að taugin
fór út af hjólinu og festist í skoru á
brúninni. Taugin skemmdist við
þetta og þurfti sigmaðurinn, Pálmi
Másson, að hanga í lausu lofti um
fimm metra frá bjarginu og tutt-
ugu metra fyrir ofan stórgrýtta
fjöruna í tæpan hálftíma. Meðan
beðið var eftir næsta bfl, sem var
um fímm kflómetra í burtu, snerist
hann ósjálfbjarga um sjálfan sig.
Dró félaga sinn að
„Mér tókst að losa reipið úr
skorunni og sá að það var svo að
segja ónýtt, þannig að ekki var
talið ráðlegt að hífa manninn upp
í þeirri taug,“ segir Dagur. „Við
létum band síga niður til annars
sigmanns, sem var á syllu í bjarg-
inu, og hann kastaði því til félaga
síns og dró hann inn á sylluna.
Þegar bfllinn kom á vettvang seig
ég niður með taug og við hífðum
þá upp. Pálma varð ekki meint af
þessu.“
Sala á eignum Fáfn-
is á Þingeyri
Niður-
staða fæst
í dag
FISKVEIÐASJÓÐUR og
Landsbanki íslands eru í við-
ræðum við framkvæmdastjóra
fisksölufyrirtækis og fisk-
verkanda um sölu á frystihúsi
og öði-um eignum sem þessar
lánastofnanir hafa yfirtekið á
Þingeyri. Búist er við niður-
stöðu í dag.
Fiskveiðasjóður, Landsbanki
Islands og Byggðastofnun aug-
lýstu til sölu þær eignir Fáfnis
hf. sem stofnanirnar yfirtóku á
Þingeyri. Nokkir aðilar sýndu
áhuga. Ákveðið var aff ganga til
viðræðna við Eyþór Hai'aldsson
framkvæmdastjóra fisksölufyr-
irtækisins Norfisk hf. í Reykja-
vík og Ketil Helgason eiganda
Bolfisks hf. í Bolungarvík, fyrir
hönd væntanlegs hlutafélags.
Eins og fram hefur komið hafa
þeir hug á að hefja vinnslu
Rússaþorsks á Þingeyri.
Ekki tókst að fá niðurstöðu á
viðræðufundi aðila síðdegis í
gær og segir Hinrik Greipsson
hjá Fiskveiðasjóði að eftir eigi
að skýra nokkur atriði. Búist er
við að til úrslita dragi í dag.
„Ég er ánægður með þau við-
brögð sem við fengum við aug-
lýsingunni. Þau sýna að oftast
eru til einhverjir sem vilja
takast á við atvinnurekstur, ef
þeir fá til þess tækifæri," segir
Guðmundur Malmquist, for-
stjóri Byggðastofnunar.
Unnið að stofnun hlutafálagsins „Norðvesturbandalagiðu sem á að kaupa og reka sláturhús
Ætla að sameina
fjögur sláturhús
UNNIÐ er að sameiningu fjögurra
sláturhúsa á Norðurlandi vestra,
Ströndum og í Dalasýslu undir
vinnuheitinu „Norðvesturbandalag-
ið“. Ef samstaða næst verður stofn-
að sérstakt hlutafélag sem kaupir
sláturhúsin og rekur. Núverandi
eigendur sláturhúsanna verða hlut-
hafar ásamt búnaðarsamböndunum
og ýmsum fjárfestum.
Hugmyndin að sameiningu slát-
urhúsa á þessu svæði kom fyrst upp
fyrir tveimur árum. Fyrst voru
fleiri sláturhús á Ströndum og Vest-
fjörðum með en þau duttu út eitt af
öðru þar til húsin á Hvammstanga,
Borðeyri, Hólmavík og Búðardal
stóðu eftir. Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga á Hvammstanga hafnaði
að lokum þáttttöku í sameiningu
síðastliðið haust vegna þess hvað
stutt var í sláturtíð. Þráðurinn var
aftur tekinn upp á þessu ári og nú
er talið betra útlit fyrir jákvæðri
niðurstöðu. Nokkuð góð samstaða
er um málið, nema í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Samþykkt hefur verið á
kaupfélagsfundi á Hvammstanga að
vinna að málinu en endanlegt sam-
komulag verður lagt fyrir fulltrúa-
fund í byrjun júnímánaðar.
Jón Álfreðsson, kaupfélagsstjóri
hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á
Hólmavík, segir að tilgangurinn
með sameiningu sláturhúsanna sé
að auka hagræðingu í slátrun á
svæðinu. Miðað er við að einu slát-
urhúsanna, væntanlega sláturhús-
inu á Borðeyri, verði lokað strax í
haust og þá fæst betri nýting á hin
húsin. Jón telur einnig að möguleik-
ar skapist til sérhæfingar. „Þá ætti
einn stór sláturleyfishafi að vera
sterkari en margir srnáir," segir
Jón. Höfuðstöðvar félagsins verða á
Hvammstanga. Þar er nýjasta og
best búna sláturhús félagsins sem
leyfi hefur til að slátra fyrir Evr-
ópumarkað.
Óeðlileg samkeppni
Búnaðarsamböndin á svæðinu
hafa sótt um styrk til Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins til að leggja
fram hlutafé í nýja slátursamlagið,
samtals um 20 milljónir kr. Sam-
kvæmt upplýsingum Tómasar
Gunnars Sæmundssonar í Hrúta-
tungu, formanns Búnaðarsambands
Vestur-Húnavatnssýslu, verður það
lagt til við stjórnir búnaðarsam-
bandanna að arður sem nýja hluta-
félagið kann að greiða út gangi
beint til bænda. Utlit er fyrir að
Búnaðarsamband Vestfjarða gerist
einnig hluthafi en mikilir erfiðleikar
hafa verið í rekstri sláturhúsa á
Vestfjörðum.
Sigfus Jónsson, eigandi slátur-
hússins Ferskra afurða ehf. á
Hvammstanga, segir að aldrei hafi
verið við sig rætt vegna þessarar
sameiningar. Hann segist ekkert
sjá athugavert við sameiningu slát-
urhúsanna, ef hún verði ekki styrkt
með opinberu fé og vísar þar til
Framleiðnisjóðs. „Það er óeðlileg
samkeppni þegar sumir fá ómælt fé
úr sjóðum almennings á meðan aðr-
ir verða að gera út á eigin reikning.
Ég trúi því ekki að löggjafinn líði
það, að minnsta kosti ekki á meðan
stjórnmálaflokkur sem skreytir sig
með frjálsri samkeppni hefur
stjórnarforystuna með höndum,“
segir Sigfus.
Aukin úrvinnsla
„Við bindum miklar vonir við
þetta nýja félag,“ segir Tómas
Gunnar Sæmundsson. Bendir hann
sérstaklega á möguleikana á auk-
inni úrvinnslu lambakjöts hjá félag-
inu. „Ég vil sjá sláturleyfishafana
vinna kjötið miklu meira, þannig að
það sé tilbúið fyrir neytandann.
Framtíðin í útflutningi liggur einnig
í meira unnum afurðum, við sjáum
það á Höfn,“ segir Gunnar.
4