Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
Niðurstaða rannsóknar á hópmeðferð offitusjúklinga hjá Heilsustofnun NLFI
Árangiirimi
betri hér en
erlendis
NIÐURSTÖÐUR rannsókna á
hópmeðferð offitusjúklinga við
Heilsustofnun Náttúrulækningafé-
lags íslands í Hveragerði benda til
góðs árangurs slíkra meðferða.
35% þeirra 146 einstaklinga sem
tóku þátt í meðferðinni segjast enn
vera að léttast og 18% segja þyngd
sína standa í stað. Rannsóknir er-
lendis sýna að þar léttast 5 - 15%
offitusjúklinga að meðferð lokinni.
Offita er vaxandi vandamál á Vest-
urlöndum og benda rannsóknir til
þess að 30% íbúa séu of þung.
Tölur Hjartaverndar benda til svip-
aðs hlutfalls hjá íslendingum. Er
þetta fyrsta könnunin sem gerð
er hérlendis á langtímaárangri
fólks með offituvanda.
Eiríkur Orri Guðmundsson, 4.
árs læknanemi, hefur í samráði við
Sigurbjörn Birgisson, sérfræðing í
lyflækningum og meltingarsjúk-
dómum, unnið að rannsóknum á
skammtíma- og langtímaárangri
offituhópmeðferða NLFÍ í Hvera-
gerði og voru helstu niðurstöður
kynntar á ráðstefnu læknadeildar
HÍ á þriðjudag.
Þátttaka kvenna í hópmeðferð-
unum var mun meiri en karla og
sýndu þær einnig betri skamm-
tímaárangur. Enginn munur var á
árangri kynjanna til lengri tíma
litið en þá var árangur betri hjá
þeim sem yngri eru. Allir þátttak-
endur léttust meðan á meðferð
stóð og tapaði hver einstaklingur
að meðaltali 6 kg. Sjúklingar sem
völdust til meðferðar áttu allir við
verulegt offituvandamál að stríða
en meðalþyngd þeirra var 110 kg.
Meðalaldur þátttakenda var 40 ár
og voru langflestir úr aldurshópn-
um 30-40 ára. Hver hópmeðferð
stóð yfir í 1 mánuð og þar var
Kosið um
prest í
Garðasókn
PRESTKOSNINGAR í Garðasókn
verða næstkomandi laugardag.
Alls eru 6.610 manns á kjörskrá
og kosið verður í Flataskóía milli
kl. 9-19. Tveir umsækjendur eru
um embætti prests í sókninni, séra
Örn Bárður Jónsson og Hans
Markús Hafsteinsson guðfræðing-
ur.
Fjölþætt reynsla
Séra Örn Bárður Jónsson sagði að
kosningarnar legðust vel í sig.
„Eg vænti þess að sóknarbörn
meti fjölþætta reynslu mína og
störf. Eg hef komið víða við í starfi
kirkjunnar og hef löngun til þess
að halda uppi öflugu og þróttmiklu
safnaðarstarfi með áherslu á innra
trúarlíf og fræðslu,“ sagði séra
Örn Bárður.
Sálgæsla og áfallahjálp
Hans Markús Hafsteinsson
kvaðst hafa einbeitt sér mjög að
sálgæslu og áfallahjálp í sínu námi.
„Ég vil stuðla að því að við styrkj-
um börnin okkar innan frá, innan
fjölskyldunnar, þannig að þau verði
ungt fólk, sterkt innra með sér og
sátt við Íífið og tilveruna. Þegar
þau fá tilboð um hættuleg efni
verði lífsstíll þeirra þannig að það
henti þeim ekki að koma nálægt
slíku,“ Hans Markús.
Morgunblaðið/Þorkell
SIGURBJÖRN Birgisson (t.v.) og Eiríkur Orri Guðmundsson.
lögð áhersla á líkamsrækt og
neyslu fitusnauðs fæðis.
Röngu mataræði kennt um
í máli Eiríks Orra Guðmunds-
sonar kom fram að vænlegast til
árangurs sé að meðferð sjúklinga
heijist snemma, áður en fylgikvill-
ar eins og slitgigt, sykursýki og
hjartasjúkdómar gera vart við sig.
Aðspurð sögðust 90% þátttakenda
kenna röngu matarræði um offitu
sína. Aðrar algengar orsakir voru
hreyfingarleysi og of mikil vinna.
Um 70% kvennanna tiltóku með-
göngu sem stóran orsakaþátt í
offituvanda sínum.
Að sögn Eiríks virðist mikilvægt
að hvetja fólk til að halda sam-
bandi við hópinn eftir að meðferð
lýkur. Meðferð þyrfti að efla og
auka þyrfti eftirlit með sjúklingum
að meðferð lokinni. Leggja þeir
Eiríkur og Sveinbjörn ríka áherslu
á að meðferðin sjálf sé einungis
til þess ætluð að koma fólki af
stað, offita sé iangtímasjúkdómur
sem krefjist breytinga á lífsháttum
til frambúðar.
Ákjósanlegt væri að sjúklingur
missti l‘/2 kg. á viku og í langan
tíma. Til mikils væri að vinna því
offitusjúklingum væri tvisvar sinn-
um hættara við sjúkdómum en
fólki í kjörþyngd og lífslíkur þeirra
væru minni.
Upplýsingaskrif-
stofa húsnæðismála
fyrir Reykvíkinga
7.000 stúku-
sæti tilbúin
LOKAFRÁGANGUR á 7.000 nýjum stúkusæt-
um var í fullum gangi á Laugardalsvelli í
gær. Undanfarnar vikur hefur 3.500 sætum
verið komið fyrir I gömlu stúkunni á aðalleik-
vanginum, en auk þess var byggð ný stúka
andspænis henni sem rúmar 3.500 manns í
sæti. Sætin á leikvanginum eru samskonar
og eru m.a. notuð af Real Madrid á Spáni.
Eru samkvæmt aþjóðlegum staðli, en ekki
má lengur selja miða inn á millilanda knatt-
spyrnuleiki nema á völlum með sætum af
samskonar tagi. Stúkurnar tvær verða notað-
ar á Smáþjóðaleikunum í næstu viku, en verða
formlega vígðar á landsleik íslands og Lithá-
en þann lO.júní.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
SIÐASTA hönd var lögð á stúkusæti á Laugardals-
velli í gær, en búið er að setja upp 7000 stúkusæti.
Forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála um samræmdu prófin
Skýrar reglur um
próffræðilegt mat
ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar upp-
eldis- og menntamála, segist hafa
orðið var við þá skoðun meðal
dönskukennara að samræmda próf-
ið í dönsku í ár hafi verið of létt
og vel megi vera að það sé rétt hjá
þeim en það breyti hins vegar engu
um þá skoðun sína að endurbætur
á kennslu og námsefni í dönsku að
undanfömu séu að skila sér í betri
árangri nemenda. Ennfremur segir
hann að til greina komi að birta
tvennskonar einkunnir fyrir sam-
ræmdu prófín, niðurstöðurnar eins
og þær koma úr prófunum og norm-
aldreifðar niðurstöður sem eru sam-
bærilegar milli ára og greina.
Þá segir Þórólfur það mikinn
misskilning sem fram hafi komið í
umræðunni um samræmd próf á
síðustu dögum að starfsmenn
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála semji samræmdu próf-
in og fari yfir þau og leggi síðan
sjálfír mat á niðurstöðurnar.
„Þetta er misskilningur sem skýt-
ur upp kollinum aftur og aftur og
því er rétt að taka það skýrt fram
að prófm eru samin af sérfræðingum
úr hópi kennara, sem tilnefndir eru
af fagsamtökum þeirra og það eru
líka kennarar sem fara yfir prófín.
Hins vegar erum það við sem berum
ábyrgð á ferlinu og allri úrvinnslu
prófanna,“ segir Þórólfur.
Til greina kemur að styðjast
við normaldreifingu einkunna
Hann segir gagnrýni vissulega
nauðsynlega og sjálfsagt að hlusta
á hana og taka mark á henni. Hann
bendir á að lagt sé próffræðilegt
mat á áreiðanleika og réttmæti
prófanna og að til séu skýrar reglur
um aðferðir við slíkt mat. Því séu
niðurstöður þess staðreyndir sem
standa, óháð því hver reiknar.
„Það má svo alltaf deila um hvort
próf eru þung eða létt. Það sem
sumum finnst vera þungt próf
finnst öðrum auðvelt. Eina leiðin
til að gera prófin sambærileg frá
ári til árs eða reyna að bera saman
námsárangur milli prófa í ólíkum
greinum, sem er náttúrulega enn
erfiðara, er að styðjast við normal-
dreifíngu einkunna. Þess vegna
höfum við á RUM oftar en ekki
birt hvort tveggja; niðurstöðumar
eins og þær koma úr prófunum og
normaldreifðar niðurstöður sem eru
þá sambærilegar milli ára og
greina,“ segir Þórólfur og bætir við
að þar á bæ sé raunar verið að íhuga
þann möguleika.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
reglur fyrir upplýsingaskrifstofu
húsnæðismála í borginni. Markmið
skrifstofunnar er að Reykvfkingar
í húsnæðisleit geti á einum stað
fengið upplýsingar um helstu leiðir
við útvegun á húsnæði. Gert er ráð
fyrir að skrifstofan taki til starfa
1. september nk. á Suðurlandsbraut
30.
Upplýsingaskrifstofan er sam-
starfsverkefni milli Húsnæðis-
nefndar og Félagsmálastofnunar og
er eitt af tilraunaverkefnum borgar-
innar sem reynslusveitarfélags.
Verkefni skrifstofunnar verða að
veita Reykvíkingum ítarlegar upp-
lýsingar um leigu- og söluíbúðir á
vegum borgarinnar, almennar upp-
lýsingar um úrræði í húsnæðismál-
um á vegum annarra aðila svo sem
íbúðir fyrir aldraða, fyrir náms-
menn og öryrkja. Jafnframt að veita
almennar upplýsingar um sölu- og
leigumarkað íbúða í borginni, svo
sem almenn kjör og fjármögnunar-
leiðir.
Persónuleg ráðgjöf
Auk þess á skrifstofan að veita
Reykvíkingum persónulega ráðgjöf
um tiltæk úrræði í húsnæðisvanda
með hliðsjón af fjárhagslegum og
félagslegum forsendum. Er starfs-
fólki ætlað að fara yfir Ijármál
viðkomandi með honum og meta
hvort og hvaða rétt hann eigi og
hvaða leiðir séu honum fjárhags-
lega færar. Jafnframt fer fram
greiðslumat vegna þeirra sem
sækja um eigna- eða kaupleigu-
íbúðir. Að því loknu skal umsögn
vísað til söludeildar Húsnæðis-
nefndar í samræmi við reglur Hús-
næðisstofnunar ríkisins og endan-
legrar afgreiðslu Húsnæðisnefnd-
ar.
Gert er ráð fyrir að á skrifstof-
unni verði tekið á móti umsóknum
um leiguíbúðir, sem borgin hefur
til umráða og umsóknum um félags-
legar eignaríbúðir og kaupleigu-
íbúðir á vegum Húsnæðisnefndar.
Umsóknum um leiguíbúðir á vegum
borgarinnar ásamt álitsgerðum
verður vísað til hverfaskrifstofu
Félagsmálastofnunar í því hverfi,
þar sem umsækjandi býr. Endan-
legt mat á umsóknum, frekari af-
greiðsla þeirra og viðskipti við um-
sækjendur fer eftir það fram hjá
Félagsmálastofnun.
Sameining Reykjavíkur og Kjalarneshrepps
Kosið á átta
stöðum í Reykjavík
KOSIÐ verður á átta stöðum í 33
kjördeildum í Reykjavík um sam-
einingu Kjalarneshrepps og
Reykjavíkur þann 21. júní næst-
komandi.
Kosið verður í átta lq'ördeildum
í Ráðhúsinu, tíu kjördeildum í Laug-
ardalshöll, sex kjördeildum í Fella-
skóla, þremur kjördeildum í Árbæj-
arskóla og þremur kjördeildum í
Foldaskóla. Áðrar kjördeildir verða
á Grund, Hrafnistu og í Hátúni.
Gert er ráð fyrir að kjörfundur
standi milli kl. 10 og 22. Kjörstað-
ur á Grund verður opinn milli kl.
10 og 12, á Hrafnistu milli kl. 13
og 15 og í Hátúni 12 milli kl. 16
og 22.