Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ' Um 170.000 tonn af norsk-íslenzku síldinni veidd Gengur hratt á kvótann þó aflabrög'ð séu misjöfn „SÍLDIN er ennþá bæði baldin og erfið. Það gengur þó hratt á kvót- ann þó enginn fái neitt. Mörgum hefur gengið þokkalega, en aðrir eru bara í hreinu óstuði, ef svo má að orði komast, enda miklu meiri munur á milli báta í síldinni heldur en á loðnunni. Það virðist vera miklu auðveldara að ná loðnunni," segir Freysteinn Bjarnason, útgerð- arstjóri Síldarvinnslunnar hf. Að sögn Freysteins er ekki nein von til þess að hægt verðj að vinna eitthvað af síldarkvóta íslendinga til manneldis á meðan hún er svo illa framgengin sem raun ber vitni. „Til þess er kappið fullmikið þar sem allir ausa úr sama pottinum enda beijast menn eins og ljón á miðunum við að ná sem mestu. Það er bara veiðimennska og mannlegt eðli að vilja fá sem stærstan bita af kökunni.“ Júpíter með mestan afla Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er Júpíter ÞH með mest- an afla síldarskipanna, rúmlega 7.000 tonn, en næst kona Víkingur AK með 6.700 og Börkur NK 6.350. Listi yfir afla allra skipanna er hér á síðunni og er þeim þar raðar eft- ir skipaskrárnúmerum. SR-Mjöl tekur á móti mestu Mestur síldarafli hafði í vikubyij- un borist til SR-Mjöls á Seyðisfirði, rúmlega 30.000 tonn. Næst kom þá Hraðfrystihús Eskifjarðar með um 19.000 tonn, Síldarvinnslan í Neskuapstað með um 17.000 tonn og Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði með um 16.600 tonn. Þá höfðu rúmlega 11.000 tonn borist til SR- Mjöls á Raufarhöfn en aðrar verk- smiðjur höfðu þá ekki komist upp fyrir 10.000 tonnin. Fjórar verk- smiðjur SR-Mjöls hafa nú tekið á móti um 55.000 tonn af norsk- íslensku síldinni til bræðslu. Amerískar fléttimottur Lokað á laugardögum frá 1. júní -1. sept. v/R/ca Mörkinni 3, s. 568 7477 fHorgtsnMafófr -kjarni málsins! Sjómannadagsblað Snæ fellsbæjar er komið út SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfells- bæjar er nýútkomið. Sjómannadags- ráðin í Snæfellsbæ, þ.e. í Ólafsvík og á Hellissandi, standa að útgáf- unni. Er þetta þriðja árið í röð sem útgáfa blaðsins er með þessum hætti. Pétur Jóhannsson skipstjóri í Ólafsvik er ristjóri blaðsins. í fréttatilkynningu segir: „Blaðið er vandað og fjölbreytt að efni og eitt myndarlegasta sjómannablað sem gefið er út í landinu. Meðal efnis má nefna viðtöl við Leif Jóns- son skipstjóra í Rifi, Sigurð Jónsson skipstjóra og Erling Helgason skip- stjóra. Fleiri viðtöl eru í blaðinu. Þá má geta sögulegs efnis eins og grein- ar um Kaupfélagið Dagsbrún í Olafs- vík og greinar um fyrstu 10 árin í sögu Hraðfrystihúss Hellissands en saga þessara fyrirtækja er jafnframt snar þáttur í atvinnusögu sjávar- byggðanna undir Jökli. I inngangsorðum segir ritstjórinn Pétur Jóhannsson m.a. þetta: „Ég trúi ekki öðru en Sjómannadagsblað- ið sé komið tii að vera. Það er af nógu efni að taka til að setja í blað sem þetta. Ef skrifa á sögu þessa bæjarfélags í framtíðinni þá verður hægara um vik að sækja í þetta blað efni um hin ýmsu mál þannig að það ætti að auðvelda gerð þeirrar sögu.“ Blaðið er 76 blaðsíður að stærð auk kápunnar. Fjöldi mynda prýðir blaðið. Síldar- afUnn Júpiter ÞH 61 7.034 Jón Kjartansson SU 111 4.193 Sigurður VE 15 5.382 Víkingur AK 100 6.704 BeitirNK 123 3.683 Júlli Dan ÞH 364 548 Þórður Jónasson EA 350 3.295 Bergur Vigfús GK 53 1.578 Glófaxi VE 300 1.455 Sigla SI50 1.485 VíkurbergGK 1 3.333 SunnubergGK 199 4.470 HábergGK 399 3.269 Gígja VE 340 3.009 ÖrnKE 13 3.560 Guðmundur Ólafur 91 1.986 Sæljón SU104 472 SvanurRE 45 2.815 AmþórEA 16 2.616 BergurVE 44 3.060 Heimaey VE 1 1.385 Dagfari GK 70 1.732 OddeyrinEA210 4.781 Faxi RE 241 3.655 Súlan EA 300 4.553 Sólfell VE 640 2.770 Kap VEII 444 2.958 Húnaröst SF 550 4.421 Guðrún Þorkelsd. SU 211 2.597 Guðmundur VE 29 2.969 BörkurNK 122 6.351 Gullberg VE 292 3.271 Huginn VE 55 2.839 Höfrungur AK91 4.590 Amey KE 50 3.350 ÞórshamarGK75 4.537 Neptúnus ÞH 361 3.535 BjörgJónsdóttirÞH 321 3.4102 Grindvíkingur GK 606 4.007 Hólmaborg SU 11 5.677 Amarnúpur ÞH 272 1.270 ísleifur VE 63 5.370 Kap VE 4 5.107 HákonÞH250 5.941 Þorsteinn EA 810 3.449 Jóna Eðvalds SF 20 2.010 Elliði GK445 4.766 Jón Sigurðsson GK 62 4.438 Antares VE81 3.749 Sighvatur Bjamason VE 81 2.817 Bjarni Ólafsson AK 70 4.091 154.534 Ijósmynd/Páll Ketilsson í TILEFNl af tíu ára afmæli Fiskmarkaðs Suðurnesja færði fyrir- tækið þremur aðilum 100 þúsund króna peningagjöf. Hér afhend- ir Logi Þormóðsson, sljórnarformaður FMS, Gísla Erlendssyni frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði, Kristni Guðmundssyni frá Sigurvon í Sandgerði og Sigurði Óla Hilmarssyni frá Þorbirni í Grindavík ávísanir. Hafnarhúsið vígt MILLI fimm og sex hundruð manns samfögnuðu Fiskmark- aði Suðurnesja hf. og Sand- gerðishöfn þegar tekið var í notkun nýtt húsnæði undir starfsemi þeirra síðastliðinn laugardag. Húsið, sem hlotið hefur nafngiftina Hafnarhúsið, er 1.570 fermetrar að grunn- fleti og hluti hússins er á tveim- ur hæðum svo samtals er húsið 1.970 fermetrar og 12.200 rúm- metrar. Húsið var hannað af Tækni- þjónustu S.Á. í Keflavík. Verk- taki var Húsanes hf. Bygging- artími var tæpt eitt ár og kost- ar húsið með öllum búnaði 105 milljónir króna. Húsið er á ný- skipulögðu svæði niður við höfnina í Sandgerði og er á mjög góðum stað, bæði fyrir Sandgerðishöfn og Fiskmarkað Suðurnesja, að sögn fram- kvæmdastjóra hans, Ólafs Þórs Jóhannssonar. Um leið var tíu ára starfsafmæli Fiskmarkað- arins fagnað, en þennan dag fyrir tíu árum, 24. maí, var haldinn stofnfundur hans. Af því tilefni færði FMS Sjóbjörg- unarsveit Sigurvonar í Sand- gerði og Þorbjörns í Grindavík ásamt Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 100 þúsund krónur að gjöf, hveijum aðila. Tekið á „þjóð- arskömminni“ Breskir sjómenn stunda umfangsmikla rányrkju í Norðursjó, að því er segir í úttekt The Daily Telegraph en nú hyggjast stjómvöld grípa til aðgerða til að draga úr ólöglegum veiðum. RÁNYRKJA breskra sjómanna í Norðusjó er svo umfangsmikil að stjórnvöld telja að ekki sé hægt að horfa lengur framhjá henni. Elliot Morley, sem tók við emb- ætti sjávarútvegsráðherra fyrr í mánuðinum, hyggst grípa til að- gerða til að koma í veg fyrir rá- nyrkju. Hann segir að hjá því verði ekki komist þótt tímasetningin sé ef til vill ekki góð. í úttekt The Daily Telegraph segir að um helm- ingur afla úr stofnum sem séu í hvað mestri hættu, svo sem þorski og ufsa, sé veiddur ólöglega. Ástandið sé svo slæmt að eftirlits- menn kalli rányrkjuna „þjóðar- skömm“. Vitneskjan um umgengni sjó- manna um auðlindir hafsins er ekki ný af nálinni en embættis- menn hafa kosið að horfa framhjá henni í að minnsta kosti fimm ár, og það sama átti við stjórn íhalds- manna. Verst er ástandið í Skot- landi en því hefur verið líkt við Holland í upphafi níunda áratug- arins, en þá varð ráðherra að segja af sér eftir að hafa sagt þinginu ósatt um málið og stjórnendur nokkurra fiskmarkaða voru hand- teknir vegna sölu á fiski utan kvóta. Vísindamenn hafa sagt bresk- um stjórnvöldum að landanir breskra skipa komi í veg fyrir að einhver árangur verði af friðunar- aðgerðum Evrópusambandsins (ESB), sem samþykktu 12% niður- skurð á þorskkvóta í vetur. Tilkynningaskylda eða greitt fyrir að silja heima Sjávarútvegsráðherrann, Mor- ley, hefur ekki ákveðið hvemig tekið verður á rányrkjunni en á meðal þeirra aðgerða sem hann hefur í huga, er að skylda sjómenn til að landa í ákveðnum höfnum, taka upp tilkynningaskyldu líkt og tíðkast hér á landi og í Noregi eða greiða sjómönnum fyrir að halda sig í höfn, eins og norsk stjórnvöld gerðu til að vernda þorskstofninn í Barentshafi. „Við verðum að skera mikið niður í ákveðnum geirum fiskiðnaðarins. Við eigum í vanda með veiðar á botnfiski svo sem þorski og ýsu, svo og flatfiski. „Svörtu“ veiðarnar grafa undan öllum okkar aðgerðum í verndun fiskistofna og stjóm þeirra og vegna þeirra verð- um við líklega að draga enn frek- ar úr veiðum,“ segir Morley. Að sögn sjávarútvegsráðherr- ans hefur stjóm Verkamanna- flokksins ákveðið að láta reglu- gerðir ESB um málið taka gildi en síðasta ríkisstjórn var andvíg þeim. Þær munu leiða til 17,5% niðurskurðar hjá gervöllum breska flotanum og 28% niðurskurðar á sumum svæðum á næstu fimm árum. Morley tók fram að þessar ákvarðanir hefðu verið teknar áður en menn gerðu sér fyllilega grein fyrir umfangi ólöglegra veiða. Sjó- menn hafa brugðist ókvæða við þessum fréttum, Mike Townsend, formaður Landssamtaka sjó- manna, segir þá munu efna til mótmæla á götum úti, verði gripið til þessa niðurskurðar. Kvótahoppið notað sem afsökun Morley sagði að þrír fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar hefðu sam- hryggst sér er hann tók við emb- ætti. Þeir hafi vitað hvað við- gekkst en hafi ekki getað stöðvað rányrkjuna. „Við verðum að koma þjóðernishyggju úr myndinni. Kvótahoppsmálið hefur tengst efa- semdum um Evrópusamstarf en við ættum fremur að huga að við- haldi og stjórnun stofna. Það er ekki rétt að einbeita sér að kvóta- hoppinu.11 Selbourne, lávarður úr íhalds- flokknum, var einn harðasti gagn- rýnandi síðustu ríkisstjórnar í sjáv- arútvegsmálum og segir að rán- yrkjan sé svo mikil að kvótakerfið sé í raun tilgangslaust. Fyrri ríkis- stjórn hafi notað kvótahoppið sem afsökun fyrir því að grípa ekki til aðgerða gegn rányrkjunni, þar sem hún hafi ekki treyst sér til að taka á málinu. Eiga kvóta upp á að hlaupa Eftirlitsmennirnir sem upplýstu sjávarútvegsráðherrann um um- fang rányrkjunnar segja að fiski sé landað ólöglega allan sólar- hringinn og að landað sé á mun fleiri stöðum en eftirlitsmennirnir séu, svo þeim sé ómögulegt að fylgjast með. „Græðgi núlifandi kynslóðar sjómanna mun tryggja það að fólkið sem er að hefja störf í [sjávarútvegsjiðnaðinum núna, á afar dapurlega framtíð fyrir hönd- um. Undanfarin fímm ár hefði getað gætt mun meiri pólitísks vilja til að gera eitthvað í málinu. Hefðu stjómvöld viljað ná stjórn á veiðunum hefðu þau getað það,“ segir háttsettur eftirlitsmaður. Hann fullyrðir að fyrri ríkis- stjórn hafi ekki viljað grípa til aðgerða vegna þess að allir aðrir í ESB kæmust upp með svipaða rányrkju. Vandamálið sé að of lít- ill hluti veiðanna sé ólöglegur. Vaninn hafí verið sá að landa fiski utan kvóta í upphafí mánaðarins, til að eiga kvóta upp á að hlaupa, yrðu menn gripnir. Ekki megi gleyma skosku sjómönnunum sem stjórnin hvatti á síðasta áratug til að láta smíða stærri báta. Þeir geti ekki greitt af lánun- um nema til komi fískur utan kvóta. Þá eru laun veiðieftirlits- mannanna lág og vinnutíminn langur, sem veldur því að andinn í þeirra hópi er afleitur. Leynilegar aðgerðir nauðsynlegar? En hvað á að taka til bragðs? Mike Sutton, sem starfar hjá nátt- úruverndarsamtökunum World Wide Fund, er ekki sammála Mor- ley sjávarútvegsráðherra. Hann fullyrðir að einu lögregluaðgerð- irnar sem dugi gegn vandamálum á borð við ólöglegar fískveiðar, séu leynilegar aðgerðir. „Menn ná aldrei tökum á málinu með því að setja reglur og koma á eftirliti. Það þarf að hefja rannsókn, koma nokkrum mönnum á bak við lás og slá. Þá hverfur vandinn." Talið að helm ingur aflans sé veiddur ólöglega I I I I » I i l » » » i i 9 . ! 9 í .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.