Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ORGELIÐ er óijúfanlegur
hluti af kirkjulistasög-
unni. Það er því við
hæfí að fyrsti íslenski
konsertinn fyrir orgel og hljóm-
sveit sem fluttur verður hér á landi
sé saminn að beiðni Kirkjulistahá-
tíðar og frumfluttur á tónleikum á
hennar vegum. Verður viðburður-
inn í Hallgrímskirkju í kvöld þar
sem kastljósið mun beinast að flytj-
endunum, Herði Áskelssyni_ organ-
ista og Sinfóníuhljómsveit Islands,
stjómandanum, Roy Goodman frá
Bretlandi, og síðast en ekki síst
tónskáldinu sjálfu, Hjálmari H.
Ragnarssyni.
„Það hefur verið mjög spenn-
andi að vinna þetta verk,“ segir
Hjálmar, „ekki síst þar sem það
er nýsamið og hugurinn fyrir vikið
óskiptur við það. Staðreyndin er
nefnilega sú að Sinfóníuhljómsveit
íslands biður svo til aldrei um verk
og þess vegna fá íslensk tónskáld
litla hvatningu til að semja verk
af þessu tagi, það er konserta eða
hljómsveitarverk, og sárasjaldan
tækifæri til að heyra þau strax
eftir að þau hafa verið samin.“
Ikynningu Kirkjulistahátíðar
segir að tónsmíðar Hjálmars
séu beinskeyttar í framsetn-
ingu, þéttriðinn vefur sem
einkennist af stígandi sem fær afl
sitt úr þeim átökum sem skapast
þegar andhverfum af ystu mörkum
skynjunarinnar er teflt samtímis
til leiks eða hlið við hlið. „Orgel-
konsertinn einkennist af andstæð-
um, eins og önnur verk mín,“ stað-
hæfir tónskáldið og bætir við að
hann byggi bæði á nýjum og göml-
um aðferðum. „Þótt verkið sé
stundum hrjúft og ruddalegt er það
jafnframt viðkvæmt. Krafturinn
kemur frá hinni rytmísku bygg-
ingu, sem er mjög flókin, en síðan
hefur verkið líka að geyma frið-
sælli kafla — íhugunarkafla. Ætli
þetta sé ekki túlkun mín á tilfinn-
ingu íslendingsins fyrir ljósinu,
rýminu og jafnvel lunderni þjóðar-
innar. íslendingar eru í mínum
huga blóðheitt fólk og þessi músík
er blóðheit allt í gegn — hún hrein-
lega argar á mann!“
Að áliti stjómandans, Roys
/m Goodmans, verða nútímat-
ónskáld í senn að leitast
við að vera frumleg í
tónsköpun sinni og ná til almenn-
ings. „Þetta hefur Hjálmari tekist
í Orgelkonsertinum — hann hefur
fundið leið til að gera lykilþætti
tónlistarinnar, laglínuna, hljóðfall-
ið og samhljóminn, „áþreifanlega“.
Þar fyrir utan er konsertinn fjöl-
breytt og alþjóðleg tónsmíð. Tíma-
leysi og víðáttur Islands eru áber-
andi í verkinu, sem hæfir orgel-
verki vel, en um leið stígur Hjálm-
Kristján
St. Fjeld-
sted sýnir í
Ólafsvík
OPNUÐ verður málverkasýning
Kristjáns St. Fjeldsted í Gistiheim-
ili Ólafsvíkur á sjómannadaginn
1. júní kl. 16.
Myndefni Kristjáns er m.a. frá
Snæfellsnesi. Sýningunni lýkur 12.
júní.
-----»■■»..»-
Sýningu
hönnunar-
nema að ljúka
SÝNINGU hönnunamema Iðn-
skólans í Hafnarfirði lýkur 2. júní.
Sýningin er í Hafnarborg, Sverris-
sal.
ur í fyrsta sinn hér á landi á tónleikum á vegum Kirkjulistahátíðar
1997 í Hallgrímskirkju í kvöld. Orri Páll Ormarsson hafði tal
af Hjálmari H. Ragnarssyni, sem samdi verkið, Herði Áskelssyni,
sem flytur það ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, og Roy Good-
man, sem stjómar flutningnum.
ROY Goodman stjórnandi, Hörður Áskelsson organisti og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld leggja
línurnar fyrir tónleikana í Hallgrimskirkju í kvöld.
ar, eins og ekkert sé, inn í heim
fransks framandleika og suðrænn-
ar sveiflu, svo dæmi séu tekin.
Aukinheldur tvinnar hann vel sam-
an trúarlega og veraldlega þætti,
að ekki sé talað um kyrrð og
kraft.“
Goodman hefur tröllatrú á Org-
elkonsertinum og kveðst reiðubú-
inn að leggja sitt af mörkum til
að verkið verði flutt víðar en á
íslandi. „Ekki bara þessa manns
vegna,“ segir hann og leggur hönd-
ina á öxl Hjálmars, „heldur vegna
þess að það á erindi við tónlistar-
unnendur utan landsteinanna.
Tónbókmenntimar státa ekki af
mörgum orgelkonsertum en þeir
fáu sem samdir hafa verið em
undantekningarlítið í háum gæða-
flokki. Það á líka við um verk
Hjálmars."
Hörður Áskelsson organ-
isti, sem flytja mun
verkið ásamt Sinfóníu-
hljómsveit íslands í
kvöld, bendir á, að það eigi sér
þegar annan talsmann á erlendri
grandu, Hans-Gerd Klais orgel-
smið. Kynnti hann sér konsertinn
þegar hann var staddur hér á landi
nýverið í tilefni af því að færanlega
hljómborð orgelsins í Hallgríms-
kirkju var tekið í notkun. „Klais
hreifst mjög af verkinu og kvaðst
hafa fullan hug á að koma því á
framfæri erlendis.“
Að sögn Harðar, sem jafnframt
er einn af forsvarsmönnum Kirkju-
listahátíðar, er tilefni tónsmíðar-
innar einmitt koma fyrrnefnds
hljómborðs til landsins. „Við vild-
um nota tækifærið til að sýna fram
á að þetta væri hægt. Vissulega
hefði fyrirvarinn mátt vera meiri
— meðgöngutíminn er íslenskur —
en á móti kemur að samstarf okk-
ar Goodmans hefur verið mjög
gott en hann er sjálfur alinn upp
í kirkjutónlist og hefur því rétta
bakgranninn. Æfingar hafa því
gengið vel.“
Hálmar tekur í svipaðan
streng: „Tíminn til
þessa verks hefur sann-
arlega verið naumur og
í því tilliti teflt á tæpasta vað. Það
hefur aftur á móti bara gert vinn-
una meira spennandi, áhættan ver-
ið meiri, og er ekki ólíklegt að það
hafi skilað sér með einhveijum
hætti inn í músíkina sjálfa. Annars
er þetta eins og í Heimsmeistara-
keppninni í handbolta, það má ekki
byggja upp of snemma — allt verð-
ur að gerast á réttu augnabliki."
Við samningu konsertsins
kveðst Hjálmar vitaskuld hafa tek-
ið mið af vettvangi frumflutnings-
ins, Hallgrímskirkju, sem sé „eina
húsið á Islandi sem getur enda-
laust tekið við hljóðum". „f Hall-
grímskirkju fá hljóðin að lifa og
taka lit í rýminu, öfugt við það sem
við eigum að venjast í Háskóla-
bíói. Eg leyfði mér því að beita
hljómsveitinni þannig að hún er á
köflum mjög voldug með orgelinu.
Ég vona bara að steypan sé nógu
sterk í húsinu!“
Orgelkonsert Hjálmars er
annað tónverkið fyrir
orgel og hljómsveit sem
samið er af íslendingi.
Hinn konsertinn, Orgelkonsert
Jóns Leifs, hefur á hinn bóginn
ekki enn verið fluttur hér á landi.
„Orgelkonsertinn er eitt af mikil-
vægustu verkum Jóns Leifs en
hann var saminn á þriðja og fjórða
áratugnum í Þýskalandi," segir
Hjálmar sem hefur sérstaklega
kynnt sér tónlist þessa starfsbróð-
ur síns og fjallað um hana á ýms-
um vettvangi. „Að því er ég best
veit var konsertinn tvívegis fluttur
í Þýskalandi, í annað skipti á sögu-
legum tónleikum í Berlín 1941, og
síðan ekki aftur fyrr en í Stokk-
hólmi árið 1988. Vonandi kemur
sú stund að hann verði fluttur á
íslandi."
Jafnframt er á efnisskrá kvölds-
ins Sinfónía nr.3 í c-moll eftir
Frakkann Camille Saint-Saéns.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
BLÓÐHEIT
ALLTí GEGN
Konsert fyrir orgel og hljómsveit efbir íslenskt tónskáld verður flutt-
EITT verka Jóns Jónssonar í Gerðubergi.
Landslagsstemmur
í Gerðubergi
JÓN Jónsson opnar sina fimmtu verka og munu kór eldri borg-
einkasýningu í félagsstarfi ara í Gerðubergi og kór
Gerðubergs á morgun kl. 15. Á SVR taka lagið í tilefni af opn-
sýningunni er á fjórða tug mál- uninni.
Sinfóníuhljómsveit
íslands til Eyja
KÓR Landakirkju, Samkór Vest-
mannaeyja og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands efna sameiginlega
til tónleika í Hvítasunnukirkj-
unni á laugardag, kl. 16.30. Á
efnisskránni era Trompetkon-
sert í Es-dúr eftir Joseph Ha-
ydn. Birkir Freyr Matthíasson
leikur einleik með Sinfóníu-
hljómsveitinni undir stjórn Bem-
hards S. Wilkingson. Kórarnir
flytja messu í C-dúr, svokallaða
„Pákumessu“ einnig eftir Joseph
Haydn, ásamt Sinfóníuhljóm-
sveitinni og einsöngvurunum
Hörpu Harðardóttur, sópran,
Stefaníu Valgeirsdóttur, alt,
Garðari Thór Cortes, tenór, og
Eiríki Hreini Helgasyni, bassa.
Stjórnandi þessa flutnings er
Guðmundur H. Guðjónsson, org-
anisti Landakirkju og skólastjóri
Tónlistarskólans í Vestmanna-
eyjum.
í kynningu segir: „Tónleikar
sem þessir krefjast langs og
mikils undirbúnings og kosta
auk þess umtalsvert fé auk alls
þess vinnuálags sem kórfélagar
hafa lagt á sig. Undirbúningur
og fjármögnun verkefnisins hef-
ur verið í höndum Kórs Landa-
kirkju, sem ákvað að veita þeim
styrk er kórinn fékk til starfsemi
sinnar frá sparisjóðnum um síð-
ustu jól til tónleikanna. Það
dugði þó hvergi til og var því
leitað til fyrirtækja, félagasam-
taka og einstaklinga í bænum
með fjármögnun til styrktar
verkefninu."
Jafnframt er fólk hvatt til að
vera þátttakendur í þessum list-
viðburði vorsins.