Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 28
6£ ?eei iam .es.huoaqutiímn
28 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
ninA.ifiwiojinM
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MYNDLIST í KIRKJUM
MYNPLIST
Ilallgrímskirkja
NÝSKÖPUN í KIRKJUM
Opið alla daga á tíma kirkjunnar
til 1. júni. Aðgangur er ókeypis.
ÍSLENZKAR kirkjur eru yfir-
leitt fátækar af myndlistarverkum
og samtímalist hefur helst fengið
inni í þeim í formi steindra gler-
mynda. Menn hafa lengi velt fyrir
sér hvað veldur, einkum vegna
þess að eldri sem nýrri íslenzkar
kirkjur draga mjög dám af erlend-
um stefnum í kirkjulist, nema að
því undanskildu sem snýr að
myndlist. Sjálf hugmyndin að
Hallgrímskirkju, er þannig meira
sótt til Grundtvigskirkju en
Hraundranga í Öxnadal hvað þá
umhverfísins að Saurbæ í Hval-
firði, þar sem Hallgrímur Péturs-
son lifði og starfaði, og bæði út-
vortis sem innvortis er fátt ef
nokkuð sem minnir á sálmaskáld-
ið. Undarleg er svo sú árátta að
byggja kirkjur á hæðum án þess
þó að tekið sé tillit til landslagsins
og byggðarinnar allt um kring.
Þegar ég var í Munchen í Bæj-
aralandi á árunum 1958-60 fór
ég stundum í Frúarkirkjuna þar
í borg, sem er mikil bygging með
tveim turnum eins og margir
munu vita, enda kennimark borg-
arinnar. Kirkjan varð fyrir
sprengju í stríðinu og laskaðist
innvortis en var endurbyggð á
árunum eftir stríð og mjög vandað
til verka. Þá sá ég kannski í fyrsta
skipti nútímalist fellda að mið-
aldakirkju, sem vakti óskipta at-
hygli mína. Nafnkenndir núlista-
menn tímanna voru sem sagt
virkjaðir við endurmótun hennar
og engu til sparað. Hef ég raunar
nokkrum sinnum vísað til þessa í
skrifum mínum, því að hér eru
íslendingar undarlega íhaldsamir
og á eftir þróuninni þrátt fyrir
alla þessa yfirgengilegu viðleitni
að sanna sig fyrir umheiminum.
Hugmyndin að sýningunni Ný-
sköpun í myndlist er fengin að
utan, og einmitt frá Þýðvetjum,
sem eru einna duglegastir að
skreyta kirkjur sínar með mynd-
listarverkum, bæði þeim sem falla
að sérstöku formi bygginganna,
sem og sjálfstæðum listaverkum
er veita birtu og yl inn í opið lými
og kaldar hvelfingar.
Þetta er afar mikilsverð og
snjöll hugmynd sem væntanlega
verður til að opna augu einhverra
fyrir þýðingu myndlistarverka í
kirkjur, því þær eiga að taka vel
á móti gestum sínum og helst
vera slík listaverk yst sem innst
að fólk verði fyrir opinberun og
fyllist lotningu um leið og inn í
þær kemur. Hér á ég öðru fremur
við rýmishrif, sem einfaldleiki
getur allt eins framkallað
Sá háttur var hafður á að velja
níu listamenn sem gert hafa verk
sem búa yfir rismiklum .„monu-
mental“ eiginleikum. Valið var
vandasamt en hefur tekist vel
þótt umdeilanlegt sé, því maður
saknar ýmissa sem gert hafa verk
með trúarlegu ívafi. Og svo vill
það oft gleymast að listaverk er
í sjálfu sér sköpunarverk og þann-
ig séð hluti af guðdóminum, sjálf-
um kraftbirtingnum.
Listamennirnir níu eru sam-
kvæmt röð í sýningarskrá Guðrún
Gunnarsdóttir, Steinunn Þórar-
insdóttir, Guðjón Ketilsson, Leifur
Breiðfjörð, Magnús Tómasson,
Þorbjörg Höskuldsdóttir, Sigurð-
ur Örlygsson, Helgi Gíslason og
Herdís Tómasdóttir. Menntun
þeirra og starfsferill er rækilega
tíundaður á síðunum. Verkefnið
var að gera uppkast að ímyndaðri
skreytingu í jafn margar nýlegar
kirkjur. Allt eru þetta frambæri-
leg verk, þótt þau kunni að falla
misvel inn í viðkomandi kirkjur,
en um það verður ekki dæmt hér
því það þyrfti sérstaka rúmfreka
og umfangsmikla úttekt sem erf-
itt er að koma að í ljósi hins stutta
sýningartíma. Slík framkvæmd
þarf skilyrðislaust að standa mun
lengur en almennan sýningartíma
í ljósi séreðlis þess, kynningar-
starfsemi og til að vinna sig upp
og skapa virkri umræðu andrými.
Hér er vel að verki staðið og sýn-
ingarskrá með því besta sem ger-
ist. Hvortveggja kirkjurnar og
skreytingarnar eru vel kynntar í
mynd og máli, en þó er sá ljóður
á, að í sumum tilvikum vantar
skýringu höfunda á inntaki verks-
ins. Arkitektarnir eru í sömu röð
Manfreð Vilhjálmsson (Arbæjar-
kirkja), Ferdinand Alfreðsson,
Guðmundur Kr. Kristinsson og
Hörður Björnsson (Breiðholts-
kirkja), Benjamín . Magnússon
(Digraneskirkja), Gylfi Guðjóns-
son og Ingimundur Sveinsson
(Fella- og Hólakirkja), Finnur
Björgvinsson og Hilmar Þór
Björnsson (Grafarvogskirkja), Jó-
sef Reynis (Grensáskirkja), Hró-
bjartur Hróbjartsson, Richard Ól-
afur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir
og Sigurður Björgúlfsson (Hjalla-
kirkja), Sverrir Norðfjörð (Sel-
jakirkja), Hörður Björnsson og
Hörður Harðarson (Seltjamarnes-
kirkja).
Sýning sem slík og úttekt á
kirkjum og möguleikum til skreyt-
ingar innri byrðis þeirra hefur aldr-
ei verið gerð áður hér á landi, í
öllu falli ekki í þessu umfangi og
verður að telja afar þýðingarmikið
innlegg í samræðumar, díalóguna.
Það hefur verið mikill skortur
á reglulegri og stefnumótandi
umræðu um hlutverk myndlistar
í kirkjum nútímans, líkt og það
er orðað í formála Aðalsteins Ing-
ólfssonar, en það er sömuleiðis
jafn mikill skortur á víðsýnni og
skilvirkri stefnumótun í myndlist
og sjónmenntum. Hver höndin er
upp á móti annarri og fláráðir
hafa séð sér leik á borði að ryðja
þröngum og stöðluðum ímyndun-
um braut.
Mikil viðhorfsbreyting hefur
orðið á byggingum og lýsingum
guðshúsa á þessari öld og hin trú-
arlegu tákn ekki jafn afgerandi
og á tímum ólæsis almúgans, sem
ætlað var að lesa í myndtáknin
líkt og myndasögur. Inntak
skreytinganna var að útbreiða
kenningar kirkjunnar og upplýsa
almenning þar um. Einnig urðu
mikil og afdrifarík umskipti við
siðaskiptin. Þó hefðin sé sterk
þykir á seinni tímum fullnóg að
myndefnið rétt skari trúarsöguna
og það er einmitt sú leið sem lista-
mennirnir níu hafa valið sér. Hins
vegar er ekki með öllu sanngjamt
að draga sóknarnefndir til
ábyrgðar og saka um fáfræði á
vettvanginum í landi þar sem inn-
lend sjónlistasaga er hvergi
kennd, listasagan einungis sem
sögulegt og helst ágripskennt yf-
irlit og engin hlutlæg rökræða um
samtímalist kemst að.
Loks ber að minna á eitt, sem
skarar tímalengd þá sem lista-
menn hérlendis fá til opinberra
verkefna, sem í alltof mörgum
tilvikum er tíundi hluti þess sem
eðlilegt þykir víðast hvar. Og hvað
vistarverur himnaföðurins snertir,
varðar heimsendi að vanda allan
undirbúning.
Bragi Ásgeirsson
Læstir lyklar
TÓNLIST
Háskólabíó
ÍSLENZKA SÖGUÞINGIÐ
Fom íslenzk tónlist, þ. á m. 3 lög í
útsetningu Jóns Nordal. Voces Thul-
es (Eggert Pálsson, Guðlaugur Vikt-
orsson, Sigurður Halldórsson og
Sverrir Guðjónsson). Aðstoð við
framkvæmd tónlistaratriða og hand-
ritalestur: Helga Ingólfsdóttir og
Kári Bjamason. Flutt milli annarra
atriða á setningu íslenzka söguþings-
ins, Háskólabíói, miðvikudaginn 28.
mai kl. 20:30.
„ÞAÐ er makalaust hvað verið
er að grafa upp af fornum lögum
í íslenzkum skjalasöfnum." Eitt-
hvað á þessa leið mæltist kynnin-
um, Magnúsi Guðmundssyni
skjalaverði Háskóla íslands, efnis-
lega, þegar Voces Thules höfðu
lokið þriðja og síðasta sönginnslag-
inu á setningu íslenzka söguþings-
ins upp úr kl. hálf-fimm í gær í
furðu fjölsetnum aðalsal Háskóla-
bíós að forsetahjónunum viðstödd-
um.
Tónninn í orðunum hljómaði í
mínum eyrum hálf-feimnislegur.
Ekki af því að Voces Thules höfðu
ekki sungið vel, heldur af því að
maður fann hvað íslenzk tónlistar-
saga er augljóslega enn ónumið
land og framandi iðkendum ís-
lenzkra fræða - með orðum Cham-
berlains 1938 í öðru samhengi „lít-
ið land langt í burtu sem við vitum
ekkert um“. Sprenglærðir íslenzkir
bókmenntafræðingar skipta orðið
tugum, og kennarar, fræðimenn
og nemendur í íslandssögu á há-
skólastigi virtust eftir aðsókn að
dæma álitlegur fjöldi.
En starfandi rannsakendur ís-
lenzkrar tónsögu með sérmenntun
í tónlistarfræðum kváðu samt enn
þann dag í dag teljandi á fingrum
annarrar handar. Engin háskóla-
skor, hvað þá deild, sinnir enn sér-
staklega tónlistararfi landsmanna,
og meginrit safnara eins og Ólafs
Davíðssonar og Bjarna Þorsteins-
sonar hafa aldrei verið endurskoð-
uð, þótt liðin sé öld frá frumútgáfu.
Þess sá enda merki á margbreyti-
legum titlum fyrirlestranna sem
haldnir verða á nýhöfnu söguþingi.
Þó að listasaga sé e.t.v. ekki megin-
stoð í íslandssögu, mátti samt sem
áður finna einn um myndlist og
annan um kvikmyndalist.
En um tónlist? Ekkert! Þar
stendur flest í járnum líkt og „læst-
ir iyklar í sinfóníe,“ eins og fom-
skáldið kvað. Þar er hún Snorrabúð
nánast sami stekkur og á mestu
niðurlægingartímum þjóðarinnar.
En kannski mátti með góðum
vilja túlka söngatriðin við setning-
arathöfnina sem pínulítið meira en
bara viðhafnarskraut á tyllidegi,
einkum úr því menn voru beðnir
að „grafa upp“ áður lítt þekkt tón-
dæmi úr fornskjölum, og ber þá
sérstaklega_ að nefna þrjú lög úr
kvæðabók Ólafs Jónssonar á Sönd-
um, nýútsett af Jóni Nordal. Nefni-
lega sem dulitla ábendingu til há-
skólamanna og fjárveitingarvalds
um að hér kunna hugsanlega mikl-
ir fjársjóðir að liggja óbættir hjá
garði. Alltjent stappar nærri
þjóðarhneisu að ganga ekki betur
úr skugga um það en gert hefur
verið hingað til.
Fyrst sungu Voces Thules ein-
raddað Guð, himna gæðum gleyma
ei láttu mig úr Melodiu (u.þ.b.
1650), A solis ortus cardine (brot
úr Þorlákstíðum um 1300), sömu-
leiðis einraddað, og loks sama brot
í íslenzkri þýðingu (Svo vítt um
heim sem sólin fer); hið fyrsttalda
við undirslátt Eggerts Pálssonar á
írska bodhrán-trommu, líkt og
þeir félagar hafa áður gert með
Vera mátt góður, enda lagið af
svipuðum toga, n.k. „bas-dans“
með orðalagi séra Bjarna, sem
sumir vilja rekja til basse danse
síðmiðalda.
í næsta innslagi kom að útsetn-
ingum Jóns Nordals á Iögum úr
kvæðabók Ólafs Jónssonar á Sönd-
um (u.þ.b. 1655) Göfgum góðfús-
lega; hátíðlegt lag, n.k. blendingur
af fjórrödduðum fijálsum organ-
um-stíl Perotinusar og nýlegra tón-
taki, Framorðið er og meira en mál
sem var í fjörugra tempói og loks
Ó, ég manneskjan auma, er minnti
lauslega á danskt sálmalag sem
undirr. kom ekki fyrir sér þá stund-
ina. Tiltölulega hómófónískar út-
setningar Nordals voru gerðar af
næmum smekk, þrátt fyrir nokkra
stílblöndun, í ágætum flutningi
þeirra félaga, og höfðu yfirbragð
klassísks tímaleysis. Eiga þessi fal-
legu lög án efa eftir að heyrast
oftar.
Undir lok athafnarinnar sungu
Voces Thules tvísöngslögin Guðs
kristni við sem góð borg er, Heyr
þú oss himnum á, bæði úr handriti
um 1700, hið hressilega Skipafregn
við kvæði eftir Árna Böðvarssonar
á Mýrum (um 1740) og að endingu
upphafslagið, Guð, himna gæðum,
og voru undirtektir hlustenda með
bezta móti.
Ríkarður Ö. Pálsson
Hillur og
ljósmyndir
SIGRÍÐUR Siguijónsdóttir og jap-
anski ljósmyndarinn Takashi
Homma opna sýningu í Ásmundar-
sal næstkomandi laugardag.
Sigríður sýnir hillur sem unnar
eru úr rafhúðuðu áli, plexigleri og
ljósmyndum. Takashi Homma sýnir
ljósmyndir sem teknar voru í
Reykjavík siðastliðið sumar. Mynd-
irnar eru hluti af 100 bls. bók sem
hann kallar Hyberballad og kemur
út í Japan í haust.
Reykjavíkurborg, úthverfi henn-
ar, nágrannabæir og blokkir eru
áhrifavaldar beggja listamannanna
sem vinna þó út frá ólíkum forsend-
um, segir í kynningu.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18 og lýkur
15. júní.
Ljósmyndari/Vigfús Birgisson
EITT verka Sigríðar Siguijóns-
dóttur, Hilla, í Ásmundarsal.
♦ ♦ ♦-----
Þórdís Alda
sýnir í Tehúsinu
ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir opnar
sýningu á laugardagskvöld 31. maí
í Hlaðvarpanum við Vesturgötu 3.
Eitt verk er á sýningunni og er það
innsetning gerð úr tré, salati, maís
og fjöðrum. Verkið heitir „Leiðtoga-
fundur 1997“.
Sýning Þórdísar stendur til 29.
júní og er opin allan sólarhringinn
í gegnum glugga Tehússins.
♦ ♦ ♦-----
Bæklingar
•„HROSSHAGAR - Aðferð til að
meta ástand lands“, nefnist leið-
beiningabæklingur um hrossabeit,
sem Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins og Landgræðsla ríkisins
hafa gefið út.
Samstarf þessara aðila um mat
á ástandi hrossahaga hófst 1993
og upp úr því samstarfi var þróuð
einföld og fljótvirk aðferð til að
meta ástand haga sem um leið
væri leiðbeinandi um meðferð lands.
Aðferð þessari hefur verið beitt
undanfarin tvö ár og hefur þótt
ástæða til að gera betur grein fyrir
henni og kynna aðferðina. Auk þess
að koma henni í aðgengilegri bún-
ing fyrir þá sem nýta land til hrossa-
beitar og láta sig málið varða. í
inngangi segir að helsti kostur að-
ferðarinnar sé að hún byggist á
sjónmati á auðgreinanlegum gróð-
ur- og rofeinkennum. Tilgangur
með útgáfunni er að stuðla að betra
landlæsi, þ.e. að menn læri að
þekkja þau einkenni sem gefa vís-
bendingu um ástand lands.
Við mat á beitarhögum með að-
ferðinni er land flokkað í 6 flokka
eftir því í hvaða ástandi það er. í
töflu er fyrst nefnt númer flokks
frá 0 til 5 og síðan segir hvert
ástandið er, þ.e. ágætt, gott, sæmi-
legt, slæmt, mjög slæmt og land
óhæft til beitar. Þá er lýst einkunn-
um hvers flokks og að síðustu get-
ið um aðgerðir til bæta ríkjandi
ástand.
I bæklingnum eru litmyndir sem
sýna útlit haga í mismunandi
ástandi og hvernig hann flokkast
eftir aðferðinni sem hér um ræðir.
Þá eru góðar leiðbeiningar um
hvernig sé best að standa að úrbót-
um og kynntar niðurstöður rann-
sókna.