Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 35

Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 35 áverka, en önnur voru með minni. Minnstir áverkar höfðu orðið á lík- um barnanna. I vélinni sjálfri voru nokkur lík.“ Björgun líkanna úr fjallinu reyndi mjög á björgunarmennnina við þessar aðstæður auk þess sem flest- ir þeirra voru ungir menn og hafði þessi reynsla djúpstæð áhrif á þá. Líkin voru fyrst flutt til Ólafs- flarðar og þaðan til Akureyrar og kom ms Atli með þau kl. 22.00 að Torfunefsbryggjunni þar sem voru saman komnir um 4.000 manns. Sorgarlög voru spiluð og sungin. Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup, hélt ræðu og voru líkin síðan sett á vörubílspalla og ekið til kirkjukap- ellunnar. Minningarathöfn var haldin um þau sem jörðuð voru utan Akur- eyrar 5. júní og þau flutt í varðskip- inu Ægi til Reykjavíkur. Það var síðan 6. júní að í Akureyrarkitju fór fram jarðarför þeirra 11 sem jarðsungin voru á Akureyri. Að henni lokinni var virðuleg líkfylgd þar sem bílalest flutti kisturnar og skátar gengu fylktu liði með bíla- lestinni. í Reykjavík voru hinir látnu jarð- sungnir dagana 10. til 12. júní. Ekki feig Til eru sögur af fólki sem ekki fór ferðina. Hafa þrjár slíkar borist höfundi til eyma en ekki er ástæða til að segja nema eina þeirra hér þar sem tvær eru frá öðrum eða þriðja aðila. Saga Maríu Jóhanns- dóttur frá Úlfá er á þessa leið: „Var María stödd hjá vinkonu sinni, Kristínu Böðvarsdóttur, í Hafnarfírði. Ætlaði hún að kaupa sér far með TF-ISI til Akureyrar, treysti hún sér ekki til að fara ein út á Reykjavíkurflugvöll vegna ókunnugleika og fór því Kristín með henni. En er þær voru komnar á flugvöllinn og hún ætlaði að fara að greiða fargjaldið þá er hún pen- ingalaus og var Kristín undrandi á því að María skyldi fara út á flug- völl peningalaus. Kristín býðst til að lána henni fyrir fargjaldinu en þá hafði hún sáralitla peninga á sér svo að þær höfðu rétt fyrir far- gjaldi í vagninn til Hafnarfjarðar. Er þangað kom var María orðin veik svo að hún treysti sér ekki til að fara. Morguninn eftir var ekkert að henni en þá heyra þær vinkonur að verið sé að leita að vélinni. Þótti þeim það merkilegt að þær skyldu báðar gleyma peningunum er þær fóru til að kaupa farseðilinn. Telur María að þarna hafi æðri máttvöld séð til þess að hún fór ekki með vélinni. Kom María síðan með Catalínu flugbát til Akureyrar jarðarfarardaginn. Voru fáir far- þegar í vélinni og allir hálf hrædd- ir.“ Minnisvarði Það sem eftir var af flaki flugvél- arinnar mun hafa verið fjarlægt nokkrum árum eftir slysið. Ekki hefur tekist að hafa upp á neinum sem kann að greina frá örlögum þess. Sennilegast er aó leifarnar af flakinu hafi verið dregnar niður í fjöru þar sem sjórinn hefur eyði- lagt það sem eftir var. Nú, þegar 50 ár eru liðin frá þessum sorgardegi, hafa Kiwanis- menn á Ólafsfirði, auk annarra, bundist samtökum um að reisa minnisvarða nærri slysstaðnum. Er gert ráð fyrir því að hann verði vígður 12. júlí. Það eina sem höfundur hefur fundið á prenti eftir 1947 þar sem slyssins er minnst, er lítil klausa í Degi á Akureyri 29. maí 1957, 10 árum eftir slysið. Það er vel við hæfi að gera orð Erlings Davíðsson- ar, ritstjóra Dags, að lokaorðum þessarar greinar, þar segir í niður- lagi: „Vér minnumst þessa sorgar- dags og þeirra er þá voru í burt kallaðir, með þökk og virðingu." Höfundur er safnvörður við Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri og hefur skrifað um flugsögu. Grein þessi er útdráttur úrgrein höfundar í tímaritinu Súlur 1997, sem Sögufélag Eyfirðinga gefur út. Þjóðleikhúsið - leik- hús allrar þjóðarinnar? í DAG, fimmtu- daginn 29. maí, kl. 16.30 efnir Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, og Ný-ung, sem er ungliðahreyf- ing samtakanna, til svokallaðs átaksdags við Þjóðleikhúsið í Reykjavík. Þar verð- ur þjóðleikhússtjóra afhent Sjálfsbjargar- ádrepan, Þrándur í götu nr. 3, vegna lé- legs aðgengis hreyfi- hamlaðra að húsinu. Formaður Sjálfs- bjargar, Guðríður Ól- afsdóttir, flytur ávarp í tilefni dagsins og lands- þekktir spaugarar mæta á stað- inn og gera góðlátlegt grín að þessu annars grafalvarlega máli. Sjálfsbjörg lofar fyrir sitt leyti að fara ekki fram á opinbera lög- reglurannsókn á því sem þar mun koma fram. Því er gjarnan borið við, þegar farið er fram á bætt aðgengi hreyfihamlaðra að ýmsum opinber- um byggingum og þjónustustofn- unum hérlendis, að slíkar fram- kvæmdir séu afar kostnaðarsamar og því stundum ekki á færi þeirra aðila sem hlut eiga að máli að standa fyrir þeim. Nú er það svo, að í gildi eru bæði lög og reglugerð- ir sem skylda hið opinbera og einkaaðila að sjá til þess að hreyfi- hömluðum sé ekki meinaður að- gangur að húsakynnum vegna lé- legs aðgengis. Einnig má líta á málið frá þeirri hlið að hér sé um mannréttindamál að ræða, sem ríki eins og ísland ætti að sjá sóma sinn í að hafa í lagi. Vonandi lítur meirihluti þjóðarinnar og ráða- menn hennar ekki á málið eins og einn verslunareigandi í Reykjavík sem ekki vildi fá fólk í hjólastól eða með barnavagna inn í verslun sína, því hætta væri á að vörurnar yrðu fyrir skemmdum. Hann sagði aðspurður í viðtali í DV eitthvað á þá leið, að það gætu ekki allir feng- ið allt sem þeir vildu. Til dæmis gæti hann ekki orðið geimfari, þótt að hann langaði til þess! Fæstar af reglunum um aðgengi hreyfihamlaðra voru í gildi fyrir u.þ.b. 50 árum þegar Guðjón Samúelsson og fleiri snjallir arki- tektar teiknuðu mörg þeirra húsa sem íslendingum þykir nú einna mest prýði af og sýndu stórhug þjóðarinnar í kjölfar nýfengins sjálf- stæðis. Þegar bygging eins og Þjóðleikhúsið í Reykjavík var reist huguðu menn ekki að þessum hlutum. Því er það í verkahring okkar í dag að bæta úr því sem miður fór. Á árun- um 1990-91 var ráðist í miklar endurbætur á íjóðleikhúsinu sem kostuðu um einn millj- arð króna og í þeim framkvæmdaáætl- unum var fyrirhuguð lyfta. En þegar verk- inu lauk hafði engin lyfta verið sett upp, þrátt fyrir að hönnun lægi fyrir, búið væri að bjóða lyft- una út og taka frá fjármagn til verksins. í fyrirspurn sem Ögmundur Jón- asson lagði fyrir æðsta yfirmann Þjóðleikhússins, menntamálaráð; herra, á árinu 1995 segir m.a.: „í húsinu er engin lyfta fyrir leikhús- gesti, engin aðstaða fyrir hjóla- stóla er í aðalsýningarsal hússins, fólk í hjólastól getur ekki komið á sýningar á Litla sviðinu eða á Smíðaverkstæðinu eða notið veit- inga í veitingasal. í ljósi þessa er þeirri fyrirspurn beint til hæstvirts menntamálaráðherra hvað hann hyggst gera til að bæta aðgengi fyrir fatlaða við Þjóðleikhúsið, leik- hús allra landsmanna." í svari sínu sagði ráðherra að miðað yrði við að í lyftufram- kvæmdir yrði ráðist samtímis frá- gangi á nýju loftræstikerfi húss- ins. Engin dagsetning eða ártal fylgdi hins vegar sögunni og það er ekki í fyrsta skipti sem opinber- ir embættismenn tala loðið um lag- færingar á aðgengi. Því miður. Einnig nefndi ráðherra að starfs- fólk leikhússins aðstoði fólk í hjóla- stólum, sem koma að húsinu aust- anverðu og að hjólastólum sé ekið á sérstökum brautum inn í húsið. Svo getur hann þess að áhorfendur í hjólastól greiði ekki aðgangseyri í Þjóðleikhúsinu. Spurning Ögmundar var sú hvernig ráðherra hyggðist bæta aðgengi fyrir fatlaða að leikhúsinu. Er það hugmynd menntamálaráð- herra að aðgengi fatlaðra skuli bæta með einhveijum spýtum ofan á tröppur, sem eru svo brattar að í dag verður Sjálfs- bjargarádrepan (Þránd- ur 3) afhent við Þjóð- leikhúsið. Sigfurður Einarsson skrifar um aðgengi fatlaðra að leik- húsi allra landsmanna. það þarf aðstoðarmann til að ýta hjólastólum upp. Og hvað með þá sem ekki eru í hjólastól en eiga mjög erfitt um gang, bæði fatlaðir og aldraðir? Á að skella þeim á einhveija kerru og ýta þeim þann- ig inn í leikhúsið eins og einhveij- um húsdýrum? Svo klykkir hann út með því að áhorfendur í hjóla- stól greiði ekki aðgangseyri. Hveij- um datt þetta nú í hug? Á að kaupa sig frá endurbótum á húsinu með því að gefa hjólastólafólki frítt inn á sýningar gegn því að fresta lyftu- uppsetningu um ókomin ár? Hvar eru markmið ráðherra í þessum málum og hvað hyggst hann gera til að bæta þetta ófremdarástand? Ég verð að segja eins og er, að mér finnst metnaðarleysi æðsta yfirmanns Þjóðleikhússins, menntamálaráðherra, gagnvart bættu aðgengi að leikhúsinu, vera algjört. Eg held ekki að það sé hags- munamál þeirra sem sitja í hjóla- stól og allavega ekki baráttumál Sjálfsbjargar eða annarra samtaka hreyfihamlaðra, að félagsmenn þeirra fái frítt inn á leiksýningar eins og einhveijir þurfalingar! Nei, við segjum hátt og skýrt: Krafa okkar er fullt aðgengi hreyfihaml- aðra að Þjóðleikhúsinu og öðrum opinberum stofnunum eins og kveðið er á um í lögum og bygg- ingareglugerð! I fyrrnefndum umræðum á Al- þingi kemur fram að hægt er, með miklum tilfæringum, að koma fyr- ir allt að átta hjólastólum í aðalsal leikhússins „á besta stað í saln- um“, eins og ráðherra orðar það. Þá þarf með nokkrum fyrirvara að ryðja burt sætum í salnum. Gott og vel, en í hléi vilja gestir gjarnan njóta einhverra veitinga. Þær eru bara seldar á efri hæð Þjóðleikhússins og í kjallara. Og ráðherra lýsir því hvernig starfs- fólk leikhússins reyni að aðstoða gesti í hjólastólum með því að færa þeim veitingar á jarðhæð í hléi. Getur fólk ímyndað sér leikhús- ferð fólks í hjólastólum í leikhús allrar þjóðarinnar? Fyrir það fýrsta er Smíðaverkstæðið og Litla sviðið útilokað. Þar er ekkert aðgengi fyrir hjólastóla. Ef viðkomandi vill sjá sýningu í aðalsal Þjóðleikhúss- ins þarf væntanlega að panta hana með mjög löngum fyrirvara svo ekki sé búið að selja í sætin, sem þarf að fjarlægja úr salnum. Þegar að sýningu kemur þarf að láta starfsfólk hússins vita svo ráðstaf- anir séu gerðar til að bera eða ýta viðkomandi inn í húsið. Og allra augu hvíla auðvitað á þessu fyrir- bæri sem er haft svo mikið fyrir. Svo kemur að hléi. Ef hinn fatlaði óskar eftir veitingum þarf hann að panta þær fyrirfram og meðan aðrir leikhúsgestir njóta sinna veit- inga í Þjóðleikhúskjallaranum eða í Kristalssalnum á efri hæð situr sá í hjólastólnum einn að sínum veitingum á jarðhæð eins og barn í skóla sem er fómarlamb eineltis. Að lokinni sýningu hefst svo aftur sama bröltið við að drösla hinum hreyfíhamlaða út úr húsinu. Það er eins líklegt að fatlaðir sleppi því frekar að sjá það sem er á boðstól- um í leikhúsinu og því miður er sú einmitt oft raunin. Sjálfsbjargarádrepan var fyrst veitt árið 1994 vegna húsnæðis umhverfisráðuneytisins í Vonar- stræti og bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði fengu Sjálfsbjargar- ádrepu nr. 2 árið eftir. Umhverfis- ráðuneytið hefur gert vissar lag- færingar á sínu húsnæði síðan þá, en ekki hefur frést af endurbótum hjá bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar. Nú er komið að Þjóðleikhúsinu og er vonandi að yfirmenn leikhússins taka við sér í framhaldi af því og sjái til þess að hreyfihamlaðir og aðrir sem erfitt eiga um gang eigi greiðan aðgang að sýningum þess til jafns við aðra þegna landsins. Eg vil hvetja sem flesta, bæði fatlaða og ófatlaða, til að koma að Þjóðleikhúsinu kl. 16.30 í dag til að sýna þessari kröfu Sjálfs- bjargar stuðning. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Sigurður Einarsson Um uppsögn lektors í TILEFNI um- ræðna í Morgunblað- inu og fleiri fjölmiðl- um um uppsögn lekt- ors í spænsku við heimspekideild Há- skóla íslands og um álit umboðsmanns Al- þingis á málsatvikum vill rektor koma þess- um skýringum og at- hugasemdum á fram- færi: 1. Uppsögnin var ekki vegna ávirðinga í starfi heldur vegna vilja heimspekideildar að fara eftir þeirri meginreglu að engum verði veitt kennarastarf við Háskóla íslands nema hann hafi keppt um það samkvæmt auglýsingu og verið metinn hæfur af dómnefnd t.il að gegna starfinu. Ráðningu lektors- ins hafði borið að með öðrum hætti og vildi heim- spekideild því segja ráðningarsamningi hans upp og auglýsa starfið. 2. Heimspekideild leitaði ráða um máls- meðferð hjá lögfræð- ingum Háskólans sem túlkuðu málavexti svo að það væri heim- spekideildar að taka ákvörðun um uppsögn ráðningarsamnings- ins. Menntamálaráðu- neytið var sömu skoðunar. 3. I áliti sínu komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að það hefði verið menntamálaráðherra, en ekki heimspekideildar, að taka ákvörð- un um uppsögn. Rangur aðili hafi staðið að uppsögninni. Af áliti umboðsmanns verður ekki dregin Ráðningu lektorsins hafði borið að með öðr- um hætti en reglur sögðu til um, segir Sveinbjörn Björnsson, og vildi heimspekideild því segja ráðningar- samningi hans upp og auglýsa starfíð. sú ályktun að uppsögnin væri óheimil, ef réttur aðili hefði staðið að henni. 4. Meðferð forseta heimspeki- deildar á málinu innan deildar var í fullu samræmi við lög og reglu- gerð um Háskóla Islands að mati Sveinbjörn Björnsson lögfræðinga Háskólans og ráðu- neytisins. Getsakir um að hann hafi beitt sér til að hafa áhrif á ákvörðun deildarinnar í þessu máli eru úr lausu lofti gripnar og með öllu ómaklegar. 5. Menntamálaráðuneytið hef- ur tilkynnt Háskólanum að það geri ekki athugasemd við álit umboðsmanns í máli þessu og ósk- að eftir tillögum Háskólans um leiðir til að verða við tilmælum umboðsmanns að rétta hlut lekt- orsins. Háskólinn telur sig ekki geta ráðið hann til starfa að nýju en hefur boðist til að eiga aðild að viðræðum um úrlausn á annan hátt. Ráðuneytið hefur nú falið Háskólanum að ræða við lektorinn eða fulltrúa hans um úrlausn mála í tengslum við starfslok hans og mun Háskólinn tilnefna fulltrúa sína til þeirra viðræðna innan skamms. Meðan þær standa yfir telur Háskólinn ekki æskilegt að tjá sig frekar um þetta mál í fjöl- miðlum. Höfundur er rektor Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.