Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ 1 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrfmur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EMU OG SEÐLA- BANKINN * Islenska söguþingið sett í gær Vitnisburður 1 sóknarkraft sa fræðinnar UMMÆLI Ingimundar Friðrikssonar, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabanka íslands, um að gildistaka Efna- hags- og myntbandalags Evrópu kalli á aukið sjálfstæði bankans, hljóta að vekja stjórnmálamenn á íslandi til um- hugsunar. Um alllangt skeið hefur verið full ástæða til þess fyrir Alþingi að breyta núgildandi lögum um Seðlabankann og veita honum aukið sjálfstæði, burtséð frá áformum Evrópu- sambandsins um myntbandalag. Annars vegar er þörf á að draga úr áhrifum stjórnmálamanna á stefnu Seðlabank- ans og greina þannig á milli pólitískrar stefnumörkunar annars vegar og faglegrar hagstjórnar hins vegar. Rétti- lega hefur verið bent á að það sé tímabært að stjórnmála- menn láti sér nægja að semja leikreglurnar, en hætti að blanda sér í peningastefnuna á pólitískum forsendum. Hins vegar hefur starfsumhverfi Seðlabankans tekið miklum breytingum. Fijálsræði á fjármagnsmarkaðnum, jafnt innanlands sem og að því er varðar alþjóðlegar fjár- magnshreyfingar, eykur þörfina á að Seðlabankinn hafi yfir að ráða skjótvirkum stjórntækjum, sem hann geti beitt til leiðréttingar á peningastefnunni án þess að þurfa að sinna tímafreku samráði við stjórnmálamenn. Talsmenn aukins sjálfstæðis bankans virðast hafa talað fyrir daufum eyrum og frumvarp um breytingar í þá átt hefur ekki náð fram að ganga á Alþingi. Nú, eins og oft áður, virðist hins vegar sem þrýstingur að utan muni koma málinu á hreyfingu. Ingimundur Friðriksson bendir á að vegna þeirrar áherzlu, sem lögð er á sjálfstæði hins væntan- lega Evrópska seðlabanka (sem er bannað að taka við fyrir- mælum frá stjórnmálamönnum), muni jafnvel seðlabankar í þeim rikjum ESB, sem hyggjast standa utan EMU, hljóta aukið sjálfstæði. Dæmi um það sjáum við nú t.d. í Bret- landi og Svíþjóð, þar sem ákvarðanir og áform um aukið sjálfstæði seðlabanka hafa haft jákvæð áhrif á efnahagslíf- ið. Staða íslands sem lítils gjaldmiðilssvæðis á jaðri Efna- hags- og myntbandalagsins mun útheimta afar svipaðar áherzlur í stjórn efnahags- og peningamála og í EMU — jafnvel enn aðhaldssamari stefnu seðlabankans, ef eitthvað er. Það blasir því við að laga verður lögin um Seðlabank- ann að því, sem nú er að gerast um alla Evrópu. SKRIÐUR Á EINSETN- INGUSKÓLA SKRIÐUR er nú að komast á framkvæmd þeirrar stefnu- mótunar í málefnum grunnskólans, sem ákveðin var með lögum í tengslum við flutning hans frá ríki til sveitarfé- laga. Samkvæmt henni skal einsetningu lokið strax upp úr aldamótum. Við flutninginn 1. ágúst 1996 var aðeins þriðj- ungur skólanna einsetinn, eða 70 talsins, en 130 skólar ekki. Bygging skólahúsnæðis vegna einsetningar er mikið og dýrt verk og var kostnaður áætlaður nær sjö milljarðar króna. Samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga leggur ríkissjóður fram 2.135 milljónir til aðstoðar sveitarfélögunum við þetta verkefni. Ríkið hefur að auki afhent sveitarfélögun- um til eignar allt skólahúsnæði grunnskólans. Þetta er hluti þess heimanmundar, sem sveitarfélögin fá frá ríkinu vegna flutnings grunnskólans. Reikningurinn er að sjálfsögðu greiddur af skattgreiðendum og er það með þeim hætti, að 1. janúar sl. hækkaði lágmarks- og hámarksútsvar um 2,79 stig og um næstu áramót fer hækkunin í 2,84 stig. Tekju- skatturinn lækkaði á móti um 2,74 stig um síðustu áramót en útsvarshækkun umfram tekjuskattslækkunina er varan- leg. Borgarráð Reykjavíkur hefur nú einróma samþykkt fimm ára áætlun um einsetningu skóla í höfuðborginni og á henni því að vera lokið árið 2001 og er það í samræmi við ákvæði laganna. Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna. Strax í haust er ráðgert, að ríflega helmingur grunnskóla borgarinnar verði einsetinn, eða 18 af 29. Samkvæmt þessu er Ijóst, að Reykjavíkurborg mun standa fyllilega við sinn hlut í einsetningu skólans og er það sérstakt fagnaðarefni. Vonandi munu önnur sveitarfélög ekki láta sitt eftir liggja. Einsetning skóla hefur lengi verið á óskalista foreldra og margra skólamanna. Meiri festa verður í skólastarfi og öryggi barna tryggara. Þá fær hvers konar tómstunda- og félags- starf væntanlega tækifæri til að blómstra við betri aðstæður. ÍSLENSKA söguþingið var sett með við- viðhorfum til sögu íslai höfn í Háskólabíói í gær. Næstu dagana steinsson og Gunnar 1 munu áttatíu fyrirlesarar, bæði erlendir og efni fyrirlestranna spai innlendir, sagnfræðingar og aðrir fræði- á miðöldum og listasög menn, segja frá nýjum rannsóknum og bannfæringa og lifandi ANNA Agnarsdóttir, dósent í sagnfræði og einn full- trúa í stjórn þingsins, setti söguþingið en ávörp fluttu Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands og Sveinbjörn Björns- son, rektor Háskóla íslands. Anna Agnarsdóttir skýrði meðal annars hvernig farið var að því að velja þinginu tákn7 sem jafnframt væri tákn allrar Islandssögunnar. „Fjallkonan varð loks fyrir valinu, sem tákn lands og þjóðar. Þessi mynd af fjallkonunni var táknmynd á veggspjaldi Benedikts Gröndal á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974. Enn kemur fjallkonan fram á svölum Alþingis á þjóðhátíð- ardegi íslendinga ár hvert. Fjallkon- an tengir því íslandssöguna við samtímann." Ólafur Ragnar Grímsson^ forseti íslands, sagði dagskrá Islenska söguþingsins sýna að víðtækar og margþættar breytingar hefðu orðið á sagnfræðirannsóknum og sögu- þekkingu á síðustu áratugum. „ís- lenska söguþingið er ánægjulegur vitnisburður um sóknarkraft grein- arinnar og áhrifamátt nýrra kyn- slóða sem nú hafa auðgað íslenska sagnfræði að nýjum viðfangsefn- um, þróaðri aðferðafræði, alþjóð- legum kenningarstraumum, skarpri gagnrýni og sterkri sjálfs- vitund.“ Þagað um nýjar uppgötvanir Ólafur Ragnar gagnrýndi skort á umræðu um nýjar uppgötvanir ís- lenskra sagnfræðinga, og vitnaði þar sérstaklega til nýlegs rits Vals Ingimundarsonar um samskipti Bandaríkjanna og íslands á árum kalda stríðsins. „Kannski eru hags- munir fyrri tíðar enn svo ríkir í fjöl- miðlum, flokkum og valdastofnun- um að flestir kjósi þögnina um slík tíðindi í ritun íslenskrar nútíma- sögu.“ Sveinbjörn Björnsson, rektor Há- skóla íslands, benti á hversu mikill vöxtur hefði orðið í fjölda sagnfræð- inga á síðustu árum. Hann sagði að á síðastliðnum tíu árum hefðu brautskráðst 244 kandídatar með BA-próf eða meistarapróf í sagn- fræði, og flestir hinna áttatíu fyrir- Iesara á söguþinginu væru úr þeim hópi. „Þeir hafa margir fullnumað sig í öðrum löndum en snúið heim á norðurhjarann til að hlynna að þessu fjöreggi íslenskrar menningar og þjóðernis með rannsóknum í sagnfræði. Háskólinn er stoltur yfir þeim krafti og grósku sem býr í ungum og gömlum nemendum hans á þessu þingi. Á eftir ávörpunum fluttu þeir Einar Laxness sagnfræðingur og Arthur Marwick, prófessor við Open University, Englandi, fyrstu fyrir- lestra þingsins. Einar fjallaði um sagnfræðistörf Jóns Sigurðssonar en Marwick um aðferðir og tilgang sagnfræðirannsókna. Bók Marwicks um þessi efni hefur um árabil verið notuð við kennslu í sagnfræði víða um heim, meðal annars við Háskóla íslands. Milli ávarpanna flutti söngflokk- urinn Voces Thules íslensk sönglög frá fyrri öldum, sum þeirra í nýjum útsetningum Jóns Nordal sem frum- fluttar voru í gær. Nærri þrjátíu fyrirlestrar fluttir í dag í dag verða fluttir nálægt þrjátíu fyrirlestrar um fjölmörg viðfangs- efni, en aðalefni dagsins er saga heimilis á miðöldum. Tvö hliðarefni verða á dagskrá, um persónulegar heimildir í sagnfræði og og um varð- veislu og miðlun þjóðararfsins. Þessi efni verða aðeins opin skrásettum þinggestum, en átta stakir fyrir- lestrar, sem haldnir verða í hátíðar- sal aðalbyggingar verða öllum opn- ir. Þar mun meðal annars Ingi Sig- urðsson prófessor fjalla um áhrif fj ölþj óðlegra hugmyndastrauma meðal íslendinga 1830-1918, Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur fjall- ar um ris og hnig flokksfjölmiðla, Skúli Sigurðsson vísindasagn- fræðngur segir frá rafvæðingu ís- lenskrar tilveru, Jón Ólafur Isberg sagnfræðingur ræðir um lækningar og iðnbyltingu, Þorsteinn_ Helgason sagnfræðingur fjallar um íslendinga sem keyptir voru heim í kjölfar Tyrkjaránsins og Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor um heimildagildi lifandi mynda. Dag- skráin hefst klukkan níu fyrir há- degi. SVEINBJÖRN Björnsson, rektor I lands, Ólaf Ragnar Grímsson, og fri ur velkomin : SÖNGHÓPURINI Flokksfjölmii skerti málfr ÍSLENSKIR fjölmiðlar voru mjög vanþróaðir allt fram á síðustu ár í samanburði við fjölmiðla í nágranna- löndunum vegna yfirráða stjórn- málaflokkanna yfir þeim, segir Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur. Flokkstengsl hófu að veikjast um 1960 en þróunin var hæg og lauk ekki fyrr en fyrir fáum árum. Guðjón hefur skrifað sögu íslenskra fjöl- miðla og er gert ráð fyrir að hún komi út í haust. Guðjón skiptir flokksfjölmiðlum í tvennt. „Annars vegar eru fjölmiðlar sem voru beinlínis eign flokkanna, að öllu eða verulegu leyti. Hins veg- ar eru fjölmiðlar eins og Morgunblað- ið, sem var í eigu hlutafélags sem var í sjálfu sér óháð Sjálfstæðis- flokknum, en studdi hann mjög ein- dregið og var í raun og veru mál- gagn hans. Vísir var eins og Morgun- blaðið hlutafélag, en studdi einnig Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar átti flokkurinn á tímabili meirihluta í blaðinu, frá árinu 1958-1966. Sem dæmi um fjölmiðla sem voru í eigu flokka má nefna Alþýðublaðið og Tímann. Tíminn var upphaflega stofnaður af hópi manna innan Fram- sóknarflokksins, en síðar eignaðist flokkurinn blaðið.“ Ekki greint milli frétta og leiðara Eitt megineinkenni flokksblað- anna var að sögn Guðjóns það að þau greindu ekki milli stjórnmála- skrifa og fréttaskrifa. „Þetta voru fremur áróðursmálgögn en frétta-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.