Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 37
Lim
gn-
ids. Helgi Þor-
Hersveinn segja
ma allt frá heimilum
u til mannkynbóta,
mynda.
Morgunblaðið/Golli
láskóla island, býður forseta ís-
i Guðrúnu Katrínu Þorbergsdótt-
1 söguþing.
Voces Thules.
ðlunin
elsið
blöð. Yfirleitt fylgja blöð einhverri
pólitískri stefnu, taka afstöðu til ein-
stakra mála og lýsa jafnvel stuðn-
ingi við ákveðinn flokk en þau skilja
rækilega á milli leiðaraskrifa og
fréttaskrifa. Þetta var ekki gert á
tímum flokksfjölmiðla á íslandi og
breyttist ekki fyrr en á síðustu árum.
ísland hafði því mörg einkenni van-
þróaðs lands í þessum efnum, nán-
ast alla þessa öld. Þessi þróun var
löngu um garð gengin í nálægum
löndum. í Danmörku voru flokks-
fjölmiðlar ráðandi á 19. öld, en
snemma á þessari öld breyttust
stærri blöðin."
Morgunblaðið var stofnað að
danskri fyrirmynd, og átti, rétt eins
og Vísir, að vera frjálst og óháð
dagblað og ekki að taka afstöðu til
TÁKNMYND: Franskir guðsmenn að kaupa landa sína af Tyrkjum í Algeirsborg.
Fleiri sluppu úr höndum
Tyrkja en talið var
FJÓRÐA undirskriftin á íslenska bréfinu til konungs árið 1629.
Getur einhver lesið úr henni? Tilgátan er að nafnið sé Stígur Oddsson.
ALÞEKKT er að 37 íslendingar voru
keyptir heim árin 1635-36 í kjölfar
Tyrkjaráns, en meðal þeirra var Guð-
ríður Símonardóttir. Hinsvegar er
síður kunnugt að átta íslendingar
voru keyptir úr ánauð í Algeirsborg
í Norður-Afríku árið 1645 eða 18
árum eftir mannránið í Grindavík,
Vestmannaeyjum og á Austfjörðum.
Þorsteinn Helgason sagnfræðing-
ur hefur unnið að doktorsritgerð,
m.a. í Kaupmannahöfn, um atburðina
þegar sjóræningjar höfðu nær 400
manns með sér frá íslandi til Norður-
Afríku árið 1627 en það er líklega
stærsta sjórán á saklausu fólki í landi
sem þekkt er í Norður-Evrópu.
„Ég uppgötvaði skjöl sem skráð
voru undir Spán á Ríkisskjalasafninu
í Kaupmannahöfn," segir Þorsteinn,
„og í þeim kemur fram að Danir
gerðu ekki bara eina tilraun, sem bar
árangur, til að kaupa þegna sína úr
þrældómi í Algeirsborg."
Þorsteinn segir að eftir tap Dana
í stríði við kaþólska keisaraherinn
hafi þeim verið boðið að eiga við-
skipti við Spánveija, eitt höfuðríki
kaþólikka. Danir seldu þeim korn og
keyptu salt í staðinn. Spánveijar
höfðu langa reynslu af því að kaupa
út þegna sína frá Tyrkjum eins og
allir múslimar voru kallaðir. Kristján
IV Danakonungur ákvað að nýta
hana vegna viðskipta sinna við Spán-
veija.
Sögunni um útlausn íslendinga í
Algeirsborg hefur hingað til lokið
eftir fyrri tilraun Dana, sem gerð var
með hjálp Hollendinga, til að bjarga
þeim úr þrældómi. „I seinni tilraun-
inni voru fyrirmælin, sem Ambrosio
Volgersen sendimaður Dana fékk,
að kaupa fyrst og fremst íslendinga
og urðu það fjórir karlmenn og ein
móðir með þijú börn,“ segir Þor-
steinn.
Karlarnir hétu Guðmundur Jóns-
son, Jón Jónsson, Guðmundur Söffr-
ensen og Sigurður en konan Bar-
bara, börnin voru ekki nafngreind.
„Þetta voru gamlir menn,“ segir Þor-
steinn, „en á einum reikningnum úr
ferðinni stendur að keyptir hafi verið
sokkar og skór handa tveimur göml-
um íslendingum.“
Þorsteinn
Helgason
Þorsteinn segir að mikil umhyggja
hafi verið fyrir konunni með börnin
og reyndar öllum einstaklingunum í
ferðinni frá Spáni til Kaupmanna-
hafnar en alls voru 23 útkeyptir.
Hann nefnir að gamlar klisjur um
að fátæklingum, konum og börnum
hafi ekki verið sýnd mikil samúð
fyrr á öldum, fái ekki staðist í þessu
tilfelli. Ríkið keypti til dæmis síst
hina ríku úr þrældómi í Algeirsborg
einfaldlega vegna þess að þeir voru
dýrari, en í Algeirsborg þurfti bæði
að borga eigendum þrælanna og rík-
inu eða borgaryfirvöldum.
„Ekki fór vel fyrir sendimanni
Dana í Algeirsborg eftir útkaupin á
þegnum Danakonungs því hann
komst í stórskuld vegna málsins og
var stungið í fangelsi ásamt 11 þræl-
um sem hann hafði keypt en enginn
þeirra var íslendingur,“ segir Þor-
steinn, „Danir gátu ekki bjargað
honum því ekki fengust meiri pening-
ar í þetta verkefni."
Ný bænaskrá íslendinga fundin
í Ríkisskjalasafninu
Fjögur bréf frá íslendingum í
ánauð í Algeirsborg eru þekkt hér £'
landi, en Þorsteinn Helgason fann
hið fimmta á Ríkisskjalasafninu.
Bréfið er stílað á konungsvaldið og
dagsett 1. desember 1629.
Bænaskráin er send fyrir hönd 120
íslendinga en í henni kemur m.a.
fram að 380 íslendingar hafi komið
sem fangar til Algeirsborgar og eru
það heldur fleiri en áður var talið.
Innihald bréfsins er harmagrátur og
bón um hjálp og undir það skrifa
fjórir menn eða Brandur Einarsson,
Þorsteinn Sveinsson og Halldór Guð-
mundsson en erfitt hefur reynst að
lesa út úr fjórðu skriftinni, sennilega
er maðurinn Oddsson og ef til vill
heitir hann Stígur.
Þorsteinn segir að frumritið haff*
Danir sent til Osló og því sé aðeins
til ljósrit í Kaupmannahöfn.
Þorsteinn Helgason mun í dag kl.
14.30 flytja opinn fyrirlestur um
þetta efni í Hátíðarsal Háskólans á
Islenska söguþinginu.
neinna stjórnmála-
flokka. En upp úr 1916
færist meiri harka í
pólitíkina með stofnun
stéttaflokkanna Al-
þýðuflokks og Fram-
sóknarflokks. Kaup-
menn keyptu Morgun-
blaðið til að mynda
mótvægi við áróður
þeirra.
„Einkenni á tíma-
bilinu var að skoðana-
skipti voru milli blaða
en ekki innan þeirra,“
segir Guðjón. „Menn
skrifuðu til dæmis
greinar í Morgunblaðið
en þeim var svarað í
Tímanum, Þjóðviljanum eða Alþýðu-
blaðinu. Yfirleitt fengu andstæðing-
ar þeirrar stefnu sem blöðin fylgdu
ekki inni í þeim.“
Utanflokksframbjóðandi
komst ekki að
Guðjón fjallar í fyrirlestri sínum
í dag einnig um áhrif flokksfjölmiðl-
anna á málfrelsi. „Þeir sem höfðu
skoðanir sem ekki samræmdust
stefnu stjórnmálaflokka voru meira
eða minna útilokaðir frá
fjölmiðlum, meira að
segja frá útvarpinu. Ég
rakst á bréf í fórum
Blaðamannafélags ís-
lands frá Gísla Sveins-
syni sem var einn
þriggja forsetafram-
bjóðenda árið 1952.
Hann hafði ekki stuðn-
ing neins stjórnmála-
flokks, en var reyndar
gamall þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. Hann
lýsti í bréfinu miklum
áhyggjum af málfrelsi á
íslandi því hann hafði
bókstaflega verið þag-
aður í hel í kosningabar-
áttunni. Hann fékk ekki einu sinni
að birta borgaðar auglýsingar um
skrifstofu stuðningsmanna sinna.“
Guðjón segir að Ríkisútvarpið
hafi lítið eða ekkert gert til að breyta
fréttaflutningi.
„Stjórn Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks stofnaði Ríkisútvarpið
og ákvað að það skyldi hafa einokun
á þessu sviði. Margir óttuðust um
hag sinn þegar ritstjóri Tímans, Jón-
as Þorbergsson, var ráðinn fyrsti
útvarpsstjórinn. En það voru settar
gríðarlega strangar reglur um allan
fréttaflutning af stjórnmálum. Það
mátti bókstaflega ekkert segja um
þau fyrsta áratuginn, ekkert sem
gæti komið neinum stjórnmálaflokki
illa. í raun og veru var útvarpið því
nánast steindautt í hlutverki sínu
sem aðhald fyrir ríkisvald og stjórn-
málaflokka."
Flokksformaðurinn
á forsíðunni
Guðjón rekur upphaf endaloka
flokksfjölmiðlanna til byijunar sjö-
unda áratugarins. „Það má segja að
um 1960 hafi blöðin byijað að losa
sig undan ofurvaldi flokkanna. Matt-
hías Johannessen og Eyjólfur Konráð
Jónsson, sem tóku við ritstjórn Morg-
unblaðsins um 1960, tóku þá ákvörð-
un að skilja betur á milli blaðsins og
flokksins. Sú þróun var reyndar ákaf-
lega hæg. Það sem ég held að hafi
meðal annars tafið hana var að rit-
stjórar voru gjarnan þingmenn
flokksins samtímis. Geir Hallgríms-
son, formaður útgáfustjórnar, var
einnig virkur í stjórnmálum. Það er
í raun ekki fyrr en árið 1983, þegar
Geir Hallgrímsson lét af formennsku
Sjálfstæðisflokksins að þessi þróun
fór á fullt skrið. Síðan gerist þetta
stig af stigi. Lengi vel var Morgun-
blaðið gott fréttablað nema rétt fyrir
kosningar. Þá var gjarnan birt á fors-
íðu mynd af formanni flokksins í
ramma og með ávarpi til þjóðarinn-
ar. Þetta var gert í síðasta sinn árið
1991.“ *
Guðjón segir að tilkoma sjónvarps-
ins hafa valdið ákveðnum þáttaskil-
um. „í sjónvarpinu var hægt að
kynna sig sjálfur fyrir fólkinu, án
þess að dagblöðin gerðust milliliðir.
Morgunblaðið hafði yfirburði í skoða-
namyndun sem langöflugasti fjölm-
iðillinn. Stór hluti þjóðarinnar trúði
því að andstæðingar Morgunblaðsins
væru verstu skrattar. Svo sáust þeir
í sjónvarpinu og virtust bara eðlileg-
ir menn og jafnvel viðfelldnir."
Onnur þáttaskil urðu að sögn Guð-
jóns með tilkomu Dagblaðsins. „1
kjallaragreinum Dagblaðsins var öll-
um frjálst að tjá sig og önnur blöð
opnuðust í framhaldi af því. Stofnun
þess olli mikill ólgu á fjölmiðlamark-
aðnum.“
Guðjón nefnir einnig Helgarpóst-
inn sem áhrifavald í þessari þróun,
en hann kom fyrst út árið 1979.
Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur