Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 40

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Vorboðinn ljúfi, flug- vélin Páll Sveinsson í KVÆÐINU fræga eftir Jónas Hallgríms- son talar skáldið um vorboðann ljúfa, fugl- inn sem kemur heim í dalinn að kveða kvæðin sín. Nú hin síðari árin hefur annar vorboði eða sumarboði glatt okkur Reykvíkinga og Sunnlendinga en það er landgræðsluflugvél- in Páll Sveinsson, sem tekur flugið nú í byrj- un júní eins og hann hefur gert sl. 23 ár, og er þá ekki, um að villast þegar hinn þungi, vinalegi, hreyfildynur fyllir loftið og staðfestir komu sumars, loksins. Douglas-vélin Páll Sveinsson, sem Flugfélag íslands hf. gaf Land- græðslunni veturinn 1972 og útbjó síðan til landgræðsluflugs sem hófst ^.sumarið 1973, hefur flogið nokkur ' þúsund klukkustundir yfir óbyggð- um og gróðurlausum melum með bæði fræ og áburð á hverju sumri upp frá því. Margir flugmenn hafa tekið þátt í hinu mjög svo skemmti- lega og gefandi starfi, sem upp- græðsla landsins er. Nú má víða sjá þann árangur sem Douglasinn hefur náð við að hefta eða stöðva uppblástur og græða upp þar sem enginn gróður var fyrir og nýr gróð- ur síðan tekið sér bólfestu. Víst er, að af nógu er að taka í landgræðslumálum okkar íslend- inga, þar sem landið er mjög iila farið á stórum svæðum, eins og forsetinn okkar kom inná á land- græðsluráðstefnu fyrir nokkru, að Island væri ein stærsta eyðimörk í Evrópu. Nú veit ég ekki fyllilega hvort flugvélar eru eins góðar til sáningar eins og sérstakar sánings- vélar sem pota fræjunum niður í jörðina, en til áburðar- dreifingar hljóta flug- vélar að vera miklu afkastameiri og í mörgum tilfellum eini möguleikinn til að koma áburði á svæði þar sem ekki er hægt að koma tækjum á jörðu að, svo sem um hraun og brattar heið- ar, skóga og holt. Það sannar árangur undanfarinna 23ja ára að landgræðsluflugvél- arnar hafa unnið land- inu mikið gagn. Nú heyrast hins vegar þær raddir, að brátt heyri_ landgræðsluflug sög- unni til á íslandi! Ég teldi mikið óráð og skaða ef svo yrði. Önnur landgræðsluflugvélin, TF-TUN, sú minni, hefur þegar verið seld úr landi og heyrast raddir um að Páll Sveinsson muni líklega ekki fljúga í landgræðsluverkefnum eftir þetta sumar. Hvað veldur þessari stefnubreyt- ingu Landgræðslunnar og þó aðal- lega ráðamanna sem útvega pen- inga til áburðarkaupa, veit ég ekki, en víst er að þegar hætt hefur ver- ið, verður mun erfiðara að hefja flugið á ný. Allt frá byijun landgræðsluflugs- ins á Páli Sveinssyni, hafa flugmenn íslensku flugfélaganna verið mjög áhugasamir um þetta flug og upp- græðslustarfið, og unnið það í sjálf- boðavinnu, færri komist að en vildu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að svo yrði áfram fram á næstu öld. Einnig hefur verið ráðist í þó nokkr- ar endurbætur og viðgerðir á Páli Sveinssyni nýverið svo að vélin er í mjög góðu lagi til komandi ára, m.a. kominn í hana nýr hreyfill og vængstyrkingar sem Flugleiðir hf. gáfu Landgræðslunni fyrir Ég skora á landbúnað- arráðherra og umhverf- isráðherra, segir Jón Karl Snorrason, að styrkja landgræðsluflug rausnarlega. skömmu. Eðlilega kostar allmikið fé að reka tveggja hreyfla flugvél sem ber 4.000 kg af áburði í hverri ferð, enda mjög afkastamikið tæki, ef hún væri notuð eins og vænta mætti. Tryggingar, ársskoðun og fleira er fastur kostnaðarliður hvort sem flogið er mikið eða lítið, og er því stórt hlutfall í rekstrinum nú og sumir sjá ofsjónum yfir. Árið 1974 og næstu ár á eftir var Al- þingi rausnarlegt og lagði land- græðslustarfínu til þó nokkrar upp- hæðir sem skiptu máli, enda Páll Sveinsson þá nýkomin til starfa. Hin síðari ár hefur lítill áhugi verið hjá þingliðinu á þessu mikilvæga starfi og fjárframlagið orðið hrein hungurlús. Væri ekki fyrir tilkomu uppgræðsluverkefna fyrir Lands- virkjun kringum Blöndulón, sem reyndar stendur undir nær öllum rekstri Páls Sveinssonar, þá væri ekki nokkur grundvöllur fyrir rekstri flugvélarinnar nú. Ég skora á landbúnaðarráðherra og umhverf- isráðherra að leggja rausnarlega til landgræðsluflugsins næsta fjár- hagsár, svo að Páll Sveinsson megi áfram boða okkur komu sumars með sínum kunnuglega, þunga vél- argný, og um leið viðhalda þessari happasælu og elskuðu flugvél, sem þjónað hefur okkur íslendingum allt frá árinu 1946, eða í rúm 50 ár, án nokkurra óhappa. Yrði og mikill sjónarsviptir að Jón Karl Snorrason Á LEIÐ með fræ og áburð í Emstrur. PÁLL Sveinsson í flugtaki á Gunnarsholtsflugvelli sl. sumar. gamla þristinum og leitt til þess að vita, að brautryðjendastarf þeirra góðu manna Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra og Stefáns Sig- fússonar, forkólfanna í land- græðslufluginu frá fyrstu tíð, skuli vera að leggjast af fyrir áhuga- og skilningsleysi stjórnmálamanna og jafnvel yngri landgræðslumanna, sem reikna kostnað við flugið og afrakstur nánast út af borðinu. Var þá áburðardreifing og sáning úr lofti alla tíð tóm vitleysa? Svari því þeir sem fara um Auðkúluheiði, Þjórsárdal, Haukadalsheiði, ofan Heklu, Búrfells og miklu víðar þar sem sjá má afrakstur dreifingar úr lofti undanfarna áratugi. Með von um áframhaldandi land- græðsluflug og framsækni til fegr- unar landsins okkar. Höfundur er flugmaður og áhugamaður um landgræðslu á Islandi. Hömlulaust þjóðfélag er ekkí samfélag siðaðra manna Fullmark £coJet Bleksprautuhylki ^ og áfyllingar • Apple, Canon, • Epson og • Hewlet Packard prentara. • ISO-9002 gæðavottun á framleiðslu. Mjög hagstætt verð. 'SM) J- ÁSTVflLDSSON HF. -_f ZIE Skipholti 33 105 Rcykjovík Sími 533 3535 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Á SÍÐARI árum hafa heyrst æ háværari raddir um frelsi á sem flestum sviðum. Frelsið er sannarlega dýrmætt þar sem það á við og skaðar ekki aðra, en því miður er reynslan sú að í fleiri tilvikum er frelsi eins, til orða og athafna, á kostnað ann- arra á einhvern hátt. Er það gott frelsi? Nei, það er það ekki. Tökum nokkur dæmi: Mál- frelsi, snýst um það að geta óáreittur blótað, klæmst, guðlastað og reytt æruna af saklausu fólki fyrir alþjóð, jafnt í útvarpi og sjónvarpi, blöðum, hvar og hvenær sem er. Er þetta „frelsi" mannbætandi, þroskar það siðgæðisvitund þjóðar- innar, færir það okkur nær þeirri fullkomnun sem mannkyninu er ætl- að að ná að lokum? Mér sýnist að haldí þessi þróun áfram, þá séum við að fjarlægjast Almættið með hraði. Við erum að hverfa aftur á villimannastigið, við erum að bíða ósigur fyrir siðmenningu og sið- fágun sem hingað til hefur þótt að- alsmerki sannrar menningar. Þess í stað veður allt uppi með niðurlægj- andi og subbulegu klámi, sem færir mannkynið niður á lægsta plan. Hugsun margra nær ekki upp fyrir mittið, hvað þá til hjartans. Mörgum er ekkert heilagt, virða hvorki Guð, einkalíf fólks, né eignarrétt, æru eða líf. Er hægt að afsaka það að draga dár að því helgasta í kristinni trú, svo sem kvöldmáltíðinni og up- prisuhátíðinni? Er hægt að afsaka það að í skjóli málfrelsis sé hægt að rýja hvaða einstakling sem er, mannorðinu? Málfrelsi eins, getur kostað annan æruna, eignir, atvinnu, fjöl- skyldu, vini og líf. Hver vill sjálfur lenda í slíku? Örugglega enginn. Al- gert málfrelsi er ávísun á ótakmark- að siðleysi í orðum og orð leiða af sér gerðir. Mennirnir eru ekki orðnir svo fullkomnir að þeir geti metið, hvar mörkin eru á milli þess sem er siðfræðilega rétt og rangt. Hömluleysið á mörgum sviðum ógn- ar siðmenningu okkar hér á landi, ekki síður en annars staðar. Klámið og siðleysið gengur út yfir öll tak- mörk. Allt er sýnt, allt er sagt og það á þann grófasta hátt sem hægt er. Ofbeldi er orðið daglegt brauð og það verður sífellt grófara og mis- kunnarlausara, nú er ekki lengur slegist með hnúum og hnefum, eins og áður fyrr, það má ekki orði halla fyrr en dregnir eru upp hnífar og byssur. Það er uggvænleg þróun þegar það er orðið keppikefli að skaða andstæðinginn sem mest, miskunn- arleysið er algjört. Séu ekki hnífar eða byssur við höndina, þá er spark- að, - sparkað og sparkað í varnar- lausa manneskju þar til hún er nær dauða en lífi. Ástæðurnar fyrir of- beldinu eru oft lítilfjörlegar á móts við þær hræðilegu afleiðingar sem af hljótast. Algert málfrelsi er ávís- un á ótakmarkað sið- leysi í orðum. Dagrún Kristjánsdóttir telur að orð leiði af sér gerðir. Líkamlegt ofbeldi er hliðstæða því aukna málfrelsi sem mörgum finnst eftirsóknarvert til að geta vegið að andstæðingi sínum óheft í orðum, og spyija þá ekki um hvort nægar sakir séu fyrir hendi. Sá er þó mun- urinn að enn eru einhver refsi- ákvæði við líkamlegu ofbeldi og enn hefur engum dottið í hug að krefj- ast frelsis, í því efni. Kannski er ekki langt í það? Frelsi til fóstureyðinga er alltof rúmt. Guðleysið er orðið svo mikið að það er talið lítið mál að deyða einstakling sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Það þarf að vera brýn ástæða til slíks verknað- ar, svo sem að líf móður sé í hættu. Lausungin og léttúðin er talin svo sjálfsögð nú á dögum að sjaldan er hugsað um afleiðingarnar fyrr en um seinan, ef til vegna þess að þarna er alltaf úrræði. Ekkert mál, bara að svipta þessa verðandi mannveru lífi. Engum dettur í hug að spyija hvers konar einstakling sé verið að íjarlægja? Hvers konar erindi hann átti í heiminn? En því verður aldrei svarað hérna megin grafar, því að hann fékk ekki að lifa. Lífsgæðakapphlaupið er orðið svo æðisgengið að margir láta það stjórna þessum gerðum sínum sem öðrum. Það má enginn láta neitt á móti sér, ekkert má hindra neinn í því að gera það sem óbeislað eðli vill. Er ekki kominn tími til að menn- irnir fari að nýta þá Guðsgjöf, að geta hugsað, vegið og metið hvar við erum stödd. Eigum við að láta dýrseðlið og villimanninn í okkur ráða ferðinni, eða eigum við að snúa við og láta Guðseðlið, miskunnsem- ina, réttlætið, og nægjusemina ráða? Guð gaf okkur vitið til að nota það til góðs og þarfra hluta, taka framförum í þroska á öllum sviðum. í þess stað virðist mannkynið allt, sökkva dýpra og dýpra í hvers konar spillingu og niðurlægingu sem ekki er sæmandi neinum sem vill kallast maður. Höfundur er fyrrverandi húsmæðrakennari. Dagrún Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.