Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.05.1997, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIMAR Skemmdasta land Evrópu LOKSINS, loksins er búið að sýna okkur, svo ekki verður ve- fengt að við erum búin að eyðileggja nærri helming af gróðri landsins og stöndum hér, okkur til hneisu, á skemmdasta landi I Evrópu og þó víða væri leitað. Fram á þennan dag hefur verið reynt með öllum ráðum að kveða niður allar ábendingar um þann voða sem hér ætti sér stað, með því að segja að þetta væru bara öfgar og áróður. Skaðsemi óhóflegrar lausabeitar á landinu væri ekki teljandi og land- græðslan hefði í fullu tré við upp- blásturinn, en því er nú ver. Nú er • búið að sanna að vamaðarorðin áttu sannarlega rétt á sér. Myndir af gróðurþekju landsins úr lofti, með innrauðum myndum, eru mikið áfall fyrir þá sem reyndu að loka augum fyrir staðreyndum. Já, lokuðu aug- unum, til að geta fleytt vandanum á undan sér, og blygðunarlaust kom- ið honum á næstu kyn- slóð og þá auðvitað enn stærri, því gróðureyð- ingin og uppblásturinn gengur hraðar og hrað- ar eftir því sem sárin stækka. Það eru fleiri skað- legir þættir við upp- blásturinn en gróðu- reyðing og tap á gróð- urmoldinni, þegar hún er fokin á haf út, því þá byijar sandfokið sem brennir og kæfir gróður. Þar að auki myndast mistur í loftinu sem varn- ar sólargeislunum að komast í gegn svo hitagráðan lækkar. Skógleysið stuðlar einnig að kaldara og vinda- samara veðurfari. Þannig höfum við sjálf stuðlað að kaldara veður- fari á landinu. Forsetinn okkar tók þannig til orða í ávarpi, að það rímaði ekki við sjálfsmynd okkar að landið Herdís Þorvaldsdóttir FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni • Grasfræ Áburður • Garðáhöld V/ð leggjum rækt viðykkar hag MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 nnmi Fimmtudag og föstudag verður snyrtifrœðingur á staðnum og veitir persónulega ráðgjöf, Kynnt verður nýja „brúnn án sólar” kremið ásamt öðrum nýjunum. /) £ < '>otta Kringlunni 4-6, sími 588 1001. væri versta eyðimörk álfunnar, að hann sem forseti hvetti þjóðina til landvarnar gegn voðanum svo ókomnar kynslóðir gætu ekki álas- að okkur um aldur og ævi fyrir að eyðileggja fyrir þeim landið. Ég veit að landgræðslan vinnur að því fyrir offjár að reyna að halda í við landeyðingu en hefur hvergi undan. Þó nokkrir bændur hafa viðurkennt staðreyndir um afleiðingar skipu- lagslausrar rányrkju og vilja leggja eitthvað að mörkum, a.m.k. á sínum eigin jörðum eða afréttarlöndum, en þetta dugir ekki til að hefta gróðureyðingu. Allt þetta erfiði minnir svolítið á þau vinnubrögð að verið sé að byggja hús, án þess að byija á grunninum. Hvar endar það? Útbúa þarf afgirt beit- arlönd fyrir búfé, segir Herdís Þorvaldsdótt- ir. Þá fyrst er hægt að græða landið upp með einhverjum árangri. Grundvöllurinn í þessu máli er sá að ef von á að vera til þess að þetta kostnaðarsama erflði skili árangri þá þarf auðvitað að byija á því að stöðva lausabeit búfjár (kinda og hesta), útbúa afgirt beitarlönd fyrir þessar skepnur, þá fyrst er hægt að fara að græða landið með ein- hverjum árangri. Þetta vita allir, en ennþá eigum við ekki til menn sem hafa kjark eða hugsjónir til að vinna að þessu nauðsynjamáli, þó í óefni sé komið. Við hælum okkur af því að vera með hreint og ósnortið land, þvílík blinda. Stað- reyndin er sú að við erum að verða þekkt fyrir að vera með skemmd- asta land í Evrópu, það þarf að leita til Norður-Afríku til samjafnaðar. Þvílíkur heiður. Kæru landar, tökum öll saman höndum við þetta næstum ofur- mannlega átak og byijum á grunn- inum, þá fyrst fer að sjást árangur. Höfundur er leikkona. HUOÐKUTAR Eigum hljóðkúta og pústkerfi í flestar gerðii bifreiða. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staðnum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550 BílavörubúSin FJÖDRIN I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 S3QSIS Hvert stefnir í geð- heilbrigðismálum barna og unglinga? ÖLLUM sem láta geðheilbrigðismál sig nokkru skipta á ís- landi hlýtur að renna til rifja ástand mála á barna- og unglinga- geðdeild Landspítal- ans (hér eftir nefnd barnageðdeild). Starfsmenn barna- geðdeildar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi vegna ofurálags, eins og kemur fram í nýlegu viðtali við yfirlækni deildarinnar í Mbl. Þar kemur margt til. Ekki síst áralangt fjársvelti en einnig aukin eftirspurn eftir þjónustu, m.a. vegna óheppilegrar þróunar við endurskipulag sálfræðiþjón- ustu í skólum sem nú heyrir undir sveitarfélög. Ríki og sveitarfélög takast á um kostnað á mörgum vígstöðvum og herkostnaðurinn er fólk sem á rétt á þjónustu sam- kvæmt lögum, en fær hana ekki vegna þess að ekki fæst skorið úr hver á að borga fyrir hana. Ástand- ið getur vart talist einkamál barna- geðdeildar eða geðdeildanna al- mennt heldur hlýtur það einnig að varða faglega stjórn Landspítal- ans, svo ekki sé talað um neytend- ur þjónustunnar: börn, foreldra og fagmenn innan og utan heilbrigðis- þjónustunnar. í skýrslu frá Hagsýslu ríkisins, sem gefin var út í október 1993 og fjallaði um málefni barna og unglinga, koma fram athugasemd- ir um skipulag barnageðdeildar sem vert er að gefa gaum. Höfund- ar skýrslunnar velta því fyrir sér hvort bamageðdeild geti tekið að sér víðtækt ráðgjafar- og aðstoðar- hlutverk (bls. 12). í því felst að vera öðrum stofnunum til ráðgjaf- ar um uppbyggingu þjónustu og til sérfræðilegrar ráðgjafar í mál- efnum einstakra hópa eða einstakl- inga. Ekki var efast um að á barna- geðdeild væri til þekking og reynsla til þess að sinna slíku hlut- verki. Aftur á móti voru efasemdir um að slíkt gæti orðið og tilgreind- ar sérstaklega tvær ástæður. Báð- ar taka til innra skipulags Landsp- ítalans. Fyrri ástæðan er hve lítill sveigjanleiki er í skipulagi barna- geðdeildar þar sem hún er hluti af stærri stofnun og hefur þ.a.l. takmarkað sjálfsforræði til að setja sér eigin markmið og fylgja þeim eftir. Seinni ástæðan tekur til sjálfrar grundvallaruppbyggingar allrar þjónustu spítala sem er skiptingin í lækningasvið og hjúkr- unarsvið. Þessar athugasemdir þarf að taka alvarlega. Nú hefur heilbrigðisráðherra sagt á opinberum vettvangi að nýr barnaspítali muni rísa innan tíðar. Þegar sú bygging kemst í gagnið verður væntanlega úr sögunni sú lélega aðstaða sem þjakað hefur sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk barnadeild- arinnar. Með byggingu nýs barnaspítala verða málefni bama vonandi sett í forgang innan heilbrigðiskerfisins, a.m.k. tímabundið. í því sambandi þarf að íhuga vandlega hvort geðlæknisfræðileg þjónusta við börn og unglinga sé ekki best komin undir sama þaki og aðrar barnalækningar á vegum Landspítalans. Slík endurskipu- lagning mundi styrkja starf barna- deildar Hringsins, sem nú nýtur takmarkaðrar geðlæknisfræðilegr- ar og sálfræðilegrar þjónustu, um Hvernig samrýmist það hugmyndum um for- varnir í heilbrigðismál- um, spyr Evald Sæ- mundsen, að hafa að hornreku þá vinnu sem snýr að málefnum barna o g unglinga? leið og faglegur grunnur að barna- geðlækningum gæti styrkst. Á hinn bóginn verður allt tal um endurskipulagningu marklítið nema jafnframt verði tekið á hinni úreltu skiptingu í lækningasvið og hjúkrunarsvið. Það fer ekki hjá því að áhorf- endur og þolendur þeirrar þróunar sem lýst hefur verið velti því fyrir sér hvort barnageðdeild mæti til- hlýðilegum skilningi innan Landspítalans eða hjá heilbrigðis- ráðuneytinu (sjá t.d. dylgjur að- stoðarmanns ráðherra um þjón- ustu deildarinnar). Hvernig sam- rýmist það hugmyndum um for- varnir í heilbrigðismálum að hafa að hornreku þá mikilvægu vinnu sem snýr að málefnum barna og unglinga? Hvað hindrar Landspít- alann í að bregðast við ástandinu á faglega yfirvegaðan hátt? Af hverju gengur svo hægt að fram- fylgja ábendingum hinna sænsku sérfræðinga sem gerðu úttekt á starfsemi deildarinnar og Þorvald- ur V. Guðmundsson lækningafor- stjóri gerir að umtalsefni í Mbl. 24. maí sl.? Er ekki eitthvað hæft í vangaveltum Hagsýslu ríkisins? Höfundur er s&lfræðingur og starfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Evald Sæmundsen - Gœðavara Gjdfdvai a — inaldu og kaffislell. Allir verðflokkar. ^ (JVERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfræqir hönnuðir m.a. Gianni Versace.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.