Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 29.05.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 *45 AÐSEIMDAR GREINAR Kosningar í Garðaprestakalli NÆSTKOMANDI laugardag, 31. maí, verða prestkosningar í Garðaprestakalli. Þá lætur af störf- um sr. Bragi Friðriksson, sem þjón- að hefur prestakall- inu með mikilli reisn um 30 ára skeið. Við þetta tækifæri lang- ar mig að þakka hon- um góð og farsæl störf í okkar þágu. í þeim kosningum sem í hönd fara eru tveir í kjöri sem boð- ið hafa sig fram til þjónustu við söfn- uðina þrjá sem heyra undir prestakallið. Báðir eru frambjóð- endumir hinir mæt- ustu menn. Annar þeirra er sr. Örn Bárður Jónsson. Öm Bárður, sem er 47 ára að aldri, hefur búið í Garðabæ meira og minna undanfarin 30 ár og er Garðbæingum að góðu kunn- ur. Hann vígðist til Garðaprestakalls Það er gæfa safnaðanna í Garðaprestakalli, segir Sigurður Björgvins- son, að Orn Bárður skuli gefa kost á sér. árið 1984 sem aðstoðarprestur séra Braga Friðrikssonar og þjónaði með honum í eitt ár, eða þar til hann tók við embætti sóknarprests í Grinda- víkurprestakalli, þar sem hann þjón- aði næstu 5 árin. í Grindavík inn- leiddi Örn Bárður ýmsar nýjungar í safnaðarstarfmu sem vöktu athygli. Starf hans í Grindavík leiddi til þess að hann var valinn til að leiða átak til eflingar safnaðarlífs í landinu. Safnaðaruppbygging er sérstakt áhugamál Amar Bárðar, enda hefur hann aflað sér menntunar á því sviði í Bandaríkjunum. Frá árinu 1995 hefur Örn Bárður verið fræðslustjóri kirkjunnar. Margir kannast við hreyfinguna Lúthersk hjónahelgi. Örn Bárður var ásamt eiginkonu sinni, Bjarn- fríði Jóhannsdóttur, og fleirum frumkvöðull að stofnun þeirrar Sigurður Björgvinsson hreyfingar. Þau hjónin hafa verið leiðbeinendur á fjölda slíkra nám- skeiða, ekki bara hér á íslandi held- ur einnig í Svíþjóð og Finnlandi. Á íslandi hafa um 3.000 mann sótt þessi nám- skeið. Öm Bárður hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi í Garðabæ og verið formaður unglinga- nefndar Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar undanfarin tvö ár. Það segir nokkuð um dugnað Arnar að á þessum tveimur ámm hefur tala ungl- inga í klúbbnum tvö- faldast. Ég gæti haldið áfram að telja upp störf Arnar Bárðar, en þó að þau skipti miklu máli em það þó mannkostir hans sem vega þyngst, þegar söfnuðirnir velja sér prest. Það er engin tilviljun að Erni Bárði hefur verið treyst fyrir þeim störfum sem hann hefur tekið að sér í þágu kirkjunnar. Hann á að baki farsælan og langan feril innan hennar, þar sem honum hefur verið falin sívaxandi ábyrgð. Ef litið er til fyrri starfa Arnar Bárðar innan kirkjunnar má búast við að starf hans í Garðaprestakalli verði öflugt, þar sem allir aldurs- hópar taka virkan þátt í safnaðar- starfinu. Einnig má vænta þess að Óskalisti brúðfojónanna Gjafapjönustajyrir brúðkaupið i SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - safnaðamppbygging í öllum söfn- uðunum þremur ásamt fræðslu- starfí verði hornsteinn starfsins. Það er í raun gæfa safnaðanna í Garðaprestakalli að Örn Bárður skuli gefa kost á sér til þjónustu við söfnuðina. Þeir sem til hans þekkja vita að þar fer maður sem er framsýnn, duglegur og fylginn sér, en umfram allt kærleiksríkur og líknandi. Kosningarétturinn er homsteinn lýðræðisins. Þess vegna skora ég á alla safnaðarmeðlimi í Garðaprestakalli að nýta sér hann á laugardaginn kemur. Höfundur er skólastjóri og varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Garðabæ. Sumarskólinn sf. 5 erum reynslumestir og ódýrastiT Um 40 matshæfLr framhaldsskólaáfangar eru í boði. Kennsla fer fram í júní. Verð er kr. 11.800 fyrir einn áfanga og kr. 18.800 fyrir tvo áfanga. Skráning er þessa viku og n.k. mánudag, kl. 17:00-19:00 í Odda, Háskóla íslands og í símum 565-6429 og 564-2100. Desi varð strax ein af okkur' Jón Gunnarsson og Soffía Sveinsdóttir ásamt syninum Viktori og Désirée frá Þýskalandi: „Desi varð strax ein af okkur. Fólk talar um að það geti ekki hýst skiptinema vegna tíma- leysis en auðvitað er ekki ætlast til að fjölskyldan hafi ofan af fyrir krökkunum daginn út og inn. Unga fólkið er í skólanum megnið af deginum, eignast sína vini og hefur yfirleitt nóg að gera. Okkur hefur fundist ákaflega lærdómsríkt að hafa ungling á heimilinu og það verður mikill söknuður á báða bóga þegar Desi heldur heim í sumar“. Við óskum eftir fjölskyldum fyrir skiptinema á aldrinum 16-19 ára, frá miðjum ágúst '97 til júní '98 eða hálft þetta tímabil. Nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 26, 3. hæð, sími 552 5450. ISUNDt Alþjóðleg fræðsla og samskipti Laugavegi 26, sími 552 5450. Hefur þú séð nýja vörulistann frá Rekstrarvörum? Vörulisti RV 1997-1998: Ómissandi vinnubók við dagleg innkaup! Pöntunarsími 587 5554 I örygqi é °iann"e"íðan ''lr>us(Qrt,lm Rekstrarvörur » Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími 587 5554 Fax 587 7116 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.