Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 5 7
Samþykkt deildar-
ráðs gerð með 5 sam-
hljóða atkvæðum
i MORGUNBLAÐINU hefur borist
. eftirfarandi yfirlýsing vegna skrifa
um uppsögn lektors í spænsku (frá
I deildarráði heimspekideildar Há-
skóla Íslands 1994-95):
„í tilefni greinar Önnu Þorsteins-
dóttur, Valdníðsla er þjóðarmein, í
Morgunblaðinu 22. maí 1997 viljum
við undirrituð, sem sátum í deildar-
ráði heimspekideildar Háskóla ís-
lands 1994-95, taka eftirfarandi
fram:
Sú ákvörðun að auglýsa lektors-
> stöðu í spænsku og segja Aitor Yra-
ola þar með upp störfum var engan
| veginn auðveld, og því fer fjarri að
deildarráð hafi tekið hana að óathug-
uðu máli eða umræðulítið. Þótt engin
samþykkt væri gerð í málinu fyrr en
á fundi deildarráðs 3. febrúar 1995
hafði það oftar en einu sinni áður
verið rætt á fundum ráðsins. Eins
og fram hefur komið í grein Vésteins
Olasonar, þáverandi deildarforseta, í
I Morgunblaðinu 24. apríl var leitað
álits lögfræðinga á þessari málsmeð-
ferð áður en deildarráð tók ákvörðun
sína. Samþykkt deildarráðs var því
gerð í góðri trú um að öllum forms-
atriðum væri fullnægt.
Það er fráleitt að halda því fram
að pukrast hafi verið með málið og
deildarforseti knúið samþykktina
fram. Samþykkt deildarráðs var
gerð með 5 samhljóða atkvæðum,
án mótatkvæða. Sum okkar undirrit-
aðra greiddu tillögu deildarforseta
atkvæði sitt, en önnur sátu hjá. Það
er þó ekki aðalatriði málsins nú,
heldur hitt, að lýsing Önnu Þor-
steinsdóttur á málsatvikum er í
veigamikium atriðum ýmist villandi
eða röng. Þann misskilning viljum
við leiðrétta. Um efnisatriði málsins
vísum við hins vegar til orðsendingar
sem háskólarektor hefur sent fjöl-
miðlum.“
Ármann Jakobsson, Ástráður Ey-
steinsson, Eiríkur Rögnvaldsson,
Hrefna Karlsdóttir, Margrét
Jónsdóttir, Oddný Sverrisdóttir,
Páll Skúlason, Pétur Knútsson og
Torfi H. Tulinius.
(Tekið skal fram að ekki náðist
til þeirra Mikaels M. Karlssonar og
Þórs Whitehead, sem eru erlendis.)
Landsfundur Landssam-
bands aldraðra hefst í dag
- FJÖRÐI landsfundur Landssam-
bands aldraðra verður haldinn
fimmtudaginn 29. og föstudaginn
30. maí 1997 í Hafnarborg við
" Strandgötu í Hafnarfirði. Fundur-
inn verður settur kl. 10 í fundar-
salnum á annarri hæð hússins.
Við fundarsetningu ávarpa
fundinn þau Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, formður Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Landsfundir eru haldnir annað
• hvert ár og eru því innri mál Lands-
sambandsins verulegur þáttur í
starfi fundarins. Uppbyggingu fé-
laga eldri borgara í einstökum
byggðarlögum er nú að verða lokið
og starfsaðstaða félaganna hefur
batnað verulega með auknu sam-
starfi við félagsmálastofnanir
sveitarfélaganna á sviði félags- og
tómstundastarf.
Landssamband aldraðra hefur
nú starfað í átta ár. Það var stofn-
í -------------------;---------
Vorsýning
á tréskurði
TRÉSKURÐARMENN sýna hand-
verk sitt um næstu helgi í Viðarm-
iðluninni, húsnæði Skógræktar rík-
4 isins í Suðurhlíðum 38 í Reykjavík.
Sýningin verður opnuð föstu-
1 daginn 30. maí og stendur fram á
| sunnudaginn 1. júní. Sýningartími
er frá kl. 13-18 alla daga utan
sunnudags þegar opnað er kl. 14.
Á sýningunni verða munir unnir
í ýmsar tijátegundir með mismun-
andi tækni. Þá verða á sýningunni
verk eftir tréskurðarmenn með
mismunandi reynslu og kunnáttu.
Tilgangur sýningarinnar er fyrst
| og fremst að kynna tréskurð og
j efla áhuga fólks á þessu gamla en
j þó sífellt unga handverki.
Skógarganga
í kvöld
ÖNNUR skógarganga skóg-
ræktarfélaganna, Ferðafélags Is-
lands og Búnaðarbankans um
„Græna trefilinn“ hefst í dag,
I fimmtudaginn 29. maí, kl. 20.
Gengin er raðganga um útmörk
i höfuðborgarsvæðisins og hefst
' önnur gangan við gróðrarstöð
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
að á Akureyri hmn 19. júní 1989,
af 9 félögum eldri borgara. Fyrstu
verkefni Landssambandsins voru
að beita sér fyrir stofnun nýrra
félaga um allt landið og eru þau
nú orðin 45 félögin, með nærri
þrettán þúsund félagsmenn, sem
senda fulltrúa á þennan landsfund.
Vegna fjölda félagsmanna og vax-
andi verkefna eru nú til meðferðar
nokkrar breytingar á lögum og
skipulagi landssambandsins. Um
næstu mánaðamót opnar Lands-
samband aldraðra skrifstofu fyrir
starfsemi sína á Suðurlandsbraut
30 á 2. hæð, í sambýli með nokkr-
um verkalýðsfélögum. Verður þar
um verulega bætta starfsaðstöðu
að ræða og aukna starfsemi.
Síðari fundardaginn verður svo
kosin ný forysta fyrir landssam-
bandið til næstu tveggja ára. Verði
lagabreytingar samþykktar þarf að
kjósa formann og 20 manna sam-
bandsstjóm, sem velur sér fram-
kvæmdastjórn til daglegra starfa.
við Kaldárselsveg og gengið verður
um Fremstahöfða og Seldal að
Hvaleyrarvatni. Mæting og rútu-
ferð verður frá Mörkinni 6, húsi
Ferðafélagsins, kl. 19.40 og við
gróðrastöð Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar kl. 20. Staðkunnir
leiðsögumenn frá skógræktarfé-
lögunum og Ferðafélaginu verða
með í för og segja frá því sem
fyrir ber.
Næsta ganga verður fimmtu-
daginn 5. júní. Gengið verður frá
Hvaleyrarvatr.i að Vífilsstaðatúni.
Göngurnar eru við allra hæfi og
allir velkomnir.
Kynning
á Kriya Yoga
HALDIN verður kynning á Kriya
Yoga föstudaginn 30. maí kl. 20
í Bolholti 4, 4. hæð. Dagana 31.
maí til 1. júní verður svo haldið
námskeið í Kriya Yoga á sama
stað.
Swami Prajnanananda Giri, sem
var hér á landi síðasta sumar, er
kominn aftur til að kynna og kenna
Kriya Yoga. Á íslandi er Yogan-
anda sennilega þekktastur sem
höfundur bókarinnar Hvað er bak-
við myrkur lokaðra augna eða
Sjálfsævisaga yoga.
Vs ^ i I
Jk á. m
26 nýir leiðsögumenn
26 NYIR lejðsögumenn frá Leið-
söguskóla íslands útskrifuðust
22. maí sl. eftir að hafa lært í
vetur um eldfjöll, fugla og plönt-
ur, Islandssögu, bókmenntir og
helstu ferðamannastaði lands-
ins.
„Myndin var tekin við út-
skriftina og horfa leiðsögumenn
glaðir fram á veginn og bíða
þess í ofvæni að miðla farþegum
sínum af þeim fróðleik sem þeir
hafa Iært,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Leiðsöguskóla íslands.
Sveitarstjórn
Súðavíkur hvet-
ur til sátta
S VEITARSTJ ÓRN Súðavíkur
harmar að ekki hafi tekist að binda
enda á verkfallið á Vestfjörðum sem
nú hefur staðið á sjöttu viku og
hvetur deiluaðila til sátta. Tjón
Súðvíkinga nú þegar er tilfinning-
anlegt enda atvinnulíf í kauptúninu
lamað. Verkfallið hefur stöðvað
starfsemi Frosta hf. og haft áhrif
á fiest heimili í Súðavík, segir í
ályktun frá sveitarstjórn Súðavíkur.
Ennfremur segir: „Súðavíkur-
hreppur er stærsti hluthafinn í
Frosta með 43% hlutafjár. Þetta eru
því miklir hagsmunir í húfi fyrir
alla íbúa Súðavíkur að samningar
náist. Byggð hefur verið upp öflug
rækjuvinnsla í Súðavík. Verksmiðja
Frosta hf. er ein glæsilegasta
rækjuvinnsla landsins sem veitir um
90 manns atvinnu og ber uppi at-
vinnulíf á staðnum. Fyrirtækið ger-
ir út tvo togara, Bessa og Andey.“
Jafnframt: „Tjón vegna verk-
fallsins fyrir Súðvíkinga er þegar
orðið mikið. Ekki hefur tekist að
standa við gerða samninga um af-
hendingu á rækju. Mikið tjón er
orðið á áralöngu markaðsstarfi og
einstakir sölusamningar hafa þegar
tapast.
Byggðir á norðanverðum Vest-
fjörðum standa veikt og á undan-
förnum árum hefur íbúum fækkað
og atvinnulíf dregist saman. Þessa
þróun verður að stöðva. Deilan mun
án efa hafa áhrif á allt mannlíf á
Vestfjörðum til lengri tíma. Nauð-
synlegt er að efla byggðir og styrkja
atvinnulíf í fjórðungnum."
Gigtarvika í
Hjálpartækja-
bankanum
SÉRSTÖK gigtarvika verður haldin
í Hjálpartækjabankanum, Hátúni
12, dagana 2.-6. júní nk. og er hún
haldin í samvinnu við Gigtarfélag
íslands. Gigt hijáir nú fimmta hvern
íslending og snertir því mjög marga
landsmenn á einn eða annan hátt,
segir í fréttatilkynningu.
Hjálpartækjabankinn hefur m.a.
sérhæft sig í þjónustu við fólk með
gigtarsjúkdóma og þar fást áhöld
og tæki sem auðvelda fólki dagleg
störf. Þessi sérhönnuðu áhöld spara
krafta og minnka verki. Má þar
nefna: Sérhannaða hnífa, skæri,
opnara, ostaskera, mataráhöld, lyk-
ilgrip, penna, sokkaífærur og grip-
tangir. Einnig eru í boði ýmis þjálf-
unartæki s.s. boltar, teygjur, þjálf-
unarleir og margt fleira.
Á meðan á gigtarvikunni stendur
eru gestir og gangandi velkomnir
í Hjálpartækjabankann til að skoða
og prófa hin ýmsu tæki. Þar standa
þeim til boða leiðbeiningar hjá iðju-
þjálfa og sjúkraþjálfa um notkun
tækjanna sem og leiðbeiningar um
liðvernd.
Opið verður frá kl. 10-17 alla
dagana.
Flutningur á lif-
andi flatfiski
SIGURÐUR Pétursson, M.Sc.-nemi
í sjávarútvegsfræðum, heldur fyrir-
lestur um rannsóknarverkefni sitt
föstudaginn 30. maí kl. 14 á líf-
fræðistofnun HÍ, Grensásvegi 12, í
stofu G-6. Fyrirlesturinn er loka-
verkefni til meistaraprófs í sjávar-
útvegsfræðum við líffræðiskor
raunvísindadeildar HÍ og er öllum
opinn.
Meistaraverkefnið fjallar um
söfnun flatfiska úr veiði, eldi þeirra
og flutning lifandi á markað. „Til-
gangur þessa verkefnis er að finna
leiðir til þess að auka verðmæti flat-
fisks. í kjölfar bættrar heilbrigðis-
og gæðavitundar neytenda hefur
eftirspurn eftir lifandi sjávarafurð-
um verið í miklum vexti. Dæmi eru
um að neytendur séu tilbúnir til
þess að greiða allt að áttfalt hærra
verð fyrir lifandi sjávarfang saman-
borið við ferska afurð. Að halda
flatfiski lifandi frá veiðum og á
markað er leið til þess að mæta
kröfum neytenda og um leið auka
verðmæti aflans," segir í fréttatil-
kynningu.
Safnað handa
iangsjúkum
börnum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja
söfnun fyrir nýstofnað félag sem
kallast Éinstök börn. Um er að
ræða foreldrahóp barna innan Um-
hyggju með sjaldgæfa langvinna
sjúkdóma.
„í dag eru um 26 börn sem til-
heyra félaginu. Innan þessa barna-
hóps eru börn með ýmsa syndrome
sjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma,
sjúkdóma í lifur og nýrum o.s.frv.
Þau börn sem ekki deyja á unga
aldri ná aldrei fullum bata og bera
menjar sjúkdómsins alla ævi. Það
er von aðstandenda félagsins að
fólk taki þessari söfnun vel. Söfnun-
in fer þannig fram að hringt verður
í hús og geisladiskar með ýmsum
titlum boðnir til kaups á sanngjörnu
verði.
Það er fyrirtækið Litlibær ehf.,
Ármúla 36, Reykjavík, sem mun
annast þessa söfnun og hagnaður-
inn af henni mun renna til Ein-
stakra bama,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Innritun hafin
í Skólagarða
Reykjavíkur
SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur
starfa á sjö stöðum í borginni, við
Holtaveg, í Laugardal, í Árbæ, vest-
an Árbæjarsafns, í Fossvogi, við
Bjarmaland, við Jaðarsel og
Stekkjabakka í Breiðholti, við
Þorragötu í Skerjafirði og í Folda-
hverfi fyrir austan Logafold.
Skólagarðarnir eru ætlaðir börn-
um 8 til 12 ára, f. árin 1985 til
1989. Innritun verður dagana 29.
og 30. maí og hefst kl. 8 í hveijum
garði fyrir sig. Eldri borgarar geta
innritað sig 5. júní í þeim görðum
sem rými leyfir. Þátttökugjald er
1.000 kr. fyrir hvern gróðurreit.
Fyrirlestur
um fólk
og sambönd
FYRIRLESTUR sem nefnist Karlar,
konur og sambönd verður fluttur í
Norræna húsinu föstudaginn 30.
maí kl. 19. Á eftir verða umræður.
Fyrirlesarar eru þrír og koma frá
Bretlandi. Á laugardaginn verða
sömu aðilar með námskeið fyrir
karla og konur í Norræna húsinu
og fjalla þar um sama efni.
Minningar-
athöfn á
Ingólfstorgi
KJARKUR, félag óvirkra fíkla,
gengst í kvöld fyrir minningarat-
höfn um fórnarlömb vímuefna.
Hópganga hefst á Hlemmi klukk-
an 21 og verður gengið niður á
Ingólfstorg, þar sem kveikt verður
á kertum. Síðan mun sr. Halldór
S. Gröndal flytja minningarorð. Að
lokum spila Bubbi og KK.
LEIÐRÉTT
Hurðin sett í árið 1921
í frétt hér i Morgunblaðinu í gær,
var haft eftir Páli Bjarnasyni arkí-
tekt að hurð hafi verið sett í stað
miðjugluggans á þeirri hlið Iðnó
sem veit að Tjörninni, árið 1919.
Hið rétta mun vera, að hurðinni var
komið fyrir árið 1921.
Skýrsla um nám á háskólastigi
í UMFJÖLLUN um skýrslu
menntamálaráðherra um nám á
háskólastigi í Morgunblaðinu í gær
var ranglega haft eftir Sigríði Önnu
Þórðardóttur, formanni mennta-
málanefndar Alþingis, að nýlega
hafi verið samþykkt löggjöf um
háskóla og grunnskóla. Hið rétta
er að löggjöf hefur verið samþykkt
um framhaldsskóla og grunnskóla.
Ennfremur féll niður í greininni
að frumvörp um háskóla og Kenn-
ara- og uppeldisháskóia voru til
umfjöllunar á Alþingi í vor og er
að sögn Sigríðar samkomulag um
það í menntamálanefnd að bæði
frumvörpin verði afgreidd fyrir
næstu áramót.