Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Kvikmyndir eins og Crokodile Dundee, Muriel's Wedding og Pricilla
Queen of the Desert sanna aö Ástralir eru húmoristar miklir og kunna
aö gera launfyndnar kvikmyndir. Wally Mellis (Mr. Reliable) er
nýsloppinn úr fangelsi og heldur til heimabæjar síns til að hitta
fyrrum kærustu. Vegna misskilnings heldur lögreglan aö Wally haldi
konunni og barni hennar föngnum með haglabyssu og áður en Wally
getur svo mikið sem sagt Skagaströnd, eru hermenn, lögregla og
fjölmiðlafólk búið að umkringja húsið.
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9.05 og 11.15.
UNDRIÐ
Sýnd kl. 7. Síðustu sýningar
YND SUMARSINS
ÆKNIBRELLUR
ERCE BROSNAN
r ‘ i
HÁSKÓLABÍÓ
2140
JIM CARREY
LIAR
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
COLIN
FRIELS
JACQUELINE
MCKENZIE
A FILM BY NADIA TASS
ibl ml /i ru.iH di iimmi
Mr Ejelbitj
FRUMSYNING: UMSATRIÐ
Frá framleidendum myndarinnar
PRICILLA QUEEIU OF THE DESERT
Háskólabíó Gott 1316
3 með :
Stórfín eðali
frábærum leikurum og
flottri umgerð.
★ ★★ ÓHT Rás2
★★★ hkdv
^NGUM ER HLIFT!!
Ridicule
<SfcCoIumbia
Sportswear Company»
Kvikmyndaumfjöllun
á laugardögum
Apple-umboðið
KOYLA^
★★★★ Rás 2
★★★★Bylgjan
★★★l/2 DV sa_
Sýnd kl. 5, 9.05 og n
Síðustu sýningar
10
Skemmtanir
■ INGHÓLL SELFOSSI Á föstudags-
kvöld verður haldin diskóhátíð þar sem fram
kemur söngvarinn Páll Óskar. Þetta verða
síðustu forvöð að sjá Pál Óskar því hann
hyggur á Evrópuför í júní. Á föstudags-
kvöldinu verður einnig tískusýning frá
Tískuvöruversluninni Maí. Á laugardags-
kvöldinu leikur svo hljómsveitin Greifarnir.
■ SIXTIES leikur föstudagskvöldið í
Valaskjálf Egilsstöðum, laugardagskvöld
í Egilsbúð, Neskaupstað og á sjómanna-
daginn leikur hljómsveitin á sjómannadans-
leik á Grenivík. Hljómsveitin er um það
bil að ljúka nýrri plötu sem kemur út í
endaðan júní en hefur enn ekki hlotið nafn.
■ KAFFI REYKJAVlK Á fimmtudags-,
föstudags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Karma en meðlimir hennar
eru Ólafur Þórarinsson, Helena Kára-
dóttir, Páll Sveinsson, Eiður Alfreðsson
og Ríkharður Arnar. Á sunnudagskvöld
leikur Birgir J. Birgisson og á mánudags-
kvöld leikur Aðalsteinn Leó. Þriðjudags-
kvöld leika Grétar Örvars og Sigga Bein-
teins. Á miðvikudagskvöld leika svo þau
Sigrún Eva og Stefán Jökuls.
■ SIR OLIVER Á fimmtudagskvöid leikur
hljómsveitin Blues Express en hún er að
koma fram á sjónarsvið aftur eftir nokkurt
hlé. Sveitina skipa: Matthías Stefánsson,
gítar, Atli Ólafsson, bassi, Valdimar
Kristjánsson, trommur og Gunnar Eiriks-
son munnharpa og söngur. Á föstudags-
kvöld skemmtir svo hinn eini sanni Laddi.
■ ÓPERUKJALLARINN Á föstudags-
kvöld verður DJ. Klara í diskóbúrinu og á
laugardagskvöld verður stórdansleikur með
Óperubandinu ásamt Bjögga Halldórs.
Opið til kl. 3.
■ NAUSTKRÁIN Á fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld leik-
ur Hljómsveit Onnu Vilhjálms. Staðurinn
er opinn til kl. 3 föstudags- og laugardags-
kvöld.
■ ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Á
föstudags- og laugardagskvöld er diskótek.
■ KÁNTRÝKLÚBBURINN KÚREK-
INN, Hamraborg 1-3 (norðanmegin),
Kópavogi stendur fyrir dansæfingu öll
föstudagskvöld kl. 21.
Þess má geta að Kúrekinn er með sýningar-
hóp.
■ CAFÉ ROMANCE Enski píanóleikarinn
Ncal Fullerton er kominn aftur til íslands
og leikur hann og syngur fyrir gesti staðar-
ins alla daga vikunnar nema mánudaga.
Einnig mun hann leika fyrir matargesti
veitingahússins Café Óperu.
■ FEITI DVERGURINN Á föstudags-
kvöld leikur hljómsveitin Babýlon og á
laugardagskvöld leikur EG-Band. Snyrti-
legur klæðnaður.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún. Á fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardagskvöld frá
kl. 19-23 leikur og syngur Gunnar Páll
Ingólfsson perlur dægurlagatónlistarinnar
fyrir gesti hótelsins.
■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar er opið
fimmtudags- og sunnudagskvöld frá kl.
19-1 og frá kl. 19-3 föstudags- og laugar-
dagskvöld en þá koma fram þeir Stefán
Jökulsson og Ragnar Bjarnason. í Súlna-
sal á föstudagskvöld frá kl. 21.30 er alþjóð-
lega fatahönnunarkeppnin Smirnoff. Eftir
keppni verður síðan dansleikur með Agga
Slæ og Tamlasveitinni og Sigrúnu Evu.
Ókeypis aðgangur. Á laugardagskvöld
verður sýningin Allabaddarí. Opinn dans-
leikur eftir kl. 23.30 með Agga Slæ, Tamla-
sveitinni og Sigrúnu Evu.
■ FJÖRUGARÐURINN er opinn um
helgina. Víkingasveitin ieikur fyrir dansi.
Veitingahúsið Fjaran er opin öll kvöld. Jón
Möller leikur á píanó fyrir matargesti.
■ FÓGETINN Á fímmtudagskvöld
skemmtir Halli Reynis með gítarleik og
söng. Föstudags- og laugardagskvöld spilar
hljómsveitin Vcstan hafs en hana síripa:
Björgvin Gísla, Jón Ingólfsson og Jón
Björgvinsson.
■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags- og
sunnudagskvöld leikur hljómsveitin Sín frá
kl. 22. Á föstudags- og laugardagskvöld
leikur hljómsveitin Léttir sprettir. í Leik-
stofu föstudags- og laugardagskvöld leikur
Viðar Jónsson, trúbador frá kl. 22.
■ SÓL DÖGG leikur fimmtudagskvöld á
Gauki á Stöng og föstudags- og laugar-
dagskvöld í Víkurbæ, Höfn í Hornafirði.
■ TÓNLEIKAR Á RÓSENBERG Á
fimmtudagskvöldið verða haldnir tónleikar
í Rósenbergkjallaranum þar sem fram
koma hljómsveitirnar Pppönk, Woofer og
„Bara burt Reynir“. Tónleikarnir hefjast
kl. 22 og er aðgangseyrir 300 kr. Pppönk
lauk i vikunni við upptökur fyrir skffu sem
kemur út í sumar og hyggst leika lög af
þeirri plötu á tónleikunum. Woofer er einn-
ig í þann mund að senda frá sér plötu, því
þriggja laga plata með Woofer kemur út
eftir helgi. Bara burt Reynir sigraði í Fjör-
unganum, hljómsveitakeppni FIH. Allar eru
hljómsveitirnar úr Hafnarfirði.
■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur Hljóm-
sveit Birgis Gunnlaugssonar fyrir dansi.
■ LOKABALL FYRIR FATLAÐA verð-
ur haldið í félagsmiðstöðinni Árseli laugar-
dagskvöldið 31. maí frá kl. 20-23. Verð
300 kr. Veitingasala.
■ ÚLTRA leikur föstudagskvöld á Catal-
ínu og laugardagskvöld í Festi Grindavík.
■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudags-
kvöld verður annað Two Dogs-kvöld með
hljómsveitinni Sól Dögg. Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur síðan Súper 7. Á
sunnudagskvöld leikur Sniglabandið
nokkra létta sjómannaræla í tilefni sjó-
mannadagsins og stjórnar fjöldasöng.
Snigiabandið leikur einnig mánudagskvöld.
■ GREIP Ieikur á sjómannadansleik á
Kristjáni IX laugardagskvöldið en á sunnu-
dagskvöldið, sjálfan sjómannadaginn, leikur
hljómsveitin í Samkomuhúsinu á Grund-
arfirði. Greip var að senda frá sér nýtt lag
sem nefnist: „Horfðu á sumarið“ og hefur
það fengið góða spilun á útvarpsstöðvum.
Hljómsveitina skipa: Gugga, Einar, Þórður,
Kiddi og Ofur-Baldur.
■ TRÚBADORINN BJARNI ÞÓR leikur
á Orminum Egilsstöðum á laugardags-
kvöldið. Bjarni Þór hefur undanfarið verið
að syngja inn á geisladisk afmælislög Egils-
staðabæjar ásamt hljómsveitinni XD3 en
diskurinn sá kemur út í næsta mánuði.
Bjami Þór hefur upp raust sína upp úr
PPPÖNK er ein þriggja hljómsveita sem leikur á tónleikum i
Rósenberg á fimmtudagskvöld.
HLJÓMSVEITIN Karma leikur á Kaffi Reykjavík um helgina.
HLJÓMSVEITIN Greip leikur
laugardags- og sunnudags-
kvöld á Grundarfirði.
klukkan 23 á laugardagskvöldið en Ormur-
inn er opinn til klukkan 3.
■ STYKK leikur laugardagskvöld á
Knudsen, Stykkishólmi og á sjómanna-
balli sunnudagskvöld á Hótel Stykkis-
hólmi.
■ SKÍTAMÓRALL leikur um helgina í
Vestmannaeyjum. Á föstudagskvöld á HB-
Pub og á laugardagskvöld á sjómannaballi
í Höfðanum.
■ REGGAE ON ICE leikur laugardags-
kvöld á Langasandi Akranesi en þetta
verður í fyrsta skipti í langan tíma sem
hljómsveitin leikur á Skaganum. Útgáfu-
dagur nýrrar plötu er 13. júní kl. 13.
■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugar-
dagskvöld leika þeir Svenni og Halli með-
limir hljómsveitarinnar Gömlu brýnin.
Heimaslóð veitingastaðarins er
http://www.itn.is/gullold.
■ CATALÍNA Föstudagskvöld skemmtir
Tiljómsveitin Últra. Á laugardagskvöld er
lifandi tónlist.
■ CAFÉ ROYALE Hljómsveitin Sætir
strákar frá Hafnarfirði leikur föstudags-
og laugardagskvöld.
■ HITT HÚSIÐ Á síðdegistónleikum Hins
Hússins föstudaginn 30. maí kl. 17 leikur
hljómsveitin Kuml sem er ein af lífseigustu
pönkböndum hérlendis en hún hefur starfað
í mörg ár. Hljómsveitin Ólund hitar upp.
Þess má geta að þetta eru seinustu tónleik-
ar Hins Hússins í vetur en 6. júní verða
síðdegistónleikarnir fluttir út á Ingólfstorg
þar sem þeir verða í allt sumar. Ókeypis
aðgangur.