Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 72
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
cO> NVHIRJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGÚR 29. MAÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ríkisstjórnin skrifar ESB vegna Schengen
Yfírþjóðlegt vald
hindrar þátttöku
RÍKISSTJÓRNIN hefur sent
yfirvöldum í Evrópusambandinu
bréf, þar sem sú afstaða kemur
fram að verði Schengen-vega-
bréfasamstarfið innlimað í svo-
kallaða fyrstu stoð sambandsins
og þar með sett undir yfirþjóð-
legar stofnanir, sjái Island sér
ekki fært að taka þátt í sam-
starfinu. „Það eru settir sterkir
fyrirvarar gagnvart slíku,“ segir
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra.
Island og Noregur gerðu sam-
starfssamning við aðildarríki
Schengen-samningsins í desem-
ber sl. Nú stefnir í samkomulag
á ríkjaráðstefnu ESB um að
samningurinn verði innlimaður í
stofnsáttmála sambandsins.
Hins vegar liggur enn ekki fyrir
hvort vegabréfasamstarfið verð-
ur hluti af hinni yfirþjóðlegu
fyrstu stoð eða hluti af hefð-
bundnu milliríkjasamstarfi í
þriðju stoðj sem væri aðgengi-
legra fyrir Island og Noreg.
Dönsk og sænsk stjórnvöld
hafa lýst yfir að þau muni ekki
sætta sig við innlimun Schengen
í Evrópusambandið nema Island
og Noregur geti fellt sig við nið-
urstöðuna. Verði ríkin tvö ekki
aðilar að samstarfinu er Nor-
ræna vegabréfasamstarfið úr
sögunni.
SÍF stefnir að því að styrkja stöðu félagsins í Noregi
Kaupir helmingshlut í
norskri saltfískvinnslu
NÚ ER í burðarliðnum samningur
um kaup SÍF á helmingshlut í
norska fiskvinnslufyrirtækinu Loppa
Fisk. Viljayfirlýsing um kaupin hef-
ur verið undirrituð en stjóm SIF á
eftir að samþykkja kaupin. Róbert
B. Agnarsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SÍF, segir kaupin ætl-
uð til að styrkja starfsemi félagsins í
Noregi og tryggja sér gæðafisk til
sölu.
Þekkt fyrir vandaða
framleiðslu
Fyrirtækið Loppa Fisk er í eigu
bræðranna Arvids og Leifs Thor-
björnsen og er það í Öksfjord í Finn-
mörku. Þeir bræður reka einnig fyr-
irtækið Nykvaag í Noregi og er
uppistaða íramleiðslu þeirra saltfisk-
ur. Róbert segir að á siðasta ári hafi
SIF keypt saltfisk af þeim, en þessi
tvö fyrirtæki séu þekkt fyrir vand-
aða framleiðslu á saltfiski. Stefnt er
að því að þarna verði afkastamikil
saltfiskvinnsla, en greiður aðgangur
er að hráefni eins og ufsa og þorski.
Báðum til hagsbóta
„Tilgangur okkar með kaupum á
helmingshlut í Loppa Fisk er að
framleiða þar enn betri fisk, sem
hentar markaðskerfi okkar betur en
almennt gerist í Noregi. Með þessu
nálgast SÍF fisk á eigin forsendum
og Loppa Fisk kemst inn í sölukerfi
SIF og verður samstarfið því báðum
aðilum til hagsbóta.
Þetta er einnig eðlilegt framhald
af starfsemi okkar í Noregi síðustu
misserin. Við höfum keypt mikið af
fiski þar, en átt erfitt með að fá
framleiðendur til að auka gæði
framleiðslunnar og flokka fiskinn
betur. SIF er þekkt fyrir að bjóða
staðlaðan gæðafisk á mörkuðunum
erlendis, sem kaupendur geta pant-
að eftir vörunúmerum og treyst á
gæðaflokkun fisksins. Gæði fram-
leiðslunnar í Noregi hafa almennt
verið lakari en hér og fiskurinn oftar
en ekki seldur úr landi óflokkaður,“
segir Róbert B. Agnarsson.
Kaupverð á helmingshlut í norska
fyrirtækinu fæst ekki uppgefið, enda
hefur ekki endanlega verið gengið
frá kaupsamningi.
Dorgað við
bryggjuna
BLÖNDUÓSINGAR eru farnir að
mæta niður á bryggju til að veiða
silung. Þegar fréttaritari var á ferð
á dögunum var þessi ungi áhuga-
sami veiðimaður mættur ásamt
móður sinni sem fylgdist vel með.
Vert er að brýna fyrir börnum að
nota björgunarvesti til að forðast
slysin.
--------------------
Hjartaskurðdeild Landspítalans fer inn á nýjar brautir við lagfæringar á kransæðum
Fyrsta hjartaaðgerðin
með brjóstholsspeglun
Flugleiðir
hætta flugi á
Patreksfjörð
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
FLUGLEIÐIR hafa hætt flugi til
Patreksfjarðar með tilkomu nýrrar
sumaráætlunar síðastliðinn mánu-
dag.
Páll Halldórsson, framkvæmda-
stjóri innanlandsflugs Flugleiða,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fyrirtækið hefði skrifað samgöngu-
ráðuneytinu bréf og skilað inn sér-
leyfi til áætlunarflugs á Patreks-
fjörð.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú að
frá árinu 1993 til loka síðasta árs
hefur farþegum fækkað úr 4.534 í
2.731. Með tilkomu þeirrar breyting-
ar sem er að verða í innanlandsflug-
inu sjáum við okkur ekki fært að
halda þessu áfram en munum frekar
nýta vélakostinn á öðrum og arðbær-
ari leiðum,“ sagði Páll.
1. júlí nk. gengur í gildi frjálsræði
í innanlandsflugi með aukinni sam-
keppni.
HM f handbolta
Lokað
vegna
leiksins
ÍSLAND gæti komist í fjög-
urra liða úrslit heimsmeistara-
keppninnar í handknattleik í
fýrsta skipti í dag, með sigri á
Ungverjum. Þjóðirnar mætast
kl. 9 árdegis að íslenskum tíma
í Kumamoto í Japan.
Mikill áhugi er á leiknum
hérlendis, sem meðal annars
má merkja af því að nokkur
fyrirtæki í Reykjavík auglýstu
í gær í útvarpi að þau yrðu
lokuð milli kl. 9 og 10.30 í dag,
þannig að starfsfólk gæti
fylgst með leiknum, sem verð-
ur sýndur beint í Sjónvarpinu.
■ fþróttir/C blað
Miðlunartil-
laga í dag
RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í
gær að leggja fram miðlunartillögu í
kjaradeilu verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda á Vestfjörðum og verður til-
lagan kynnt deiluaðilum fyrir hádegi
í dag. Kosið verður um miðlunartil-
- löguna á morgun, föstudag.
I lögum um stéttarfélög og vinnu-
deilur segir að miðlunartillaga teljist
felld í atkvæðagreiðslu ef meira en
helmingur greiddra atkvæða er á
móti henni og ef mótatkvæði eru
fleiri en fjórðungur atkvæða sam-
kvæmt atkvæða- eða félagaskrá.
■ Ekki bjartsýnn/10
Á HJARTASKURÐDEILD Land-
spítalans var fyrir skömmu gerð
laparaskópíaðgerð, en það er
hjartaaðgerð með brjóstholsspegl-
un. Notuð er sama tækni og við
kviðsjáraðgerðir. Gert er lítið gat á
brjóstholið og farið þar inn með lítið
tæki sem læknirinn stjórnar. Með
tækinu er gert við biluðu kransæð-
ina. Þetta er í fyrsta .skipti sem slík
aðgerð er gerð á íslandi. Grétar
Ólafsson, yfirlæknir á hjartaskurð-
deild, segir að verulegur sparnaður
fylgi þessari nýju tækni og sjúkling-
urinn sé fljótari að jafna sig.
Bjarni Torfason hjartaskurð-
læknir gerði aðgerðina á sjúklingn-
um, en til aðstoðar var Hörður Al-
freðsson hjartaskurðlæknir og
fleira starfsfólk hjartaskurðdeildar.
„Þetta er yfirleitt aðeins gert við
ákveðna tegund skemmda í
kransæðum, þ.e. viðgerð á kransæð
á framvegg vinstri slegils. Það era
reyndar dæmi um að djarfir menn í
Bandaríkjunum hafi fengist við
fleiri kransæðar. Það er gert lítið
gat á brjóstholið og farið þar inn
með speglunartæki. Síðan er tekin
æð, sem liggur til hliðar við bringu-
beinið upp að axlarslagæð, í gegn-
um speglunartækið og saumuð með
aðstoð þess við kransæðina. Þessi
aðgerð er sú fyrsta þessarar teg-
undar sem gerð er hér á landi og
tókst mjög vel. Við eigum eftir að
gera fleiri slíkar aðgerðir í framtíð-
inni,“ sagði Grétar.
Umtalsverður sparnaður
„Það er töluvert mikill ávinningur
af því að gera þetta með þessum
hætti. Við þurfum ekki að nota
hjarta- og lungnavél og þau einnota
áhöld sem tengjast henni, en þau
kosta mikla peninga, líklega yfir 200
þúsund krónur. Við þurfum hins
vegar að hafa sama starfslið því það
verður að vera til taks ef setja þarf
sjúkling í hjarta- og lungnavél.
Sparnaðurinn liggur því í efnis-
kostnaði."
Grétar sagði að aðgerð mef
brjóstholsspeglun tæld styttri tímt
en hefðbundin hjartaskurðaðgerð of
sjúklingurinn væri fljótari að jafn;
sig. Meðallegutími á sjúkrahúsi eftii
hjartaskurðaðgerð er 7-10 dagar.
Losna við stóra og
erfiða aðgerð
Grétar sagði að hefðbundnai
hjartaskurðaðgerðir væru stórai
aðgerðir sem reyndu mikið á sjúk-
linginn, lækna og hjúkrunarfólk.
„Það er skorið alveg frá hálsi og
niður fyrir bringbeinið og það klofið
eftir endilöngu. Síðan er opnað inn í
gollurshúsið og hjartað eiginlega
frflagt. Að því loknu er slöngusett-
um komið fyrir til þess að pumpa
blóði inn í líkamann og til að taka
við því. Hjartað er stöðvað og sett
af stað aftur þegar búið er að gera
aðgerðina.
Þær aðgerðir sem við gerum eru
yfirleitt mjög erfiðar aðgerðir. Þeg-
ar það er hægt er sjúklingurinn yf-
irleitt settur í kransæðavíkkanir
þannig að við fáum erfiðustu tilvik-
in. Við erum oftast nær með marga
æðasjúkdóma. Að meðaltali setjum
við 4-5 nýjar kransæðar í hvern
sjúkling," sagði Grétar.