Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á LEIÐ út í Viðey. Heimir gafst upp þegar hann var hálfnaður út í Viðey og þurfti á aðhlynningu að halda á slysadeild vegna ofkælingar. Viðeyjarsund á sj ómannadaginn Gafst upp á miðri leið SUNDMAÐURINN Heimir Arn- ar Sveinbjörnsson, sem ætlaði að synda úr Viðey inn í Reykjavík- urhöfn á sjómannadaginn, gafst upp þegar hann var um hálfnað- ur. Að sögn Heimis hafði hann hreinlega ekki nóga líkamsfitu til þess að veija sig gegn kuldan- um. Heimir var búinn að synda í 52 og hálfa mínútu þegar hann var tekinn upp í fylgdarbát björgunarbátsins Henrys A. Hálfdánarsonar. Þá var líkams- hiti Heimis kominn niður í 29,5 gráður. Fékk Heimir strax kakó og heitt saltvatn í æð, en var síð- an fluttur upp á slysadeild til frekari aðhlynningar en honum varð ekki meint af volkinu. Ekki nógu feitur Heimir hefur alla tíð synt mik- ið en það var ekki fyrr en í fyrra- haust sem hann byrjaði að stunda sjósund. Sjálfur segist Heimir eig- inlega hafa verið hættur við að reyna við Viðeyjarsundið á sjó- mannadaginn en vegna mikiis stuðnings, m.a. frá Eyjólfi Jóns- syni, sem hefur synt þessa leið mörgum sinnum, lét hann til leið- ast. I fyrrahaust synti Heimir frá Köllunarkletti og út í Viðey en HANS Markús Hafsteinsson guð- fræðingur hlaut 1.376 atkvæði í prestskosningunum sem fram fóru í Garðaprestakalli á sunnudag. Sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, hlaut 701 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 87. Á kjörskrá voru 6.985 en af þeim kusu 2.164 og var kosningaþátt- taka um 32,3%. Kosningin er því ekki bindandi. Álíka margir tóku því þátt í kosningunni og þeir, sem skrifuðu nöfn sín á lista, þar sem kosningar var krafíst. Kjörsókn var mest í Kálfatjamarsókn, þar voru 460 á kjörskrá og kusu 68%. í Bessastaðasókn kusu 17% og í Garðasókn var kjörsókn 32%. Sesselja Sigurðardóttir formaður sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar sú leið er 1,1 kílómetri en frá Viðey og inn í Reykjavíkurhöfn eru 4,3 kílómetrar. Mest hafði Heimir verið 30 minútur sam- fleytt í köldum sjó áður en hann tókst á við Viðeyjarsundið á sunnudaginn en besti tími sund- garpsins Eyjólfs Jónssonar er um 2 klst. á þessari leið. „Ég var bara ekki tilbúinn. Það vantaði ekki viljann, en ég var einfaldlega ekki nógu spikaður. Ég þarf að sagði að yfírgnæfandi sigur Hans Markúsar kæmi á óvart. Niðurstað- an væri afleiðing af óánægju og öllu því erfiða ferli sem á undan væri gengið. Sagði hún að fólk hefði verið ósátt við þær breyting- ar, sem gerðar voru þegar ákveðið var að fram færu kosningar. í valdi ráðherra og biskups „Okkur var borið á brýn að við hefðum haft rangt við,“ sagði hún. „Niðurstaðan lá ljós fyrir í kjör- mannakosningunni en við því er ekkert að gera, það eru lögin sem leyfa þetta. Hins vegar fínnst mér að þeir sem fóru af stað með þessi viðbrögð hafí ekki sýnt að þeir ætluðu að koma Erni Bárði að eða bæta á mig a.m.k. 10 kílóum áður en ég reyni aftur við þessa leið,“ segpr Heimir. Hann var á sund- skýlunni einni saman þegar hann þreytti sundið, enda segist hann vilja hafa þetta sem náttúruleg- ast. Gefst ekki upp Heimir, sem er 35 ára gamall, hefur alls ekki lagt sjósundið á hilluna, hvað þá öll áform um að að hann hafi átt þetta fylgi. Niður- staðan sýnir það ekki. Það kemur svo í ljós hvað ráðherra og biskup gera. Þetta er í þeirra valdi núna. Kosningin var ekki bindandi þannig að þeir geta sjálfsagt vikið út frá þessu en ég held að það yrði ekki til góðs. Kosningin hlýtur að sýna hvað fólkið vill og vonandi fáum við ró og frið í kirkjunni. Það er kominn tími til og maður vonar að hvetjum sem tekur við muni ganga vel að vinna með því fólki sem hann þarf að vinna með.“ Kosningin aðalatriðið Talsmenn Garðasóknar og Bessastaðasóknar vildu ekki tjá sig um niðurstöðuna fyrr en sóknar- synda út í Viðey, þó svo að fyrsta tilraunin hafi ekki gengið sem skyldi. Heimir er ákveðinn í því að reyna aftur við Viðeyjarsundið þegar hann verður tilbúinn og vill hann nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem styrktu hann í sundinu að þessu sinni, ekki síst Slysavamafélaginu Al- bert, Björgunarbátnum Henry A. Hálfdánarsyni og starfsfólki slysadeildar. nefndirnar hefðu komið saman til fundar, sem væntanlega verður síð- ar í vikunni. Magni Sigurhansson var einn þeirra, sem stóðu að söfnun undir- skrifta um að fram færi almenn prestskosning. „Aðalatriðið var að fá kosningu þannig að þetta væri örugglega það sem almenningur vildi," sagði hann. „Kjörsókn var svo nánast engin þannig að ég á mjög erfitt með að átta mig á hvað um er að vera, þar sem mik- ill vilji var fyrir að fara út í kosn- ingar. Okkur fannst líka vera góð- ur stuðningur við Örn Bárð. Þann- ig að þetta eru einhver skilaboð sem ég veit ekki hvernig ber að skilja. Vonandi verður sátt og allir kátir.“ Kærður fyrir veið- ar á sjó- mannadegi SJÓMANNASAMBAND ís- lands hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur út- gerðaraðilum línubátsins Hrannars frá Hafnarfirði sem var að veiðum á Reykjanes- hrygg síðastliðinn sunnudag á lögbundnum frídegi sjó- manna. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands hefur málið einnig til athugunar. Kanna þarf alla málavexti „Það var ekkert samkomu- lag gert við okkur og við erum að kanna stöðu þessa máls. Lögin eru ótvíræð, íslensk skip með íslenskar áhafnir skulu vera í landi í tvo sólar- hringa í kringum sjómanna- dagshelgina," sagði Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Benedikt sagði allt benda til þess að skipið hefði brotið sjómannadags- lögin en kanna þyrfti alla málavexti áður en brugðist væri við. Sjómannasambandið hefur hins vegar ákveðið að kæra útgerð Hrannars vegna brota á sjómannadagslögun- um. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands- ins, segir það ljóst að þau skip sem landi í íslenskri höfn hafí ekki leyfi til að gera sam- komulag við sjómenn um að stunda veiðar á frídegi sjó- manna. Útgerðarmaður annar en eigandi Utgerðaraðili Hrannars HF virðist vera annar en eigandi skipsins en það getur skipt máli vegna mismunandi samninga sjómanna eftir landshlutum. Hrannar HF hefur tilraunaleyfi frá sjávar- útvegsráðuneytinu til karfa- veiða á Reykjanesshrygg en hefur ekki heimild til veiða innan íslenskrar lögsögu. Einhver skip voru á Flæmska hattinum en ekki er ljóst hvort samkomulag var gert við áhafnir um framlenginu ann- arra leyfa í staðinn. Sérstaða þessara skipa er sú að veitt er fyrir erlenda markaði og aflanum er ekki landað á ís- landi. Ákvæði í kjarasamning- um segir til um að landi skip erlendis geti þau verið undan- þegin lögunum. Hans Markús Hafsteinsson hlaut flest atkvæði í Garðaprestakalli Alíka margir kusu og undir- rituðu kröfu um kosningu Andlát JÓN GUÐMUNDSSON LÁTINN er Jón Guð- mundsson, bóndi og fræðimaður á Fjalli á Skeiðum. Var hann fæddur 3. nóvember 1919 á Fjalli, yngstur sex systkina. Jón Guðmundsson tók tvítugur próf frá Héraðsskólanum að Laugarvatni og Sam- vinnuskólanum tveimur árum síðar. Stundaði hann landbúnaðamám í Bandaríkjunum árið 1951. Hann gerðist bóndi á Fjalii 1944. Jón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveitarfélagið og landeigendur, sat í skattanefnd og skóla- nefnd, var formaður Félags veiðiréttareig- enda á Suðurlandi og sat í stjórn Veiðifélags Árnesinga. Jón hlaut í allmörg ár fræði- mannastyrk frá menntamálaráði en hann skrifaði m.a. um feijur og vö ð á stór- ám á Suðurlandi og þátt um Skeiðahrepp í bókinni Sunnlenskar byggðir sem Búnaðar- samband Suðurlands gaf út. Jón bjó alla sína tíð að Fjalli. Hann var ókvæntur og barnlaus. Nauðlending á túni við Keldur EINS hreyfils flugvél, af gerðinni Cessna 152 vélarinnar. Nauðlendingin gekk vel og tvo menn C, nauðlenti á túni við Keldur á sunnudags- sem í henni voru sakaði ekki. Virtist flugvélin kvöld. Talið er að eitthvað hafi brotnað í hreyfli vera lítið sem ekkert skemmd eftir lendinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.