Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 03.06.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Iþrótta- ráðherrar halda fund í TILEFNI Smáþjóðaleikanna, sem standa hér á landi til 7. júní nk. verður haldinn óformlegnr fundur íþróttaráðherra landanna, sem taka þátt í leikunum, en þau eru auk ís- lands, Andorra, Kýpur, Liechten- stein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marinó. Fundurinn er haldinn í boði Björns Bjarnasonar menntamálráðherra í dag. Umræðuefni fundarins er staða og horfur íþróttamála í löndunum átta og stendur hann fram til hádeg- is. Að loknum fundinum verður hald- ið til Þingvalla og staðurinn skoðað- ur í fylgd þjóðgarðarsvarðar. Auk ráðherranna sitja fundinn embættismenn, svo og formenn ólympíunendar nokkurra landanna. M.a. er gert ráð fyhrir að Albert prins af Mónakó sitji fundinn sem formaður ólympíunefndar lands síns. Ekki höfðu ráðherrar allra land- anna tök á að sækja fundinn, en þeir sem boðað hafa komu sína eru Carmen Salsa Sansa, íþróttaráð- herra Andorra, Andrea Willi, íþrótta- ráðherra Liechtenstein, Alex Bodry, íþróttaráðherra Lúxemborgar og Jean Aribaud, íþróttaráðherra Món- akó. -----♦ ♦ ♦ Kveikt í Snælands- skóla BROTIST var inn í kennslustofu í Snælandsskóla í Kópavogi og kveikt í gluggatjöldum og borðum á sunnu- dagskvöld. Slökkviliðið var kallað á vettvang og gekk því greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta skól- ann. Hafðist uppi á tveimur ungl- ingsstúlkum sem viðurkenndu verknaðinn og að hafa tekið hljóð- nema ófrjálsri hendi. Eitthvert tjón hlaust af íkveikjunni, mest reyk- skemmdir. Eldur kom einnig upp í fiskeldis- stöðinni í Laxalóni á sunnudags- kvöld. Hafði verið kveikt í dekkjum og spýtnabraki og lagði af því mik- inn reyk. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og hlutust engar skemmdir af honum. Málið er í höndum Rann- sóknarlögreglunnar. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SJÚKLINGAR stóðu fyrir basar í garði Kleppsspítalans þegar starfsemin var kynnt á sjómannadaginn. Morgunblaðið/Golli FRÁ barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Á biðlista eru á annað hundrað börn og unglingar með geðræn vandamál. Nýr stuðnings- hópur og opið hús GEÐHJÁLP, félag fólks með geðræna sjúkdóma og aðstand- endur þeirra, mun standa fyrir stofnun stuðningshóp fyrir for- eldra barna með geðræn vanda- mál á miðvikudagskvöldið. Að sögn framkvæmdastjóra sam- takanna, Ingólfs H. Ingólfsson- ar, hafa foreldrar barna með geðsjúkdóma hingað til ekki verið mjög virkir í félaginu og hafa ekki litið til þess sem síns málsvara, en nú eigi að reyna að breyta því. Ingólfur segir að þörf fyrir stuðningshóp sem þennan sé mikil en biðlistinn hjá barna- og unglingageðdeild Landspít- alans er orðinn hátt á annað hundrað svo það er mikið af börnum sem eiga við vandamál að stríða. Enn er nokkuð óljóst hvernig hópurinn muni starfa en fyrst og fremst verður hann vettvangur fyrir foreldra til að hittast, fá stuðning og ráða sín- um ráðum. Opið hús á Kleppsspítala Á sjómannadaginn opnaði geðdeild Landspítalans dyr sín- ar og bauð almenningi að kynna sér starfsemina á Kleppsspítala og barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Að sögn Þór- unnar Pálsdóttur hjúkrunar- forstjóra tókst dagurinn ein- staklega vel og létu hátt í hundrað manns sjá sig. Gátu gestir keypt sér veitingar af sjúklingum sem stóðu fyrir bas- ar á lóðinni og rann ágóðinn í ferðasjóð þeirra, en 10 manna hópur mun halda til Bareelona síðar í vikunni. „Það að opna dyrnar svona eins og við gerðum á sunnudag- inn er mjög mikils virði í barátt- unni gegn fordómum. Margir þeirra sem komu við voru yfir sig hissa á aðbúnaði sjúklinga enda búnir að gera sér í hugar- lund að allt væri miklu fang- elsislegra hérna,“ sagði Þórunn sem stefnir að því að hafa aftur opið hús fyrir almenning í haust. Stofnfundur stuðningshóps foreldra barna með geðræn vandamál verður haldinn í fé- lagsmiðstöð Geðhjálpar á Tryggvagötu 9 og byijar kl. 20.30. Samið um þátttöku í umhverfisfræðslu SAMNINGUR um þátttöku íslands í GLOBE-verkefninu, sem er fjölþjóð- legt umhverfisfræðsluverkefni, var undirritaður síðastliðinn föstudag. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning jarðarbúa á umhverfinu og giæða áhuga nem- enda, kennara og vísindamanna um allan heim á því að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfísskil- yrði á jörðinni. Verkefninu var komið á laggirnar á Degi jarðar, 24. apríl 1994, og er A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, stjórnarformaður fram- kvæmdaráðs verkefnisins. Yfir 3.500 skólar taka þátt í verk- efninu og rúmlega 50 þjóðir hafa undirritað tvíhliða samning við Bandaríkin um þátttöku. Fara sam- skipti fram með tölvum, taka mið af aldri nemenda og er lögð áhersla á að efla færni þeirra í stærðfræði og náttúruvísindum. Netfang verkefnisins er: http://www.gIobe.gov. Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, undirrita samninginn. Tom Pyke, framkvæmda- stjóri GLOBE-verkefnisins í Bandaríkjunum, fylgist með. Tillögur um styttingu náms til stúdentsprófs í framhaldsskólum í þijú ár Viljum við fórna kost- um gamla kerfisins? „MÉR LÍST vel á þá hugmynd að stytta nám tii stúdentsprófs um eitt til tvö ár og samræma námstímann því sem tíðkast í Evrópu," segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla íslands. „Ég sé þá leið helsta að þjappa saman námi í grunnskólum, þar sem mér sýnist hægt að fara all- miklu hraðar í sakirnar. Mér fínnst öfugt að farið ef á að minnka kennslu í framhaldsskóla vegna þess að þar fer fram sá hluti náms- ins sem gerir mestar kröfur til nem- enda.“ Þorvarður segir að ef námstími í framhaldsskólum yrði styttur úr fjórum árum í þijú hefði það aðeins þær afleiðingar námskröfur myndu minnka sem því næmi. „Auðvitað má kenna færri og aðeins betri hluta nemenda, en mér skilst að það sé ekki hugsunin á bak við þessa breytingu,“ segir hann. „Ef nemendahópurinn á að vera sá sami og kemur núna upp í fram- haldsskólana verður námsefnið ekki kennt á skemmri tíma, nema hann verði búinn að iæra því meira í grunnskólum. Ég dreg í efa að það gerist eins og á málum er haldið í grunnskólum." Aðspurður um þá hugmynd að taka upp kennslu á sumarönn segir Þorvarður að vel sé hugsaniegt að bjóða upp á slíkan möguleika. „Hluti námsfólks myndi vilja fara þá leið,“ segir hann. „En mjög stór hluti nemenda vill vinna á sumrin. Mér finnst æskilegt að halda þeim möguleika opnum, enda leitast öll þjóðfélög við að verða ungu fóiki úti um reynslu af þátttöku í at- vinnulífinu." Þorvarður sagðist ekki vilja tjá sig um þær breytingar sem lenging skólaársins hefði á launakjör kenn- ara: „Að öðru leyti en því að ef námstími til stúdentsprófs er stytt- ur og þannig er hægt að draga úr kostnaði við menntakerfið skapar það svigrúm til að hækka laun kennara, sem ekki er vanþörf á.“ Meiri sveigjanleika þörf „Ef hægt er bjóða upp á aukinn sveigjanleika í námskerfínu og stytta leiðina að stúdentsprófí fínnst mér það hið besta mál,“ seg- ir Kristín Arnaids, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Tími nemenda er mjög dýrmæt- ur,“ segir hún og leggur áherslu á að ekki megi minnka námskröfur. „Sérstaklega fagna ég því ef nem- endur úr grunnskóla geta lokið sínu námi fyrr. Þar hefur ekki verið nógu mikill sveigjanleiki að mínu mati.“ Kristín segist lítið hafa leitt hug- ann að því hvort það sé raunhæft að stytta nám í framhaldsskólum úr fjórum árum í þijú. „Það kom fram sú hugmynd að færa eitthvað af námi á framhaldsskólastigi í grunnskóla," segir hún. „Hingað til höfum við neyðst til að kenna náms- efni úr grunnskólum.“ Hún segir þó alls ekki útilokað að þetta markmið náist og sér finn- ist það afar mikilvægt. „í f'jöl- brautaskólanum í Breiðholti er boð- ið upp á nám að sumarlagi og hafa margir nemendur flýtt þannig fyrir sér í námi,“ segir hún. „Ég held að það geti hjálpað mikið. Það þarf að vera meiri sveigj- anleiki í skólakerfinu og þyrfti að vera áfangakerfí í efstu bekkjum grunnskólans. Það yrði mjög til bóta. Þá fengju nemendur að ráða betur sínum námshraða. Nemendur fá að ljúka námi í áfangakerfi á misjöfnum tíma, allt eftir dugnaði og árangri hvers og eins.“ Hvað varðar launakjör kennara segir Kristín að það gefi augaleið að ef skólaárið verði lengt hafi það áhrif á launakjör kennara. Ekki blasi þó við að sú leið verði farin því margar leiðir standi til boða. Viljum við fórna sérstöðunni? „Spurningin snýst um það hvort við viljum fórna þeirri sérstöðu íslenska skólakerfisins að nemendum gefist kostur á að kynnast atvinnulífinu með sumarvinnu,“ segir Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og for- maður Skólameistarafélagsins. „Til þess að það sé fræðilega mögulegt að fækka árum í fram- haldsskóla úr fjórum í þijú verður að lengja skólaárið fram í júní og byija aftur í ágúst,“ segir Margrét. „Ef það er að verða staðreynd í okkar þjóðfélagi að nemendur fái ekki sumarvinnu er eins gott að þeir fái að vera lengur í skólanum frekar en að vera á slæpingi allt sumarið.“ Hún segir að Skólameistarafé- lagið hafi lagt til að boðið yrði upp á nám á sumarönn fyrir þessa nem- endur. Þeir sem vilji eða fái ekki vinnu um sumarið geti þá flýtt fyr- ir sér í námi. Þessi leið hafi þótt fýsilegri en sú að stytta námstím- ann í þijú ár vegna þeirrar sérstöðu sem íslendingar hafi að geta boðið nemendum sumarvinnu. „Sem bet- ur fer fá flestir nemendur sumar- vinnu og það er líka hluti af því að læra og þroskast," segir hún. Hún segir að ef íslendingar vilji stytta nám í framhaldsskólum í þijú ár til samræmis við það sem gengur og gerist erlendis þurfí að koma til samspil grunnskóla og framhaldsskóla. „Það er ekki hægt einhliða heldur yrði að koma til endurskipulagning á efri bekkjum grunnskóla," segir hún. Að sögn Margrétar hlyti lenging skólaársins að þýða algjörlega breytt launakerfi fyrir kennara enda hefði það í för með sér meiri vinnu og meiri viðveru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.